Þjóðviljinn - 11.01.1968, Side 12

Þjóðviljinn - 11.01.1968, Side 12
íslenzk skildingafrímerki á uppboði f London Á hinu árvissa frímerkja- uppboði Robson Lowe Ltd. í London síðastliðið haust var boðuð sala á sjaldgæfum ís- lenzkum skildingafrímerkjum, — einu briggja skildinga og tveimur átta skildingamerkj- um á umslagi frá 1873 með Hraungerðisstimpli og utaná- skrift „Hepra Jón Guðmunds- son, Skeggjastöðum“. Þetta umslag var talið ný- fundið og er það nítjánda sem þekkt er, en þau hafa, gengið kaupum og sölum að verð- mæti um eitt hundrað þúsund krónur. Á síðustu stundu var um- slagið dregið til baka á þeim forsendum, að það værisenni- lega faílsað og var það gert samkvæmt ábendingu frá fs- lenzkum frítjierkjakaupmanni, Magna Magnússyni í Frí- merkjasölurmi við Týsgötu. Þjóðviljinn náði sambandi vlð frímerkjakaupmanninn í *ærdag og innti hann eftir nánari fregnum af þessum at- burðum á alþjóðlegum frí- merkjamarkaði. Ég sá auglýsingu um'þessa boðuðu sölu í sérstökum kata- log frá Robson Lowe í haust og vakti sérstaklega tvennt athygli mína við þetta um- slag. Burðargjaldið undir bréfið var of hátt miðað við þann tíma og ennfremur bar um- slagið svokallaðan Hraungerð- isstimpil, en hann fór á flakk um skeið og veíldur tortryggni hjá sérfræðingum, þegarhann sézt á umslögum. Ég ritaði Robson bréf og kom þessari ábendingu á framfæri og var umslagið þegar dregið út af uppboðinu —'• hafði þó sérstaklega verið vakin athygli á því sem girm- legum frímerkjum á uppboð- inu af einhverri Mrs. Gladys Belton í áðurgreindum kata- log. Nú er umslagið í rann- sókn hjá'herra B. Beskov í Frimárkshuset, Stokkhólmi. Má vænta niðurstöðu á þeirri rannsókn á næstunni. * I í I í ! ! i * Útgáfa Vísindafélags Islendinga 1967: Tvö stér rít um jarðíræðileg efni og greinar um grasafræði Ut eru komin á vegum Vísindafélags íslendinga þrjú ný vísindarit á ensku tilheyrandi útgáfu ársins 1967: bók um Heklugos frá fyrstu tíð, erindasafn frá ráðstefnu Jarð- fræðingafélagsins um ísland og miðhafshryggina sl. haust og tvær ritgerðir um grasafræði íslands. Á fundi með blaðamönnum í gær, þar sem bækurnar voi’u kynntar, sögðu forstöðumenn Vísindafélagsins að f járhagur þess væri mjög bágborinn og því ekki hægt að gefa út eins mikið og æskilegt væri. En um leið og þessi nýjustu rit komu út, voru gerðar sérstakar ráðstafánir til að kynna þau og fyrri rit betur á erlendum vettvangi og er vonazt til að sú kynning beri verðskuldaðan árangur. Dr. Sturla Friðriksson, formað- ur Vísindafélags íslendinga, skýrði svo frá. að félagið hefði verið stofnað 1. des. 1918 og væri því hálfrar aldar gamalt nú á þessu ári, en á þessu 50 ára tímabili félagsins hefur Vís- indafélagið verið vettvangur, þar sem íslenzkir vísindamenn hafa komið fram með hugmyndir sín- ar og getað skýrt frá niðurstöð- um rannsókna sinna í ræðu og riti. Tilgangur félagsins er að st.yðja hvers konar vísindalega starfsemi og hefur félagið gert það með fundarhöldum og út- gáfu vísindalegra