Þjóðviljinn - 31.01.1968, Page 4

Þjóðviljinn - 31.01.1968, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miövíkadagiir 31. janúar 1968. Útgefandi: Samemingarflokkui aiþýðu — Sósiaiistaflokkuriim. Ritstjórar: ívar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 120.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7,00. Hvers vegna atvinnuleysi? Blöð ríkisstjómarinnar hafa nú verið knúin til þess að skrifa um atvinnuleysið, enda þótt íhalds- blöðin geri það með ólund og álíka gáfulegum fullyrðingum og þeirri, að andstæðingar ríkis- stjómarinnar „fagni“ atvinnuleysinu. Morgun- blaðið virðist heldur ícjósa að atvinnuleysið sé í felum, það onegi ekki draga þetta þjóðfélagsböl fram í dagsljósið og snúast gegn því, eins og verka- lýðshreyfingin hefur gert og hlýtur að gera, hver sem með völdin fer í landinu: ^tvinnuleysið dynur ekki yfir af tilviljun, það á þjóðfélagslegar orsakir. Atvinnuleysi er -eitt af einkennum auðvaldsskipulagsins, og það hefur verið og er stefna Sjálfstæðisflokksins að auka „frjálsræði“ auðvaldsins til úrslitaáhrifa á efna- hagslíf á íslandi. Þessi stefna hefur komið fram í vanmati á íslenzkum atvinnuvegum og dýrkun á erlendu auðmagni sem koma eigi í staðinn fýr- ir framtak íslenzkra atvinnuvega í eigu íslend- inga sjálfra. Meira að segja hefur atvinnuleyáið sem nú er staðreynd verið notað sem röksemd fyr- ir þessari óþjóðhollu uppgjafarstefnu, íhaldsblöð- in og Álþýðublaðið benda á framkvæmdirnar við byggingu alúmínverksmiðjunnar og spyrja hvern- ig ástatt væri ef þær framkvæmdir stæðu ekki yfir. Því er til að svara, að það er til önnur stjórn- arstefna en stjórnarstefna Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins; að vanmat stjórnarflokkanna á íslenzkum atvinnuvegum í eigu íslendinga sjálfra er vesæl uppgjafarstefna. íslendingar geta stjóm- að landi sínu þannig að allar vinnufærar hendur hafi nóg að starfa. Til þess þarf ekki að ofurselja auðlindir landsins og vinnuafl 1 hálfa öld erlend- um auðhringum. > jþví var það eðlilegt, að fundurinn um atvinnu- leysið sl. sunnudag lýsti „sök á hendur ríkis- stjórninni og stefnu hennar vegna þess alvarlega atvinnuleysis sem nú er um land allt og þeirrar stórfelldu lífskjaraskerðingar sem þegar hefur á't't sér stað“. Hét fundurinn á „öll verkalýðssamtök og önnur samtök launafólks að mynda órofa sam- stöðu um allsherjarbaráttu til þess að tryggja fulla atvinnu, verulegar kauphækkanir og verð- tryggingu launa. En skilyrði þess að slíkt megi takast er að sem allra fyrst verði knúin fram ger- breytt stefna í landsmálum, þannig að skynsam- legri stjórn verði komið á efnahagskerfið en út- rýmt því stjórnleysi og braski sem veldur hrun- inu.