Þjóðviljinn - 14.01.1968, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.01.1968, Blaðsíða 3
Sunnudagur 14. janúar 1968 — ÞJÖÐVILJIN'N — SlÐA J FYRSTI HLUTI Hvaða breytiögar í Banda- rikjmmm á liðnum árum finnst yður umtaisverðastar prófess- or Toynbee? Mér virðist að meiri breyt- ingar hafi orðið í Bandaríkj- unum á síðastliðnum tveim ár- um en þeim rúmlega fjörutíu árum sem liðin eru síðan ég hóf komur mínar hingað. Ég hafði ekki komið , til Banda- ríkjanna síðan árið 1965. Fyr- ir tveim árum fannst fólki sem hefur völd, rétt rúmlega á miðjum aldri, að það væri ó- særandi og ósigrandi. Banda- ríkin færu létt með Vietnam- málið. Bandaríkin færu létt með alla hluti. Bandarískir lífs- hættir voru hinir einu sönnu lífshættir og þannig mundi framtíðin verða. Umheimurinn átti að verða eins líkur Banda- ríkjunum og hann framast væri fær um, þetta var hugsjónin. Breytingin er gríðarleg. Fólk skiptist enn í hauka og dúf- ur en öú eru aliir mjög á- hyggjufuliir bæði háukar og dúfur. Bandaríkin hafa skekizt dlilega á síðastliðnum tveim árum — bæði innanlands og utan og fólkið er órótt og ó- ánægt. Unga fólkið fer ekki leynt með að það er vitandi vits i víðfeðmri uppreisn gegn kyn- slóðinni sem er miðaldra. Og hinar hörmulegu óeirðir hafa verið rothögg á bandaríska vini mina og þeim hefur ver- ið erfiðara að taka þeim en- stríðinu í Vietnam. Fréttir af óeirðunum hittu þá eins og byssukúla. Þetta er innanmein — og hefur bein áhrif. Slíkir viðburðir hefðu verið óhugsandi ekki aðeins 1925 en jafnvel árið 1965. Bandaríkjamenn hafa árum saman haft falska öryggis- kennd, falska vellíðunartil- finningu og nú er verið að hrista hana af þeim. Bandaríski lífsmátinn skammlífur Urðuð þér í fyrri heimsókn- um yðar til Bandaríkjanna varir við þessa „fölsku örygg- iskennd"? Já. Sem sagnfræðingur geri ég mér ’gréin fyrix því að öll tímaþil velfarnaðar þjóðfélaga eru takmörkuð. Það er hluti af mannlegu eðli að lenda i erfiðleikum. Bandaríkjamönn- um fannst US vera paradís, en ég trúði ekki, að nokkurt mann- legt samfélag væri — eða gæti verið — jarðnesk paradís. Von- brigðin hlutu að birtast fyrr en síðar. Var það gott? Að sjálfsögðu, því það er slæmt að lifa ekki í raunveru- leikanum. Bandaríkjamenn voru mjög sjálfsánægðir og þeir hafa verið læknaðir af því. Sáuð þér aðrar breytingar í Bandarikjunum sem yður fund- ust jákvæðar? Sjálfsgagnrýni hefur aukizt að miklum mun, og það er æv- inlega gott. Og breytingar hafa orðið á viðhorfum uppvaxandi kynslóðar. Ég á ekki eingöngu við „hippíana“ sem eru æsi- fregnaþáttur þessa máls. Ég vildi jafna þeim við þennan tíunda hluta ísjakans sem skagar upp úr sjónum. Ég er að hugsa um unga fólkið sem er ekki jafn mikið gefið fyrir að láta á sér bera, en hefur * engu að síður breytt viðhorf- um sínum rækilega. \ Ég, heyrði unga fólkið í Bandaríkjunum tala með fyrir- Iitningu um verðmæti foreldra sinna. „Fyrirlitning“, það er' varla rétta orðið. Það væri kannski réttara að kalla það ... afneitun. Mér finnst það sláandi hve skammlífur hinn svonefndi bandariski lífsmáti (Americar way of life) hefur verið, borg arlífið með öllum þægindun sem því fylgja, sjónvarpinu og hinum skýru háttum í félags- legum framgangi og markmið- um. Hinir velstæðu kaupsýslu- menn í borgunum og konur þeirra sem lifa nú samkvæmt bandaríska lifsmátanum eru , ekki nema tvær eða þrjár kyn- slóðir frá sveitalífinu. And-samfélög í Bandaríkjunum Þér minntuzt á óeirðir