Þjóðviljinn - 02.02.1968, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.02.1968, Blaðsíða 1
Föstudagur 2. febrúar 1968 33. árgangur — 27. tölublað- Alyktun ASI-þingsins um skipulugsmál „30 þing A.S.Í., haldið 1 janúar 1968, lýsir yfir samþykki sínu við þá grund- vallarstefnu, sem mörkuð er í frum- varpi að lögum fyrir Alþýðusamband íslands á þingskjali nr. 1. Jafnframt á- lyktar þingið að kjósa sjö manna milli- þinganefnd er taki frumvarpið til frek- ari meðferðar og athugunar í bví skyni að lagfæra og samræma einstök ákvæði þess. Frumvarpið svo breytt verði síð- an lagt fyrir oæsta reglulegt Alþýðu- sambandsþing til fullnaðarafgreiðslu. Milliþinganefndin sendi sambandsfé- lögunum frumvarpið eigi síðar en í lok ágústmúnaðar 1968“. Þing Alþýðusambands íslands samþykkti einróma: Alþýðusamtökin knýi fram fuBEar vísi- töiubætur á egar 1. marz nk. Með 22938 atkv. gégn 4089 samþykkti þingið grundvallarstefnu lagafrumvarpsins en frestaði afgreiðslu þess □ Þrítugasta þingi Alþýðusambands íslands lauk í gær. — Sam- þykkti þingið einróma ályktun verkalýðs- og atvinnumálanefnd- ar sem lýkur með áskorun á öll verkalýðsfélög landsins að búa sig undir að tryggja fullar vísitölubætur á kaup 1. marz næstkomandi. Samþykkti þingið að fela miðstjórn að tryggja sem bezt samstöðu verkalýðsfélaganna í þeirri baráttu og skipuleggja sameiginlegar að- gerðir þeirra, ef þessi réttlætiskrafa fæst ekki fram átakalaust. □ Afgreiðslu sambandslaganna var frestað til hausts, en sam- þykkt var við allsherjaratkvæðagreiðslu með 22.938 atkv. gegn 4.089 að lýsa samþykki við þá grundvallarstefnu sem mörkuð er í frumvarpinu sem þingið fjallaði um. Kosin var sjö manna milli- þinganefnd er taki frumvarpið til meðferðar og verði endurskoðað lagafrumvarp sent til verkalýðsfélaganna í ágúst og málið síðan lagt fyrir Alþýðusambandsþing í haust. Verkalýðs- og atvinnumála- nefnd þingsins fékk til meðferð- ar drög Hannibals Valdimars- sonar og hins vegar Guðmund- ar J. Guðmundssonar, Benedikts Davíðssonar og Arnar Schev- ings að ályktun Alþýðusam- bandsþingsins um atvinnu- og kjaramál. Varð nefndin sam- mála um ályktun sem að mestu leyti var byggð á drögum þeirra þremenninganna. — í nefndinni Þorrablót Alþýðubanda- lagsins , Arshátíð og þorrablót Al- þýðubandalagsins í Keykja- vík er að Hótel Borg í kvöld, föstudaginn 2. felbrúar. Húsið opnar kl. 19.00 fyr- ir þá er snæða vilja þorra- mat. — Skemmtiatriði hefj- ast um kL' 21.30. Tíl skemmtunar: Árni Björnsson spjallar um karlinn Þorra og það hyski. Sigurður Jónsson , hljóðfæra- leikari leikur einleik á sitar. Þrir háir tónar (Rím-tríó) syngja þjóðlög og mót- mótmælasöngva. Stuttur upplcstur úr verk- um. Guöbergs Bergsson- ar. Kjartan Ragnarsson flytur. Hljómsveit Hauks Mortens leikur fyrir dansi. Verð aðgöngumiða kr. 350 fyrir matargesti en kr. 150 fyrir aðra gesti. Pöntun og sala aðgöngu- miða á skrifstofu Alþýðu- bandalagsins, Miklubraut 34’, sími 18081. Opið frá kl. 3-6 e.h. Einnig í bókabúð Máls og menningar og við innganginn. Skemmtinefnriin. áttu sæti Guðmundur J. Guð- mundsson, Jón Sigurðss., Bened- ikt Davíðsson, Jóna Guðjóns- dóttir, Tryggvi Helgason, Ragn- ar Guðleifsson, Benedikt Sæ- mundsson, Guðmunda Gunnars- dóttir, Ingimundur Erlendsson, Örn Scheving og Óskar Gari- baldason; skrifuðu þau öll und- ir ályktunina og var þeirri sam- stöðu fagnað af þingfulltrúum. Alyktunin sem sameinazt var um var þannig: 30. þing Alþýðusambands ís- lands, haldið í janúar 1968 ítrek- ar ákveðið fyrri samþykktir þingsins um kjaramál og atvinnu- mál. Reynslan hefur sannað að stefna sú sem mörkuð var í þeim ályktunum er rétt; fram&væmd hennar hefði komið í veg fyrir þá alvarlegu kjaraskerðingu sem verkafólk hefur orðið fyrir að undanförnu og það atvinnuleysi sem nú mótar afkomu þúsunda einstaklinga um land allt. í framhaldi af þessum ályktunum leggur þingið áherzlu á eftir- farandi meginatriði: 1. Það er félagslegur rétt- ur hvers vinnufærs manns að eiga kost á atvinnu við sitt hæfi. Atvinnuleysi er á- stand sem íslendingar mega ekki þola í landi sínu; þar er í senn Cr fundarsal AS.l.