Þjóðviljinn - 02.02.1968, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.02.1968, Blaðsíða 6
6 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 2. febrúar 1968. @ntlnental SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, með olckar full- komnu sjálfvirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó ög hálku. Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið CONTINENTAL hjólbarðá, með eða án nágla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GOMMIVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55. Umboðssala Tökum í umboðssölu notaðan kven- og herra’fatnað. Verzlun GUÐNÝJAR, Grettisgötu 45. MarsTraðing Company hf IAUGAVEG 103 — SlMI 17373 Plaslmö ÞAKRENNUR OG NIÐURFALLSPÍPUR RYÐGAR EKKI ÞOLIR SELTU OG SÓT, ÞARF ALDREI AÐ MÁLA Aðalfundur Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Aldan verður haldinn að Bárugötu 11 föstudaginn 9. febrúar klukkan 5. DAGSKRÁ: 1. Lagabreytingar. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Lagabreytingamar verða ræddar á félagsfundi áð- ur en aðalfundurinn hefst. Stjórnin. Berklavöm Reykjavík heldur FÉLACSVIST í danssal Heiðars Ástvaldssonar, Brautarholti 4, laugardaginn 3. febr. kl. 8.30. — Góð verðlaun. • Þorrablót • Þá er þorri genginn í garð, með mjög umhleypingasama tíð og ógæftir. Þeir á Veður- stofunni ráða bókstaflega engu um hvernig veðrið verður hvem dag, jafnvel þó þeir væm allir af vilja gerðir til að stöðva garra þennan og stilla haf og storma. En „Við eigum sumar innra fyrir andann“ sagði skáldið og þess nýtur mannfólkið ef kost- ur er. Nú hefjast þorrablótin, þessi gamli siður hefur verið endurvakinn, nú em það veit- ingahúsin sem sjá lýðnumfyrir þorragleði, að visu í þó nokkuð breyttri mynd frá því sem áður var. Ýms félög, þar á meðal Al- þýðúbandalagið hefja nú á þorranum árshátíðir sínar, margar fara þær fram í líkingu við þorratolótin og samkvæmt auglýsingu á árshátíð Alþýðu- bandalagsins að vera þorrablót. Hvernig blóta menn svo þorra? Kannski eitthvað í lík- ingu við eftirfarandi: Ætlar þú ekki, Kallli káti, að koma á Hótel Borg, taka þátt í þorra-áti og þjóra ölsins korg, hlusta þar á tai og tóna teyga af Mímis-brunn og hefja þennan gamalgróna gleðisöng af munn? Vísast muntu vel þar meta vín og hangið krof, súra púnga og sel að éta, svið og grillað klof. Þar á eftir áttu að valsa er upphefst tóna spil, því að alit í glaum og galsa gleðin vekur til. Þar vcrða þær Lauga, Lína, Lára, Dísa og Björg, aliar þá af æsku skína og ástar hótin mörg bjóðast mun, en vífsins vangi verður rjóður þá, að stíga dans mcð stúlku í fangi er stund sem gleðja má. Þar skal dans í deyfðum ijósum duna fram á nótt. Þáð er yndi af ungum drósum þá ailt er kyrrt og hljótt. Þó mun ekki Ása-Valla ástir bera á torg, en vill sjá hann káta Kalla það kvöld á Hótel Borg. Jón Aðotf. • Góðar gjafir til skógræktarinnar Skörnmu fyrir jól afhenti Guðlaugur Þorláksson skrif- stofustjóri mér kr. 25.000,00 að gjöf úr dánarbúi Theódórs Johnsons, fyrrum hóteleiganda í Reykjavík, sem verja skyldi til skógræktar. Er þetta aðeins hluti af stærri gjöf úr þúi Theo- dórs, sem væntanleg er síðar. Theodór var mikill áhugamaður um skógrækt í mörg ár. Meðan hann bjó í Hjarðarhciti í Döl- um kom hann upp myndarleg- um garði og skógarreit. Eftir að hann settist að í Reykjavík var trjárækt yndi hans og hann studdi Landgræoslusjóð oft með rausnarlegum gjöfum. Frú Helga Jónasttóttir Paul í Palms í Californíu, systir Sig- urðar heitins 'ónassonar for- stjóra, hefur gefið kr. 50.000,00 til skógræktar til minningar um bróður sinn. Hefur Sigurgeir hæstaréttarlögmaður Sigurjóns- son afhent mér þá fjármuni fyr- ir 3 vikum. í bréfi, sem ég fékk frá frú Helgu fyrir nokkrum dögum, óskar hún þess, að gróðursettur verði minningarlundur fyrir þessa fjárhæð um Sigurð í Haukadal í Biskupstungum, því að það land er eigi fjarri Geysi, er Sigurður keypti á sínum tíma a£ útlendingi og gaf íslending- um. Sigurður hafði mikinn áhuga fyrir landgræðslu og skógrækt hin síðari ár og ræddi þá hluti oftsinnis við mig. Sakir ann- ríkis og veraldarvafsturs varð ekki úr að hann aðhefðist neitt á þessu sviði meðan hann lifði, en viðkvæði hans var oft á þá leið er við hittumst, að nú þyrfti hann að fara að kynna sér þessi mál. Af því varð því miður ekki því andlát hans bar að fyrr en bæði hann og aðra grunaði. Fyrir gjafir þessar ber að minnast þessara heiðursmanna meg þakklæti. Reykjavík 29/ 1. 