Þjóðviljinn - 14.01.1968, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.01.1968, Blaðsíða 1
HMIi Sumnidagux 14. janéar 1965 — 33. argangTar — 11. tölublað. I \ \ \ \ I ! I ! * Borgarstjóri afsakar að djúpborinn var ónotaður Á fundi borgarstjóra með fréttamönnum í fyrradag bar málefni hitaveitunnar enn einu sinni á góma. Var borg- arstjóri m.a. að bví spurður hvort tölur þær sem Þjóðvilj- inn hefði birt um oiíukostinað vegna starfrækslu kyndistöðv- arinnar nýju í Árbæjarhveríi væru réttar. Kvað borgarstjóri svo vera. Borgarstjóri sá hins vegar ástæðu til að gefa fréttamönn-, um nokkrar skýringar á því, hvers vegna djúpborinn hefði verið látinn liggja ónotaður á fjórða ár. Sagði borgarstjóri að kostnaður við starfrækslu borsins næmi 2 miljónum króna á mánuði og teldu sér- fræðingar hitaveitunnar að hann þyrfti að hafa minnst ársverkefni framundan tiil þess að rétt væri að hefja starf- rækslu hans. Kom fram i svari borgarstjóra, að ýmis konar undirbúningsstarf hjá 'sérfræðingum hitaveitunnar undir það að hef ja starfrækslu borsins hafði tekið svo lang- an tíma að ekki þótti tiltæki- legt fyrr en nú í haust að hefja borun að nýju með djúpbornum. Stóð m.a. á þvi að kanna til fullnustu hvort starfræksla nýrra borhola í borgarlandinu yrði til þess að draga úr vatnsmagninu í eldri borholunum Þá sagði borgar- stjóri að á síðasta ári hefði hitaveituna hreinlega vantað fjármagn, til þess að hefja borunarframkvæmdir. Borgarstjóri var að því spurður, hvort fullkannað væri hvort nýja borhoLan í Blesugróf myndi draga úr af-' kastagetu gömlu borholanna í borgarlandinu, þegar hún verður t.ekin í notkun. Kvað hann það ekki fullreynt enn, hins vegar þætti margt benda til þess að þama í Blesuglóf- inni væri um nýja heita vatnsæð að rseða, er ekki stæði í beinum tengslum við þær æðar sem nú eru nýttar. Þætti efnagreining vatnsins benda í þá átt svo og það, hve mikill þrýstingur er á vatninu í þessari borholu. Borgarstjóri var að því spurður hvort margar og mikl- ar skaðabótakröfur hefðu bor- izt á hendur hitaveitunni vegna skemmda í húsum í frostunum í byrjun janúar. Svaraði hann, að um 150 að- ilar hefðu beðið um aðstoð hitaveitunnar og í 50-60 til- fellum hefði reynzt um bilan- ir að ræða á ofnum eða leiðsl- um i húsunum af völdum frosta. Hefði hitaveitan reynt að aðstoða fólk í þessum til- fellum en um bótakröfur vildi hann fátt segja, sagði að í mörgum tiilfellúm bæru hús- éigendur sjálfir ábyrgðina á skemmdunum en ekki hita- veitan vegna ófullnægjandi frágangs á leiðslum o.s.frv. Um skemmdirnar í Landa- kotsskóla sagði borgarstjóri, að þar hefði verið ketill í hús- inu, svo hægt hefði verið að hita það upþ þótt hitaveitan hafi brugðizt. Þá nefndi borg- arstjóri dæmi um verzlun þar sem orðið hefðu miklar skemmdir vegina þess að leiðslur sprungu, og sagði að hitaveitan hefði verið búin að aðvara húseigandann um það áður en kuldakastið byrjaði, að laga þyrfti leiðslurnar. Borgarstjóri sagði, að í gamla bænum væru það svæðin á Skólavörðuholti og Landakotshæð, sem fyrst yrðu vatnslaus, þegar vatnsskortur væri hjá hitaveitunni. Var hann að því spurður, hvað hugsanlegt væri að gera til úrbóta í þessum hverfum og nefndi hann enn einu sinni hemlakerfið sem einu lausn- ina. Sagði hann að þegar væri búið að setja hemla á hita- kerfi 1800 húsa í borginni, sem væru með einfalt kerfi, en alls væru um 6000 hús í borginni með einfalt kerfi. Ætti þetta hemlafyrirkomulag að sjá til þess að hús sem lægra standa á þeim svæðum þar sem ástandið er verst taki ekki til sín aiilt vatnið frá húsunum sem hærra standa. Ekki virðist þetta hemlakerfi þó hafa komið að miklu gagni í kuldakastinu um daginn. Ýmislegt fleira bar á góma varðandi hitaveituna á fundi borgarstjóra með fréttamönn- um, einkum í sambandi við virkjun nýrra hitasvæða í Krísuvík eða á Hengilssvæö- inu, en þau mál eru enn svo óráðin að of snemmt er að vænta lausnar þaðan á næst- unni á vandamálum hitaveit- unnar. i i 25 ár eru frá orustunni um Stulingrué Gríkklandskynnmg á morgun f tilefni aí byltingu herfor- ingjanna í Grikklandi hefur Stúdentafélag Háskóla íslands ákveðið að gangast fyrir Grikk- Stálvík fœr vikufrest STARFSMENNIRNIR í Stálvík mæta til vinnu á morgun hjá fyrirtækinu, en þeir höfðu samþykkt að mæta ekki til vinnu ncma vinnulaunaskuld- ir við ’þá yrðu greiddar upp eða gengið yrði frá