Þjóðviljinn - 14.01.1968, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.01.1968, Blaðsíða 5
Sunnudagur 14. janúar 1968 — MÓÐVILJINN — SÍÐA C ^_____________________________________________l---------------------------------------------------— -----------------------:- Ef ladkuriim rennur ofan i stígvð.in marins verður maður votur í fsetuma. Þá er áttihvað sagt við mann, sé maður ekki nema hérumbil mannéskja. Merkilegast er þó, að mömm- umar eiga til að. senda mann út i mjólkurbúð í lemjandi slagviðri og bá kemur maður óhjákvæmilega allur eins og »hundur af sundi dreginn og hvað segja mömmumar þá: — Hjartakrúttið "mitt. Skelfilég ó- sköp eru að sjá þig svona rénn- blauta frá hvirfli til ilja. — Já, en mamma. Ég er iíka vot í fæturna. — Blessað bamið. Skyldi það vera nema von í öðru eins véðri! Svona er manni tekið eins og glataða syninum, ef maður blotnar við að sækja mjólkina, en ef maður fer, þó ekki sé nema pínulítið, uppfyrir ílsékn- um, ætlar aHt af göflunum að ganga. Samt er þetta sama vatnið. Kennarinn segir að vatnið gufi upp af jörðinni og úr sjónufn, safnist saman í ský é himnin- um, þéttist þar og detti niður í stórum dropum, sem heita rigning. Bigningavatnið safnast í laskina, lækirnir í árnar, árn- ar í fljótin og svo fer allt út í sjó, til að gufa upp á ný. Svona er það sama vatnið sem bleytir mann innúr á leiðinni í mjólkurbúðina og það sem rennur ofan í stígvélin manris í læknum. Nema hjá fullorðna fólkinu er munurinn þessi: .,E3skan mín. Hvað þú ert rennandi blaut. Ég verð að drífa þig í eitthvað þurrt.“ „Hvað er ég oft búin að segja þér að véra ekki að þvælast við iækinn og vaða í honum. Það er alveg sama hvað maður bannar þér þetta oft. Alltaf skai það vera sama sagan. Svona krakki. Úr sckkaplögg- unum ef þú vilt ekki fá lungna- bólgu og deyja!“ Mér er sama hvað hver seg- ir. Svona nokkuð skil ég ekki. En ég á eftir að segja ykkur frá því skrítnasta. Einu sinni, þegar ég var ekki eins stór og MYNDIR OG TEXTI: GRÉTAR ODDSSON ég er ríúna, datt ég í ilækinn og fór á bolakaf. Það var ekkert gaman, því að ég fékk vatn upp í nefið og hnerraði hundrað sinnum, þegar löggan var búin að fiska mig upp. Svo þegar ég var búin að liggja heillengi hríðskjálfandi inni í teppi á stöðinni hjá þeim, gat ég loks- ins sagt þeim hvar ég ætti heima. Ég hlakkaði sko ekki til að koma heim. Nú var ég ekki e'inasta blaut í fæturna, heldur öll eins blaut og hugsazt gat.. Semsé hundrennandi eins og gamla fólkið segir stundum. Nei, ég hlakkaði sko ekki baun til að koma heim. En vitið þið ný hvað. Mamma stóð með tárin í augunum í dyragættinni, þegar Doddi pól bar mig inn í fanginu. Amma var með þessar strítnu viprur í kringum augun og munnvikin og pabbi tvísteig vandræðalega á milli þeirra, eins og hann viidi helzt ekki vera til. Svo voru þær mamma og amma famar að kyssa Dodda á kinn- amar til skiptis. Ég var háttuð ofan í rúm. Ég fékk sjóðandi heitt kókó með rjóma. Ég var föðmuð og kysst og blessuð. Mamma horfði á mig eins og hún værí rétt í þann veginn að fara að gráta. Amrr^a var alvarleg á svipinn, en samt elskuleg á þann hátt, sem hénni er eiginlegur og pabbi tyllti sér á stokkinn hjá mér. Strauk hendinni yfir koll- inn á mér og flýtti sér svo' fram. Svona er mikill munur að blotna bara í fæturna í lækn- um og' blotpa allur. Mér finnst þetta skrítið og ég skil það ekki. ILLUR LÆKUR. EFTIRLEIÐIS.. Leiðbeiníngar ríkisskattstjóra og ríkisskattanefndar Hvernig á að fylla út framtalseyðublöðin? 