Þjóðviljinn - 02.02.1968, Page 2

Þjóðviljinn - 02.02.1968, Page 2
/ 2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 2. febrúar 1968. Karl Guðjónsson: Vátnsveita Vestmannaeyja □ í þingbyrjun í haust fluttu tveir af þingmönn- um Sunnlendinga, þeir Karl Guðjónsson og Björn Fr: Björnsson, tillögu til þingsályktunar um sér- stakan stuðning við Vatnsveitu Vestmanneyja, hið mikla og brýna mannvirki. Tillaga þessi kom til umræðu á fundi sameinaðs þings fyrir helgina og flutti þá Karl Guðjónsson ræðu þá eí hér fer á eftir. Herra forseti. Það verður vart sagt að mál, sem þing- menn leggja hér fyrir, fljúgi f gegnum þingið. Sú tillaga, sem hér er tekin á dagskrá, mun hafa verið lögð fram hinn 6. nóvember s.l. og hefur ekki komið til umræðu fyrr en þetta, og má þá telja, að nœrri láti, að liðinn sé ársfjórðungur frá því, að tillagan kom fram og þar til hún kemur til umræðu hér á þinginu. Ég vildi nú að- ’eins vekja athygli hæstvirts forseta á þessu, að á þeirri öld hagræðingarinnar, sem við lifum á, væri nú kannski vert að skoða það svolítið í ljósi siík'ra staðreynda, hvort við vinnum héma með þeim hætti, sem svarar til þeirrar hagræð- ingar sem við teljum sjálfsagt, að t.d. atvinnuvegir þjóðarinn- ar byggi sig upp eftir. En nóg um það. Ég skal taka það al- veg sérstaklega fram reyndar. þó að ég hafi beint orðum mínum.til forseta, sem nú sit- ur í forsetastóli, er mér það mjög ljóst, að hann á hér enga sök á þeim hægagangi, sem orðið hefur á þessu máli. Svo vill nú til. að ég get sparað mér það að fara mjög ýtarlega orðum um þá tillögu sem hér liggur fyrir, þvi að bæði koma aðalatriði þess fram í greinargerð sem tillög- unni fylgir og einnig hef ég flutt hluta af þessu máli f sambandi við afgreiðslu fjár- laga því að það virðist nú vera nokkuð eihasta leiðin til þess að koma því við, að mál komi hér til athugunar og umræðu að þau geti komizt í samband við einhver þau mál, sem verða að fá afgreiðslu. Tillagan fékk nú ekki byr f því máli, enda mó kannski segja, að hér sé um stærra mál að ræða en svo að við bví sé að búast, að þingmenn séu - reiðubúnir til þess að taka afstöðu til þess í sambandi við fjárlög til eins árs. ' i Lélegir möguleikar til vatnsöflunar Svo er mál vaxið, að Vestmannaeyjabær býr við mjög lélega möguleika til vatnsöflunar. Hann hefur nýtt þá eftir því, sem bezt má verða á undariförnum árum. Hann hefur nú safnað regnvatni á húsþökum í þrær, og það hef- ur verið neyzluvatn bæjarbúa um margra ára bil. Þetta verður stöðugt erfiðari aðferð og kemst stöðugt fjær því að fuillnægja þörfinni, sem tímar líða lengra fram. Auk þess ligg- ur það fyrir, að þessi aðferð fullnægir ekki hreinlætiskröf- um þeim, sem gera verður eða heilsufarslegum kröfum á hin- um síðustu tímum, þar sem með auknu þéttbýli blandast æ meira saman við regnvatnið. sem á húsaþökin fellur, bæði ryk og ýmis konar upprót, sem fylgir lífi í bæjum. en auk -<S> Ósk- hy^gja I 1 Staksteinum Morgun- Waðsins í gær er fjallað um innanflokksmál Alþýðubanda- lagsins eins og löngum fyrr. Segir höfundur Staksteina næsta þykkjuþungur að þkki verði „sagt að mikils áhuga eða hrifningar gæti í röðum þeirra manna sem studdu I- listann í vor. Þeir stofnuðu á sínum tíma „Félag Alþýðu- bandalagsmanna í Roykjavík og nágrenni" en til þess hef- ur lítið heyrzt síðan og er þó formaður þess sá maður úr þessum hópi, sem telur sig einna helzt til forustu fall- inn ... Eina lífsmarkið sem virðist vera með þessúm mönnum eru