1968. nákon Bjarnason. • Hjálparsjóður æskufólks • Minningarspjöld Hjálparsjóðs æskufólks fást á eftir töldum stöðum: Bókabúð Álfheimum 6, Bókabúð Braga Brynjólfssonar, Hafnarstræti 22, Bókabúð Dun- haga 23. Bókabúð Laugarnes- vegi 52, Bókabúð Máls og menn. ingar, Laugavegi 18, Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði Bókabúðinni Veda, Digranesv. 12, Kópavogi. Verzl. Halldóru Ólafsdóttur, Grettisg. 26. verzl. M. Benjamínsson, Veltusundi 3, Burkna, blómabúð. Hafnarfirði, Fötum og sporti h.f., Hafnarf. 10.10 Fréttir. Tónleikar. 11.10 Lög unga fólksins (end- urtekinn þáttur). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.30 Við vinnuna. Tónleikar. 14.40 Við, sem heima sitjum. „Brauðið og ástin“, saga eft- ir Gísla J. Ástþórsson; höf. les (3). 15.00 Miðdegisútvarp. — Fred- erick Fennell stjórnar hljóm- sveit sem leikur lög eftir Gershwin, Nora Brocksted, Kurt Foss, Alf Blyverket o. fl. syngja og leika vinsæl norsk lög. George Feyer o.fl. leika. The Beaeh Boys syngja og léika og hljómsveit Ed- mundo Ros leikur. 16.00 Veðurfregnir. Síðdegis- tónleikar. Úr Lákakvæði eft- ir Þórarin Jónsson, Karlakór Reykjavikur syngur undir stjóm Sigurðar Þórðarsonar. Janacek-kvartettinn leikur Strengjakvartett nr. 2 eftir Janacek. Erik Saedén syng- ur þrjú lög eftir Lindblad. Stig Westerberg leikur undir. 17.00 Fréttir. Á hvítum reit- um og svörtum. Ingvar Ás- mundsson flytur skákþátt. 17.40 Útvarpssaga bamanna: „Hrólfur“ eftir Petru Flage- stad Larssen. Benedikt Am- kelsson les (8). 19.30 Efst á baugi. Björn Jó- hannsson og Tómas Karlsson tala um erlend mélefni. 20.00 Tónskáld mánaðarins: Jón Leifs. Þorkell Sigur- bjömsson ræðir við tón- skáldið og Sinfóníuhljóm- sveit fslands leikur íslands- forleik op. 9 eftir Jón Leifs; William Strickland stjómar. 20.30 Kvöldvaka. a. lestur fom- rita: Jóhannes úr Kötlum les Laxdælu (14). b. Báts- tapi á Þorskafirði. Frásögu- þáttur eftir Kristján Jóns- son. Margrét Jónsdóttir les. e. ísienzk sönglög eftir Björgvin Guðmundsson og ^ Þórarin Guðmundsson. d. í hendingum. Vísnaþáttur í umsjá Sigurðar Jónssonar frá Haukagili. 22.15 Kvöldsagan: „Hrossa- þjófar" eftir Anton Tsjekov. Þýðandi: Geir Kristjánsson. Hildur Kalman les; fyrri hl 22.35 Gestur í útvarpssal; Ge- orge Barbour lelku.r á píanó sónötu í f-moll op. 5 eftir Johannes Brahms. j sjónvarpið 20.00 Fréttir. 20.30 Á öndverðum meiði. lím- sjón: Gunnar G. Sehram. 21.00 Bílagaman. (Auto Revue) Skemmtidagskrá frá tekk- neska sjónvarpinu. Hlaut verðlaun á kvikmyndahátíð- inni í Montreaux 1967. 21.30 Dýrlingurinn. Aðafhhit- verk Roger Moore. íslenzkur texti: Ottó Jónsson. 22.20 Endurtekið efni. Humph- rey Bogart. Rakinn er ævifer- ill leikarans og sýnd atriði úr nokkrum kvikmyndum, sem hann lék í. Islenzkur texti: Tómas Zoega. Áður sýnd 15. 1. 1968. • Kvikmynda- sýning Germaníu • Á morgun laugardag, verð- ur fyrsta kvikmyndasýning fé- lagsins Germaníu á árinu, þar sem sýndar verða frétta- og fræðslumyndir. Fréttamyndirn- ar eru nýjar af nálinni frá því í nóvember s.l. Fræðslumyndimar verða þrjár, og eru þær allar með einhverjum hætti landslags- . ...myndir, allar í litum og allar frá Suður-Þýzkalandi, Bæjara- landi. Er ein þeirra um landiö umhverfis Dóná, jarðfræði þess, landslag og mannvirkja- gerð allt frá elztu timum, er Keltar og Rómverjar sátu þar og höfðu ráð landsins í sinni hendi. Önnur myndin er um saltvinnslu, venjulegt matar- salt, sem fyrrum var mi'kil tekjulind kónga og fursta. Við þá vinnslu var á 16. öld farið að nota rör, svo að hægt var að láta saltlöginn renna upp í móti. Voru það trjábolir, sem holaðir voru að innan. Slikan útbúnað eins og vatnsrör þekktu Rómverjar ékki, þess vegna þurftu þeir oft og tíð- um að byggja mikil mann- virki, himinháar brýr, til að fá vatn í böðin sín alkunnu. Þriðja fræðslumyndin er frá hátíðahöldunum í fjallaþorpi á þessum slóðum. Sýningin verður í Nýja Bíói og hefst kl. 2 e.h. Öllum er heimill aðgangur, bömum þó einungis í fylgd með fullorðn- um. Utsa/a — Kjarakaup Úlpur — Kuldajakkar —t Peysur — Buxur, Hvítar fermingarskyrtur — Skyrtupeysur og margt fleira. O. L. Laugavegi 71 Sími 20171. FRÍMERKI- FRÍMERKl innlend og erlend í úrvali. Útgáfudagar — Innstungubækur — Tengur og margt fleira. — Verðið hvergi lægra. Verzlun GUÐNÝJAR, Grettisgötu 45.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.