Þjóðviljinn - 31.01.1968, Page 5

Þjóðviljinn - 31.01.1968, Page 5
f- Miðvikudagur 31. jauúar 1968 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA g Frumvarp Alþýðubandalagsmanna: 50 fiskiskip verði uð innanlands á 4 Eins og áöur hefur verið sagt frá hér í blaðinu flytja þrír þingmenn Alþýðubandalagsins, Lúðvík flytja þrír þingmenn Alþýðubandalagsins, Lúðvík framvarp í neðri deild alþingis um smíði fiski- skipa innanlands. Efnisatriði framvarpsins eru þessi: ★ Atvinnumálaráðuneytið skal hlutast til um, að smíðuðverði 50 fiskiskip í innlendum skipa- smíðastöðvum á árunum 1968 —1971. ★ Gerð og útbúnaður skip- anna skal ákveðinn af 5 manna nefnd, sem ráðuneytið skipar, og skal hún jafnframt hafia á hendi allan undirbún- ing að byggingarframkvaemd- um samkv. bessum lögum. Skipaskoðunarstjóri skal vera formaður nefndarinnar, en tveir nefndarmenn skipaðir samkvæmt tilnefningu Lands- sambands íslenzkra útvegs- manna, einn samkv. tilnefn- ingu Alþýðusambands Islands og einn samkvaemt tilnefningu Sjómannasambands ísilands. ★ Skip, sem smíðuð eru sam- kvæmt lögum þessum, skulu eigi vera af fleiri gerðum en þremur, svo að unnt sé að koma við hagkvæmum vinnu- brögðum við smíðina. ★ Tollar af öllu efni ogtækj- um til skipanna skulu niður falla eða endurgreiðast, og einnig er fjármálaráðherra heimilt að fella niður tolla af nauðsyndegum vinnuvélum vegna þessarar smíði. ★ Atvinnumálaráðuneytið skal semja við Fiskveiðasjóð Is- lands um lánveitingar út á skip þau, sem smíðuð verða samkvæmt lögum þessum, en heimilt er ríkisstjórninni að taka allt að 200 milj. kr. lán vegna þessara framkvæmda, eða veita ríkisábyrgð vegna lána, sem tekin kunna að verða. ★ Skip, sem smíðuð eru sam- kvæmt þessum lögum, skulu seld útgerðarmönnum eða út- gerðai-félögum, samvinnufélög- um eða bæjarfélögum, og skulu lán, sem skipunum fylgjavera 85% af kostnaðarverði. ★ Atvinnumálaráðuneytið set- ur reglugerð um nánari á- Lúðvík Jósepsson Geir Gunnarsson árum kvæði varðandi framkveemdir samkv. þessum lögum. I greinargerð segir: Nýlega beindu samtök jám- iðnaðarmanna þeim tilmælum til Alþingis, að lögfest yrði á- ætlun um þyggingu 50 fiski- skipa í innlendum skipasmíða- stöðvum á næstu 4 árum. Með frumvarpi þessu viljum við Alþýðubandalagsmenn taka undir þessi tillmæli þar sem við teljum, að hér sé hreyft miklu nauðsynjamáli. Eins og kunnugt er, hafa skipasmíðar innanlands átterf- itt uppdráttar undanfarin ár og flestar skipasmíðastöðvar haft lítil verkefni. Samkcppni við erlcndar skipasmíðastöðvar hcfur verið erfið, bæði vegna mikillar dýctíöar hérlendis og eins vegna þcss, að hér hefur ekki verið hægt að fá nauð- synlcgt fjármagn, svo að hægt væri að standa að framkvæmd- um á svipuðum grundvelli og víðast .erlendis. Það er skoðun flutnings- manna, að stefna eigi að hví að smíða svo til öll fiskiskiþ landsmanna í innlendum skipa- smíðastöðvum. Fiskiskip okkar þarf að byggja miðað við ís- lenzkar aðstæður og eftirþeim sérstöku kröfum, sem hér eru á hverjum tíma. Allar slíkar aðstæður er bezt að heima- menn sjáHir meti og ireyni að uppfylla, eftir þvi sem hægt er. Rétt er því að vinna að þvi eftir föngum að komaupp hér á landi góðum og vel út- búnum skipasmíðastöðvum, sem sérstaklega leggi fyrir sigfiski- skipasmíðar. Nokkrum skipasmíðastöðvum hefur þegar verið komið upp á ýmsum stöðum hér á landi. Þær eru að vísu misjafnlega búnar