rita. Félagið- gefur út Rit, sem er flokkur ýmissa stærri vísinda- legra ritgerða. Annar flokkur fé- lagsrita eru Greinar, en það er safn ýmissa smærri ritgerða, og Tilraunalands- liðið sigraði með 23:21 Tilraunalandísliðið íslenzka sigr- aði pólska handknattleiksliðið Spojnia í Laugardalshöllinni í gærkvöldi með 23 mörkum gegn 21. Var leikurinn nokkuð jafn en Islendingar höfðu löngum for- ystuna. Pólverjar settu þó fyrsta markið og höfðu einnig 2:1. og síðar 6:6. I hálfleik höfðu Islendingar gert 11 mörk, Pólverjarnir 8. Nánar verður sagt frá lcikn- um í naesta blaði. Dr. Sigurður Þórarinsson. þá hefur félagið séð um útgáfu á ritgerðum um Heklugos í sam- vinnu við Náttúrugripasafnið. Eru nú komin út 14 rit í því safni og er væntanlega aðeins eftir ein ritsmíð til þess að því verki sé lokið. Á árinu 1967 hafa komið út þrjár bækur á vegum félagsins: Eruption of Hekla in historical times eftir dr. Sigurð Þórarins- son. Er það I. heffið í ritgerða- safninu um Heklugqsið 1947-1948, en flest síðari númer safnsins eru áður komin út. í riti þessu gerir dr. Sigurður ýtarlega grein fyrir öllum gosum, sem orðið hafa í Heklu eftir að sögur hóf- ust hérlendis og fram að síð- asta gosi. Hefur höfundur í því skyni kannað gaumgæfilega skráðar heimildir um Heklugos fyrri alda og vitnar óspart til þeirra í ritinu. Þá greinir höf- undur og frá athugunum sínum á gosefni frá hinum ýmsu Heklugosum og gefur yfirlit yf- ir þær öskulagarannsóknir, sem hann hefur fengizt við um árabil. Öskulagatímatal höfundar er orðið mjög þýðingarmikið við aldursákvarðanir í jarðvegs- og jarðfræði. gróðursögu og forn- leifafræði, og er bókin því því grundvaliarrit þessarar rannsókn- araðferðar^ Iceland and Mid Ocean Ridges er nafn erinda, sem voru flutt á ráðstefnu Jarðfræðifélags Xs- lands 27. febrúar til 8. marz 1967, en Sveinbjörn Björnsson jarðeðlisfræðingur hefur séð um útgáfu bókarinnar. í bókina skrifa 12 höfundar samtals 18 greinar um ránnsóknir á sviði jarðfræði, jarðeðlisfræði og berg- fræði, einkum með tilliti til þeirra þátta þessara fræða, sem varða sögu íslands á mótum tveggja meiri háttar úthafs- hryggja. Miðatlantshafshryggiar og Færeyjahryggjar. Allar grein- arrtar fjalla að mestu um efni, sem ekki hefur verið birt áður. I bókarlok eru birtar umræður, sem fóru fram á lokafundi, þar sem gerð var tilraun til að draga saman niðurstöður ráðstefnunn- ar og marka þau sjónarmið, sem fúndarmenn teldu æskilegt, að yrðu ráðandi í framtíðarrann- sóknum íslenzkra jarðvísinda. Greinar IV. 3. f þessu hefti eru tvær ritgerðir um grasafræði: ,,The immigration and naturaliz- ation of flowering plants in Ice- land since 1990“ eftir Ingólf Davíðsson. En í þeirri grein er fjallað um aðflutning jurta, land- nám þeirra og aðlögun í íslenzku plöntusamfélagi. Telur höfundur 183 nýjar tegundir fundnar síð- an um aldamót 1900 og að 26 þeirra megi teliast hafa ílenzt hér. Hin ritgerðin er: „The vascul- ar flora of the outer Westman Is- lands“ éftir Sturla Friðrikss. og