Þjóðviljinn - 24.02.1968, Blaðsíða 8
I
Ij SjDA — ÞJÓÐ'VTL.JtNN — Laugardagur 24. feteiar 1968.
SAKAMALASAGA
Eftir
J. B. PRIESTLEY
18
komir með mér, Maggie. Ég vil
að þér séuð hér eftir hjá Jill,
Alan. Við Maggie komum ekki
aftur hingað — það gæti eyði-
lagt eitthvað. Ég býst ekki við
að verða. lengi hjá Arigson, svo
að ég fer með Maggie heim til
mín. Ef þér verðið ekki kominn
þangað klukkan ellefu, þá ek ég
henni heim. Þér getið sagt
Maggie allt sem hún þarf að
vita — ég á við, það sem ég þarf
að vita — í fyrramálið. Maggie,
ef þú vilt síður koma með mér
til Aricson, þá gæti ég skilið þig
eftir í íbúðinni minni á leðinni
þangað — v
— Nei, ég vil koma með þér,
s&gði hún ákveðin. — Þú manst
að þú sagðir að faðdr mmn hefði
spurzt fyrir í klúbbnum á -mánu-
daginn. Auk þess kom hann til
Birkden til að spyrja um Nor-
een Wilks.
— Þú kemur þá með mér. Ef
hann er ekki heima, þá ek ég
þér einfaldlega heim. Já. Alan?.
— Það er ekki víst að Jill kæri
sig um að ég verði hér eftir —
— Við komumst brátt að því-
— Ég vildi gjarnan tala við
hana. En sem hugsanlegur V;n-
ur. AJan talaði lágt og virtist
hálffeiminn. — Og ekki sem einn
úr Noreen Wilks rannsóknar-
nefndinni. Ég held hún haf’ sagt
yður allt sem hún vissi — og
það var ekki auðvelt — og mun-
ið það bæði tvö, að hingað til
höfum við l’tið á þetta allt frá
ykkar sjónarhomi. ekki henn-
ar —
— Ö — Alan — skilurðu
ekki —
—' Nei, Maggie. Salt læknir
greip fram f í skvndí. — Alan
hefur rétt fýrir sér —
— Nú, jæja, sagði -Maggie lágt
en með ofsa. — Það er eins gott
að hann viti bað, að hún er ást-
mey þessa manns sem er að
hringja til hennar frá New York
— Tommi eitthvað — Linsdale —
— Og nú veit hánn það, er
þsð ekki? sagði Alan. — En þú
þarft ekki að vera svona skelfi-
lega hörundssár, Magga. Þetta er
ekki þér viðkomandi —
— Það er það, ef þú —
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav 18. III. hæð (lyfta)
Símj 24-6-16.
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SÍMI 83-968
— Hættu þessu.
— Einn góðan veðurdag, sagði
Jill sem virtist hafa náð sér aft-
ur, — kemur að því að fólk
þykist vera að hringja frá New
York en er í rauninni f næsta
herbergi. Ég er að reyna að
segja ykkur hvað sambandið var
gott — án þess að vera leiðin-
leg. — Ó, Salt læknir, verðið þér
að hringja í Aricson?
— Já, ég má til- Ég vil kom-
ast frá Birkden- eins fljótt og ég
get. Og þess vegna vil ég halda
mér við efnið. Hann sneri skíf-
unni og hélt tólinu að eyranu.
— Er þetta herra Aricson? Ég
heiti Salt læknir — og mig lang-
aði t’l að spyrja hvort ég mætti
líta inn til yðar andartak.......
Já, satt að segja er það áríðandi.
Við skulum sjá — nei, ég ætti
að geta verið kominn eftir tíu
mfnútur. Þökk fyr’r. Hann leit á
Jill og brosti. — Nú talaði ég
næstúm sf mér. Ég ætlaði að
fara að spyrja hvar hann ætti
heima.
— Því ekki það, fyrst þér ætl-
ið að heimsækja hann?
— Ef ég hefði fengið númerið
hans úr símaskránni, þá hefði
ég Ifka heimilisfangið fyrir aug-
unum. Ef ég hefði spurt hann
hvar hann ætti he;ma, þá hefði
ég ekki notað símaskrá. heldur
fengið númerið hans hjá ein-
hverjum sem þekkti hann. Og
bá hefði legið beint við að
spyrja — hjá hverjum?
— Þér eruð þá að reyna að
halda mér utan vð þetta —
bökk fvrir, læknir
— Og bökk fyrir drykkinn,
Jill. Tilbúin, Maggie?
— Af hverju hel^urðu að hann
hafi skibð okkur eftir ssman?
sagði Jill þegar þau settust með
drykki sína. — Heldur hann að
þú getir háft eitthvað nýtilegt
upp úr mér? Það er annars til-
gangslaust, það er ekkert fleira.
