Þjóðviljinn - 02.02.1968, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.02.1968, Blaðsíða 8
3 SfÐA — I>i3iCteVlin*íIMN — Fasfwdagttr S. fótalSar 1068. um Raroons. Við getum saruiað þaS. — Að hann hafí verið elskhugi hennar, hvæsti Ellery, — eða að hann hafí ekki verið það? — Að hann var það ekki. Nafn- ið á síðustu teikningu Sheilu Grey sannar það ótvirsett. Þegar Ramon sagðist aldrei hafa átt vingott við Sheilu, látum við gera rannsóknarstofu-áthugun á teikn- ingunni sem „Lafði Norma“ stóð skrifað á. Ég veit ekki hvaða að- ferðir voru notaðar á rannsókn- arstofunni — amóníumsúlfíd eða útfjólubláir geislar — en hvort heldur sem var, þá var árangur- inn jákvæður. Og'það sem þeir fundu, getur staðizt fyrir hvaða rétti sem er. — Undir orðunum „Lafði Norma“ á teikningunni, fundu þeir annað nafn. Ellery hafði orðið fyrir mörg- um áföllum um dagana, en hann efaðist þó um, að sér hefði nokkurn tíma orðið eins mikið um og þegar faðir hans kom með yfirlýsingu sína þennan grá- myglulega janúardag. Ef til vill höfðu hinar löngu vikur á sjúkra. húsinu sljóvgað hugarstarfsemi hans og þegar hann áttaði sig varð áfallið þeim mun skelfi- legra. Honum fannst sem hann hefði fengið rothögg. Hann skyggði með hendi fyrir augu og hugmyndirnar þutu um heila hans með ofsahraða. Hvert svo sem nafnið var, ,þá var það bersýnilega ekki Norma; því hafði nafn Ramons ekki lagt <gnlineníal Önnumst allar viðgerðir á dráttarvólahjólbörðum Sendum um allt land Gúmmívinnusiofan h.f. Skipholti 35 — Reykjavík Sfmi 31055 Smurt brauð Snittur brauð boer VIÐ ÓÐINSXORG Sími 20-4-90. Hárgreiðslan Hárgreiöslu- og snyrtistola Steinu og Dódó Laugav 18. Hl. hæð (lyfta) Sími Æ4-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistota Garðsenda 21. SIMI 33-968 ELLERY QUEEN: fjórða hliðin á á ganda roannmum og hristí hann til eins og tuskubrúðu. Ellery reikaði í áttina til þeirra, en fætumir sviku haxm; hann datt. Það var að lokum faðir Danes sem beitti kröftum sínum og dró hann burt frá lögreglu- fulltrúanum. Gamli maðurinn hallaði sér aftur á bak, tók andköf og hélt um hálsinn. Og nú var eins og straumrof hefði orðið og Dane lyppaðist niður. Hann tók báðum höndum um andlitið og fór að gráta. — Ég þoli þetta ekki lengur, ég er þreyttur. Ég gat ekki látið hana í friði. Júdý! Fyrirgefðu, Júdý, Júdý .... Nú veiztu hvað er athugavert við mig. Þetta var að gera mig vitstola, þetta sem ég hafði gert Sheilu. Það var nógu þríhyrningnum henni til bókstafina; það var því engin ástæða til að ætla að Ra- mon hefði verið forgöngumaður Danes um ástir Sheilu; bílstjór- inn ságði því satt; ke'nningin um fjárkúgara og morðingja í einni og sömu persónu féll um sjálfa sig og Ramon var hvítþveginn, af blóði að minnsta kosti. Morðingi Sheilu Grey var allt annar. Honum hafði skjátlazt gersam- lega. Gersamlega. Þurrleg rödd Queens fulltrúa rauf hugsanir hans. — Sjáið þið til, einhver hafði notað blekeyði — flaska af honum stóð á borði Sheilu — á upphaflega nafið á teikninguhni, handprentaði síðan „Lafði Norma“ ofaná. Takið eftir að ég segi „handprentaði"; vegna þess að nafnjð undir „Lafði Norma“ var handskrifað. Og það var vandalaust að þekkja skrift Sheilu Grey. — Ég sá enga útviskun, taut- aði Ellery. — Blekeyðir. Ég ætti að fara aftur í