Þjóðviljinn - 11.01.1968, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Pimmtudagur 11. jamúar 1S68.
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: ívar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Préttaritstjóri: Siguxður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj.: Eiður Bergmann.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19.
Sími 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 120,00 á mánuði. —
Lausasöluverð krónur 7,00.
Omerkir orða sinna
jslendingar hafa ekki ástæðu til að ætla að stjórn-
arvöld 1 Bandaríkjunum séu vönd að virðingu
sinni né meti hátíðleg og opinber loforð sín að
nokkru ef þeim sýnist annað. Eitt slíkra dæma
mun sjálf íslandssagan geyma og aldrei gleyma,
þegar Bandaríkjastjórn rauf heit Bandaríkjafor-
seta að herinn sem hingað kom 1941 skyldi flu'tt-
Ur burt þegar styrjöldinni lyki. í stað þess kom
krafa Bandaríkjanna um herstöðvar á íslandi í
99 ár. Þeirri kröfu var hafnað, og er auðvelt að
sjá eftir framkomu stjórnmálaflokkanna íslenzku
í hernámsmálunum síðar, að þeirri ósvífnu kröfu
Bandaríkjastjórnar var hafnað eingöngu vegna
þess að Sósíalistaflokkurinn átti þá aðild að rík-
isstjórn og gat haft áhrif á úrslitaákvörðun urn
málið. Hitt er svo sorgarsaga hernámsins að jafn-
skjótt og Bandaríkjastjórn hafði tekið þá ákvörð-
un að ná sama marki, varanlegum herstöðvum á
íslandi á friðartímum, í áföngum, fundust íslenzk-
ir menn og íslenzkir stjórnmálaflokkar sem fús-
ir voru til þess að feta þá ólánsbraut; menn og
flokkar sem fáanlegir reyndust til að smeygja her-
setufjptrinum á íslendinga og hafa haldið við
bandarískum herstöðvum á íslandi allt frá 1941.
J^vikin loforð Bandaríkjaforseta að farið skyldi
með bandaríska herinn brott af íslandi þegar
heirhsstyrjöldinni væri • lokið er svartasta og ör-
lagaríkasta dæmið um óverjandi óorðheldni banda-
rískra stjómvalda í viðskiptum við íslendinga. í
sjónvarpsmálinu virðist ætla að bera að sama
brunni. Að vísu hafa íslenzk stjórnarvöld aldrei
lotið lægra en í því máli, svo Bandaríkjaherinn
þykist geta fariðþar sínu fram. Þó fór svo að íslend-
ingar höfðu risið upp í öllum flokkum og heimtað
að stöðvuð yrði smán hermannasjónvarpsins. Bar-
áttan gegn því varð svo öflug og blöskrun manna
vegna framkomu forystumanna „Félags sjónvarps-
áhugamanna" sem ekki skírrðust við að snúa sér
til erlends herforingja í Keflavíkurherstöðinni með
„bréfinu“ alræmda, að ríkisstjómin og bandaríska
herstjórnin sáu sitt óvænna. Yfirmaður hernáms-
liðsins var látinn tilkynna allramildilegast að her-
mannasjónvarpið frá bandarísku herstöðinni á
Keflavíkurflugvelli skyldi takmarkað við herstöð-
ina.
J^fndirnar má nokkuð marka af frét'tinni sem Þjóð-
viljinn flutti í gær. Hermannasjónvarpið sést
enn víðsvegar um Suðvesturland og þjón-
ustusamir íslendingar vinna nótt sem nýtan dag að
þeirri iðju að gera Bandaríkjahernum kleift að
koma sjónvarpshrati sínu og áróðri inn á íslenzk
heimili. Víst er það fróðlegt, að íslendingar skuli
einnig á þennah hátt fá að kynnast æðstu herstjórn
Bandaríkjanna á íslandi sem algerum og blygðun-
arlausum ómerkingum sem einskis virða gefin lof-
orð og hátíðlegar yfirlýsingar. En að fenginni þeirri
reynslu hljóta íslendingar sjálfir að taka í taum-
ana og banna hermannasjónvarpið og Keflavíkur-
útvarpið með öllu. Ríkisstjórnin á ekki að fá að
sleppa með vesæl undanbrögð í þessu máli; Alþingi
hlýtur að hreinsa landið af óþverra hermannasjón-
varpsins, ef ráðherrarnir eru orðnir of samdauna
ósómanum til að vinna að þeim þrifnaði. — s.