greinar, sem þeir skrifa stundum í „Verka- manninn" á Akureyri en stjórnmálabaráttan krefst ým- iss annars en iðjusemi við skriftir. Það má slá því nokkurn veginn föstu, að hvorki Hannibal Valdimars,- son, Bjöm Jónsson né hinir minni spámenn í þeirrahópi hafi minnstu hugmynd um hver næsti leikur þeirra í refekákinni við kommúnista eigi að verða. Það eitt er víst að þessir menn munu aldrei stofna nýjan flokk Þeir virðast ekki hafa þá eiginleika til að bera sem þarf til slíks“. Þama ber Morgunbdaðið fram kröfur um „áhuga“ og „hrifningu" og aukið „lífs- mark“ og lætur fylgja ögr- anir um að menn burfi að hafa tií að bera „þá eigin- leika“ sem dugi til þess að kljúfa Alþýðubandálagið og stofna nýjan flokk. Er ástæða til að veita þessum ósk- hyggjuhugleiðingum Morgun- blaðsins sérstaka athygli, vegna þess að höfundur Stak- steina hefur áður sýnt að hann hefur annarleg sam- bönd og áhrif inn í Alþýðu- bandalagið. Eina huggunin Árum. saman hefur banda- riska herveldið beitt allri morðtækni sinni gegn Víet- nömum. Innrásarhermönnum hefur fjölgað með ári hverju og eru þeir nú yfir hálfmilj- ón talsins. Þeir ráða yfir þeim vopnabúnaði sem full- komnastur 'er talinn til tor- tímingar og hafa nú þegar kastað meira magni af sprengjum yfir hina fátæku bændaþjóð en Þjóðvefjar tjrðu að þola í allri síðustu heimsstyrjöld, auk þess sem beitt hefur verið margvísleg- um morðtólum sem aldrei fyrr hafa verið notuð á víg- velli. Samt eru Bandaríkin fjær því að ná takmarki sínu en giokkru sinni fyrr eins og atburðir síðustu daga hafa sannað á eftirminnilegan hátt. Ritstjórar Morgunblaðs- ins koma aðeins auga á eina hugsunarglætu i harmþrungn- um leiðara sínum í gær:hon- um lýkur á þessu andvarpi: „En það er alla vega ástæða til að samfagna því með Bandaríkjamönnum, að þeim hefur þó tekizt að ná sendi- ráðssvæðinu sínu aftur“. — Austrl. Karl Guðjónsson þess er vatn, sem svona er afl- að í stöðugt meiri geislunar- hættu heldur en vatn úr öðr- um vatnsbólum. j Vestmannaeyjabær hefur á undanfömum árum gert ítrek- aðar og kostnaðarsamar til- raunir til þess að afla sér vatns með öðrum hætti, með jarð- borunum, grunnum og djúp- um, og er þes^ skemmst að minnast, að fyrir fáum árum var gerð þar djúpborun nið- ur á 1700 metra dýpi, og hafð- ist ekki árangur sem erfiði. Þessi borhola mun hafa kost- að 6 miljónir króna, sem bæj- arfélagið greiddi af hálfu, en styrkt var að hálfu af ríkinu. Allir nútíma lifnaðarhætt.ir manna kalla á stöðugt meiri vatnsnotkun, en hana er ekki hægt að auka eftir þeirri reglu eða eftir þeirri leið, sem Vest- mannaeyingar hafa orðið að notast við. Það hefur því rekið að þvi á hinum síðustu árum, að þetta byggðarlag hefur orð- ið að hefja mjög kostnaðar- samar framkvæmdir við að afla sér hæfe og góðs neyzluvatns. Og ég ætla, að öllum alþingis- mönnum sé það kunnugt, að nú er einmitt í framkvæmd vatnsveita, þar sem ráðgert er að leggja vatn úr Vestur-Eyja- fjallahreppi niður í Landeyjar- sand og þaðan í gegnum neð- ansjávarpípur út til Vest- mannaeyja. Mikil framkvæmd og kostnaðarsöm Þetta er stórkostlegri vatns- veita heldur en gerð hefur verið áður á íslandi og miklu dýrari heldur en nokkurt byggðarlag hefur þurft að leggja í miðað við sína mögu- leika og miðað við sinn fólks- fjölda. Þessi vatnsveita hefur verið áætluð af efnahagsstofnuninni rösklega 100 milj. kr„ 102—103 milj. kr. var áætlun, sem gerð var á s.l. ári af Efnahagsmála- stofnuninni. Nú mun sýnt að þessi framkvæmd