Bjöm Johnsen. Greinin fjallar um gróðurfar í úteyjum Vestmanna- eyja. En gróður þeirra eyja er um margt sérstæður. Eru þar um 33 tegundir æðri plantna. Og aðeins tvær eða þrjár teg- undir á smæstu skerjunum. Surtscy er nýjust þeirra eyja, en með því að fylgjast með gróðri þar má margt læra um þróun gróðurs á öðru-m eyjum. Framhald á 9. síðu. Verðhækkun á tilbúnum * mat í verzl. TILBÚINN MATUR, soðinn eða steiktur, eins og seldur ervíða í kjötverzlunum, hefur nú hækkað talsvert í verði, að því er blaðið hefur fregnað hjá ýmsum aðilum sem vanir cru að kaupa slíkt. FENGUM VIÐ ÞESSA frétt m.a. staðfesta hjá verzlunarstjóra í „Síld og Fisk“ á Bergstaða- stræti, sem sa.gði að ýmsir kjötréttir sem áður kostuðu kr. 35 skammturinn hefðu nú verið hækkaðir upp í kr. 45,00 og væri þetta til samræmingar þeirri hækkun sem orðið hefði á kindakjöti tvívegis að und- anförnu. Kvað hann verðlagið á kjöti hafa verið svo í lausu lofti lengi, að hækkunin hefði verið dregin til þessa, þótt verðhækkunin á kjötinu hefði örðið fyrr. » FLEIRI VERZLANIR svo og veitingahús munu hafa hækk- að verðið á matnum, eins veit blaðið dæmi þess, að brauð- stofur hafa hækkað verð á smurðu brauði með kjötáleggi. Ein af myndunum sem sýndar eru á Mokka. (Ljósm. Þjóðv. RH) Mosaik- ogkeramik- myndir barna sýndar á Mokka-kaffi næstu 15 daga fsinn er nú í minnst 30 sjó- mílna fjarlægð I gær fór flugvél frá landhelg- isgæzlunni í ískönnunarflug og barst Þjóðviljanum í gærkvöldi eftirfarandi fréttatilkynning um legu íssins fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi. Isjaðarinn er 67 sjómflur NV af Bjargtöngum, 40 sjóm. frá Barða, 29 sjóm. frá Straumnesi, 30 sjómílur frá Kögri, 34 sjó- mílur frá Horni, 77 sjóm. frá Skagatá, 15 sjóm. N. við Kol- beinsey, 50 sjóm. N. við Grímsey og liggur þar til NA. Tekið tilboði frá þýzku fyrirtæki í Geitbálsstöðina Eins og áður hefur verið skýrt frá voru i septemfoer s.l. opnuð tilboð í aðalspennistöð við Geit- háls, stækkun spennistöðvar við Irafoss og ýmsan rafbúnað við Búrfell, en hlutaðeigandi útboð var síðasta meiri háttar útboðið vegna Búrfellsvirkjunar. Að lofe- inni athugun á tilboðum þessum var tekið tilboði vestur-þýzka firmans Brown fioveri, Mann- heim. Er samningsupphæðin 97,6 milj. kr. og á verkinu að vera lokið fyrri hluta árs 1969. 1 gær var opnuð á Mokka við Skólavörðustíg sýning á mosaik og keramikmyndum eftir nem- endur í barnadeild Myndlista- skóla Reykjavíkur. Þar erusýnd- ar 27 myndir eftir 25 nemendur skólans og eru þeir á aldrinum 6 til 12 ára. Sýningin verður op- in í 15 daga. Skólast j óri My ndlistaskólans, Baldur Öskarsson og Ragnar Kjartansson, kennari hitbu blaða- menn að máli á Mokka í gær og röktu nokkuð starfsemi skól- ans. Allt frá stofnun skólans fyrir 21 ári hefur verið kennt i bama- deildum, nú er kennt í þremur barnadeildum: teikni- lita- qg keramik-mosaikdeild. Ragnár Kjartansson leirkenasmiður hefur verið aðalkennari bamadeildar frá upphafi. Árið 1958 fór hann á vegum