Þjóðviljinn - 02.02.1968, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.02.1968, Blaðsíða 10
Cw|í kinni A Cl Framhaldsþing Alþýöusambands Islands, scm hófst hér í Rcykjavík sl. mánudag lauk störfum'á átt- s I un(ja tímanum í gærkvöld og var frestað afgrciðslu á aðalmáli þingsins, skipulagsmálum Alþýðu- sambandsins^ til næsta rcglulegs Alþýðusambandsþings sem haldið verður í haust. Miklar umræður fóru fram á þinginu, bæði um skipulagsmálin svo og um atvinnu- og kjaramál og sést hér á myndinni yfir hluta af þingsalnum þar sem fulltrúar sitja að störfum. Frumvarp 3ja Alþýðubandalagsmanna til umræðu í neðri deild SmíðuÍ verðí 50 fiskiskip í innlend- um skmasmíðastöðv » 1968-1971 □ í neðri deild A'lþingis í gær fóru fram umræður um frumvarp þriggja Alþýðubandaítagsmanna, þeirra Lúðvíks Jósepssonar, Geirs Gunnarssonar og Jónasar Ámasonar. um smíði fiskiskipa innanlands. □ Aðalefni frumvarpsins er það að lagt er til að at- ^vinnumálaráðuneyti verði falið að hafa forgöngu um að smíðuð verði 50 fiskiskip í innlendum skipasmíðastöðvum á næstu fjórum árum. Hörí keppni á Skák- þingi Hwíkur 1968 I gærkvöld var tefld 7. um- ferð í meístaraflokki á Skák- þingi Reykjavíkur 1968. Höfðu úrslit ckki borizt er blaðið fór í prentun. Að 6 umferðum loknum voru þeir efstir í A-riðli meistara- flokks Gunnar Gunnarsson og Guðmundur Sigurjónsson með 5.5 vinning hvor, i 3ja sæti var Björgvin Víglundsson með 3.5 vinning og biðskák og fjórði Jón Pálsson með 2.5 vinning úr 5 skákum. I B-riðli var Björn Þorsteins- son efstur með 5.5 vinninga, Bragi Kristjánsson næstur með 4 vinninga og Leifur Jósteinsson þriðji með 3.5 vinninga. Gylfi Magnússon var með 3 vinninga og Jón Kristinsson með 2.5 vinn- ing^, báðir úr 5 skákum, og bið- skák sfn á milli. Bjarni Magn- ússon hafði 3 vinninga úr 5 skákum. I I. flokki er Svavar Svavars- son efstur með 5.5 vinninga úr 6 skákum en' í 2.-3, sæti eru Stefán Guðmundsson og Harald- ur Sveinbjörnsson með 4 vinn- inga. I XI. flokki A er Ragnar Þ. Ragnarsson efstur með 6 vinn- inga úr 6 skákum, Garðar Guð- mundsson annar með 5.5 vinn- inga og Hafsteinn Blandon þriðji með 5 vinninga úr 7 skákum. 1 II. flokki B eru Kristinn Helgason og Auðunn Snæbjörns- son efstir með 6, vinninga úr 7 skákum og Ingi . Ingimundarson þriðji með 5 vinningá úr 7 skák- um. I unglingaflokki hafa Sigurður Sverrisson og Magnús Guð- mundsson forustu með 4.5 vinn- inga úr 6 iskákum en í 3.-4. sæti eru ögmundur Kristinsson og Kristján Guðmundsson með 4 vinninga, einnig úr 6 skákum. íbúar He/h'ssands óúnægðir með ruðning sn/óa af vegum Hellissandi 1/2 — Ibúum Hcll- issands finnst það dálítið skrít- ið að vegagerð rikisins skuli láta standa á því dag og nótt að moka Fróðárheiði á sama tíma og fært er fyrir Jökul flestum bílum og ekkert er hugsað um það að halda ópinni leiðinni fyr- ir mjólkurflutningabíla frá Grundarfirði til Hellissands. Undanfarið hefur snjó verið rutt af veginum yfir Fróðár- heiði og bílar aðstoðaðir á þeirri leið tvisvar í viku, á þriðju- dögum og föstudögum, og er það vegagerðin sem stendur straum af þeim kostnaði sem í það er lagður. Vegagerðin hefur hins vegar ekki viljað leggja fram fé til þess að halda opnum veg- um á norðanverðu SnæfelLsnesi nema með því skilyrði, að við- komandi sveitarfélög legðu fram helming á móti. Tíðar rafbilanir Frá því í haust hefur raflín- an frá virkjuninni við Ólafsvík til Hellissands bilað 24 sinnum. Er það almenn krafa hér á Sandi, að lagður verði jarð- strengur, a.m.k. á versta kafl- anum á þessari leið þar sem línan er alltaf að slitna. Vertíð er nú að byrja hér á Hellissandi en lítið hefur ver- ið róið til þessa vegna slæmra gæfta, hins vegar hefur aflazt sæmilega, þegar á sjó hefur gefið. Þeir bátar sem stunda línuveiðar