Þjóðviljinn - 27.02.1968, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 27.02.1968, Qupperneq 2
I 2 SÍÐA — í>JÓÐVIUTNN — Þriðjudagur 27. febrúar 1968. Körfuknattleiksmótið: Þór vann Ármann, jr og KR vann IKF Tveir leikir fóru fram í 1. deild lslandsmótsins í körfu- knattleik sl. laugardag- Fóru þeir báðir fram utan Reykja- víkur. A Akureyri sigraði Þór Armann með 53 stigum gegn 50 eftlr framlengdan leik. KR og ÍKF Iéku í íþróttahúsinu á Keflavíkurflugvelli og sigr- aði KR með 82 stigum gegn 49. KR-lKF. ÍKF-ingar sýndu það í leikn- um gegn IR, að þeir geta bitið hraustlega frá sér á heima- velli. Bjuggust því margir 'við nokkuð jöfnum leik en raun- in varð önnur. Að visu skor- aði IKF tvö fyrstu stigin en eftir það tók KR leikinn al- gjörlega í sínar hendur. Um miðjsm fyrri hálfleik var stað- an 17-6 KR í hág. Gekk ÍKF- ingum mjög illa að skapa sér skotfæri enda var KR-vörnin mjög hreyfanleg og sterk. I hálfleik var staðan 31-17 KR í hag. I seinni hálfleik breikkaði bil- ið jafnt. og þétt og skoruðu Gunnar, Kolbeinn og Brynjöif- ur hverja körfuna af annarri méð skótum fyrir ut.an. Mést var um einstaklingsframtak i liði IKF og kann það sjaldn- ast góðri lukku að Stýra, þeg- ar leikið er maður gegn manni. Þegar dómarar flautuðu tíl leiksloka hafði KR skorað 82 stig en ÍKF 49. KR-liðið héfur oft leikið bet- ur en í þessurn leik. Mörg skyndiupphlaup fóru í súginn végna slæmra sendinga, en hittni einstakra leikmanna fyrir utan var aftur á móti ágæt. Vörnin var mjög góð til að byrja með, en eftir því sem á leikinn leið opnaðist hún meir og meir. Flest stig KR skoruðu: Kolbeinn 25, Guttormur 17, Brynjóifur 16, Sigurður örn 11 og Gunnar 8. Vöm IKF-Iiðsins sem jafnan hefur verið sterkari hluti liðs- ins var nú í molum. Þá var sóknarleikur liðsins 'einnig mjög einhæfur eins og fyrr segir, og þvi auðvelf fyrir KR- vörnina að verjast. Enginn leik- maður liðsins sker sig úr, þeir eru allir sterkir leikinenn, én mjög stífir og stundum heldur grófir. Hilmar og Guðjón skor- uðu flest stig liðsins eða 9 stig hvor. Jón / Eysteinsson og Sigma<r 'karlsson dæmdu leikinn vel. 50 ára Bjarni F. Finnbogason ráðunautur, Búðardal Aðeins örstutt afmaéliskveðja til þín og ykkar hjóna, Bjami, sem bæði færið merkisdaga í dag og firrumitudag. Mér verður þá fynst hugsað til hinna gömlu góðu daga, or ,við njjtum handleiðslu Hóla- staðar í bóklegu og verklegu námi á krepputímunum mdklu. Þó hæglótur værir, þá engu að síður ríkti glens, söngiur og græskulaust „gaman“ í návist þinni. Þú hefur hlotið notadrjúgar gáfur í vöggugjöf, edns og. vænta mátti frá þeim góða bænda ættstofni, er þú ert kom- inn af. Á þeim tímia, sem við dvöld- um á Bændaskólanum Hólum, þá átti ég þess kost að kynnast 70 til 80 æskumönnum ogstúlk- um þar á okkar aldursskeiði og hefi aöeins bjartar og góðar endurminningar frá þeimkynn- um, frá Hólastað þess tíma, sem seint hverfa úr minni, þrátt fyrir fátækt og umkomu- leysi miðað við nútíðarhætti og kröfur tízkunnar. En þegar að þvi kom aðmig fýsti eftir skólavistina á Hól- um í Hjaltadal, að taka mér fyrir hendur námsferð til fjar- lægari landa í leit að viðleitni til