ákveðn- um greiðsludegi. SVO SAMDIST milli starfsmann- anna og forstjórans, að fyrir- tækið fengi vikufrest til við- bótar til þess að ganga frá þessum málum í trausti þess, að vinnuiaunaskuldirnar ykj- ust ekki og lokið yrði við greiðslu sem fyrst. landskynnirigu. Kynningin verð- ur haldin í Tjamarbúð mánu- daginn 15. jan. n.k. og hefst kl. 20.30. Dagskráin hefst með því, að Jökull Jakobsson rithöfundur flytur frásögn frá Grikklandi, en hann dvaldi þar á sl. ári sem kunnugt er. Þá munu Sigurður Guðmundsson skrifstofustj. og Þorsteinn Thorarensen rithöf- undur ræða þróun og ástand stjórnmála landsins í ljósi síð- ustu atburða. Sigurður A. Magn- ússon ritstjóri les eigin þýðing- ar úr verkum grískra ljóðskálda og kynnir tónlist eftir Theodor- akis. Að lokum verður lesin ályktun stjómar stúdentafélags- ins um Grikklandsmálið. Samdægurs gangast stúdenta- samtök víðsvegar í Evrópu fyrir samkomum, senf verða helgaðar Grikklandi og grísku þjóðinni. Slíkar samkomur og fjöldafund- ir verða m.a. haldnir í London, París, Varsjá, Vín, Prag, Oslo. Stokkhólmi, Edinborg, Amster- dam, Briissel, Róm, Milano, Múnchen, Frankfurt, Helsing- fors og Berlin. (Frá fundanefnd)., Urn þessar mundir er liðinn aldarfjórðungur frá þvi orustan við Stalingrad var liáð, ,en hún markaði sem kunnugt er þátta- skil í styrjöldinni í Rússlandi og þá um leið allri heimsstyrjöld- inni síðari. Á myndinni sést herráð sov- ézka hersins í Stalingrad á fundi í neðanjarðarbyrgi og er Sjúikoff hershöfðingi, er frægur varð fyr- ir að stýra vörn borgarinnar, aimar frá vinstri á myndinni. Sjá opnu Afvinnuleysi er / HafnarfirSi \ \ 30-40 verkamenn voru skráðir atvinnuiausir Q Atvinnuleysisskráning fór fram hjá Verka- mannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði á fimmtudag og föstudag og voru 17 skráðir fyrri daginn og ég hygg svipaður fjöldi seinni daginn eða ríflega þrjátíu manns, sagði Hermann Guðmundsson, for- maður.Hlífar í viðtali í gærdag. Meiri hlutinn af þessum at- vinnulausu verkamönnum eru ungir menn, en þarna eru líka fjölskyldumenn, sagði Hermann ennfremur. Tvö af fjórum aðglfrystihús- um bæjarins eru lokuð og hafa verið það um skeið og er at- vinnuástandið bágborið í sjávar- útveginum hér. Kópavogur Félag óliáðra kjósenda heldur rabbfund um bæjarmál, á morg- un, mánudaginn 15. janúar, kl. 8.30 í Þinghól. — Stjórnin. Þó hygg ég að ástandið sé verra hjá verkakonum og búi þær við meira atvirmuleysi en vetkamenn, sagði Hermann að lokum. Þjóðviljinn vill vekja athygli á því, að Verkakvennafélagið Framtíðin hefur ekki látið fara fram atvinnuleysisskráningu á verkakonum í Hafnarfirði. Til staðar er þó allstór hópur af atvinnulausum verkakonum, sem hafa verið atvinnulausar um skeið. Er éngin ástæða til þess fyrir hafnfirzk heimili að nýta ekki bætur úr atvinnuleysis- tryggingarsjóði á tímum hækk- andi verðlags á nauðsynjum og skertrar atvinnu — ,er enginn munur á þessum bótum og fjöl- skyldulífeyri og barnalífeyri frá almannatryggingum. Skemmtun á föstudag Sósíalistafélag Reykjavíkur og Æskulýðsfýlkingin halda skemmtun í Domus Medica föstudaginn 19. janúar klukk- an 9. DAGSKRA: Avarp: Steingrímur Aðal- steinsson. Upplestur: Gísli Halldórs- son leikari. Ungt fólk syngur varðliða- söngva frá Kína undir stjórn Guðmundar Norðdahl. DANS. AlþýSubandalagið Reykgavík ★ Umræðufundur verður n.k. miðvikudag í Lindarbæ uppi og fjallar hann um atvinnullýðræði. Málshefjendur: Ragnar Arn- alds bg Guðmundur J. Guðmundsson. Umræðustjóri: Sigurjón Pétursson. ( ★ Árshátíð félagsins verður haldin 2. febrúar að HótePBorg. ★ Skri fstofa félagsins að Miklubraut 34 verður lokuð þessa viku. .......rnr..............................-.................. Stundin okkar í 50. sinn í daq klukkan 18.00 ★ í dag \ærður Stundin okkar, barnaþáttur sjónvarpsins, fluttur í 50. skipti. Af föst- um innlendum þáttum sjón- varpsins er Stundin okkar sá, sem oftast hefur verið sýnd- ur, ef frá eru taldir frétta- þættir. ★ Þátturinn i dag hefst á því, að Jón Baldur Sigurðsson rabbar um atr’ði úr ríki nátt- úrunnar. Síðan segir Hall- grímur Jónasson sögu. Þá stinga Rannveig og krummi saman nefjum. Að lokum flytja svo nemendur úr Voga- skóla leikritið Nýju fötin keisarans, eftir sögu H. C. Andersen í þýðingu Margrét- ar Jónsdóttur. Leikstjóri er Pétur Einarsson. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.