Þjóðviljinn - 31.01.1968, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 31.01.1968, Qupperneq 7
Miðvikudagur 31. janúar 1968 — ÞJÖÐVIUINN — SlÐA 'J Siðferði/eg niðurlæging Framhald af 4. síðu- Það er eðlilegt og rökrétt að Jón Kristinsson sat hjá. álykta að sú kynslóð sem lifði þessar hörmungar hefði eitthvað lært og hugsaði sig um tvisvar áður en hún kallaði slíka at- burði aftur yfir sig og börn sín. Ekki hvað sízt með til- komu þeirra gereyðingarvopna sem kjamorkan er. Það hlýtur því að vera hlut- verk hvers hugsandi manns að vera sífellt á varðbergi, leggja siðferðilega dóma á allar at- hafnir valdhafa síns eiginlands jafnt sem annarra, að hafa víti til varnaðar. Þetta er ekki sízt hlutverk þegna og valdhafa smáþjóðanna. Sú staðreynd að þjóð er stór, er erigin trygging fyrir því að þar sitji að völd- um menn sem hafi til að bera tmeiri siðgæðisþroska en vald- hafar smærri ríkja. En stór- veldin hafa völd ' krafti síns hemaðar, og þau gætu. því mis- notað þau völd, sem dg dæmin sanna. Þá er það siðferðileg skylda hinna smærri ríkja, vald- hafa þeirra jafnt sem hinna al- mennu þegria, að fordæma þá misbeitingu valds og beita sér (gegn henni á alþjóða vettvangi. Það geta þau með tilkomu Sam- einuðu þjóðanna og annarra al- þjóðastofnana. Það er því eðlilegt að slái óhug að öllum siðúðum og hugs- andi mönnum í heiminum þeg- ar eitt mesta herveldi heims gerir sig sekt um það ábyrgðar- leysi að ógna heimsfriðnum, fótum troða freHsi fátækrar smáþjóðar og kalla yfir hana þjáningar og tortímingu. En utanríkisstefnaBandaríkj- anna birtist víðar en í Vietnam. Hún birtist lfka í virðingarleysi þeirra fyrir sjálfstæði þjóða eins og Kúbu, Dóminikanska lýð- veldisins og víðar. Og hvarvetna koma þau fram sem verjendur afturhöidsafla Qg lénsskipulags, eins konar alþjóðalögregla gegn frelsisbaráttu kúgaðra þjóða. Þessar staðreyndir renna mönn- um þeim mun sárar til rifja, að Bandaríki N-Amerfku var eitt sinn það land sem lyfti kyndli frelsis svo hátt að varð leiðarljós frelsisunnendum um allan heim og þeim1 hvatning til dáða. Það er því enfin tilviljun að öflugustu og vægðarlausustu andstöðuna við utanrfkisstefnu Bandaríkjanna er að finna í Bandaríkjunum sjálfum, frá á- gætustu og menntuðustu son- um og dætrum þess lands. ni. Og hver hefur svo verið af- staða íslenzkra stjómarvalda tiJ þessara mála? Hafa íslenzkir valdhafar kom- ið fram á alþjóðavettvangi sem verjendur frelsis og lýðræðis? Hafa þeir lagt kúguðum þjóð- um siðferðiiegan stuðning í baráttu þeirra fyrir frelsi? Hafa þeir komið fram sem baráttumenn fyrir friði íheim- inum til þess að koma í veg fyrir styrjöld sem gereytt gæti gervöllu mannkyni? Hafa þeir skipað íslenzku þjóðinni sess meðal smáþjóð- anna, sem mótvægi gegn því að stórveldin misnoti herveldi sitt til þess að viðhalda rang- læti í heiminum og kúga fá- tækar