Þjóðviljinn - 14.01.1968, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.01.1968, Blaðsíða 2
2 FfÐA — ÞJÖÐVTLJTNN — Sunnudagur 14. janúar 1988. \ * Majakofskíj-torg í Moskvu. Hér mætast tvær miklar um- íerðargötur, Gorkigata og Hringbraut. Hér gnæfir Maja- kofskíj yfir mannfjöldann og er sem eldur logi úr augum hans, þótt af steinj séu. Hér er Hótel Feking, þar sem Elias Mar bjó fyrir skömmu. Hér er ein af þes.sum rómuðu neðan- jarðarjárnbrautarstöðvum, þess- um „marmarahöllum í iðrum jarðar“ emsog Rússar nefna þær á hátíðlegum stundum (hversdags heita þær bara metró). Og hér eru 3 leikhús. Satíruleikhús, brúðuleikhús og Sovreménnik. Það var í Sovreménnik, sem Eyvindur Erlendsson setti á svið 8.1. vetur The Ballad of the Sad Café eftir Albee. Ball- aðan gengur enn og. ,enn er slegizt um miðana. Ég hafði heyrt að mikið stæði til í Sovreménnik um þessar mundir og ákvað að fara á fund leikhússtjórans, Olegs Jefremovs, og fá að vita allt um áform hans. Þegar ég kom í Sovreménnik var mér tekið JA" *v •- *••• •vv%v —....... v-• • • V Álfar Majakovskítorg: fremst tll hægri leikhúsið Sovreménnik og Ts jækof skí-tó nlcikahöllin. Pekinghótelið; fremst vinstri INGIRBJÖG HARALDSDÓTTIR: Or leikhúslífi Moskvuhergar Yfir snærokna ísa fer hraðfara sveft snúningalipur, enginn veit hvaðan hún kemur, né hvert hún fer. Slíkt hulin náðgáta mönnum er. Hún kemur úr álfanna undraheim og unir í hálflýstum stjömugeim. Hér stend ég og horfi á stórfenglegí mót stari í undrun og hreyfi ekki fót. Konungur álfanna kominn er hér, konungaskrúði er það, sem hann ber. Drottningin stígur þar dansinn á mjöll, demöntum skreytt eru klæði hennar öll. í regnbogans litum þau leiftra og skína. Laðar fram tóna á hörpuna sína ljúflingur einn, sem með liðinu fer leikur af snilld, svo að unaður er. í flóðljósi mánans öll fylkingin skín fjarlægist óðum unz hverfur mér sýn. Öskubuska. Afstaða verkamanna til starfs síns nýjasti sovézki bíllinn MYNDIN er af nýjasta sovézka bílnum, MAXI- Þetta er lítil blf- veið, um 40 cm styttri en „Zap- orozhets‘‘-bíllinn sem ýmsir munu kannast við hér á landi, en er þó rúmbetri og getur náð allt að 120 km hraða á klukku- stund. Á bílnum eru rennihurðir og hlýtur það að teijast kostur þegar leggja þarf farartækipu á stæði þar sem þröng er á þingi eða í bílskúrnum. Framsætin em hreyfanleg og hægt að halla stólbökunum affrur og mynda á frann hátt þægilegan | svefnbekk. með góðlátlegum hausahristing- um: Jefremov? Sá var nú al- deilis ekki til viðtals. ,Hann er hættur að borða og sofa, hvað þá að tala við blaðamenn. Seinna komst ég að ástæð- unni fyrir þessu annríki Jefr- emovs: Hann er nú að æfa síéasta hlutann af mikilli tri- lógíu, sem leikhúsið setur upp í tilefni 50 ára afmælis Októ- berbyltingarinnar. Hann setti . éinnig upp tvo fyrstu hlutana, sem þegar hafa verið frum- sýndir, og leikur auk þess' stór hlutverk í þeim. Jefremov er ekki eini mað- Úrinn í Sovreménnik, sem á annríkt. Allir leikarar hússins taka þátt í trílógíunni. Æfing- ar fara fram frá morgni til kvölds, jafnvel er æft eftir sýningar, fram á rauða nótt. Þá er ekki verið