Þjóðviljinn - 23.12.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.12.1967, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. desember 1967 — ÞJÓÐVILJXNN — SlÐA J □ Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í fyrrakvöld þegar fjárhagsáætlun borgarinnar var til umræðu og afgreiðslu mælti Guðmundur Vigfússon fyrir svofelldri ályktunartillögu frá borgarfulltrúum Alþýðubandalagsins: „Borgarstjóm Reykjavíkur lýsir yfir undrun sinni og vanþóknun á þeirri afstöðu átta þing- manna Reykjavíkur að snúast gegn tillögu um 10 milj. kr. hækkun á greiðslum ríkisins til Borg- arsjúkrahússins á næsta ári, er hún kom til af- greiðslu á Alþingi 12. þ.m. Borgarstjórnin hlýtur þó alveg sérstaklega að harma og víta afstöðu þeirra Geirs Hallgrímssonar borgarstjóra og Auð- ar Auðuns forseta borgarstjórnar, en bæði reynd- ust andvíg tillögunni, þrátt fyrir stórskuld rík issjóðs við borgarsjóð vegna sjúkrahússbygging- arinnar, og þótt þeim ætti að vera betur ljóst en öðrum, er á móti stóðu, hver áhrif skuldasöfnur ríkissjóðs við borgarsjóð hefnr haft á fjárhag borgarinnar og framkvæmdahraða sjúkrahúss- byggingarinnar“. Guðmundur Vigfússon mælti fyrir þessari tillögu m.a. á þessa leið: Það urðu okkur, og að ég ætla flestum eða öllum Reyk- víkingum, mikil og sár von- brigði, er það kom í ljós 12. þ.m. á Alþingi, að átta af 12 þingmönnum Reykjavíkur sner- ust gegn mjög hófsamlegri breytingartillögu við fjárlög. um að greiðsla ríkisins á næsta ári til byggingar Borgarsjúkra- húSsins í Fossvogi yrði hækk- uð um 10 milj. kr eða úr 18 milj. í 28 milj. — og fengu þessa breytingartilögu fellda. Sú afgreiðsla valt á atkvæðum þessara átta þingmanna, sem Reykvíkingar, höfðu sjálfir sýnt þann trúnað að velja þá til setu fyrir sig á Alþingi. Ekki fer á milli mála, að hér gengu þessir umræddu þingmenn beint og krókalaust gegn mjög brýnum hagsmun- um og rétti Reykj avíkurborgar Það sem mesta furðu vakti Mesta furðu vakti þó, að i þessum hópi andstæðinga breyt- ingartillögunnar, skyldi að finna þá tvo horgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins, sem sæti áttu á Alþingi þegar atkvæðagreiðsl- an fór fram, þau Geir Hall- grrmsson borgarstjóra og Auði Auðuns, ‘forseta borgarstjórnar- lnnar. Ég hygg að ýmsir hafi látlð segja sér þá sögu tvisv- ar, eða lesið þá fregn tvisvar eða oftar í blöðum, að þessir f i 63 milj. alls. Gert er ráð fyr- ir að skuldaaukning ríkissjóðs á þessu ári nemi a.m.k. 21,6 milj. þannig, að nú í árslok- in eigi borgin hjá ríkinu vegna borgarsjúkrahússins 84 milj. og 600 þús. kr. Það er býsna há fjárhæð fyrir sveit- arfélag. sem oft er í fjár- þröng, og þarf til margra og aðkallandi framkvæmda að líta, og þá ekki sízt á sviði heilbrigðis- og sjúkrahúsmála. Myndi skilvís greiðsla slíkrar upphæðar vissulega valda miklu ,um rýmri greiðslu- og framkvæmdagetu borgarsjóðs. og trúlega flýta verulega fyrir því að borgarsjúkrahúsið yrði loks starfhæft, eða a.m.k. sá 200 rúma hluti þegs sem verið hefur í byggingu í nær tutt- ugu ár og nú er boðað að kom- ist loks í gagnið á næsta ári Upp i þessa 84 milj. og 600 þús kr. skuld eru aðeins ætl- aðar 18 milj. kr. í fjárlögum 1968. Eftir standa þá 66 milj og 600 þús. ásamt því sem við bætist á næsta ári. Og það voru þessar 18 milj. sem ekki máttu með nokkru móti hækka upp í 28 milj. eins og gert var ráð fyrir í tillögu Magnúsar Kjartanssonar og Eðvarðs Sig- urðssonar — hófsamlegri og sjálfsagðri tillögu sem engin leið var með rökum að kerma við yfirboð eða neinskonar sýndarmennsku, eins og meiri- hluta Alþingis og borgarstjórn- ar er oft gjamt að bera sér í munn gagnvart umbótatillög- um andstæðinganna. Og þetta mátti ekki gera þrátt fyrir fyr- irsjáanleg mjög rúm fjárráð ríkissjóðs á næsta ári og ó- tvíræðan rétt borgarinnar til skila af hálfu ríkisins. Það þarf ótrúlegt tillitsleysi við lagaleg- an rétt - og brýna hagsmuni Reykjavíkurborgar til þess að fella slíka breytingartillögu, og það af þingmönnum borgarinn- ar sjálfrar, sem hér hefðu get- að ráðið úrslitum og tryggt málinu framgang. Og það er hörmulegt að sjá í hópi þeirra er slíka tillögu fella sjálfan borgarstjórann og forseta borg- arstjómar, æðsta trúnaðarmann borgarstjómarinnar og fram- kvæmdastjóra borgarfélagsins. Samtök stjómarflokkaþing- manna um afgreiðslu fjárlaga eru hér engin afsökun, eins og Hún stjórnar liálfsmánaðarlega fundum borgarstjórnar Reykja- víkur í Skúlatúni, en bregst hagsmunum