að tækjum og mann- afla, en reynsllan hefur þó sannað, að þær geta smíðað góð og traust fiskiskip, sem eru fyllilega jafngóð og þau, sem keypt eru erlendis frá. Síðustu árin hafa innlendu stöðvamar haft lítil verkefni þrátt fyrir miklar skipasmíðar á vegum landsmanna. Að nokkru leyti hefur þetta staf- að af því, að fiskibátasmíðin hefur verið að breytast úreik- arbátum í stálháta, en stál- skipasmíðin var hins vegar ekki eins langt komin hér á landi og smiði trébáta. I>ó hef- ur hitt eflaust ráðið meiru um verkefnaskort innlendu skipa- smíðinnar, að skipasmíðastöðv- arnar hér hafa ekki getaðfeng- ið það fjármagn, sem tiH hef- ur þurft, og sérstaklega ekki til þess að geta veitt þau léns- kjör, sem erlendar skipasmíða- stöðvar hafa veitt. Það or álit flutningsmanna þessa frumvarps, að hægt sé að leysa fjárhagsvandamál skipasmíðanna á þann hátt, að ríkið hafi forgöngu um smfði nokkurs fiölda fiski- skipa, sem síðan verði seld væntanlegum útgerðaraðilum. Ríkissjóður getur tekið er- lent lán og reyndar einnig innlent lán til framkvæmd- anna og tengt þau 3án síðan við stofnlán Fiskveiðasjóðs á svipaðan hátt og nú á sérstað um erlendu lánin, sem skipun- um fylgja frá eriendu skipa- smíðastöðvunum. Standi ríkið þannig fyrir smíði nokkurra Jónas Árnason fiskiskipa af þeirri gerð, sem vitað er að hentar íslenzkum aðstæðum, ætti að vera hægt að koma við hagkvæmum vinnubrögðupi og íslenzku stöðvamar fengju þá föst og örugg verkefni til langs tíma. Takist vél til um fram- kvæmdir, ætti að mega búast við hagkvæmara verði á fiski- skipunum með slíkum vinnu- brögðum en nú á sér stað. ★ Skipasmíðaiðnaðurinn er ís- Ienzkum sjávarútvegi nauð- synlegur. Viðhald fiskiskipa- flotans verður að fara fram í landinu og þá á einnig að vera hægt að gera hér á landi meiri háttar breytingar áskip- um, og hér á að fara framhið reglulega eftirlit, sem áHtaf kallar á mikla skipasmfða- vinnu. Samhliða þessum störf- um þarf að vera góð aðstaða til nýbyggingar á fiskiskipum. Verkefnaleysi í jámiðnaði eins og það, sem nú hefur verið um skeið, má ekki end- urtaka sig. Augljóst er, að í veg fyrir það má koma með hagnýtingu skipasmíðastöðv- anna og smíði þeirra fiski- báta innanlands, sem lands- menn þurfa að kaupa. Jómfrúræða Karls Sigurbergssonar á Alþingi Hvað er að gerast á síldveiðibátunum? □ Hér fer á eftir ræða Karls Sigurbergssonar, þing- manns Alþýðubandalagsins, sem hann flutti á Alþingi í fýrradag. Fjallar ræðan um sérstakan stuðning við hlutarráöna fiskimenn en eins og sagt hefur verið frá flutti Karl frumvarp þess efnis nú fyrir skömmu. einhverjá leiðréttingu á þeim Með frumv. því sem hér ligg- ur fyrir og fjallar um sérstak- an stuðning við hlutarráðna fiskimenn, er lagt til að rífcis- stjómin fái heimild til að verja allt að 50 miljónum kr. í þann stuðning á þessu ári. Þegar gengi krómmnar var Iækkað fyrir síðast liðin ára- mót, lýsti ríkisstjómin því yf- ir, að það væri gert með sér- stöku tilliti til þcss, hve út- flutningsatvinnuvegimir stæðu höllum fæti, og átti lækkun krónunnar meðal annars að hafa þær verkanir, aðeigi þyTfti að starfrækja þá atvinnuvegi með styrkjum og upphótum. Þegar hefur komið í ljós, að þeir útreikningar stóðust ekki dóm reynslunnar. Með ákvörðun fiskverðs á nýbyrjaðri vetrarvertíð var farin sú óhappaleið að inn- leiða tvennskonar verð á sjáv- arafla, þ.e. sérstakt skiptaverð til áhafna