verðá helzt að fara út fyrir landhelgi til þess að fá frið fyrir trollbátunum, sem eru hér alveg upm í landstein- um í góðu næði fyrir landhelg- isgæzlunni. — skal. Lúðvík Jósepsson Nýlega beindu samtök járn- iðnaðarmanna þeim tilmælum til Alþingis að lögfest yrði. áætl- un um byggingu 50 fiskiskipa í innlendum skipasmíðastöðvum á næstu 4 árum. Sagði fyrsti flutn- ingsmaður frumvarpsins, Lúðvík Jósepsson, að með þessu frum- varpi yildu Alþýðubandalags- menn taka undir þessi tilmæli þar sem talið væri að hér væri hreyft miklu nauðsynjamáli. í ræðu Lúðvíks kom m.a. fram eftirfarandi: Gert er ráð fyrir því að ráðherra geti skipað sér- staka 5 manna nefnd sem hafi á hendi allan undirbúning að þessum framkvæmdum og sem geti ákveðið um gerð' og útbún- að og stærð þeirra skipa-sem smíðuð yrðu. Lagt er til að þessi nefnd verði skipuð með þeim Föstudagur 2. febrúar 1968 33. árgangur 27. tölublað. Nefndarálit í neðri deild Alþingis: Fe’St verði frumv. um frestun H-dags hætti að skipaskoðunarstjóri verði formaður hennar en tveir nefndarmanna verði skipaðir samkvæmt tilnefningu " Lands- sambands íslenzkra útvegsmanna og einn samkvæmt tilnefningu Alþýðusambands íslands og einn samkvæmi tilnefningu Sjó- mannasambands íslands. í frumvarpinu er lagt til að gerðir þessara skipa verði þó ekki af fleiri tegundum en þrem- ur, þannig að hægt sé að koma fyrir nokkurri seríusmíði eða nokkur skip verði örugglega al- veg af sömu gerð og þannig hægt að koma við nokkuð hag- kvæmari vinnubrögðum við smíðina. Þá er lagt til að allir tollar af efni og áhöldum til skipanna verði felldir niður eða endurgreiddir en líklegra er að sá háttur vérði hafður á að endurgreiða tollana eftir sér- stakri aðferð eins og í rauninni hefur verið gert undanfarandi af þeirri nýsmíði sem fram hef- ur farið i landinu. Framhald á 7. síðu. í gær var lagt fram í neðri deild Alþingis nefndarálit frá meiri hluta allsherjamefndar um frumvarp til breytingar á lögum um hægri handar umferð. í nefndarálitinu er lagt til að frumvarpið um að fresta breyt- ingunni yfir í hægrj handar um- ferð um eitt ár, verði fellt. í nefndarálitinu segir m.a. þetta: „Það er álit okkar, að þegar Alþingi hefur samþykkt lög um hægri handar umferð og undirbúningi að framkvæmd þessara laga er jafnlangt kom- ið og raun ber vitni, þá eigi þjóðin að leggja sig alla fram um að framkvæmd þessa mik- ilvæga máls megi takast sem bezt, hvað sem líður skoðunum manna um, hvort i þessa breyt- ingu hefði átt að ráðast eða ekki. Ragnar Arnalds Tekur sæti á Alþmgi Ragnar Arnalds, varaþingmaður ALþýðubandalagsins tók í fyrra- dag sæti á Alþingi í stað Eðvarðs Sigurðssonar. I gær tók Þorsteinn Gíslason, skipstjóri sæti á Alþingi fyrir Birgi Kjaran. Það er staðreynd, að þegar hefur verið varið miklu fé og vinnu til undirbúnings að um- ferðarbreytingunni, sem væri á glæ kastað, ef frá hennj væri horfið. Það kom flestum á óvart, þeg- ar fimm alþingismenn lögðu fram á síðustu dögum þingsins fyrir jól frumvarp um að fresta framkvæmd laganna um hægri handar umferð um eitt ár og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, og ef sú atkvæða- greiðsla færi á þann veg, að meirihlutinn hafnaði hægri handar umferð, skyldi frá henni horfið.