verði a.m.k. 30 miljónum króna dýrari held- ur en þar er reiknað með, enda hafa orðið verðlagsbreyt- ingar í lándinu síðan. Það er alveg auðsæilegt, að eitt tiltölulega lítið byggðar- lag hefur ekki möguleika til þess að standa undir þessum kostnaði, og reyndar eins og nú er komið um lónsfjár- kreppu og annmarka á því, að geta losað fjármagn til fram- kvæmda, blasir ekkert við annað heldur en það verður að hætta við þessa framkvæmd eða skjóta henni á frest um nokkurt skeið, ef ekki fæst betri fyrirgreiðsla. af ríkisins hálfu héldur en enn er séð að verði. Þess má geta, að af þeim 102—103 milj. kr„ sem Efna- hagsstofnunin éætlaði, að væri kostnaður þessarar vatnsveitu, þegar hún gerði um hað áætl- un á s.l. ári, var talið, að um það bil 20miljónirkrónamundi verða fé, sem ríkissjóður tek- ur í tolla af því efni, sem til vatnsveitunnar þarf. Þessi upp- hæð er þá auðvitað nú orðin allmiklu hærri sökum þess að verðlag á þessari vöru, sem til þessa þarf, hefur auðvitað hækkað og það sést ekki enn bóla neitt á þeirri tollalækkun, sem hæstvirt ríkisstjóm hefur látið í veðri vaka, að hún ætl- aði að framkvæma og kallaði reyndar Alþingi saman fyrr eftir jólaleyfi að þessu sinni en vant er til þess að fást við þau mál. En þau hafa semsagt ekki jézt hér enn þá og ekki líkur til þess að tollalækkun- in verði nokkru sinni slfk,' að betta mannvirki þurfi ekki miblu meiri fjárstuðning af opinberri hálfu heldur en ráð- gerður hefur verið Tiíl eru lög, sem almennt gera ráð fyrir því, að ríkið styrkl og styðji vatnsveitu- framkvæmdir. Þar virðist vera gert ráð fyrir því, að rfkið geti tekið bátt i allt að' því að hálfu kostnaði við slík mannvirki. Á fjárlögum þeim, sem nýlega hafa Verið sam- bykkt, er ætlað til slíkra framkvæmda á öllu landinu á þessu yfirstandandi ári 6% miljón kr„ svo að bað geta all- ir séð, að sá stuðningur, sem hugsanlegt væri, að til þessa mannvirkis fengist gegnum þau lög er svo lítill, að það tekur vart að nefna hann f sam- bandi við bá stóru möguleika eða þá fjárfreku framkvæmd, sem er næsta skref í þessari vatnsveitu. Sérstaknr stiiiíSninsrur nautfevnlegrur Það hafa margir menn brot- ið heilann um það með hverj- um hætti væri hugsanlegt að fá meiri stuðning við þetta verk og fá stuðning, sem eitt- hvað verulega munaði um, þannig að þessi vatnsveita gæti notið þeirrar fyrirgreiðslu af ríkisins hálfu, sem hin al- mennu lög um vatnsveitur gera ráð fyrir, að ríkið geti veitt, þ.e.a:s. svo sem eins og helmingsgreiðslur. Kemur þá auðvitað mjög til mála, aðrík- ið gefi eftir tolla af efni til mannvirkisins. Um það hafa ekki verið filuttar tillögur mér vitandi enn sem komið er, enda er það reynsla, að ríkissjóður er yfirleitt mjög tregur til þess að styðja framkvæmdir með þeim hætti og mér finnst það í rauninni mjög skiljanlegt. I þeirri tillögu sem við 4. þingmaður Sunnlendinga höf- um borið hér fram sameigin- lega, gerum við ráð fyrir og viljum láta það koma til at- hugunar og afgreiðslu Alþing- is, hvort ekki sé hugsanlegt að koma við sérstökum stuðn- ingi við þetta mannvirki um- fram það, sem gert er ráð fyrir í hinum alménnu vatnsveitu- lögum með því að viss hundr- aðshiluti af sölu, einkasölu rík- isins á áfengi og tóbaki í Vest- mannaeyjum, megi renna . til þessa verks. Við höfum gert róð fyrir því f tillögunni að 15% af heildarsölu Áfengis- og tóbaksverzlunarinnar í Vejt- mannaeyjum megi renna til verksins. Áfengis- og tóbaks- verzlun ríkisins er í raun réttri