að spekúlera • í tímakaupi. Allir leggjast á eitt með pð skapa sýningar, sem samboðnar séu þeirri miklu hátið, sem nú fór í hönd. Úr því ég náði ekki í Jefr- emov tók ég þann kostinn að ráfa um leikhúsið og klófesta fólk, sem var þar á hlaupum og fá það til að segja mér í stuttu máli frá viðfangsefnum sínum. Trílógían áðurnefnda saman- stendur aí þrem sjálfstæðum leikritum, sem samin voru sér- staklega fyrir Sovreménnik, og fjalla um rússneskar byltingar- hreyfingar. Byltingin gerðist ekki á einum degi, hún var að gerjast í þjoðinni öldum sam- an. Fyrsta leikritið er eftir Le- oníd Sorín og heitir „Dekabr- istar“, en svo nefndust bylting- armennirnir, sem í desember 1825 gerðu uppreisn í Péturs- borg. Þetta voru ungir mennia- menn, flestir af aðalsættum. Uppreisn þeirra var barin nið- ur af mikilli hörku og for- sprakkar hennar hengdir. Leik- ritið gerist á tímabilinu 1816- 25. í fyrsta þætti segir frá undirbúningi uppreisnarinnar, innbyrðis deilum dekahrista og sjálfri uppreisninni. í öðrum þætti eru svo réttarhöldin yfir uppreisnarmönnunum, dauða- dómur og aftökur. Leikritið endar á miklum dansleik, sem haldinn er til heiðurs keisara- móðurinni að aftökunum lokn- um. Lenin sagði um dekabrieta, að harmleikur þeirra hefði ver- ið fólginn í þvi, hversn tjar- lægir þeir voru aíþýðanjii, hverrar hag þeir báru þó tymr brjósti. Þeir vora freoret&fear. í leikritinu er þetfra -imriirsíniác- að: alþýðan sést e£*tjjí,nema einu sinni, þegar fflfefcar ai- þýðumaður kemur á fund dek- abrista og hræðir þá með skoðúnum' "sem' 'þcSsúm ungu menntamönnum^ þóttu alltof róttækar. Forystumenn dekabrista, Pestel, Riljejev og íleiri, vita fyrir örlög sín, þeir finna til vanmáttar síns gagn- vart ofurvaldi keisara og hers, og ganga með opin augu útí dauðann. Þeir fórna lífi sínu í því Skyni að vekja þjóðina af þyrnirósarsvefni og hvetja hana til byltingar. Og vissulega tókst þeim það, uppreisn þeirra var neisti, sem nærri hundrað árum seinna varð að miklu báli. Oleg Jefremov leikur Nikulás I. og hefur fengið mikið hrós fyrir leik sinn. Gagnrýnendur tala um algerlega nýja túlkun á þessum ógnvekjandi keisara. hingaðtil hefur" hann verið feitur og gamall og rosalegur í öllum sögum og leikritum um dekabrista. en í leikriti Sorírs er hann ungur, jafnaldri dek- abrista og hefur ekki enn öðl- azt það ægivald, sem hann seinna sýndi með hinu víð- lenda Rússaríki. Annað leikrit trílógíunnar er eftir Svabodín og heitir eigin- lega „Þjóðviljamenn", þ.e.a.s. stuðningsmenn samtaka, sem nefnd voru „Vilji þjóðarinnar". Þetta var byltingarhreyfing, sem hafði það að aðalmarkmiði sínu að drepa keisarann. Marg- ar tilraunir voru gerðar, þar til loksins að þeim tókst að koma Alexander öðrum fyrir kattarnef. Leikritið gerist allt á einum degi, 3. apríl 1881. Fimm byltingarmenn, sem stóðu að baki morðinu á keis- aranum, hafa verið handteknir Oleg Jefremov ( hlutver^i Nikulásar 1. keisara í „Dekabr- istunum". og nú á að dæma þá og líf- láta. Þessi fimm (meðal þeirra var ein kona, Soffía Perovs- kaja) eru ólík að skaplyndi og skoðunum, en eiga eítt sam- eiginlegt: hatur á