“ ,,Nú, þegar lolfastig að undir- búningi þessara framkvæmda er að nálgast, er fráleitt að hverfa frá fyrri ákvörðunum. Þess vegna leggjum við til, að frumvarpið verðj fellt“. Leitinni að togaranum Kœtt Leitinni að brezka togaranum Kingston Peridot er nú hætt af hálfu Slysavarnafélagsins, að því er Henrý Hálfdánarson sagði blaðinu í gærkvöld. — Ekkert fannst við leitina í gær, en þá flugu tvær flugvélar frá Kefla- víkurflugvelli og vél Tryggva Helgasonar frá Akureyri yfir svæðið norður af Axarfirði, auk þess sem skip á þessum slóðum svipuðust um eftir braki og leit- að var með froskmönnum í kringum Lágey. Átta bátar frá Húsavik leituðu í gær austur af Rauðunúpum, fóru í Flatey og Lundey, en fundu ekkert rek úr togaranum, hins vegar mik- ið af fugli, sködduðum og dauð- um af oliu, einkum í Flatey. f fyrrakvöld taldi annar brezk- ur togari sig heyra veikan neyð- arsón norðan úr höfum, en slík- ur sónn er oft sendur á und- an neyðarköllum til að vekja frekari athygli. Ekkert neyðar- kall fylgdi þó sóninum og eng- in önnur skip á þessum slóðum heyrðu hann. Var sett á skarpari hlustun, en ekkert heyrðist. f gærkvöld náði bóndinn á Nípá í Köldukinn lifandi, renn- blautum hundi, sem virtist koma frá fjörunni. Var hann talinn af útlendu kyni og gizkað á að þetta væri skipshundur. Þingsályktunartillaga frá Geir Gunnarssyni: Gerðar séu ráðstafanir til að tryggja útgerð bátanna □ Geir Gunnarsson hefur lagt fram í neðri deild svo- hljóðandi þingsályktunai'tillögu um rekstur fiskibáta: n Neðri deild Alþingis ályktar að fela ríkisstjórninni að láta framkvæma nú þegar sérstaka athu^un á því, hversu margir fiskibátar í landinu munu ekki verða gerð- ir út á vetrarvertíðinni vegna fjárhagsörðugleika viðkom- andi fyrirtækja og hversu mikils fjár er þörf, til þess að unnt sé að hefja útgerð þeirra. □ Að loknum þessum athugunum beiti ríkisstjómin sér fyrir útvegun nauðsynlegs lánsf jár og geri aðrar tiltæk- ar ráðstafanir til þess að tryggja, að allir þeir rekstrar- hæfir bátar { landinu, sem henta til veiða á vetrarvertíð, verði gerðir út. f greinargerð fyrir tillögunni segir flutningsmaður: Við upphaf vetrarvertíðar eru tvær staðreyndir efstar í hugum manna. Annars vegar, að geig- vænlegt atvinnuleysi hefyr hafið innreið sína ó íslandi eftir langt hlé, og hins vegar, að skortur á hráefni til vinnslu veldur óhag- kvæmum rekstri langfjestra fiskvinnslufyrirtækja í landinu og stórfelldum fjárhagsörðug- leikum. Þessar staðreyndir að því við- bættu, að gjaldeyristekjur þjóð- arinnar hafa farið minnkandi að undanförnu, valda því, að enn meiri þörf er á því nú en endra- nær, að tryggð sé full notkun hvers einasta framleiðslutækis, sem getur veitt atvinnu, bætt rekstrarafkomu fiskvinnslufyrir- tækjanna og aukið gjaldeyris- tekjurnar. Nú í lok janúar ættu þau skip pem nothæf geta talizt til vetr- arvertíðar, að vera komin í gagnið eða undirbúningi að út- gerð þeirra að vera svo langt komið, að tryggt sé, að þau verði gerð út á vetrarvertíðinni, vegna fjárhagserfiðleika viðkomandi útgerðarfyrirtækja. Vegna þess alvarlega ástands, sem rfkir í atvinnumálum, í relcstri fiskvinnslustöðva og í gjaldeyrismálum þjóðarinnar, er það algerlega óviðunandi, að ekki sé tryggt, að allir rekstrar- hæfir bátar séu gerðir út, og slæm rekstrarafkoma einstakra útgerðarfyrirtækja, sem teljast eigendur bátanna, má ekki verða til þess, að þeir liggi ónotaðir. Það er ekki einkamál við- skiptabanka eða annarra lána- drottna þessara fyrirtækja, hvað um þessa báta verður, hvort þeir veita atvinnu og afla giafldeyris eða þeir liggja i höfn alla ver- tíðina., Hér verður ríkisvaldið að koma til og tryggja, að hags- muna þjóðarheildarinnar sé gætt. Því er lagt til með þings- ályktunartillögu þessari, að rík- isstjórninni verði falið að kanna í hve ríkum mæli er um það að ræða, að einstakir vélbátar verði ekki gerðir út nú á vetr- arvertíð, og að beita sér síðan fyrir útvegun nauðsynlegs láns- fjár og gera aðrar tiltækar ráð- stafanir til þess að tryggja, að allir rekstrarhæfir vélbátar, sem henta til veiða á vetrarvertfð, verði gerðir út. Þörf er á að framkvæma slfka athugun tvisvar til fjórum sinn- um á ári hverju en sérstök á- stæða er til að vekja athygli á slíkum aðgerðum nú. »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.