Þjóðviljinn - 14.01.1968, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.01.1968, Blaðsíða 12
segir Katrín Guðjónsdóttir um ballettnám barna ■ár Þær eru hálf taugra- óstyrkar jiegar þær ganga í salinn, litlu dansmeyjarnar, enda er þetta engin venjuleg kennslustund, heldur sýnjng fyrir vandláta á- horfendur,'' — pabba, mömmu og systkin. En brátt fer feimnin af, einstaka brosvfærist yf- ir andlit og margar geta ekki stillt sig um að skotra augunum til síns hóps við áhorfenda- borðin. ★ Ungur píanóleikari situr í horni salarins og annast undirspilið og stúlkurnar, á aldrinum 9 til 14 ára gera æf- ingar við slá og á gólfi. mis.iafnlega örugglega. en allar gera sitt bezta Við erum stödd í Uallettskóla Katrínar Guðiónsdóttur í Lindar- bæ og höfum hitt á for- eldradaginn. Eftir sýn- inguna spjölluðum við smástund við Katríni, sem segist hafa mjög mikla ánægju af kennsl- unni og að vinna með stúlkunum. Þær hafa flestar verið hjá henni líís í „rond de chambres“ — einni af klassísku stangaræfingunum. Fiskverðið enn Fiskverðs fresturinn var enn framlengdur í gær um einn sól- arhring og má því búast við að í gærkvöld eða nótt hafi f fisk- verðið loks verið ákveðið. Framhaldsaðalfundi LlÚ sem boðaður hafði verið í gær var af þessum sökum frestað um einn dag og hefst hann því væntanlega klukkan tvö í dag. 3—4 ár, aldurslágmarkið til að byrja í b^llett setur hún sex ára. en finnst 9 ára einna bezti aldurinn. — Ekki verða þetta nú allt ballettdansmeyjar í framtíð- inni? Ein af hundrað kannski?^ — Varla það, segir Katrín og hlær. En ég tel það sanit mjög gagnlegt að læra ballett, þetta er ákaflega holl líkamsþjálfun og gefur mýkri og betri hreyf- ingar. Eins finnst mér böm kunna miklu betur að meta tónlist ef þau eru i ballett, þau læra að. hlusta og verða að gera sér grein fyrir hljóð- fallinu til að geta fylgzt með. Þó ekki væri annað en það. er til mikils að vinna. Auðvitað dreymir marga um að verða . eitthvað mikið á þessu sviði í framtíðinni, en staðreyndin er sú, að það eru afskaplega fáir gæddir þeim hæfileikum sem þarf til að ná verulega langt í ballett. Það þarf svo margt til, ekki bara tæknilega fullkomið vald á lík- amanum, sem tekur mörg ár og mikinn viljakraft að ná, heldur lika næma tónskynjun og mikla listhæfileika. En þótt fáir séu útvaldir tel ég alla hafa gagn af að stunda þetta um lengri eða skemmri tíma, fyrir utan gamanið. — Hvað hefur þú sjálf stundað ballettinn lengi? 1 — Ég byrjaði að læra sem krakki hjá Ellý Þorláksson og var síðan í Þjóðleikhússkólan- um hjá Erik Bidsted fyrst, síð- an var ég einn vetur aðstoðar- kennari með Veit Bethke, en á þeim tíma ,var ekki hægt að taka próf hér. Við kenndum svo nokkrar saman um skeið, en þegar Elisabeth Hodghson kom hingað til kennslu fór ég í einkatíma hjá henni og tók svo kennarapróf þegar fyrsti próf- dómarinn kom hingað frá Koy- al Academy of Dancing 1963. Um haustið sama ár stofnaði ég minn eigin skóla, svo þetta er fjórða starfsár hans. — Nú átt þú fijálf tvo syni, — eru þeir í ballett? — Biddu fyrir þér, helduröu að þeir séu ekki eins og aðrir strákar! Sá eldri kom reyndar í einn tíma, en síðan ekki sög- una meir. Ég hef enn smávon um þann yngri. — Þú tókst þátt i námskeiði í Kaupmannahöfn í haust. — Já, maður reynir að fylgj- ast með og halda sér í þjálfun, — ég fer t.d. alltaf sjálf í tíma Dís, Guðríður og Gunnhiidur cru í yngri hópnum. (Myndir: vh). tvisvar i viku hjá Þjóðleikhús- inu þótt ég sé orðin kennari. En það var mikið ævintýri að fara á þetta námskeið í Höfn, 5. alþjóðanámskeiðið sem hinn heimsþekkti ballettmeistari — Birger Bartholin heldur, en á námskeið háns koma þallett- Hulda Björg