Lelio Basso
□ Skömmu áður en SF-flokkurinn danski
klofnaði birtist eftirfarandi vjðtal í blaði hans
við Lelio Basso, formann ítalska vinstrisósíalista-
flokksins PSIUP. Basso ræðir vandamál hreyf-
ingar sinnar á Ítalíu, en auðséð er aið spyrjandi
hefur sótzt eftir svörum við spurningum sem
hliðstæðar voru þeim s?m þurfti að svara í SF-
flokknum þá — ekki sízt eftir svörum við vanda
seim tengdur er aðild sósíalistaflokka að ríkis-
stjórn.
ríkjamenn, jafnvel í Vietnam.
Já, svo langt hefur það gengið
að PSI er nú sá hluti stjómar-
innar sem hollastur er Amerík-
önum, því að kristilegir demó-
kratar reyna að sýna visst
sjálfstœði gagnvart Bandaríkj-
unum með tililiti til stefnu Vatí-
kansins gagnvart vanþróuðum
löndum.
Við þessar aðstæður táknaði
áframhaldandi seta í PSI að
gefa upp allar sósíalískar hug-
myndiv og að sýna heimsvalda-
stefnu þrælslega undirgefni.
Það gátum við ekki sætt
okkur við. [
Sp: Hver er að þínum dómi
ástæðan fyrir þyví að Nenni
beitti sér svo eindregið fyrir
sameiningu við sósialdemó-
krata, og hver hefur orðið ár-
angur hennar?
Sv: Með því að ganga í ríkis-
stjórn og með þeim breytingum
sem orðið höfðu á flokknum
hafði PSI fyllilega samþykkt
þá sósíaldemókratísku pólitík,
sem hann hafði barizt gegn síð-
an sósíaildemókratar klufu sig
frá Nenni árið 1947. Þessir tveir
flokkar voru nú svo líkir orðri-
ir að engin éstæða var til þess
að þeir væru aðskildir áfram.
Sambræðslan var því rökrétt
ráðstöfun, sem hefur reyndar
orðið að öllu, leyti sósialdemó-
krötum í bag.
og fremst fulltrúi fyrir, sem
stærsti verklýðsflokkur lands-
ins. Þá er og til hópur ka-
þólskra vinstrimanna, sem berst
gegn heimsvaldastefnu og fyrir
sósíalisma, og við reynum einn-
ig að korna á samstarfi við þá.
En hér er um að ræða stefnu
/samstarfs við hreyfingar, sem
hafa mjög svipaðar stefnuskrár
eða með öðrum orðum: við
viljum aðeins hafa bandalag
við aðrar pólitfskar hreyfingar
í þeim mæli sem stefnuskrár
þeirra eru samhljóða I þeim at-
riðum sem mestu skipta, ellegar
þegar mat okkar á tilteknum
málum er því sem næst sam-
hljóða. Þ-etta gerist ekki alltaf,
hvorki að því er kommúnista
né önnur öfl varðar og þess-
vegna höldum við óháðfri línu
okkar um leið og við reynum
að flýta sameiginlegri þróun til
sósíalískra markmiða, sem við
glítum nauðsynleg.
