Þjóðviljinn - 14.01.1968, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.01.1968, Blaðsíða 7
* SuniMjdagur 14. jamúar 1968 — í>JÖ©VI;L<JI?JN — SlÐA J i OLGEIR LÚTERSSON arngr ! í r wÉr* Einna mest var barlzt um kornskemmu nokkra og er >að hús látið standa til minningar í hinni endurreistu borg, Volgograd. bær hittu fyrir flerri af Kðs- mönnum þeirra sem vörpuðu, en af óvinunum. Um dráttar- vélaverksmið.iu, sem kallaðiist Tsersjinski, var barizt í návígi af mikilli grimmd, (í Tser- sjinski störfuðu 15.000 verka- menn) og um málmsmiðjuna Rauða oktober, og verksmiðj- una sem framleiddi efnið í götuvígin. Látlausar loftárásir dundu á þessum veúksmiðjum, en samt tókst ekiki að stöðva framleiðsluna, og var cinkum lagt kapp á ' að gera við sködduð vopn, þæði þau sem tekin voni herfangi og önnur. Þessar verksmiðjur máttu ekki fyrir nokkum mun tapast, því að þá hefði vörnin þrotið. Bar- izt var í návígi í húsarústun- um með byssustingjum og hnífum, og hvergi nein grið gefin- Allir lögðu sig fram: hermenn, bændur, verkamenn, Ironur, enginn lá á liði síríu. Árásarliðið fékk óþrotlegan liðsstyrk og vopnasendingar. Það var 62. her Rússa. sem varði borgina, og mátti það varla einvalahð kallast, nema síður væri. Hálfum mánuði eftir að árásimar hófust, til- kynnti foringi 62. hersins, að varnir borgarinríar væru á þrotum. Herráð vígstöðvanna við Stalíngrad setti þennan duglitla mann af, — í herráð- inu var m.a. Nikita Krústjoff — og skipaði í staðinn ungan mann lítið þekktan, Vasilij Sjúikoff að nafni. Það var 12. september 1942, sem hann var skipaður. Sjúikoff vann eið. Hann sór það, að hann skyldi aldrei hverfa burt úr borgarrústunum pg aldrei hörfa- Vígorð hers- ins hljóðaði svo: ,,Handan við Volgu er enginn staður til“. Engin leið yfir ána. Engin leið til að hörfa. A bessum stað, í hinni brenndu borg, skyldi ó- vinurinn yfirbugaður. Vasilij Sjúikoff er einn hinna fremstu hershöfðingja, sem sögur fara af, j'afn skeleggur í sókn og vöm. Heit hans rætt- ist. Harin sigraði í Slalíngrad og fylgdi sigrinum eftir alla leið til Berlínar. Fyrir bað fékk hann marskálksstarf og var að stríðslokum gerður að yfir- manni alls landhers Sovétríkii- anna. Árið 1959 gaf hann út bók um orustuna um Stalín- grad, þar sem sagt er afdrátt- arlaust og nijög opinskátt frá, eg seinna bætti hann við frá- sögu af sigurförinni til Berlín- ar (Bækur þessar heita í ensk- um þýðingum The Beginning of the Road, og The End of the Third Reich.) ★ ★ ★ Ibókum þessum kemur glögg- lega í Ijós, að nalega var vonlaust um varnir Stalíngrad- Allt sem. herinn þurfti að hafa varð að ferja yfir ána, en til þess gafst aldrei stundlegur friður fyrir loftárásum, og aldrei nafði hersliöfðinginn nándarnærri nógan liðsstyrk, né heldur vopn og skotfæri. Hve- nær som hann bað um aukna hjálp, fékkst sama svarið: Berjizt með því sem þið hafið, og reynið að halda velli! Hann hélt velli, en herfflokk- ar hans týndu tölunni jafnt og þétt og liðsaukinn sem barst, var af ýmsu tagi, m. a. sjóliðar úr Kyrrahaisflotanum! Hann hélt velli í borg, þar sem að lokum ekki stóð annað uppi en reykháfar húsanna, qg hinir sterkustu veggir verksmiðju- bygginga, og þar sem menn hans urðu að þrengja að sér í jarðhýáum sem sprengjum rigndi stöðugt yfir. En hann lét óvininn