landbúnaðarmennta, þávarst, það þú og þú fyrst og fremst, sem ég hafði augastað á úr þessum stóra vinahópi til þess að fá til samstarfs og liðsinnis í þessum efnum. > Þrátt fyrir síðar mitt „mkuna" próf í sálfræði, þá tel ég mig ekki hafa verið stóran „mann- Merkjasala Ráuða krossins á morgun Á morgun, öskudag, er hinn árlegi fjársöfnunardagur Rauða Kross íslands um land allt, og munu deildir hans annast merkjasölu, hver á sínu svæði, auk margra einstaklinga, þar sem deildir eru ekki starfandi. Allir peningar, sem safnast fyrir merkjasölu skiptast milli deildanna og Rauða Kross Is- iands, ronna til hjálparstarfs félagsins. Rauði Krass Islands, sem er doild í Alþjóða Rauða Krossin- um, hefur safnað fé til styrktar bágstöddum hérlendis og er- lend-is, eins og kunnugt er. Fé- lagið hefur tekið þátt í al- þjóða líknarstarfi eftir þvi sem geta hefur leyft hverju sinni. Hjálparsjóður RKl hefur það hlutverk að hjálpa fljóitt og vel, áður en tími hefur unnizt til sérstakrar fjársöfnunar. • Skjót hjálp í neyðartilfellum kemur yfirleitt að meiri notum en sú, Hvergi nema þar Fátt er óviöfelldnara en þegar ritstjórar Morgunblaðs- ins taka að lýsa umhyggju sinni fyrir fullveldi Og sjálfs- ákvorðunarrétti fjarlægra smáþjóða, því tilgangur því- 'ilíkra skrifa er ævinlega sá að fá Islendinga til að sætta sig við takmarkanir á þeim verðmætum í heimalandi sínu. Þegar Morgunblaðið lætur uppi umhyggju fyrir sjálfstæði Eistlendinga þessa dagana, er markmiðið það eitt að sætta hérlenda menn við skerðingu á sjál-fstæði Islands; þegar það eru réttilega tal- in hörð örlög að E'stlending- ar verði að sætta sig við er- lenda menn og erlendar her- stöðvar í landi sínu er Morg- uhblaðsmönnum það efst í' huga að gera hliðstætt ástand að varanlegu hlutskipti Is- lendinga- En í forustugrein Morgunblaðsins í fyrradag er auk þess ein setning sem vert er að vekja sérstaka at- hygli á; blaðið segir: „Um leið og við minnumst örlaga Eistlands og hinna Eystra- saltsríkjanna tveggja á 50 ára afmæli hins eistneska sjálfstæðis, skulum við einn- ig hafa í huga að sá glæpur vestrænna ríkja að gleyma Eistlandi og systurríkjum þess tveimur er litlu betri en þjóðarmorð sovózkra kommúnista". Nú er það að vísu mála sannast að „vestræn riki“ hafa ekki framið þann „glæp“ að gleyma Eistlandi. Sú hálfrar aldar gamlaisjálf- stæðisyfirlýsing sem Morgun- blaðið talar um var ekki verk Eistlendinga, heldur voru þar að verki hersveitir hins vest- ræna Þýzkalands. Eftir að Þjóðverjar biðu ósigur f heimsstyrjöldinni fyrri tóku aðrar vestrænar hersveitir við völdum í Eistlandi, þcjirra á meðal brezkar og finnskar. Það urðu örlög Eistlendinga að lenda á mörkum þeirra miskunnarlausu átaka sgm urðu eftir byltinguna í Rúss- landi, og þar var lengi ógn- arsfjóm sem beindist gegn öllum róttækum mönnum, studd vestrænu fjármagni og , vestrænu vopnavaldi. I síð- ari heimsstyrjöldinni urðu Eistlendingar á hliðstæðan hátt vettvangur hersveitá sem geystust fram til' skiptis. Sovézkar hersveitir tóku land- ið 1940, hið „vestræna ríki“ Þýzkalgnd framdi ekki þann „glæp“ að gleyma Eistlandi heldur hertók landið 1941 og beitti þar aðferðum sem ekki ætti að þurfa að lýsa; loks komu sovézkar hersveitir á nýjan leik 1944. 