“ í þessum orðum úr ályktun fundarins á sunnudaginn er tekið á meginatriðum málsins. Baráttan gegn atvinnuleysi verður ekki árangurs- rík, nema knúin sé fram ný stjómarstefna. — s. Kristján E. Guðmundsson, stud. phil: Siðferðileg niðurlæging i. Þegar einhver madur tetour sig til og leggur sidíerðilegan dóm á athafnir manna, vald- hafa ríkis eða einstaklings, þá er sá dómur að sjálfsögðu sp>eg- ilmynd af siðgæðisvitund þess sem dóminn fellir og til marks um þann siðferðilega þroska sem hann hefur náð. 1 lýðræð- isriki er það sjálfsögð skylda manna að féUa slíka dóma og reyndar undirstaða lýðræðisins að menn megi það. Ég minnist á þetta vegna þess að fyrir nokkru gerðist sá svívirðilegi og um leið hörmulegi atburð- ur að austur í Sovétríkjunum dæmdu valdhafarnir nokkra unga þarlenda rithöfunda í fangelsi fyrir að nota sér þann rétt sem stjórnarskrá Sovét- ríkjanna veitir þeim í orði kveðnu. Hérlendir menn lögðu sína siðferðilegu dóma á þennan hörmulega atburð eins og eðli- legt var. Og sem einn maður fordæmdu þeir þessa skérðingu á tjáningárfrélsi manna. En dómurinn yfir þessum ungu sovézku rithöfundum var ekki það eina sem var í heims- fréttunum um þær mundir. Þá Þórarinn Björns- soa skólameistari látinn Þórarinn Björnsson skóiameist- ari Menntaskólans á Akureyri andaðist aðfaranótt sl. sunnu- dags 62ja ára að aldri. Þórarinn var fæddur að Vík- ingavatni í Kelduhverfi 19. des. 1905 sonur hjónanna Guðrúnar Hallgrimsdóttur og Björns Þór- arinssonar bónda þar. Hann tók stúdentspróf utanskóla við Menntaskólann í Reykjavík 1927 og var í hópi þeirra, er fyrstir lærðu algerlega til stúdentsprófs við Gagnfræðaskólann á Akur- eyri,. síðar Menntaskólann á Ak- ureyri. Prófi í frönsku, latínu og uppeldisfræði lauk Þórarinn frá Sorbonneháskóla í París 1932. Kennari við Menntaskólann á Akureyri varð Þórarinn frá 1. janúar 1933 til þess er hann varð skólameistari sama skóla 15 ár- um síðar eða 1. jan. 1948. Skóla- meistaraembættinu gegndi hann til dauðadags eða rétt 20 ár. Átti hann við vanheilsu að stríða síðustu árin og fékk frí frá störfum sl. vetur af þeim sökum en tók aftur við skólastjórninni sl. haust. Þórarinn var kvæntur Mar- gréti Eiriksdóttur. -4> ■ r r ■ *> ■ r Sjova sigraoi i firmakeppni í bridge Úrslit í firmakeppni Bridge- sambands íslands urðu sem hér segir: 1. Sjóvá hf., spilari Stefán Stefánsson, 333 stig, 2. Fasteignaval, spilari Jón Ara- son, 332 stig, 3. Rafbúð Domus Medica, spilari Simon Símon- arson, 314 stig, 5. ísleifur Jóns- son hf., spilari Ásbjörn Jóns- son, 311 stig, 6. íslenzkir aðal- verktakar, spilari Lárus Karls- son, 311 stig, 7. Hanza hf., spil- ari Þorsteinn Laufdal, 308 stig, 8. Samvinnutryggihgar, spilari Jón Stefánsson, 307 stig, 9. Tryggin^ hf., spilari Ragnar Sigurðsson, 305 stig, 10. Hár- greiðslustofa Helgu Jóhannes- dóttur, spilari Þorgerður Þór- arinsdóttir, 305 stig. sem endranær komu fréttir af hroðalegum manndrápum og sprengjuregni í hinu fátæka og hrjáða Vietnam. Og það var ékki bara úr austri nær og fjær sem fréttir bárust af virðingarleysi vald- hafa á frelsi manna til þess að leggja siðferðilegan dóm á at- hafnir þeirra. Frá Bandaríkjum Norður-Ameríku bárust einnig þær fréttir (að vfsu ekki í öll- um dagblöðum landsins eða út- varpi) að þjóðlagasöngkonan fræga, Joan Baez, hefði verið dæmd í fangelsi ásamt móður sinni fyrir að „stofna til óeirðá á almannafæri", er þær mæðg- ur reyndu að mótmæla hroða- legri drápsfýsn landa sinna í hinu fjarlæga landi, Vietnam. (Til gamans skal þess getið að einn hinna sovézku rithöfunda var dæmdur fyrir að „stofna til ólöglegra mótmælaaðgerða"). Nú mætti ætHa að hinir frels- is- og friðelskandi Islendingar með sína háþroskuðu siðferðis- kennd, byggða á aldagamalli virðingu fyrir tjáningarfrelsi einstaklingsins, fordæmdu slíka atburði svo, sem þeirgerðuvið hina sovézku dóma. En þá skyndilega hrynur siðgæðismúrinn umhverfis nokkra þeirra og einmitt þeirra sem hæst hrópuðu um svívirð- ingu hinna sovézku dóma. Eitt af merkustu Ijóðskáldum okkar, Guðmundur Böðvarsson, skrifar grein í Þjóðviljann 16. þ.m. þar sem hann fordæmir drápsæði og yfirgang Banda- ríkjamanna í Vietnam, þarsem þeir fótum troða frelsi þjóðar- innar og beinlínis stefna að þjóðarmorði. Og siðferðisdóm- ur hins „hlutlausa frelsisunn- anda“ lét ekki á sér standa. Dag- inn eftir, þann 17., skrifar Morg- unblaðið um fyrrnefnda grein m.a.: „En fjallaði grein Guð- mundar Böðvarssonar þá ekki um dómana í Sovétríkjunum, um starfsbræður hans þar, sem sendir hafa verið í þrælkunar- vinnu? Nei, greinin fjallaðiekki um örlög beirra, sem gert hafa sig seka um það eitt að láta skoðun sína í Ijós. Hún fjallaði um Vietnam. Dómamir yfir<$> rithöfundunum í Sovét eru greinilega of lítilfjörlegt mál til þess að Guðmundur Böðv- arsson láti sig það skipta“. Sú ósvífni skáldsins að skrifa grein um jafn ómerkilegt mál- efni og þjóðarmorðið í Vietnam var ofvaxið skilningi Morgun- blaðsmanna, misbauð háþrosk- aðri siðgæðisvitund þeirra. En Morgunblaðsmenn eru ekki einir um slíkt siðferði, slíka „réttlætiskennd“. Magnús Torfi Óiafsson flutti þátt í hljóðvarp- inu á laugardögum, hálfsmán- aðarlega, sem hann kallaði „Flljótt á litið“. Þessir þættir hans voru yfirleitt skemmtileg- ir og fróðlegir, ekki aðeins að mínu áliti, heldur fjölda ann- arra sem ég hef nætt við, Laug- ardaginn 13. þ.m. flutti hann þátt sinn að vanda og í þetta skipti fjallaði hann um dóm- ana í Sovétríkjunum og dóm- ana yfir Joan Baez og blökku- mannaskáldinu LeRoi Jones í Bandaríkjunum. Þessi ósvífni Magnúsar að tala um dóma, sama eðlis, frá báðum þessum stórveldum misbauð svo herfi- léga réttlætiskennd útvarpsráðs, að það bannaði þáttinn, án þess að gera hlustendum sínum nokkra grein fyrir sllíkum að- gerðum. Ég hélt að ríkisútvarpið væri eign almennings og því bæri útvarpsráði að gera almenningi fulla grein fyrir hvers vegna það grípur til slíkra ráða. En ef til vill á meirihluti útvarps- ráðs erfitt með að heimfæra fyrmefndan þátt upp á hlut- leysisbrot. Ber þögn Morgun- blaðsins um málið þess vitni og líkHega er það viturlegast hjá þeim að þegja. En dæmalaus er sú ósvífni og lítilsvirðing sem útvarpsráð sýnir hlustendum með þessu ó- rökstudda athæfi sínu. Það hefur áður gripið til slíkra ráða, sbr. þegar það bannaði þátt Páls Bergþórssonar „Veðrið í vikunni" og þáttinn „Þjóðlíf", en er ekki mælirinn orðinn full- ur? En