í „plié“, en það segir Katrin að sé upphitunar- æfing sem allir dansarar, *yngri og eldri, verði alltaf að gera. kennarar víðsvegar að úr heiminum, þarna var t.d. kom- ið fólk frá Norðurlöndunu m öllum, Bretlandi, Þýzkalandi, Bandarikjununi, já alla leið frá ^.stralíu og víðar. Auk Birgers Bartholins sjálfs kefmdu ýmsir aðrir, t.d. Nina Vyroubova frá Parísaróperunni og Valentina Peryaslavec, sem æfir American Ballet Theotre, ákaflega skemmtilegur kennari, einnig var kennari frá Martha Graham skólanum í New York, sem er heimsfrægur fyrir kerfi sitt í nútíma ballett og var þetta allt öðruvísi en það sem maður hefur áður séð. Það má þó ekki rugla þessum nútima ballett saman við jazzballettinn svokaMaða, sem er aftur enn- ar hlutur. Námskeið þessi hafa venjulega staðið þrjár vikur, en vegna 800 ára afmælis Kaupmarmahafnar stóð það í sex vikur að þessu sinni og tel ég mið hafa mikið gagn af dvöl minni þama, ekki bara kennsl- unni heldur líka að ég hafði tækifæri til að ®já margar ball- ettsýníngar í sambandi við dans- og tónlistarhátið vegna afmælisins. Síðast en ekki sízt var svo kynningin við kennara í öðrum löndum sem vom með mér á námskeiðinu. ★ Við þökkum Katrínu rabbið, það er ekki lengur til setunnar boðið, næsti flokkur kominn í salinn og önnur foreldrasýn- ing að hefjast. — vh. íléur i íbúðarhúsinu í Görð- um—bóndinn hlaut brunasór í fyrrinótt vaknaði heimilisfólk á bænum Görðum í Garðahreppi við að eldur var laus í íbúðar- húsinu. Komst það með naum- indum út og meiddist bóndinn á höndum og andliti, en kona hans á fæti. Fólkið vaknaði við eldinn rétt fyrir kl.. 4 um nóttina og var hann þá þegar svo magnaður að það komst ekki í síma, en. varð að fara til næsta bæjar, Króks, til að kalla á slökkviliðið. Sex manns eru í heimili á Görðum, þar af eitt barn, og komst flest klakklaust út riema bóndinn, Guðmundur Björnsson, eem brenndist talsvert á höndum og í andliti og var fluttur til lækn- isaðgerðar, og kona hans sem brákaðist á fæti. Slökkviliðinu tókst/ fljótlega að ráða niðurlögum eidsins er það kom á staðinn, en talsvert tjón varð á íbúðarhúsinu, sem er 60-70 fermetrar að flatar- máli, ein hæð og kjallari. Eld- urinn er talinn hafa átt upptök sín í fataskáp í innri forstofu. en orsök hans er ókunn. Stórútsala á kvenskóm Gull- og silfurskór seldir fyrir krónur 398 og krónur 498 Fjölmargar aSrar gerSir af kvenskóm \ fyrir ótrúlega lágf verS. NotiS þefta einstœSa tœkifœri á meSan jboð varir SKÓVAL - Austurstrœfi 18, (Eym-undsso nark j allara) Katrín segir aðsókn að skðl- anum mjög góða, það eru margir sem hafa áhuga á að dæturnar leggi þetta fyrir sig .. — Einu sinni spurði nýr nemandi mig allt í einu í miðri æfingu: „Heyrðu, eru engir strákar héma? . .. — Já, eru annars engir strákar í ballettskólunum? Frá foreldrasýningunni. Stúlkurnar heita Guðrún, Helga Ingibjörg og Jakobína Edda og voru alllar sammála um að það væri „ægilega gaman í ballett“. — Nei, yfirleitt ekki, því miður, enda vantar tilfinnan- lega karldansara hér, sem sjá má á ballettflokk Þjóðleikhúss- ins. Annars er deild við Þjóð- leikhússkólann, sem æfir drengi, ég veit ekkj hve margir þeir eru, en sá hópur er ekki stór. — Hvernig stendur á að það eru bara' stelpur sem fara í ballett? — Eg veit ekki, sjálfsagt finnst strákunum þetta stelpu- legt, a.m.k. meðan þeir eru yngri- En það verður að byrja á þessu í síðasta lagi tólf 'ára og strákarnir eru þá ekki enn búnir að gera sér grein fyrir þvi að þetta sé eitthvað fyrir þá líka. HOLL 0G GÓÐ HREYFING - 0G ÞROSKAR TÓNUSTARSKYNJUN Sunnudagur 14. janúar 1968 — 33. árgangur — 11. tölublað. I \ \ l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.