1. Hreinar tekjur samkv. með- fylgjandi rekstrarreikningi- Liður þessi er því aðeins út- fylltur, að rekstrarreikningur fylgi framtali, 2. Tekjur samkv. landbúnað- ar- eða s.iávar'v'vrgsskýrs1” Liður þéssi er þ.. að’eins ú; fyiltur, að landbúnaðar- eða sjávarútvegsskýrsla fylgi fram- tali, 3. Húsaleigutekiur. Þerinan lið bér að útfylla sbr. skýringar í 7.-10. mgr. um- sagnar um éignarlið 3. 4. Vaxtatekjur. Hér skal færa skattskyldar vaxtatekjur samkv. A- og B-lið bls. 3. Það athugist, að undan- þegnir framtalsskyldu og tekjuskatti eru allir vextir af eignarskattsfrjálsum innstæð- um og verðbréfum, sbr. tölulið 7, I. um eignir. 5. Arður af hlutabréfum. Hér skal færa arð, sem framteljandi fékk úthlutaðan á árinu af hlutabréfum sínum. 6. Laun greidd í peningum. í lesmálsdálk skal rita nöfn launagreiðenda og launaupp- hæð í kr. dálk. Ef vinnutímabil ‘ framtelj- anda er aðeins hluti úr ári eða árslaun óeðlilega lág, skal hann géfa skýringar í G-lið, bls. 4, ef ástæður koma ekki fram á annan hátt í framtali, t.d. vegna náms, aldurs, veikinda o.fl. 7. Laun greidd í hlunnindum. a. Fæði: Rita skal dagafjölda, sem framteljandi hefur frítt fæði hjá vinnuveitanda sín- um og reiknast til tekna kr. 63,öO á dag fyrir karlmann, kr. 50,00 fyrir kvenmann og kr. 50,00 fyrir böm yngri en 16 ára, margfalda siðan dagafjölda með 63 eða 50, eftir því sem við á, og færa útkomu í kr. dálk. Frítt fæði sjómanna er undanþegið skatti og færist því ekki hér. b. Húsnæði: Rita, skal f jölda mánaða, sem vinnuhjú hafa frítt húsnæði hjá vinnuveit- anda sínum og reiknast til tekm kr> • 165,00 á mánuði í kaupstöðum og kauptúnum, en kr. 132,00 á mánuði í sveitum. Margfalda skal mánaðafjölda með 165 eða- 132 eftir því .sem við á, og færa útkomu í kr. dálk. c. Fatnaður eða önnur hlunn- indi: Til tekna skal færa ' fatnað, sem vinnuveitandi lætur framteljanda í té án endurgjalds, og ekki er reiknað til tekna í öðrum launum. Tiigreina skal hver fatnaður er og útfæra i kr. dálk, sem hér segir: Ein- 2. hluti kennisföt kr. 2.600,00. Ein- kennisfrakki kr. 1.950,00. Annar einkennisfatnaður og fatnaður, sem ekki telst ein- kennisfatnaður, skal talinn til tekna á kostnaðarverði. Sé greidd ákveðin fjárhæð í stað fatnaðar, ber að telja þá upphæð til tekna. Önn- ur hlunnindi, sem látin eru í té fyrir vinnu, ber að meta til peningaverðs eftir gangverði á hverjum stað og tíma og reikna til tekna. Fæði, húsnæði og annað framfæri framteljanda, sembýr í foréldrahúsum, telst ekki til tékna og færist bvi ekki á Framhald á 9 síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.