aíldrei hafa stundarhlé . frá árásum. Mönnum sínum skipaði hann í smásveitir, sem Þ'jóðverjar 10.000 rríanns, fallna og særða, en af varnarliði borgarinnar særðust 3500- U” ★ ★ ★ |m miðjan október horfði verr fyrir um vamirStalan- grad en nokkurntima fyrr eða síðar meðan orustan stóð. Hitl- er var orðinn bálvondur af því að Rússar skyldu okki vera gersigraðir þama fyrir löngu. Hann sendi liðsaíika jafnt og þétt; bryndreka, fallbyssur og flugvélar- Árásir dundu á varnarliði borgarinnar í sífeilu, en ekkert dugði. Rússar stóðust . þær allar, og það var ekki nema á einum stað sem þýzkur hor komst út að bökkum Volgu. Jafnframt kólnaði nú afskap- lega í veðri, og þoldu Þjóð- verjar illa kuldann, en allir flutningar yfitr Volgu stöðvuð- ust meðan rekís var á ánni, og verið sendur til að tengja sím- þráð, sem skotinn hafði verið sundur. Hann fannst dauður hjá sprengjugíg, en áður en yfir lauk hafði hann bitið tönn- um um þrúðarendana, Og tengt þá þannig. Um þennan sam- anbitna þráð bárust svo í sí- fellu fyrirskipanir um árasir á Þjóðverja. Þannig gerðist það, að. dauður maður 1 tók þátt í vörninni og varð að miklu gagni. ★ ★ ★ Að endingu tók að síga að leikslokum. 19- nóvember, fyrir. rúmlega 25 árum hóf varnarlið borgarinnar fyrir norðan hana og austan stór- árás. Var það tangarsókn, og stóð í fimm daga áður en tang- ararmamir náðu saman og var þá króaður inni allur hinn mikli 6. her von Paulusar. Her- I Sovczku hersveitirnar hafa króað Þjóðverja inni og saekja að þeim úr öllum áttum. ætíð voru þar komnar sem sízt varði og mest ógagn varð gert óvinum, og sinntu hvorki eldi né stáli, né nokkárri hættu. Stundum skipti hálfhrunið hús 'um yfirráð oftar en einu sinni ,á dag. Stundum voru Þjóöverjar uppi en Rússar niðri í húsi eða öfugt. Einna mest var barizt um kornskemmu ■ nokkra og er það hús látið standa til minningar 1 hinni endurreistu borg (sem nú heitir Volgograd), og stundum höföu hana báðir í einu. Lítili hóp- ur varðist í 50 daga í hálf- hrundu húsi og tókst þeim á þeim tíma að fclla ffleiri þýzka hermenn en failiö höfðu í or- ustunni um París. Leyniskyttur voru hvarvetna á kreiki, og varð vel ágengt, einn felldi 300, eða fleiri. Á einum degi misstu stóð það í mánuð, en síðan komst áin á þykkan ís, .og varð þá auðveldara um flutn- inga en nokkru sinni fyrr. Þá hugðist von Paulus hershöfð- ingi Þjóðverja mundu mola hinar síðustu varnir borgarinn- ar, og hóf mikla sókn, som svo sigursæl skyldi verða, að varn- arlið borgarinnar yrði afmáð að fullij. Af þeirri fyrirætiun varð minna en tii var ætlazt; ógurlegt mannfall í liði von Paulus — annað ekki. Valkest- ir lágu í hrönnum og rotnuðu ekki því að frostharkan var grimm. Enginn hlúði að sárum mönnum, því að enginn var til þess, og dóu þeir þar sem þeir voru komnir, nema þeir gætu bjargað sér sjálfir. Sjúikoff scgir frá því að rúss- neskur símvirki nokkur hafi kvíin var 40 km. á lengd og 20 á breidd, og voru þar hneppt 22 þýzk herfylki 300.000 manns í- allt. Baðst vt>n Paulus þá leyfis að mega brjótast út, en því var þvei’lega synjað af kanzlara Þýzkalands. Álitið er að þama hafi „herstjórnar- snilli“ ,,hugsjónaleiðtogans“ komizt hæst. V. Paulus var lof- að því að nægur liðsstyrkur, og vopn og vistir, skyldu ber- ast loftleiðis. Átti hr. Göring að