fiskiskipanna og annað til útgerðarinnar, sem fram kemur í sérstökum bótum til útvegsins, sem talið er að nemi allt að 124 mfljónum króna. Nú standa yfir viðræður um samninga vegna undirmanna á talsverðum hluta fiskveiðiflot- ans, og mætti ætla að þessar áðumefndu ráðstafanir yrðu ekki til að auðvelda samkomu- lag á þeim vettvangi. Með þessu frumvarpi er ætl- azt til, að sjómarmastéttm fái misrétti, sem hún er beitt um- fram aðra þegna þjóðfélagsins. Því með gengislækkunarlögun- um, eins og ég hef áður tekið fram, var ekki ætlazt til að sjávarútvegurinn hyrfti á styrkj- um að halda- Og hefðu þeir útreikningar staðizt, má ætla að skiptaverð til sjómanna hefði orðið því hærra, sem nemur fjárhæðinni, sem ætluð er til útvegsmanna umfram skiptaverðið, þ.e. 124 miljónir. Einnig ætti frumvarpið að stuðla að þvf, að samningar takist sem fyrst við sjómenn. Það hefur oft verið ritað og rætt um, að efla beri sjáv- arútveginn, og þá sérstaklega bolfiskyeiðamar, með tilliti til hráefnisöflunar fyri r hrað- frystiiðnaðinn. Ég vil af gefnu tílefni benda á þá staðreynd, að hin trausta undirstaða, sem þar þarf til að koma, er ekki fengin, fyrr en þannig er búið að sjómanna- stéttinni að hún geti sætt sig við þau kjör, sem hermi eru boðin fyrir störf sín. íslenzka þjóðin er stolt af þeirri þróun og þeim árangri, sem náðst hefur í síldveiði- tækni hér á landi á undan- fömum árum. Sú tæknihylting hefði varla átt sér stað, nema því aðeins, að undirstaðan væri fyrir hendi. Sú traosta uiKhrstaða, sem er valinn maður í hverju rúmi. Mér er ofarlega í huga nið- urlæging togaraflota okkar landsmanna og raunveruleg or- sök þess hnignunartímabils, sem yfir þann þátt útvegsins hefur dunið. — Þar eru aug- ljós dæmin . . . Svo illa var búið að kjarna hinna gömlu og starfsvönu t*>g- veiðimanna, að þeir sáu sér ekki fært að hafa ofan fyrir sér og sínum við þann atvinnu- veg og leituðu sér vinnu á öðr- um vettvangi, þar sem kjörin voru betri. Ég fullyrði, að í dag stæðum við íslendingar ekki ver að vígi með okkar togai-aflota, miðað við aðrar fiskveiðiþjóð- ir, ef hinn trausti kjami sjó- manna hefði verið kyrr á þeim skipum og ungir framgjamir menn laðazt í hópinn. Það leikur varla vafi á þvi, að sjómánnastéttin hefði ekki látið á sér standa að fylgja þróuninni eftir og jafnvcl brð- ið á undan öðrum þjóðum hvað togveiðar snertir, ef að- stæður hefðu verið fyrir hendi. Hinn trausti og starfsvani kjarni leitaði fyrir sér annars staðar að atvinnu og það hafði þær afleiðingar, að lítt starfs- vanir menn, og jafnframt sá hópur manna, sem úr gengur, ef nægjanlegt framþoð af vinnuafli er á vinnumarkaðn- um, komu um borð í okkar togveiðiskip, og þar mcð hófst niðurlægingin og þeir drógust aftur úr í samkeppninni. Landganga íslenzkra ,síld- veiðisjómanna af flotanum nú um síðustu áramót, getur ekki hafa farið framhjá neinum, sem vill fylgjast með útgerðarmál- um í dag. Þá vakna þær spumingar: Hvað er að gerast á síldveiði- bátunum Og hver verður afleiðingin? Ég held ég geti svarað þess- um spurningum fyrir hönd okkar sjómanna, þannig að megi skiljast. þ.c. a.s. ef menn vilja nokkuð skilja. Við göngum í land einfald- lega vegna þess, að kjörin eru ekki þess virði að stunda þennan atvinnuveg við erfið skilyrði, fjarri heimilum og vinum, og fjarri öllu, sem við köllum í dag menningarsam- félag. Við viljum ekki vera án alls þessa, nema því