1 öllum þess- um grimmilegu átökum urðu Eistlendingar að þola ógnar- stjórn erlendra nfkja, en á- byrgðin á óréttlætanlegum hermdarverkum hvílir á mörgum aðilum, „vestrænum" ríkjum ekki sfður en „aust- rænum“. Kunnugum mönnum ber saman um að miklar fram- farir hafi orðið f Eistlandi sfða*ta áratuginn, en eflaust eiga þarlendir menn margar óskir um breytingar á hög- um sfnum. Þó mun naumast nokkur þeirra taka undir þá kröfu Morgunblaðsins að vestræn rfki láti af þeim „glæp“ að gleyma Eistlandi. I>ví veldur í senn sár og langvinn reynsla og sú sýni- kennsla sem mannkynið hefur enn daglega fyrir augunum um hlutskipti þeirra þjóða sem Bandaríkin hafa ekki gleymt. Því hafa þær radd- ir, sem krefjast þess að Banda- ríkin „gleymi“ ekki þjóðum Sovétríkjanna heldur „frelsi" þær með vopnavaldi, stöðugt verið að hljóðna á undan- förnum árum; um þessar mundir munu þær aðeins heyra«t í einu einasta ríkis- stjómarmálgagni í gervallri Vestur-Evrópu, Morgunblað- inu- — Austri. sem seinna berst. Rauði Kross Islands hefur því staðið fyrir aðstoð við bágstadda erlendis fyrir beiðni Alþjóða Rauða Krossins, t.d. á jarðskjálfta- svæðum og nú í Vietnam, auk þess seim hann hefur stuttfjöl- skyldur, sem hafa orðið fyrir sérstökum óhöppum innan- lands. RKÍ rekur blóðsöfnunar- bíl, sjúkrabíla, stendur fyrir námskeiðum í ' skyndihjálp, veitir sjúkravinaþjónustu for- stöðu, . lánar hjúkrunargögn í heimahús o.fl. Merkjasalan é morgun er til ágóða fyrir Rauða Kross-starfið almennt, og verður merkjasal- an með sama sniði og undan- farin ár. Hundruð námsimeyja úr Kveninaskólanum í Reykja- vík, Húsmæðraskólanuim í Rvík og fleiri hafa á liðmuim árum annazt stjóm á sölu merkjanna á útsölustöðum víðsvegar um borgina, og svo munu bömþar einnig gera á morgun. Þúsund- ir bama selja merkin, og sýna mikirÉn og góðan vilja og veita ómetanlega hjálp við starfið. Foreldrar eru vinsamlega beðnir að hvetja börn sín til merkjasölu, og koma á útsölu- staðina, sem taldir eru hér á eftir, á öskudagsmorgun kl. 9,30. Bömin fá 10% sölulaun. Foreldrar ættu umfram allt að minna börmin á að vera hlýlega klædd. Aðstoðið mannúðarstarf Rauða Krossins. — Kaupið merki dags- ins. AFGREIÐSUUSTAÐIR: Austurbær A: Fatabúðin, Skólavörðustíg Silli og Valdi, Háteigsvegi 2 Axelsbúð, Banmaihlíð 8 Summufoúðin (Lido) Skaftahlíð Suðurver, Stigahlfð Lyngás, Safamýri Biðskýlið, við Háaleitisbraut Mathúsið, Borgargerði 6 B reiðagerði sskólimm Austurbær B: Skúlaskeið, Skúlagötu 54 Verzl. Elis Jónsson, Kirkjut. 5 Laugarmeskjör, Laugamesv. 116 Laugarásbíó Verzl. Búrið, Hjallavegi 6 Borgarbókasafnið, Sólheimiuim 27 Vogaskólinn Þvottah. Fönn, Langholtsv. 