og þrautpíndar þjóðir? Hafa þeir innprientað þjóð sinni þessar dyggðir? Haía þeir brýnt fyrir henni að til þess að geta gætt þeirra þyrfti hún að viðhalda sínu menningarlega og pólitíska sjálfstæði? Svör við þessum spumingum samvizkunnar em skráð skýr- um stöfum á spjöld sögynnar og verða ekki af þeim máð. Árið 1946, eftir að hildarleik heimsstyrjaldarinnar síðari var lokið, gera íslenzk stjómarvöld hemámssamninga við Banda- ríkin um að þau taki að sér „hervemd" Islands, þótt hverj- um manni með heilbrigða skyn- semi hiljóti að vera það ljóst að héif var eingöngu um það að ræða að stýrkja varnarkerfi Bandaríkjanna. Með því köll- uðu íslenzk stjórnarvöld yfir þjóð sína niðurlægingu og hættu ef til styrjaldar drægi. Árið 1949 láta þau íslenzku þjóðina ganga f hemaðarbanda- lag, án bess að spyrja hana að því, í staðinn fyrir að fordæma allt hernaðarbrask er rnann- kynið var nýskriðið úr einhverj- um þeim ægilégustu hörmung- um sem yfir það hefur dunið. Herneðarbandaílag sem hafði m.a. þann tilgang að ala á hatri og tortryggni þjóða í milHi. Það var öll friðarást íslenzkra stjórnarvalda. Hemámssamn- ingana hafg þau svo sífellt ver- ið að útvíkka eins og vitað er, m.a. með því að afhenda Hval- fjörð. Um stuðning þeirra við frelsi og lýðræði má glöggt sjá í af- stöðu þeirra til valdaráns fas- ista í Gfikklandi, þar sem þau neituðu að hafa samvinnu við hin Norðurlöndin um fordæm- ingu á því svívirðilega athæfi. Það má einnig sjá afstöðu þeima til baráttu kúgaðra bióða fyrir freösi sínu í augljósum stuðningi þeirra við yfirgang^ Bandarfkjanna í Vietnam. En þetta má allt ef til vill skrá síðar meir sem miðalda- tfmabil í sögu hins sjálfstæða Islands. Hitt er öllu alvarlegra að íslenzk stjórnarvöld virðast stefna að því beint eða óbeint, vifandi eða óafvitandi, að út- rýma sjálfstæðrl menningu og tungu þjóðarinnar. Tekst þeim það, er spurning sem brennandi er á vömm þeimar kynslóðar sem á eftir að taka við Jand- inu, þvf að þar koma syndir feðranna niður á börnunum. Það tilræði sem var og er gert við íslenzka menningu með því að leyfa erlendum aðilum eftirlitslaust að reka hér sjón- varpsstöð sem nær til meiri- bluta landsmanna bendir ótví- rætt í þá átt. Það er sjálfsagður hlutur fyrir ísleridinga að kynn- ast og tileinka sér eitthvað úr menningu annarra þjóða, og reyndar óhjákvæmilegt eftir að einangran þjóðarinnar hefur verið rofin. En þá verðum við lfka að geta valið og hafnað, greint hismið frá kjarnanum. Og með fuillri virðingu fyrir engilsaxneskri menningu, leyfi ég mér að halda því fram að í henni sé líka til sori. En þau sannindi virðast hafa verið lok- uð bók fyrir íslenzkum stjórn- arvöldum. Nú er það augljós staðreynd að fréttaflutningur hefur mjög mikil áhrif á skoðanamymdun manna eins óg eðlilégt er. Það hafa einnig kvikmyndir sem teljast hafa áróðurslegt gildi. Þess