annast þetta- Af því varð minna en lofað var, nánar til- tckið ekki neitt. Hermennirnir sultu til bana, þá kól til ólíf- is, blæddi til ólífis. Hinn mikli 6. her hírðist þar og hímdi aumur og vesall, og heið dauða síns. Bryndrekasveit kom utan fra til að frelsa hann. Ekki Framhald á 9. síðu. Eftir að hafa hlustað á lít- ilfjörlega ræðu forsaetisráð- herra, Bjarna Benediktssonar, nýliðið gamlárskvöld, fékk ég sórstaka löngun til að festa hér nokkur orð á blað. Er þá upphaf þessara orða að segja frá því, er bóndi héð- an úr sveitinni var á leið tii Akureyrar, daginn fyrir gaml- ársdag á jeppabíl sínum, og var dóttir hans í för með hon- um. í nánd við Miðvik við Eyjafjörð hafði vegurinn grafizt af umferðinni í írostleysu, en síðan frosið og síðast íyllt yf- ^ ir með nýsnævi. Ekki var bónd- H anum kunnugt um hættuslað ~ þarna — varð hann of seinn að hægja ferðina, með þeim af- leiðingum, að bíllinn hentist út af veginum og valt á hlið- ina. Dóttirin slapp ómeidd en bóndinn, Jón Geir Lúthersson, Sólvangi, viðbeinsbrotnaði. — Hann hlaut bví í nýársgjöf að vera reyrður í umbúnað vegna viðbeinsbrotsins og að verða frá verkum í fleiri vik- ur. Þess skal svo getið, að fleiri bíium hlelcktist á þarna. Það berast þær fréttir víðs- vegar af landinu, að aðal-þjóð- vegakerfinu sé ekki haldið við, og það sé hvarvetna í niður- níðslu. En núvérandi ríkis- stjórn, sem á einu sviði er sérlega fær, en það er að syngja eigin verkum lof, hún segist hafa látið byggja brú þarna á Jökulsána og svo Múla- veg og Starákagöng. En sé það eitthvað sérlega lofsvert að gera eitthvað til úrbóta í vega- málum, þá verður hitt jafn- framt að teljast sök ríkis- Stjórnarinnar, áð halda ekki vegakerfinu að öðru leyti sæmi- lega við, og þannig skapist tcíða glæpsamlegir hættustaðir á vegunum, sem valda slysum á fólki og eyðileggingu á farar- trekjum. Kannski .hafa tíðir umferðar- þættir í útvarpinu um sumar- tímann átt að fylla eitthvað | í grafningana á vegunum, en M þar hafa bílstjórarnir verjð ■ hvattir til |ð sýna sem mesta * hæfni við aksturinn á hinum | viðsjálu vegum, og er það að J sjálfsögðu rctt. En aldrei hef ■ ég heyrt í þessum þáttum gerða k einhverja lágmarkskröfu til viðkomandi yfirvalda um bætt k ástand veganna, og skal í þessu ™ efni höfð hliðsjón af því, að | á þessum árum innheimtir rík- ™ isstjórnin í.sköttum af bíiaum- ■ fertðinni á vegunum, stórfé í » ríkissjóð, umfram það, sem B varið er til umræddra sam- J gangna á sama tíma. Og nú stendur til að skapa k nýja hættu á l>essu niðurnídda ^ vegakerfi, með því að lögleiða |l hér .hægri handar akstur á komnndi vori. Til viðbótar k slysahættunni, sem þetta mundi J valda um alllangan tíma, hef- ■ ur það í för með sér mjög J mikla eyðslu á fjármunum, «| sem betur befði verið varið I til endurbóta á vegakerfiriu. Þá ■ mun þetta og neyða margt af iJJ eldra fólki til að hætta akstri, þar sem það mun ekki treysta sér til að skipta um ökureglur, og er hér á lítilmanniegan hátt að þeim vegið, sem verr standa nð vígi í þossu efni, en þeir sem yngri eru. Engin gild rök hafa komið fram er réttlæti hægri handar aksturinn hér, þvi það geta ekki knllazt rök fyrir þessu, þótt fámennur hópur „betri borgara" á íslandi vilji kosta flutning á bílum sínum til út- landa, og hefja þar