í Bandaríkjunum. Er rétt að nefna þær kynþáttaóeirðir eða eru þær eitthvað annað, t.d. óeirðir sprottnar af efnaliags- ástandi? Það er ykkur brennandi ósk í Bandaríkjunum að kalla þser ekki kynþáttaóeirðir. En þegaf’ öllu er á botninn hvolft eru þær kynþáttaóeirðir, en ekki eingöngu spurning um hör- undslit. Ef þér væruð blökku- maður í Bandaríkjunum hefð- uð þér miklu minni tekjur en ella. Þér munduð sennilega vera í þeim hópi lg eða 20 prósenta af bandarísku þjóðinni sem sett er u'tangarðs og á þess engan kost að haga lifi sinu eftir „bandaríska lífsmátanum“. Það er verra að vera fátækur í Bandaríkjunum, en nokkurs staðar annars staðar í veröld- inni. Það er hroðalegt að ná ekki máli í Bandaríkjunum. Það er verra en í Indlandi t.d. því í Indlandi nær meirihluti íbúanna ekki máli. En að vera í undirokuðum minnihluta, sem eingöngu getur látið til sin taka með ofbeldi. það er sú fátækt sem mesta örvæntingu vekur. Ástand í kynþáttamálum í Bandaríkjunum er mjög alvar- legt núna, vegna þess að hug- myndin um einingu — hug- mynd Martin Luthers Kings um sameiningu á friðsamlegan hátt er nú að láta í minni pokann fyrir ofbeldishugmynd- inni og hugmyndinni um að setja á stofn and-samfélag í samfélaginu. Þetta gæti leitt til nokkurs konar stanzlauss borgarastríðs • í öllum helztu borgum í Bandarikjunum, þar sem blökkumen-n og and-sam- VIÐTAL VIÐ HINN HEIMSKUNNA BREZKA SAGNFRÆÐING TOYNBEE UM ÁSTAND í BANDARÍKJUNUM félögin byggju við sína eigin menningu, sinn eigin lífsmátá. Að þessu virðist stefna í Banda- ríkjunum, þar 'sem blökkumenn og and-samfélögin byggju við sína eigin menningu; sinn eig- in lífsmáta. Að þessu virðist stefna í Bandaríkjunum. Blönduð hjónabönd frambúðarlausn En hvað varð um hina frjálsu bandarísku hugmynd að við mundum ljúka þessu máli — að vísu eftir töluverða bar- áttu — með því að kynþætt- irnir byggju friðsámlega hlið við hlið ...? Hlið við hlið? — Mergurinn málsins er sá hvort þér eigið við blönduð hjónabönd eða ekki. Viðhorf við þessu eru svo skfítin í Bandarikjunum. Lítum á Mexico. Ég hygg að 87 prósent af íbúum Mexico séu svonefndir mestizos, kyn- blendingar. Aðallega af ættum amerískra indíána. minna af blökkumönnum en engu að síð- ur blandað. Mér var sagt að á tímum nýlenduveldis Spánverja hafi hálf miljón hvítra manna og blökkumanna komið til landsins. Nú eru þeir svo blandaðir að það er fágætt að sjá Mexicana sem eru greini- lega af blökkumannaættum eða greinilegar komnir af hvitum mönnum. Blönduð hjónabönd eru skýringin á því að Mexican- ar eru þjóðarheild. Eða lítum á Brasilíu. Blökku- menn voru þrælar fram til árs- ins 1890 í Brasilíu, miklu ieng- ur en í Bandaríkjunum. En , samt eru engin kynþáttaskil í Brasilíu. Það er óhugsandi því litarháttur þjóðarinnar eru öll afbrigði frá svörtu að hvítu. Þetta er raunverulegur sam- runi menningarheilda. * Það er eftirtektarvert í þessu sambandi að það er annað en Iikamlegur mismimur sem vjrk- ar á blönduð hjónabönd. Það er líka spumirigin um menn- ingu. f Nígeríu hef ég kynnzt tvennum hjónum þar sem nig- erískir menn eru kvæntir- enskum konum. Annar hús- bóndinn erv yfirmaður á stóru sjúkrahúsi, hinn er háskóla- rektor. Þeir eru báðir mjög menntaðir menn og framúr- skarandi. Ensku konurnar þeirra sömuleiðis. Maður varð ekki vitund var við kynþátta- munónn. Sameiginlegt, hátt menningarstig eyddi kynþátta- muninum. Sameiginlegt S-Afríku og Rhodesíu Er þetta eini kosturinn gegn