— Ég skalisegja þér nákvæm-
lega hvað ég sagði við hann,
þegar hann stakk upp á því að
ég yrði eftir. Ég sagðist gjarnan
vilja tala við þig — en aðeins
sem hugsanlegur vinur, ekki
einn úr þesss<ri rannsóknamefnd
— og ég teldi vfst að þú hefðir
sagt honum allt sem þú vissir.
Ég sagfVi líka, að til þessa hefð-
um við litið á allt frá þe;rra
sjónarhorni. ekki þínu.
— Alveg rétt. Þú ert þegar
orðinn vinur — ekki aðeins hugs-
anlegur. En segðu mér nú eitt.
Er mér að förlast — ég á við í
skarpskyggninni á kan-lmenn —
eða blekkti hann þig líka?
— Þér er ekki að förlast.
Hann blekkti mig svo sannar-
lega. Ég gát varla talað við
hann þama í klúbbnum, mér
fannst hann svo hræðilegur auli-
Ekki svo að skilja að ég hafi
ekki hitt menn af hans tagi
fyrr. Ég var á ráðstefnu síðast
liðið sumar, pg einn náunginn
þar — frægur eðlisfræðingur —
ráfaði um aillt og leit út eins
og hálfviti, en strax og ég fór
að tala við hann var ég alveg
dolfallinn af hrifningu.
— Margir af þeim karlmönn-
um sem ég hef hitt upp á sfð-
kasffð hafa reynt að gerai mig
dolfallna — eirtkum og sér í lagi
með handleggjunum — en þessi
Salt læknir kom mér alveg á ó-
vart. En nú erum við búin að
tala nóg um hann. Og ef þú
svo mikið sem minnist á Nor-
een Wilks, • þá rek ég þig út.
Talaðu um sjálfan þig.
— Það er ekki spennandi um-
ræðuefni, Jill. Ég er þrjátíu og
þriggja ára, lektor í eðlisfræði-
deild háskólans í Hemtonshire, ó-
kvæntur, bý með móður minni
og Maggie og föður mínum,
þegar hann er ekki gufaður upp.
>Utan vinnutímans hef ég aðal-
lega áhuga á mölflugum. Og ekki
hlæja — þær geta verið stór-
kostlegar. Ég er ögn greindari en
ég h't út fyrir að vera. en alls
ekkert gáfnaljós.
— Vinkona?
— Engin í svipinn. Ég hef auð-
vitað átt þær nokkrar- Það er
blómlegt kynlíf í háskóianum.
Allar þurfa að sanna hvað þær
eru frjálslyndar. Meðal annarra
orða, hver var stóri, rjóði og
feitlagni maðurinn sem var með
þér þegar þú komst í bókabúð-
ina til hann pabba?
— Maðurinn sem var að
hringja t;l mín frá New York
Tommi Linsdale.
— Nú — sá. Ertu ástfangin
af honum?
— i Ef þér kemur það nokkuð
við, Alan — þá er ég það ekki.
En mér þykir dálítið vænt um
hann. Hann er gervikarl — en
það er ég auðvitað líka. Hann
þyk’st vera harður í horn að
taka,' ófyrirleitinn sölustjóri —
í bandarískum stíl — og hamn
hlýtur að standa sig vel í starf-
inu, annars myndi Donnington
sem fellur ekki við hann,. ekki
hafa hann áfram og borga hon-
um svona vel. En undir allri yf-
irborðsmennskunni og hávaðan-
um og glasabuldrinu, er hann
svo eins og sautján ára piltungi
og hálfhræddur, þegar hann er
allsgáður. En hann var mér góð-
ur, þegar ég hélt að góðmennska
værí ekki lengur til. í rauninni
á ég honum mikið að þakka —
til að mynda allt betta glæsilega
ytra borð sem hér er sýnt. Or
láttu ekki sém þú sért ekki hrií-
inn af þvf, vegna þess að þú
ert bað. Alveg eins og þú varðst
hrif;nn af útliti mínu þegar þú
sást mig í búðinni ykkar. Ef ég
hefði litið út eins Dg ég gerði
rétt áður en ég kom til B;rkden.
þá hefðirðu litið einu sinni á mig
og farið síðsm að elta mölflugu-
Já, — ég veit — ég skal spara
þér ómak;ð — fallegu auvun
mín, glæsilegt nefið og yndisleg-
ur munnurinn — þú tókst auð-
vitað strax effir því, gazt ekki
gleymt því dögum saman, vik-
um saman —
— Mánuðum, sagði Alan. —
Og þs'ð er alveg satt, ég gat
ekki gleymt því. þótt ég myndi
það kannski ekki nógu vel held-
ur —
— Og ég segí það aftur, blfð-
mál! vinur, að ef ég hefði litið
út eins og ég gerði rétt áður
en ég kom til Birkden, þegar ég
átti enga peninga til að eyða í
útlitið, þá hefðirðu litið á mig
einu sinni og gleymt mér fyrir
næstu mölflugu — hvaða möl-
flugu sem var.