Að sjálfsögðu getum við ekki
unnið með pólitískum flokkum
sem setja sér markmið sem eru
andstæð okkar markmiðum, t.d.
með flokkum sem halda fast í
NATO og bandaríska heims-
valdastefnu, jafnvel þótt slíkir
flokkar kalli sig sósíálíska verð-
um við að berjast gegn þeim,
því að við teljum að afstaðan
. til bandarískrar heimsvalda-
stefnu ráði í dag landamærum
VinstrisósíaSistar og afstaða þeirra
til annarra pólitískra hreyfinga
Lelio Basso er prófessor í fé-
lagsfræði og hefur síðan 1963
verið formaður PSIUP, flokks-
ins sem skildi við sósíalista-
flokk Nennis þegar sá flokkur
gekk í ríkisstjórn. bíðar hafa
Nennisósialistar (PSI) sameinazt
sósíaldemókrötum, og ráða þeir
nú saman yfir ca. 16 prósent
atkvæða, kommúnistar yfir ca
25 prósent og PSIUP yfir 5 pró-
sent.
. Fasistar settu Basso í fang-
elsi, en hann slapp þaðan og
eftir stríð hafði hann ásamt
Nenni frumkvæði að endurreisn
sósíalistaflokksins. Hann er
þekktur sem mjög hæfur pólit-
ískur fræðimaður og hefur haft
miklu hlutverki að gegna við
mótun baráttulistar hinnar
nýju vinstrihreyfingar. Hann
er ritstjóri tímaritsins Inter-
national Socialist Joumal.
Við lögðum fyrir hann svo-
felldar spumingar:
Hversvegna yfirgaf vinstri-
armurinn sósíalistaflokkinn (P
SI) þegar hann myndaði 1963
ríkisstjóm með kristilegum
demókrötum og sósíaldemókröt-
um?
Svar: Þátttaka PSI í stjórn-
armyndun í desember 1963 var
endalok ferills sem staðið hafði
í mörg ár og sem leiddi til þess
að PSI glataði æ fleiri sósíal-
ískum markmiðum. „Raunsæis-
stefna“ Nennis hafði það í för
með sér að flokkurinn misst.i
heildarsýn yfir vandamál stétta-
átaka og lifði í þess stað frá
degi til dags. án stefnuskrár, án
þess að móta nýjar hugmyndir,
án stéttarvitundar og óviðbúinn
því að mæta pólitískri baráttu
nýrra tíma augliti til auglitis.
Og árangurinn varð sá að á
sjötta áratugnum, þegar miklar
efna,hagslegar framfarir urðu á
ítaMu, atvinnuleysi minnkaði og
lífskjör bötnuðu, þá sáu Nenni
og hægrisósíalistar aðcins já-
kvæðar hliðar þessarar þróun-
ar án þess að taka eftir þvi að
hin raunverulegu vandamál
voru óleyst sem fyrr. Bæði hin
' almennu vandamál (samþjöpp-
un valdsins og samruni stórauð-
valds og pólitísks. valds — með
öðrum orðum takmarkanir lýð-
ræðis, vinnuskilyrði í verk-
smiðjunum, félagslegt misrétti
o.s.frv.) og sérstök ítölsk vanda-
máll (vanþróun Suður-ítalíu,
skriffinnskustjórn o.s.frv).
Hentistefna
Þeir rugluðu með öðrum orð-
um saman nýkapítalisma og
sósíalisma og settu á dagskrá
„sósíalíska" þátttöku í ríkis-
valdinu. 1 raun og veru var um
allt annað að ræða. 1 fyrsta
lagi tákpaði þátttaka f ríkis-
stjórn ekki raunverulega hlut-
deild í valdinu, sem varð áfram
i föstum greipum þröngrar yfir-
stéttar stórauðjöfra, háttsettra
embættismanna, flokksforingja
kristilegra demókrata og ka-
þólsku kirkjunnar. í öðru lagi
átti þessi þátttaka í ríkisstjóm
ekkert sameiginlegt með sósíall-
isma, því þeir ráðherrar, sem
PSI fékk, urðu að gefa frá sér
sfðustu leifar af sósíalískum
hugsunarhætti og verða tækl í
höndum valds borgarastéttar og
klerka. Þetta á einnig við um
utanríkispólitík. PSI hafði áður
beitt sér eindregið gegn aðild
ftalíu að NATO, en eftir að
flokkurinn tók sæti í stjórn
styður hann NATO og Banda-
Sp: Hvemig eru stofnanir PS
IUP byggðar upp? Þú ert til
dæmis formaður flokksins (form.
miðstjómar) en Vecchietti ritari
(form. framkvæmdastjórnar).