aðskilnaðarstefnu? Er ekki hægt að hafa samfellt samfé- lag án blandaðra hjónabanda í ríkum mæli? Nei. — Ég veit ekki um neitt samfélag sem hefur staðizt með því móti. Þrátt fyrir allar til- raunir Gandhis hafa Indverj- ar ekki komizt yfir stéttaskipt- inguna. svo að þjóðin hefur ekki orðið ein heild, þó einhver blöndun hafi átt sér stað. í indverskum þorpum lifa venju- legir íbúar af lágum stéttum og hinir ósnertanlegu gjörsam- lega aðskildir, drekka ekki einu sinni vatn úr sömu brunn- um. Það er skelfilegt. í Banda- ríkjunum eins og Suður-Afr- íku og Bhodesíu stefnir í þessa átt að minni hyggju. Þetta er fastur aðskilnaður af versta tagi í samfélaginu. Stöðug borgarastyrjöld í stórborgum Hinn heimskunni sagnfræðingur Arnold Toynbee prófessor dvaldi þrjá mánuði í Bandaríkjunum á fyrra ári. Honum var boðið að flytja fyrirlestra við Stanford háskóla, og kom hann einnig við í öðrum menntastofnunum og heimsótti vini um allt landið. Þetta var í átj'ánda skipti sem hann heimsækir Bandaríkin frá 1925 og í þessari ferð fékk hann miklar áhyggjur af ástandi í Bandaríkjunum, sem hann grein- ir frá í eftirfarandi viðtali við blaðamann bandaríska vikuritsins Look. (í framhal-di ■ af þessu viðtal-i sem bixtist í næstu blöðum, ræðir Toynbee um áhrif stríðsins í Vietnam á Bandaríkja- menn, þjóðemisstefrw og bættu á nýjum McCarthyisma). Hvers vegna finust yður að það stefni í þessa átt í Banda- rík junum? , Ef við tökum ekki samruna í fullri merkihgu, hverra kosta er þá völ? Aðskilnaðar. En hvernig er hægt að skilja kyn- þættina að? .Blökkumenn búa nú í hjarta hverrar einustu .stórborgar í Bandaríkjunum. Þið yrðuð að gera það sem Suður-Afríkumenn eru nú að reyna að gera: að skapa Bant- ustan. Þið yrðuð að flytja blökkumenn með valdi úr stór- borgunum og sömuleiðis flytja hvíta menn með valdi frá t.d. Mississippi og Alabama og gefa út tilskipun: „Við ætlum að koma öllum blökkumönnum fyrir þar og hafa blökkumenn hvergi annars staðar.“ En þetta er nú varla mögulegt eðá fram- kvæ’manlegt, finnst yðu’r það? En ef þið hafið þá aðskilda í sömu borgum munuð þið búa við stöðuga borgarastyrjöld í hverri þýðingarmikillj borg i Bandaríkjunum. Við sjáum þá þróun frekar fyrir. En Banda- ríkjamenn hafa áreiðanlega ekki efni á því heldur. Þið getið ekkj látið hugmynd svörtu múhameðstrúarmannanna sigra. Þeir segja: „Við ætlum að verða eins fullir af kynþátta- hroka og þið hvítu eruð. Við ætlum að hata það jafnmikið að giftast hvítum maka og þið hatið að giftast hörundsdökk- um, og við ætlum að stofna okkar eigið samfélag — og eiga í óaflátanlegu stríði . við ykkur.“ Stendur . ekki kappið milli þessarar hugmyndar og s&m- einingarhugmyndarinnar — en hún verður að felast í blönduð- um hjónaböndum. Ég bendv aft- ur á hjónin í Nigeríu, maður og kona eru af mismunandi kynþáttum en eiga sameigin- lega þámenningu. Það er kapp milli aðskiln aðarhugmynd arinn- ar og þeirra atriða, sem mundu leiða til sigurs sameiningarhug- myndarinnar — það er að efla menningu og bæta lifskjör blökkumannasamfélaganna. Ef blökkumenn búa við sömu kjör og hvítir menn verður iífsmáti þeirra svipaður og samsvarandi hvítra manna og þetta dregur þegar í 'stað úr viðsiám milli kynþáttanna. Þeim mun líkari sem menningin er þvi minna máli skiptir kynþáttamismun- ur og því auðveldari verður sameining og þar með hið eina fullkomaa form sameinújgar: blönduð hjónabönd. V L

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.