— Ég er ekki viss um .-það,
sagði Alan. — Hvar varstu áð-
ur en þú komst hingað?
— I stórborginni, vinur —
já, London. Og ég hafði lent í
einu af þessum ástarævintýrum
— einu af þessum, stórkostlegu,
ógnþrungnu sem hirða ljómann
af ungu stúlkunum —
— Rétt eins og Maggie —
— Það kemur mér ekki á ó-
vart, fyrst þú nefnir það —
— Hennar ævintýri tók þrjú
ár. Hann vsr kvæntur —
— Ég hef ekki einu sinni þá
afsökun. Minn var það ekki —
og gætti þess vandlega að fJækia
sér ekki f neitt slíkt. Og mér
lá mikið á að gefa hpnum allt
sem ég hafði upp á að bjóða. Og
þegar einhver* sérstakur karl-
maður hefur áhuga á slíku, J?á
finnst viðkomand’ stúlku hún
vera dýrleg og dásamleg..Og beg-
ar hannVnissir áhugann, fer hún
að velta fyrir sér hvað hún
haldi e’ginlega að hún hafi
uppá að bjóða. Þessí þrjótur
hirti það allt saman — geisp-
aði — fór sína leið. Það tók svo
sem tvö ár, en þetta er ssgan
svóna nokkurn veginn.
— Hvað svt>?
— Undanhaldið af austurvíg-
stöðvunum og í herbergiskytru í
W^st Hampstead með eggja-
hræru og kjökr', gini og aspir-
íni. Svo var það að stelpa sem
sagði mér frá Tomma Linsd&le
og Sameinuðu verksmiðjunum —
hún hafði farið út með honum
eitt kvöldið — svo að ég eyddi
sparifénu í dragt, hatt, skó og
ýmislegt til yndisauka, kom
hingað með níu pund í veskinu,
sem var aleiga mín, og heimtaði
að fá . að tala við Tomma- Ég
fékk vinnu í sölude;ldinni ,o.g
varð fljótlega til margra hluta
nytsamleg. Ég stóð fyrir sam-
kvæmum þar sem eiginkbnur og
dætur fengu ekki aðgang. Svo
voru það samkvæmin í klúbbn-
um — fámennari samkvæmi
hérna — *
— Á Linsdale bessa íbúð"
— Nei. Framfaras.ióðurinn í
Birkden á þessar íbúðir, og
Sameinuðu verksmiðjumar hafa
stjórn hans með höndum. Og
ef ég brýt eitthvað af mér, þá
fæ ég að sigla minn sjó.
— Kannski væri betra að þú
sigld;r þinn sjó —
— Vertu ekki með þessa vit-
leysu.
'— Finnst þér gott að sofa hjá
Linsdale?
— Æ — þegiðu.
— Og hvað um þessar stúlkur
sem þú dubbar upp í samkvæm-
in?
SKOTTA
Cabinet
MAIVSTON-rósabón gefnr þægilegan ilm í stofuna
Ef þú hefðir tímt að selja hasarblöðin þín værum við núna
að borða glæsilega máltíð á finum veitingastað.
ÚTSALA ~ ÚTSALA
Stórfelld verðlækrkun á öllum vörum verzlunar-
innar. — Notið þetta einstaka tækifæri og gerið
góð kaup.
ALLT Á AÐ SELJAST!
VERZLUN GUÐNYJAR
Grettisgötu 45 '
Utsa/a — Kjarakaup
Úlpur — Kuldajakkar — Peysur — Buxur
Hvítar fermingarskyrtur — Skyrtupeysur
og margt fleira.
r __
O. L. Laugavegi 71
Sími 20171.
Gerið við bíla ykkar sjálf
Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga.
BÍLAÞJÓNUSTAN
Auðbrekku 53, Kópavogi — Sími 40145.
Látið sfilla bílinn
Önnumst hjóla- ljósa- og mótorstillingu
Skiptum um kerti. platínur. ljósasamlokur.
— Örugg þjónusta.
BÍLASKOÐUN OG STILLJNG
Skúlagötu 32. sími 13100 1
Hemlaviðgerðir
• Rennum bremsuskálar.
• Slípum bremsudælur.
• Límum á bremsuborða.
Hemlastilling hf.
Súðarvogi 14 - Sími 30135.