vegna hafa þau fjölmiðll- unartæki sem fram hafa komið á síðustu áratugum valdið gjör- byltingu á þessum sviðum og stórbætt aðstöðu þéirra aðila sem yfir þeim ráða til þess að hafa aukin áhrif á skoðana- myndun almennings. Það var því eigi lítil áróð- ursaðstaða sem Bandaríkja- mönnum var fengin í hendur með leyfi til reksturs sjónvarps- stöðvarinnar á Keflavíkurflug- velll. En svo augljós voru þau og niðurlægjandi fyrir sjállfstætt ríki að stjómarvöldin neyddust, eftir öflugar kröftrr ágætustu manna, að biðja hernámsstjór- ann að takmarka sendingar stöðvarinnar við herstöðina eina. Reisnin yfir þeirri beiðni er öllum í fersku minni og i fullu samræmi við annað, er viðkemur samskiptum þeima við bandaríska hemámsliðið. • En hvemig er þá fréttaflutn- ingi háttað í þeim fjölmiðlun- artækjum sem fslendingar ráða sjálfir yfir? 1 samræmi við annað. Préttir frá áróðursvél bandarískra stjómarvalda era fluttar svo hráar að mann klígjar við. IV. En við hverju er að búast þegar siðgæðisþroski fjölda margra ábyrgra aðila í þjóðfé- laginu er ekki á hærra stigi en þau dæmi er ég nefndi hér í upphafi gefa til kynna? Þessir aðilar, hvort sem beir sitja í ríkisstjórn, útvarpsráði eða á ritstjómarskrifstofum Morgun- blaðsins og Alþýðublaðsins eiga það sammerkt að þeir gera mannúðina pólitíska; það sem er svart í austri verðpr hvítt í vestri. Hugsunarlháttur og siðgæðis- vitund þessara manna á sér vart aðra hliðstæðu en úr miðalda- sögu kaþólsku kirkjunnar, í hugsunarhætti miðaldamanns- ins og afstöðu hans til páfa- dóms og helvítis, sælu á himn- um og píslum í helvíti. Sá undirlægjuháttur og gagn- rýnislausa lotning sem þeirhafa sýnt og sýna Bandaríkjunum verður vart á annan veg skýrð. En ef til vill er það vegna þess, hversu hundslegt þeírra eðli er, að þeim tekst ekki að koma auga á að sá er bezti vinur manns, sem bendir manni á þegar maður gerir eitthvað rangt eða heimskulegt. Kristján E. Guðmundsson stud. phil. Hvað er að gerast? Framhald af 5. síðu. á, að með því að stuðla að bættum kjömm sjómannastétt- arinnar, væri verið að leysa frumvandamál útgerða og fiskvinnslustöðva, og þar með þjóðarbúsins í heild. Þvf sá al- varlegi vandi verður ekki leyst- ur eingöngu á þann hátt, að veita uppbótum og styrkjum til þessara atvinnuvega. Þessir höfuð atvinnuvegir þjóðarinnar, sem skapa 90% af öllum útflutningstekjunum, krefjast þess, að hvaða stjóm, sem í landinu er hverju sinni, skilji til fulls hvaða þýðingu það hefur fyrir allan annan rekstur að undirstaðan sé á traustum gmnni. Það er ekki úr vegi að minna á, að af hverjum 6 krónum, sem skapast í útflutningsverð- mætum, renna tvær beint í rík- iskassann f útflutnings- og inn- flutningstollum. — Það hefur margur spilað í rýrara happ- drætti. A undanfömum árum hefur verið talsverð eftirspum eftir íslenzkum sjómönnum utan- lands frá. Og sú eftirspum