Hvé mörgmy forystustörfum
getur einn maður gégnt? Og
hvernig er samskiptum flokks-
stjómar og þingflokks háttað?
Sv: Sú tilhneiging er í flokki
okkar að skilja að mismunandi
stöður, öldungadeiildarþingmenn
og fulltrúadeildarþingmenn hafa
sér formann hver um sig, og
eru þeir meðlimir framkvæmda-
stjórnar en hvorki flokksritari
né formaður. Lög flokksins
banna að vísu ekki að .þing-
flokksformaður sé jafnframt
ritari eða flokksformaður, ef
svo ber undir, en ritari og for-
maður geta ekki verið einn og
sami maður samkvæmt flokks-
lögum.
Pólitísk lína flokksins er tek-
in í asðstu stjórn hans og fram-
kvæmdastofnun miðstjórnar er
svo framkvæmdastjórnin. Þing-
flokkurinn er skyldur til að
fara eftir þeim grundvafllarlín-
um sem miðstjórn hefur sam-
þykkt og hefur aðeins frelsi á
þingi innan ramma fyrirmæla
flokksdns.
Sp: Það er talað mikið um
samstarf, en á hvaða grundvelli
á að framkvæma þá stefnu?
Gæti PSIUP t.d. verið fús til
að ganga í stjóm sem hefur þá
stefnu m.a. að vera áfram í
NATO?
Samstarf
Sv: Við tölum um samstarfs-
stefnu, um að fylkja saman
vinstra arminum sem kommún-
istaflofckuriinn er á Italíu fyrst
milli hægri og vinstri afla i
stjórnmálum.
Áhrif í stjórn
Sp: Hverjar eru að þínu áliti
forsendur fyrir því aðraunveru-
legur sósíalistaflokkur geti unn-
ið með miðflokkastjórn eða mið-
flokka- og- vinstristjórn, t.d.
með sósíaldemókrötum?
&v: Ég held persónulega að
raunverulegur sósialistaflokkur
geti aðeins við mjög sérstæðar
aðstæður unnið með stjórn sem
byggir á miðöflum eða mið- og
vinstriflokkum — m.ö.o. þegar
aðstæður eru slíkar að þær leyfa
flokknum að hafa svo mikil á-
hrif í stefnuskrá stjórnarinnar,
að koma megi á umbótum sem
eru í raun réttri þýðingarmikl-
ar. Þar er þá um að ræöa
málamiðiun við stéttaróvininn
og það ber að skilgreina þessa
málamiðlun greiniilega. sem
slíka, sem málamiðlun, og skýra
hana út fyrir kjósendum . sem
slíka svo að hverjum sé ljóst
hvað maður fær og hvað maður
lætur af hendi, það er að segja
hvaða kosti og. ókosti samstarf-
ið hefur. Sá ókostur, sem mest
fer fyrir, er að menn styðja
stéttaróvininn með samstarfinu,
andstæðing sem að líkindum
eflir krafta sína og kemst yfir
erfiðar aðstæður um leið og
líklegt er, að baráttuvilji verk-
lýðsstéttarinnar veikist. Því er
þörf á því að það sé til mikils
að vinria éf menn verða að
gjalda samstarf svo dýru verði.
Á Italíu voru PSI og komm-
únistar í stjóm með borgara-
flofckunum frá 1944 til 1047,
verið getur að hin sérstæðu
Hramhald á 7. síðu.
■*