aðeins einn af tekjuöfl- unarliðum ríkisins. Það er ekki haegt að líta á þetta ein- göngu sem verzlunarfyrirtæki, heldur hlýtur það að skoðast iafnframt sem tekjuöflunar- eða skattheimtufyrirtæki af Framhald á 7- síðu. Körfuknattleiksmótið: / kvöld leikaPór— KFR, KR—Armann I kvöld klukkan 20.15 held- ur Islandsmótið í körfuknatt- leik áfram í Laugardalshöll- inni með tveim leikjum í 1- deild: KFR — Þór KR — Ármann Sérstök ástæða er til að vekja athygli á fyrri leiknum, en í fyrri leik þessara liða, sem fram fór á Akureyri, sigraði Þór; með 69:59, en spumingin er, hvernig tekst KFR upp á heimavelli? Stigahæstu leikmenn eftir 3 leiki: Þórir Magnússon KFR 78 stig (26 pr. leik) Einar Bollason Þór 65 stig — (22 pr. leik) Birgir Jakóbsson IR 51 stig — (17 pr. leik) Agnar Friðriksson IR 46 stig (15 pr. leik) Anton Bjamason IR 43 stig (14 pr. leik) Marinó Sveinsson KFR 41 stig (14 pr. leik) Guttormur Ólafsson KR 40 stig (13 pr. leik) Hjörtur Hansson KR 40 stig — (13 pr. leik) Það er athyglisvert, að lið- ið, sem skipar efeta sætið í mótinu, Islandsmeistayamir — KR, eiga aðeins 7. mann á list- anum, en liðið, sem er í 4. sæti á efsta mann. Staðan í mótinu: KR 3-3-0-0 6 st. 175:147 20 IR 3-2-0-1 4 st. 192:172 14 Þór 3-1-0-2 2 st. 162:170 21 KFR 3-1-0-2 2 st- 174:197 21 IKF 2-1-0-1 2 st. 78:92 22 Á 2-0-0-2 0 st. 82:86 10 Aftasti liðurinn er fjöldi víta, sem liðið hefur fengið dæmd á sig að meðaltali í leik. HörB og jöfn keppni í ein- liðaieik á badmintonmótinu Síðastliðinn laugardag þann 27. janúar, fór fram einliða- leikmót í badminton á vegúm T.B.R. og var leikið í meistara- og fyrsta flbkki. Keppendur' voru 76 frá T.B.R., K.R., Akra- nesi og Keflavík, og voru þar leiknir skemmtilegir og tví- sýnir leikir. í meistaraflokki kepptu til úrslita Oskar Guð- mundsson, og Jón Árnason og sigraði Óskar Guðmundsson K.R., í mjög tvísýnum þriggja lotu leik. Sigraði Jón i fyrstu lotu 15:9, en Óskar vann ‘aðra 15:8 og þriðju 17:16. 1 fyrsta flokk kepptu til úrslita Páll Ammendrup T-B.R. og Harald Kornilíusson T.B.R., og sigr- aði Páll Ammendrup sem er enn þá í ungíingaflokki, í þriggja lotu leik. I fyrs-tu Iotu sigraði Haraldur 15:3, en Páll vann aðra 15:12 og þriðju 15:4 Kom það greinilega í ljós að um mikla framför er að ræða hjá ungu keppendunum og verður gaman að sjá getu þeirra í næstu mótum. Páll Ammendrup Manchester Utd. slegið ut A miðvikudagskvöld voru leiknir nokkrir leikir úr þriðju umferð ensku bikarkeppninnar, , er endaði með jafnt. sl. laugar- dag. Mesta athygli vakti leikur Tottenham og Manch. Utd. og varð að framlengja honum að venjulegum leiktíma loknum. Tottenham skoraði þá sigur- marlc sitt við gífurleg fagnað- arlæti áhorfenda, en uppselt var á White Hart Lane-leik- vanginn í London- Þessi lið munu leika saman aftur næst- komandi laugardag í deildar- keppninni. Orslit urðu annars: Crystail Palace — Walsall 1-2 Hull — Middlcsbro 2-2 Reading — Manch. City 0-7 Sunderland — Norwich 0-1 Tottenham — Manch. Utd. 1-0 West Bromw. — Colchester 4-0 Dregið hefur verið hvaða lið leika saman f 4. umferð: Aston ViIIa — Rothcrham Birmingham —Leyton Orient Chelsea— Norwlch Coventry — Tranmcre Carlisle — Everton Manch. City — Leicester Sheff. Utd. — Blaekpool Sheff. Wed. — Swindon yValsal! — Liverpool Leeds — Nottingham WBA — Southamton Stoke — West Ham Fulham — Portsmouth Swansea —, Arsenal Middlesbro cða Hull Pristol C. Tottenham — Prcston i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.