borgarbúa í sölum Alþingis við Austurvöll. Hann greiðir atkvæði gegn hagsbótum Reykvíkinga, þegar hann situr þingfundi i vinnu- tímanum og þiggur rífleg borg- arstjóralaun úr sameiginlegum sjóði borgarbúa. mér skilst að háttvirtur borg- arstjóri hafi borið fyrir sig, er hann dinglaði handjámunum framan í þingheim úr ræðustóli Alþingis og reyndi að afsaka furðulega afstöðu sína til máls- ins. Þingmenn eru skv. stjóm- arskrá aðeins bundnir af sam- vizku sinni og ég trúi því ekki, að samvizkan hafi sapt borg- arstjóra og forseta að þeim væri rétt og skylt að skaða Reykjavíkurborg með afstöðu sinni. Sú þægð og lipurð við ríkisstjórn og stjórnarflokka, sem í þessu kemur fram, verð- ur með engu móti afsökuð, og þessa skaðlegu afstöðu þessara trúnaðarmanna ber því bæði að harma og víta hér í bong- arstjóm. Turn spítalabyggingarinnar teygir sig hátt til h imins — en fé skortir til að fullgera húsið og taka það í notkun. Áhugi Áuðar og Geirs virðist takmarkaður. borgarfulltrúar og þingmenn til borgarsjúkrahússins — og Reykjavíkurborgar, hafi látið f þannig orðið þess valdandi að hafa sig til að greiða atkvæði gegn sanngjarnri og sjálfsagðri hækkun á greiðslu ríkissjóðs auka enn á erfiðleika borgar- innar við að koma þessari þráðu, bráðnauðsynlegu og mjög langvarandi framkvæmd ^ borgarinnar í gagnið. En þetta var og er stað- reynd: Ekki aðeins aðrir þing- menn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins í Reykjávik gengu þarna gegn rétti og hags- munum Reykjavíkur, heldur einnig háttvirtur borgárstjóri og háttvirtur forseti borgar- stjórnar. Þessi afstaða umræddra átta þingmanna Reykjavíkur — og þó alveg sérstaklega trúnaðar- brot borgarstjóra og forseta borgarstjórnar við Reykjavik- urborg í þessu tilviki, er þess eðlis að óhjákvæmilegt er að það sé rætt hér í borgarstjórn inni og afstaðan og trúnaðar- brotið vítt af borgarfulltrúum. S.l. fimmtudag fóru 52 erlendir starfsmenn úr Búrfellsvirkjun með flugvél Loftleiða til Norðurlanda. Myndin er tekin við brott- mg, för frá KcflavíkurflugvelH Skuldir rikisins við borgarsjóð Skuldasöfnun ríkisins við borgarsjóð vegna lögboðinna framlaga ríkissjóðs til skóla, íþróttamanvirkja og heilbrigð- isstofnana, hefur í mörg ár verið eitt mesta vandamál borgarstjómarinnar. Skulda- döfnunin hefur gert hvort- tveggja i senn, tafið fyrir nauð- synlegum framkvæmdum borg- arinnar á þessum sviðum, og einnig lagt óeðlilega þungár byrðar-' á borgarsjóð, þyngri en ella hefði verið. f árslok 1965 námu skuldir. ríkissjóðs og íþróttasjóðs ríkisins við borg- ina 54,1 milj. samtals, í árs- ;lok 1966 námu þessar sömu skuldir 96,3 milj. kr. og höfðu því hækkað um 42,2 milj. á einu ári. Skuldasöfnunin skipt- ist þannig í árslok 1966, að ríkissjóður skuldaði borgar- sjóði 71,4 milj. og íþróttasjóð- ur 24,9- milj Langmestur hluti skuldaaukningarinnar milli ára •var hjá ríkissjoði sjálfum. eða 35.4 milj. kr. - Varðandi borgarsjúkrahúsið sérstaklega, éar skuld ríkis- sjóðs í árslok 1965 30 milj. 465 þús., en hækkaði á árinu 1966 um 32 milj. 538 þús. eða Ný aiferð tíl getn- aðarvarna fundin? AUCKLAND, NÝJA SJÁLANDI 21/12 — Ný aðferð til getnaðarvarna, sem byggist á efnafræðigreiningu eftir „gerðu-það-sjálf“ aðferðinni er nú í rannsókn lífefnafræð- inga við háskólann í Melboume. Rannsóknaráætluninni hefur þegar miðað langt áleiðis og trú- lega munu kaþólikkar einnig geta sætt sig við þessa aðferð, sagði dr. Brown forstöðumaður þessara rannsókna í viðtali í dag. Hann sagði að aðferðin yrði í almennri notkun innan 10 ára ef rannsóknarstarfið færi fram með sama hraða héreftir sem hingaðtil. Rannsóknirnar byggjast á efnagreiningu á hormónum i blóði og þvagi kvenna. Þessi aðferð er þegar í notk- un í sjúkrahúsum um allan heim til að maja hormónaframleiðslu Vísindamennimir við háskól- ánn í Melboume eru að vinna að því að gera þessa aðferð ein- faldari, þannig að konur geti sjálfar framkvæmt þessa rann- sókn. Með því að nota þessa að- ferð munu konur sjálfar geta ákvarðað nákvæmlega á hvaða tíma í hverjum mánuði þær geta orðið þungaðar og hvenær ekki, sagði dr. Brown. Og hann bætti því við að þetta væri hinn ákjósanlegasti kostur fyrir þá. sem viðurkenná ekki getnaðarvamir. , Hann skýrði frá þvi að róm- versk-kaþólskir aðilar hefðu þegar sýnt rannsóknunum á- huga og gæti þessi aðferð orð- ið þýðingarmikil til að leysa vanda kaþólskra á þessu sviði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.