aðeins að við berum meira úr býbum. Við eigum kröfu til þess. En hver verður þá afleiðing- in? Hún verður sú, öhjákvæmi- Iega, að hin raunverulega und- irstaða • fyrir mikilli sókn og miklum aflafeng hrynur.' Og þar með minnka möguleikam- ir til að afla gjaldeyristekna fyrir þjóðina á þessum vett- vangi. Það fer ekki framhjá nein- um, sem kemur að landi eftir strangt og erfitt úthald með sína kauptryggingu, lækkaða um fæðiskostnað, sem þá myndi vart vera hærri en svar- ar 9—10 þús. krónum, að jafn- vel unglingsstúlkur með ein- hverja smávegis menntun, njóta ekki verri kjara fyrir að sitja á skrifstofu við að svara í síma, eða pikka á ritvél, með styttri vinnutíma, heldur en þeir, sem sjóinn stunda. Og þar að auki geta í fritímum sínum notið allra þeirra lysti- semda sem samfélagið hefur upp á að bjóða, og lifað hinu áðumefnda menningariífi. Þessi landganga sjómanna litur máske út fyrir að vera út í bláinn, kann einhver að halda, har sem lítið er um at- vinnu í landi. Ég vil f sambandi við þenn- an líklega skilning á málinu, taka það fram að íslenzkir sjó- menn eru ekkert smeykir við að keppa á vinnumarkaðinum. Þeir ganga fyrir vinnu hvar sem er. — Hvar sem dugandi manna er þörf. — Hinir linari kom til baka og lenda á veiði- flotanum- Þetta gerðist á togurunum, og þetta gerist líka á bátaflotan- um, ef ekkert er að gert. Það er skylda háttv. alþ.m. að spoma við því, að þetta komi fyrir. Og að því miðar þetta frumvarp, þó í litlum mæli sé. Það stuðlar að því, að menn sæki fremur að sjóvinnustörf- um en ella væri. Það er ekki svo há upphæð, sem farið er fram á, að eigi sé hetra að verja henni strax, áður en f óefni er komið. Of seint verður, eftir mis- heppnaða vertíð vegna fácorts á vönu og dugandi stairfeliði, að koma saman hér á alþingi og lögfesta styrki og bætur til sjávarútvegsins vegna lélegrar afkomu og segja svo eins Og oft hefur verið gert á undan- fömum árum: Þama sjáið þið, sjávarútvegurinn getur ekki verið undtrstöðuatvinnuvegur til frambúðar. — Það þarf að innleiða hér kísilgúr og ál o.fl. Það er ætlunin með þessu frumvarpi, er hér liggur fyrir, að alþingi bæti fyrir það brot, Karl Sigurbergsson sem sjómannastéttin var beitt við ákvörðun fLskverðs nú ný- lega, er undirstöðu allra samn- inga þeirra við útvegsmenn var kollvarpað. Ég vil, með leyfi hæstv- for- seta, lesa hér kafla úr grein- argerð fulltrúa sjómanna í yf- irnefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins, Tryggva Helgasonar, en hann har fram, sem kunn- ugt er tillögu um 20% fisk- verðshækkun til skiptaverðs. Þar segir hann: — „Hins vegar tel ég, að fiskverð það, er ég legg til að ákveðið verði nú, sé lágmark þess, sem þurfi, til að sjómenn, sem við veið- arnar starfa, geti haft þaer tekjur að viðunandi geti tal- izt og yfirleitt gefið kost á sér til að stunda þá atvinnu. Er það atriði — um brýna þörf sjómanna, sem að þbrskveiðum starfa, fyrir þessa hækkun á fiskverðinu til skipta m.a. vd staðfest í skýrslum, sem fyrir liggjá um meðaltekjur sjó- manna á vetrarvertiðum und- anfarinna ára, er sýna að afla- hlutir þeirra hafa stöðugt far- ið lækkandi miðað við meftal- tekjntr annarra iaunþega. Tdl ég að meðaltekjur háseta við fiskveiðar þoli ekki einusinni samanburð við hina allra tckju- Iægstu". . . Ég vil leggja sérstaka áherzíu Framhald á 7. síðu. \ i i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.