smábarnaskóla. Pabbi, hvaða nafn stóð þarna með skrift Sheilu? Fulltrúinn þreifði niður í tösku og tók upp ljósmynd af neðsta hlutanum af síðustu teikn- ingu Sheilu Grey. Hann rétti Ell- ery hana, og hin flykktust að honum og tróðust dálítið. — Þarna kemur það, sagði Ell- ery og kyngdi. Tvö orð með kunnuglegri skrift Sheilu Grey komu skýrt fram undir# orðunum „Lafði Norma“, eins og drauganafn. Lafði Edna. — Lafði Edna, sagði Ellery með erfiðismunum og þau hin störðu agndofa. — Edna — sömu stafir og í Dane. — Hún ætlaði sem sé að nefna sýninguna í höfuðið á yður, sagði Queen fulltrúi við Dane og Ellery þagði, lamaður og niðurdreginn. — Hún hlýtur að hafa gert þetta áður en upp úr sauð ykkar í milli. Og teikningin lá á skrifborði hennar þetta kvöld. Og fyrst Ramon kemur ekki til greina, hver er þá eini maðurinn sem við vitum að var nærstaddur og hafði fulla ástæðu til að má út Ednu- nafnið á teikningunni og skrifa „Norma“ í staðinn til að varpa grun á Ramon — hafið þér nokk- uð um það að segja, Dane? Dane svaraði ekki. Andlit hans var að breytast á hinn skelfileg- asta hátt. Það var eins og allir andlitsdrættir hans losnuðu úr reipunum samtímis. Óhugnanleg glóð brann í augum hans. Hann gerði ýmist að kreppa hnefana eða teygja úr fingrunum. Og hann gaf frá sér lág, ’óskilijanleg hljóð. Síðían rak hann upp æðislegt öskur og flaug á Queen fulltrúa. Árásin var svo snögg að full- trúinn átti sér einskis ills von. Áður en hann kom vörnum við, hafði Dane gripið um kverkarnar slæmt í fyrra skipti, þegar minnstu munaði að ég kyrkti hana. En þegar ég trylltist aftur, eins og þetta hræðilega kvöld .. . ég kom til baka, ég réð ekki við mig. Ég sagði ykkur að ég hefði komið til baka eftir að hafa geng. ið og gengið um fyrir utan. En það sem ég sagði ykkur ekki var það, að á leið minni inn í. húsið aftur, sá ég Ramon laumast inn — hann var sýnilega að laumast. Ramon — að læðupokast upp í íbúðina til Sheilu, gegnum vöru- lyftuna ....' bá rifjaðist það upp fyrir mer, þessi undarlegu símtöl, loðin svör hennar þegar ég hafði verið viðstaddur. Ef þessi símtöl hefðu nú ekki verið frá föður mínum, eins og ég hafði haldið? Ef .... ef hún héldi nú líka við Ramon? Við bílstjóra föður míns, hamingjan hjálpi mér. Ég fór upp á eftir honum, hann sá mig ekki vegna þess að ég fór upp aðalinn- ganginn. Ég fór svo hljóðlega að þau heyrðu ekki til mín. Ramon var að tala inni í vinnustofunni og það heyrðist uml í Sheilu við og við — ég heyrði ekki orðaskil — en mér fannst raddhreimur hans «vo kumpánlegur og hann hló einu sinni eða tvisvar .... á þann hátt .... ég var sannfærður um að þau væru elskendur. Hvaða annað erindi gat hann átt til hennar? Mér datt aldrei í hug að hann væri að kúga fé út úr henni. Ég hugsaði um það eitt hvað þetta væri svívirðilega and- styggilegt af henni .... Hann var ekki lengi inni, en ég heyrði hann segja að hann kæmi aftur og ég taldi víst að hann ætlaði að koma og gista hjá henni og ég var svo tryOtur atf afbrýðisemi og auð- mýkingu að ég skalf frá hvirfli til ilja. Og svo náði ofsinn tökum á mér. Og mér tókst að stöðva skjálftann — mér stóð alveg á sama um Ramon, hann skipti engu máli, hann var bara ómerk- ingur, en það var Sheila, Sheila .... Og svo tók ég byssuna úr skúffunni og ég