fræðslumálastjómar til Kaupmannahafnar og kynnti sér nýjungar í kennslu hliðstæðra skóla þar. Árið 1962 var haldin sýning í Bogasal á verkum nem- enda í barnadeild skólans og voru öll verkin á sýningunni gefin 'Listasafni ríkisins, þar ,á meðal var ein fyrsta mosaik- mynd sem gerð var af barni hér á iiandi. Á árunum 1965—66 kenndi Magnús Fálsson, leiktjaldamál- ari við bamadeildina ásamt Ragnari. Á þeim tíma gerðu nemendurnir, undir handleiðslu kennaranna, tvær stórar vegg- mosaikmyndir sem nú skreyta barnaheimilið við Dalbraut. I fyrravetur kenndu þeir Ragnar og Magnús báðir við deildina. Hafa þeir prófað sig áfram og reynt ýmsar merkar nýjungar í starfi sínu. 1 fyrra kenndu þeir t.d. nemendum sínum brúðugerð og vöktu brúðumar mikla at- hygli á nemendasýningu skólans. 1 vetur hefur Ragnar kennt einn í mosaik- og keramikdeild- inni að Grundarstíg 11. Vinna nemendumir að stóru verkefni sem er 16 fermetra mynd fyrir Laugalækjarskóla. Eru það seríu- teikningar sem mynda vegg- mynd og viðfangsefnið er skól- inn, skólaílífið og leiðin í skól- ann. Voru veitt verðlaun fynr beztu úrlausnir og hlutu þau börn úr lita- og teiknideild. Verð- launin voru listaverkabækur Máls og menningar. Auk þeirra viðfangsefna sem ■hér hafa verið nefnd gera nem- endur í keramik- og mosaikdeild ýmsa aðra hluti. T.d. gera þeir Sinfóníúhliómsveitin: Ragnar Björnsson stjórnar í Áttundu tónleikar Sin- fóníuihljómsveitar fslands verða haldnir í kvöld í Há- skólabíói. Stjómandi er Ragnar Björnsson. Á efnis- skránni eru tvö vel þekkt og vinsæl hljómsveitarverk auk einnar sjaldheyrðrar . tón- smíðar eftir Tsjaikovský. Fluttur verður forleikurinn „Síðdegi skógarpúkans", en De- bussy samdi verkið fyrir rúmum sjö ái-atugum. Annað* franskt verk á efnisskránni er ekki síður vinsælt, en það er hin rismikla sinfónía Francks. Á milli þessara verka verður flutt Konsertfantasía fyrir pí- anó og hljómsveit eftir Tsjaik- ovský. Konsertfanitaséuna samdi kvöld hann tíu árum eftir að hann lauk við fyrsta píanókonsertinn alþekkta. Einleikarinn í fantasí- unni er Frederick Marvin. Framhald á 9. síðu. keramikvasa, bollastell, ösku- bakka, skálar, styttur og skraut- muni. Skólaárinu er skipt í þrjú námskeið og er skólagjaiidið 3.300 fyrir 7 mánuði þ.e. þrjú nám- skeið og er þá efnisgjald inm- falið.' Ekki gerir skólagjaldið meira en að greiða um helmir.g rekstrarkostnaðar skólans, hinn helminginn greiða ríki og borg. Skólinn er til húsa í Ásmund- arsal og síðustu árin hefur kera- mik-mosaikdeildin verið á Grund- arstíg 11. Er aðsókn að skólan- um svo mikil að hvergi nærri er hægt að anna eftirspurn. Ekið á mann- Jausan Skoda Á tímabilinu frá fel. 8 ámánu- dagskvöld til kl. 12 á hádegi á þriðjudag var ekið á mannlausa Skodabifreið sem stóð áSnorra- braut á milli Hverfisgötu og Skúlagötu. Eru það eindregin til- rdæli rannsóknarlögreglunnar lil þeirra sem einhverjar upplýsing- ar gætu gefið að gera það sem fyrst.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.