keisaraveld- inu. Þau eru sífellt að leita að leið til byltingar. Villa þeirra var sú, að þau héldu, að með því að drepa keisarann breyttu þau einhverju í þjóð- félaginu. Sagan sannaði þessa villu: keisari kom í keisara stað. Engu að síður hafa þess- ir uppreisnarmenn stóru hlut- verki að gegna í sögu rússnesku byltingarinnar og því gleymir höfundur leikritsins ekki. Al- þýðan er , í fyrstu skilningssljó og jafnvel andvíg þessum keis- qramorðingjum, en í lok leik- ritsins, þegar fimmmenning- arnir hafa verið teknir af lífi, þá opnast augu fólksins og það syrgir hétjur sínar. Þriðja og síðasta leikritið í trílógíunni er „Kommúnistar" eftir Sjatrov. Það gerist í Moskvu 1918. þegar tilraun var gerð til að drepa Lenín. Leik- húsmenn vildu helzt ekkert segja um þetta leikrit, þar sem, það er enn í æfingu, ég fékk aðeins að vita, að Lenín sjálf- ur er ekki persóna í leikritinu og að það gerist að mestu leyti í Kreml- Sumir hafa furðað sig á því, að Sovreménnik hefur pú tek- ið til sýningar söguleg leikrit. Frægð Sovreménniks byggist nefnilega fyrst og fremst á frábærri meðhöndlán leikhúss- ins á verkum um nútímann. En eins og einn gagnrýnandi komst að orði: nú er kominn tími til að Sovreménnik tengi saman fortíð og nútíð og það gerir Jefremov með þessari Framhald á 9. síðu. BrauB fyrír sálina.. í Sovétríkjunum hefur mjög blómgazt að undanförnu þýð- ingarmikil starfsemi, sem áður fór næsta lí^ið fyrir: félags- fræðilegar rannsóknir. Menn ,t hafa í æ ríkari mæli sett sér það verkefni að komast að því með sem mestri nákvæmni hvar menn standa andspænis tiltekn- um vandamálum. Og þessu fylg- ir mikill fjöldi spurningaskráa um allt mögulegt í fyrirtæki og stofnanir. Þannig fór nýlega ffam at- hugun í þrem helztu vélaverk- smiðjum Moskvu á afstöðu verkamanna til starfs síns. Það kom upp úr dúrpum, að 62 til 83% verkamanná þótti mest til þess koma að góður félagsandi ríkti á vinnustað. Þetta tákn- ar ekki að menn telji sig ekki hafa áhuga á kaupi eð kaup- hækkunum, en samt kom sá liður aðeins í fjórða sæti. En þetta þýðir að manni, sem er þriðjung sólarhrings í hópi vinnúfélaga finnst það bráð- nauðsyn að finna sig í félags- skap, finna jákvæða návist annarra, og skoðar það sem eitt þess sem breytir vinnunni úr skyldu, kvöð, í eðlilega lífsþörf. Eða eins og einn ung- úr verkamaður komst að orði: maðurinn þarf „brauð fyrir sálina". Athugasemd • 1 tilefni fréttar, sem birtist á baksíðu Þjóðviljans sl. sunnu- dag undir fyrirsögninni „SpjÖll á stórhýsi borgarstjóra" (en þar var sagt frá skemmdum sem orðið höfðu af völdum vatns er fiæddi um hús eitt við Tryggvagötu, þegar ofnar sprungu vegna frosta), hefur blaðið verið beðið um að taka eftirfarandi fram: 1. Umrætt hús, Trýggvagata 8, er í eigu H.‘ Ben. & Co. 2. Ofnarnir (2) sem sprungu vegna frosta voru við norður- vegg á 4. hæð hússins í skrif- stofu, sem staðið hefur ónotuð um nokk'um tíma. Skrúfað var fyrir ofnana, svo að heitt vatn náði ekki að streyma um þá. Þessvegna fraus í þeim. 3. Tjón varð ekki mjög mik- ið, aðallega á gólfteppum. / . I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.