113 Vesturbær: ' Skrifstofa R.K.I., Öldugötu 4 Efnalaug Vesturb. Vest.götu 35 Melaskóliinn (Kringlan) Sunnubúðin. Sörlaskjóli 42 Verzlun Vesturbæjar, Fálkagötu KRON, Skerjafirði SÍS (Gefjunn/Iðunn) Austurstr. Seltjamames: Mýrarhúsaskólinn Arbæ jarhverfi: Árbæjarkjör. þekkjara“, en það fór samtsvo í þetta sinn þá reyndist mln hugmynd um þennan unga marnn mikið rétt. I framandi landi, ókunnugur högum og háttum, félaus og úrræðalítill á samnkönnuðum krepputímuim, þá reyndist þú gætinn, tryggur og góður vinur. Ég er ekki að taka þetta fraim hér, vegna þess að ég telji, að námsdvöl okkar hafi varið nokkuð erfiöari eða öðru- visi fjárhagslega en þá tíðkað- ist hjá öðrum íslenzkum erlend- is á okkar skeiði er leátuðu út fyrir landsteinana til að auka við þekkingu sína og víkka sjóndeildarhringinn frá tak- mörkuðu útsýni uppeldisár- anna, monningarlega séð. Við þessar aðstæður vanst þú allt- af sá rólegi, æðrulaui^i, vina- fasti og vongóði félagi á hverju sem gekk, og það þakka ég þér nú sérstaklega á þessum merku tímamótum í dag. Liðsínnis þíns í félags- og skemmtiþátfum skóla okkar á Hólum og síðar í Noregi, minn- umst við samtíðarfólfk þittmeð mikilli gleði og þakklæti. Þú frískaðir upp félagsandann og kímnigáfan brást ekki, þó hóg- værðin væri ætíð í öndvegi höfð hjá þér. Ég veit það Bjami mimm, að ég mæli fyrir hönd þíns sam- ferðafólks hér og erlendis í leik og starfi, þegar ég segi, hafðu milda þökk fyrir góðan félagsanda og trygglyndi við menn og málefni. En af því að ég minntist á hitt aflmælisbarmið, þíma égast.u konu, Sigurlaugu Indriðadóttur, þá hefi ég góðar heimildir fyrir því að hún á sinn ómetamlega þátt í því, hve starfsgeta þín hefur vel notazt á ykkar sam- starfsbraut s.l, 21 ár. Störf þín í þágu landbúnað- arins verða ekki raikin hér að sinni — þó ég viti að þau hafi tekizt með ágætum, en að mín- um dómi er það of snemmt, svo unigur sem þú ert og mikið ó- gert á þedm vettvangi. En ég veit að bæði bæmdur eyfirzkir og Dala kunna vel þin verk að meta, enda ár- amgur víða augljós, ekki sízt ef ekið er um fíagrar sveitir Dala hin síðari ár, þó að sjálf- sögðu, að fleiri leggi þar hönd á plóginn, sem vera ber. Að endimgu beztu hamingju- óskir með 4 manmvænleg böm, heillarflrt starf og myndar heim- ili — unguhjón. E. B. M. IÐJA FÉLAG VERKSMIÐJIJ- FÓLKS f REYKJAVÍK FramboBsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherj aratkvæða- greiðslu við kjör stjómar, varastjómar, trúnað- armannaráðs, varamanna í trúnaðarmannaráð, end- urskoðenda og vara endurskoðanda fyrir árið 1968. Tillögur þurfa að hafa borizt skrifstofu félagsins, Skólavörðustíg 16, eigi síðar en kl. 11 f.h. fimmtu- daginn 29. febrúar 1968. Tillögum þarf að fylgja meðmæli 100 fullgildra félaga. Reykjavík, 27. 2. 1968. Stjóm Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík. Þökkum hjartanlegá öllum hinum fjölmörgu einstakling- um, félögum og opinberum aðilum, er okkur hafa auð- sýnt vináttu og samúð í sambandi við fráfall ástvina okk- ar, er fórust með m.s. Heiðrúnu II„ hinn 5. febrúar s.l. Við viljum líka þakka af alhug öllum þeim, sem aðstoðuðu við leit að skipinu. — Guð blessi ykkur öll. Fanney Sigurlaugsdóttir og dætur, Anna Þorgilsdóttir og dætur, Svanfríður Kristjánsdóttir og sonur, Guðrún Þóroddsdóttir og Anders Guðmundsson Halldóra Maríasdóttir og Kjartan Guðjónsson. Ragnheiður Rognvaldsdóttir og Sigurjón Jónsson, systkini, tengdasystkini og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför konu minnar ÓLAFfU STEPHENSEN Kristinn Björnsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.