ritstjóri Alþýðublaðsins hefur fljóttekna skýringu áþví hvers vegna ekki r.iá segjahlut- laust frá atburðum sem genast beggja vegna Atlanzhafsins í ríkisútvarpinu. „Kommúnistar háfa fengið það oft að troða upp í hljóðvarpinu að þeir mega vel við una“ Er ekki ástæða til að örvænta við slíkar rök- semdafærslur frá ,ábyrgum‘að- ilum í þjóðfélaginu? II. Mér hefur orðið tíðrætt um fyrrgreinda atburði og viðbrögð ýmissa manna hér á lartdi við þeim. Ekki vegna þess að þau séu nein undantekning eða eins- dæmi, heldur vegna þess að<5> þau eru ofurlítið dæmi um siðferðilega niðurlægingu, sem hefur látið á sér bera hjá á- byrgum. aðilum hér á landi 1 æ ríkara mæli alflt frá stríðs- lokum. Það hefur orðið vaxandi til- hneiging þessara aðila að skipta heiminum í tvo andstæða póli- tiska hópa, austur og vestur, og stimpla síðan menn og málefni með tveimur stimplum í sam- rærrí við það. Annar aðilinn er heilagur, hafinn yfir alla gagnrýni. Hinn er djöfullegur og allt sem að hann gerir er vont og grimmúðHegt. Þetta minnir mann reyndar óhugnanlega á hugsunarhátt miðaldanna, þar sepi annars ■^egar stóð hin heilaga kirkja og páfadómur, sem eigi mátti gagnrýna, og hinsvegar helvíti og pislir fordæmdra. Slíkur hugsunarháttur er hættulegur allri andlegri framþróun mann- kynsins, því að menn sem þann- ig hugsa leggja ekki siðferði- legt mat á rétt og rangt til grundvallar skoðunum sínum og dómium. Þedr stara i lotn- ingu og blindni á annan aðil- ann, gera hainn að guðdómi, en h'ta á hinn með augum Dante á hélvíti fordæmdra. En mannkynsfræðarar, hug sjónamenn og siðspekingar allra alda, allt frá Stóumönn- um og Galileumanninum fræga til Riussells vorxa tfma, hafa reynt að færa mannkynið i átt til meiri siðmenningar og andlegs þroska, þótt þeir hafi oftast orðið að ganga hinn mjóa og grýtta veg og sú þróun hafi gengið grátlega seint. Það var þvf eigi lítið skipbrot sem sú viðttedtni beið, er tvær heims- styrjaldir skullu á með stuttu millibili, þar sem öllum siða- kenningum mannkynsins var kastað fýrir róða. Hildarleikir haturs og tortfmingar sem fót- um tróðu frelsi manna, fóm- uðu lífi og limum miljóna manna, kvenna og banna og skildu eftir heil þjóðlönd sem eitt flakandi sár. Framhald á 7. síðu. Úrslit í 6. nmferð Skákþ. Rvíkur A-riðill: Gunnar Gunnarsson vann Benóný Benónýsson, Jón Páisson vann Braga Halldórs- son, Björgvin Víglundsson vann Jón Þorleifsson en biðskákir urðu hjá Guðmundi Sigurjóns- syni og Hermanni Ragnarssyni, Ándrési Fjeldsted og Stig Her- lufsen, Sigurður Herlufsen sat hjá. B-riðill: — Bjöm Þorsteins- son vann Hauk Kristjánsson, Gylfi Magnússon vann Júlíus Friðjónsson, Jóhann Þ. Jónsson vann Braga Kristjánsson, Leif- ur Jósteinsson vann Sigurð Kristjánsson og Bjami Magn- ússon vann Frank Herlufsen. Klapparstíg- 26 Sími 19800 Condor BU0IN FRÍMRKI- FRÍMERKI innlend og erlend í úrvali. Útgáfudagar — Innstungubækur — Tengur og margt fleira. — Verðið hvergi lægra. Verzlun GUÐNÝJAR, Grettisgötu 45.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.