-þingsins í Lídó, um að ræða ófrávíkj anleg mann- réttindi og þjóðhagslega nauð- syn því vinnan er undirstaða allrar verðmætasköpunar. Það er frumskylda hverrar ríkis- stjórnar að miða stjórn efna- hagsmála og atvinnumála við það að full atvinna sé í land- inu. Ef stefna ríkisstjómar nær ekki þeim tilgangi verður að breyta stefnunni, láta hverskyns pólitískar og hagfræðilegar kennisetningar víkja fyrir dómi xeynslunnar. Þingið skorar á ÖU verkalýðsfélög landsins að gera baráttuna fyrir fullrí atvinnu að meginatriði í öllum athöfnum sínum á næstunni og heitir á landsmenn alla að taka þátt í þeirri baráttu og tryggja þá stjómarstefnu sem líti á fullt atvinnuöryggi sem ófrávíkjan- legt þjóðfélagsástand. Verka- lýðshreyfingin lítur atvinnuleys- ið svo • alvarlegum augum að öll önnur samskipti hennar við atvinnurekendur og stjóimarvöld hljóta að mótast af því, hvem- ig brugðizt er við kröfum um tafarlausar umbætur á þessu sviði. Þingið ályktar því að fela miðstjóm að skipa . sérstaka nefnd sem vandlega kanni og fylgist með þróun atvinnumál- anna. — Framhald á 7. síðu. Bjartsýni bandarískra ráðamanna fokin út í véður og vind Skæruliður I hurðri sókn í mörgum i \ ' . borgum um gervallt Suður- Vietnam SAIGON, HANOI, WASHINGTON 1/2 — Barizt var af mikilli hörku í Saigon í dag og beittu Bandaríkjamenn og stjórnarherinn stór- skotaliði og flugvélum til að hrekja skæruliða á brott úr sjálfri höfuðborginni. Skæruliðar hafa víða náð borgum á sitt vald að nokkru eða öllu leyti og komið á fót byltingarráðum m.a. í einstaka hverfurrvSaigons. Bandaríkja- menn segja mannfall mikið í liði andstæðinga sinna, en telja þá geta haldið áfram sókninni alllengi. Atburðir síðustu daga hafa ber^ýni- lega feykt burtu þeirri bjartsýni um sigur sem veifað hefur verið með bæði í Washington og Saigon að undanförnu. Bardagar blossuðu upp aftur í Saigon í gærmorgun, og var bar- izt af mikilli hörku víða í borg- inni. Bardagar urðu einna harð- astir skammt frá kínverska borg- anhlutanum Cholon og kviknaði þar í mörgum húsum. Fyrrihluta dags viðurkenndu menn inn- an herforingjastjómarinnar að skæruliðar héldu velli í a.m.k. sjö borgarhverfuon. Þeir hefðu ekki aðeins hertekið hverfi held- ur og sett upp stjóm í þeim. Eitt áf þeim var hverfið um- hverfis An Quang, musteri Búddatrúarmanna, sem hafa ver- ið andvígir stjórninni, og var sagt að skæruliðar hefðu settupp bækistöðvar í musterinu. Síðari fréttir herma að stjórnarher- menn hafj hrakið skæruliða frá An Quang, tekið einn fanga og®* líflátið hann samstundis. Útgöngubann er i Saigon og strangt eftirlit með fréttum og því ekki auðvelt að fá áreiðan- alegar heimildir um rás við- burða. En ljóst þykir að stjórn- arhermenn og Banda’ríkjamenn beiti stórskotaliði og flugvélum gegn íbúðarhverfum þar sem skæruliðar hafast við — segjast að vísu flytja íbúana á brott áð- ur, hvemig sem það er fram- kvæmanlegt. Víða er barizt í ná- vígi um hvert hús, hverja hæð. Stjómarhermenn segjast hafa náð þannig aftur útvarpsstöðinni sem skæruliðar tóku í fyrra- kvöld. Útvarp skæruliða hefur til- Framhald á 3. síðu. 486 Tala skráðra atvinnuleys- ingja í Reykjavík er nú kom- in upp í 486, að því er Ráðn- ingaskrifstofa borgarinnar gaf upp í gærkvöld. Þar af eru 97 konur og 389 karíar, en skipting milli atvinnugreina lá ekki fyrir. 1 gær létu skrá sig hjá skrifstofunni 11 karíar og sjö konur, en tveim þeirra sem áður höfðu verið skráðir, tókst að útvega vinnu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.