hefur nú aukizt allverulega. Því hefur ekki verið haldið mikið á lofti, vegna þess að sjómenn hafa ekki sinnt því fram að þessum tíma. En nú era menn famir ftð ræða þessi tilboð sín á milli. Ekki einn og einn, heldur í hópum. Eí þetta hefur farið fram- hjá hæstv. alþ.m. bið ég þá að hafa í huga, að það kunna fleiri en læknar og verkfrasð- ingar að vera eftirsóttir er- lendts, það þarf sérþekkingu til fleiri starfa. Hér er nauðsynlegt að spoma við í tíma. Ég fullyrði, að rikisstjóm, sem leyfir sér að álíta, að al- mennt atvinnuleysi í landi komi til með að bjarga sjávar- útveginum til frambúðar, hafi ekki neinn siðferðilegan rétt til að stjórna málum þjóðarinn- ar framvegis. Allt til RAFLAGNA ■ Rafmagnsvörur. ■ Heimilistæki. B Útvarps- og sjón- varpstæki. Rafmagnsvöru- v búðin s.f. Suðuriandsbraut 12. Símj 81670. NÆG BÍLASTÆÐl. OSKATÆKI Fjölskyldunnar Sambyggt útvarp-sjónvarp VAUXHALL BEDFORD UMBOÐIÐ ÁRMÚLA 3 SÍMI 38900 RAFLAGNIR ■ Nýlagnir. ■ Viðgerðir. ■ Sími 41871. ÞORVALDUR HAFBERG rafvirkjameistari. Sængurfatnaður HVÍTUR OG MISLITUR ÆÐARDUNSSÆNGUR GÆS ADÚNSSÆN GUR DR ALONSÆNGUR — * - SÆNGURVÉR * LÖK KODDAVER biiðÍH' Skólavörðustíg 21. {gitíineiiíal Hjólbarðaviðgerðir OPIÐ ALLA DAGA (LÍKÁ SUNNUDAGA) FRÁ KL :8 TiL 22 CÚMMÍViNMUSTOFAN HF. Skipholti 35, Reykjavik SKRIFSTOFAN: stmi3068ð VERKSTÆÐIÐ: sfmi310 55 Sigurjón Björnsson sálfræðingur Viðtöl samkvæmt umtali. Símatími virka caga kl. 9—10 f.h. Dragavegi 7 — Simi 81964 — GRAND FESTIVAL 23” eða 25” KRISTALTÆR MYND OG HLJÓMUR • Me3 innbyggöri skúffu fyrir plötuspilara • Plötugeymsla • Ákaflega vandaS verk, — byggt meS ianga notkun fyrir augum. • Stórt útvarpstæki me3 5 bylgjum, þar á meðal FM og bátabylgju. • Allir stiliar fyrir útvarp og sjónvarp f læstri veltihurð • ATHUGIÐ, me3 einu handtaki má kippa verkinu innan úr tækinu og senda á viðkomandi verkstæði — ekkert hnjask með kassann, lengri og betri ending. ÁRS ÁBYRGÐ Fást víSa um iand. Aðalumboð: EINAR FARESTVEIT & CO Vesturgötu 2. I O SMURT BRAUÐ □ SNITTUR □ BRAUÐTERTUR BRAUÐHUSIÐ ^tNACK BAR_- SIGURÐUR BALDURSSON hæstaréttarlögmaður LAUGAVEGl 18. 3. hæð. Símar 21520 og 21620. S Æ N G U R Endumýjum gömlu sæng- umar, eigum dún- og fið- urheld ver og gæsadúns- sængur og kodda af ýms- um stærðum. Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstig 3. Siml 18740. (örfá skref £rá Laugavegi) Laugavegi 126 Sími 24631. <§nfinental Önnumst allar víðgerðir á dráttarvélahjólbörðum Sendum um alit land Gúmmívinnusfofati h.f. Skipholti 35 — Reykjavík Sfmi 31055 Laugavegi 38 Skólavörðustíg 13 H' ÚTSALAN ER HAFIN H ALDREI MEIRA VÖRUVAL * ALDREI MEIRI AFSLÁTTUR ÖNNUMST ALLO HJÖLBORDOÞJÓHUSIU, FLJÚTT OG VEL, MEO NÝTÍZKU TJEKJUM NÆG BÍLASTÆÐI OPIÐ ALLA DAGA FRÁ kl. 7.30-24.00 HJðLBARÐAVIÐGERÐ KÓPflVOGS Kársnesbraut 1 - Sími 40093

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.