var ekki lengur skjálfhentur, og ég gekk að vinnustofudyrunum og hún sat vig skrifborðið og var að tala í símann og ég miðaði beint á þetta svikula, kalda hjarta, og hún féll fram yfir sig og síminn datt úr hendi hennar og ég tók tólið og lagði það á aftur .... Og það var eitt enn. Ég vissi hvernig hún gaf tízkusýningum sínum nöfn, vegna þess að hún hafði sagt mér það, hún hafði sýAt mér nýju' teikn- inguna sem hún hafði lokið við og nafnið mitt bundið í bókstöf- unum „Edna“. Ég var undarlega kaldur og rólegur og vissi að nafnið mátti ekki finnast, því að ef til vill dytti einhverjum í hug að „Edna“ væri vísbending um að ég væri núverandi elskhugi hennar, eða fyrrverandi, og þess vegna leitaði ég í teikningunum á vinnuborði hennar og fann fullgerða teikninguna með nafn- inu „Edna“. Ég þorði ekki að eyðileggja hana, vegna þess að ef til vill var hún komin á skrá, svo að ég notaði blekeyðinn, svo að nafnið hvarf. Svo datt mér nokk- uð í hug. Það gæti vel verið að grunur félli á mig. Ef ég setti annað nafn á teikninguna, notaði stafi sem leitt gætu lögregluna á villigötur. Ég gæti alltaf bent lög- reglunni á hvað nafnið táknaði, ef hún sæi það ekki af sjálfsdáð- um .... Ég sá í skyndi að auð- velt var að gera nafn úr stöfum Ramons. Ég efaðist ekki um að hann væri elskhugi hennar, ekki andartak — og, já, Ramon hafði verið í íbúðinni nokkrum mínút- um áður og ég var honum ofsa- reiður .... Ég gerði hann tor- tryggilegan með því að hand- prenta orðin „Lafði Norma" yfir það sem ég hafði máð út — ég hafði engan tíma til að reyna að stæla rithönd Sheilu. Þetta jók ekki nema fáeinar mínútur .... Pabbi, mamma, Júdý, mig tekur þetta svo sárt, svo sárt, það er einhver þver- brestur í mér andlega, hefur allt- af verið frá því að ég var barn. Og svo gekk allt úrskeiðis. Fyrst varst þú ákærður, pabbi, Það hafði mér aldrei dottið í hug. Síð- an þú, mamma — það var hræði- legt. Já, þið verðið að trúa því að ég hefði aldrei látið koma til þess að þið yrðuð dæmd fyrir þetta. Ef allt annað hefði brugð- izt, ef Queen hefði ekki fundið einhver úrræði, ef barþjónninn hefði ekki fundizt eða þetta hefði ekki komið á daginn með sjón- varpsdagskrána, þá hefði ég gefið mig fram og játað. Það hefði ég gert. Þið verðið að trúa mér. Ég hefði játað .... Sheila, Sheila! ENDIR. SKOTTA • ÚTILOKAR SLÆMAN ÞEF • HINDRAR AD MATUR ÞORNI • VINNU- 0G SKÓLANESTI ALLTAF SEM NÝTT ROBINSON^ OMIVGE SQtJASH má blanda 7 sinnnm með vatnl Ég hefði átt að búast við þessu! Pabbi bauðst nefnilega tii að hjálpa mér með heimaverkefnin. ÚTSALA - ÚTSALA Stórfelld verðlækkun á öllum vörum verzlunar- innar. — Notið þetta einstaka tækifæri og gerið góð kaup. ALLT Á AÐ SELJAST! VERZLUN GUÐNYJAR Grettisgötu 45. BÍLLINN Gerið við bíla ykkar sjólf !Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BlLAÞJÖNDSTAN Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145. Látið stilla bílinn Önnumst hjóla-. Ijósa- og mótorstillíngu Skiptum um kerti. platínur, ljósasamlokur. — Örugg þjónusta. BtLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32. sími 13100 Hemlaviðgerðír • Rennun; breansuskálar. • Slípum bremsudælur. • Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 - Simi 30135. $

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.