hægrj a’kst- ur, eða aðrir slíkir útlendir komi hingað fámennir til að hefja hér hægri akstur. — Er hér ekki gengið nokkuð írekt fram, tii að skapa fámennum I hópi þjóðfélagsborgara sérrétt- indi á kostnað hinna mörgu, sem aldrei mundu njóta breyt- ingarinnar á nokkum hátt? Er bað þjóðin sjálf sem hefur ákveðið að þetta skuli gert? Nei. Það eru 37 menn á Al- þingi þjóðarinnar sem hafa á- kveðið að þet-ta skuli gert. Þetta er kallað ópólitískt mál, sem ekki hefur verið til um- ræðu við kosningar til Alþing- is, og aldrei verið lagt undir úrskurð þjóðarinnar. Þó er vit- að, að málið skiptir aila þjóð- ina mjög miklu, eins og fjöl- margar mótmælasamþykktir bera með sér. Á nýiiðnu gamlárskvöldf tób forsætisráðherrann sér í munn orð eins og: lýðræði, frelsi og rétt fólksins til að ráða mál- um símim sjálft! Þá minntist hann einnig á kosningaréttinn sem það bitra vopn, sem ég og þú hefðum í höndunum. Sko: sértu óánsegður eða reið- ur vegna misgerða þingmanns- ins eða ílokksins á kjörtíma- bilinu, “þá er þér frjáist að kjósa . annan mann og annan fiokk við næstu kosningar — og þannig ættum við þá að gera hægriakstursmálið að kosningamáli við næstu kosn- ingar, hvort sem það verðux komið til framkvæmda eða ekki — og það getur vel verið athugandi. Og svo var forsætisráðherr- ann eitthvað að tala um, hvort stjórnmálin væru fremur list eður vísindi. Ég mundi segja að núverandi stjórnarflokkar hefðu gert lýðskrumið og blekk- ingarnar að list og vísindum á sinum ‘ fe^li, og minnist ég þá aumingja konunnar, sem varð fyrir spurningum frétta- mannsins s.l. kjördag til Al- þingis. Jú, hún kaus Sjálfstæð- isflokkinn. Hversvegna? — Ja það er nú þetta með höftin — manni þykir svo gott að geta gengið í búðimar og keypt allt sem mann langar til. Það voru sem sé list og vís- indi stjórnarflokkanna fyrir síðustu kosningarnar að hræða konurnar á því, sem koma mundi, ef þeir féllu — og það væru sem sé höft, ófrelsi og allsleysi, sem koma mundi. Hvort þetta var sannleikur eða lýgi skipti þá engu, heldur skipti hitt öllu máli hvort þeim tækist að fá nógu marga til að trúa þessu — og það tókst. Þeir héldu velli. Þetta er aðeins eitt dæmi um listræn vinnubrögð og vís- indalega niðurstöðu — hárrétta útkomu af hárréttu mati á andlegu atgerfi kjósandans. Þrjátíu og sjö þingmenn hafa ákveðið að lögleiða hægrihand- arakstur í landinu, án um- boðs frá þjóðinni, og þar við bætist, að vafasamt er, hvort margir af þessum mönnum hefðu átt sæti á Alþingi, hefðu þeir ekki flotið þangað inn á lygum og blekkingum, eins og dæmið hér að framan sýnir. Það má heita grátbrosleg mynd af lýðræði, ef alþýðan í land- inu má ekki heyja sina kjara- baráttu á kjörtímabilinu eftir þeim leiðum löglegum, sem hún telur sér álitlegast til árang- urs, en hlýtur þá jafnframt að stangast við núverandi stjóm- arstefnu — ef þjóðin stendur réttlaus gagnvart meirihluta Al- þingis í málum eins og hægri- akstursmálinu, en má á fjög- urra ára fresti festa X á kjör- seðil, undir áróðurspressu, þar % sem lýgi og blekkingar vaða uppi, en fjármagni og svo mönnum í hverskonar áhrifa- stöðum í þjóðfélaginu er óspart beitt til sigurs þeim flokkum, serp yfir slíku ráða. Én þetta grátbroslega lýð- Framhald á 9. síðuu 4 i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.