Þjóðviljinn - 27.02.1968, Side 3

Þjóðviljinn - 27.02.1968, Side 3
Þriðjudagur 27. febrúar 1068 — ÞJÓÐVILJHSTN — SÍÐA J *Tn.— „ ■ ... ......................- ------ ---------------------------------------------- ------------------------- Viðurkenning bandarískra herforingja í Saigon Bandaríkin gætu tapað á vígveilinum Hugsanlegt að herforingjarnir muni krefjast þess að kjarnavopnum verði beitt - Ú Þant ítrekar iíkur ó samningum - „N.Y. Times" gagnrýnir stefnu Johnsons NEW YORK og SAIGON 26/2 — Á laugardaginn ítrekaði Ú Þant, framkvæmdastjóri SÞ, enn þá sannfæringu sína að samningaviðræður myndu geta hafizt milli stjóma Norður-Vietnams og Bandaríkjanna skömmu eftir að loftárásum á Norður-Vietnam yrði hætt. Sama dag skýrði frétta- ritari bandaríska útvarpsfélagsins NBC í Vietnafn frá því að hugsanlegt væri að bandarísku herfor- ingjamir myndu fara fram á að Bandaríkin beittu i kjamavopnum í Vietnam, ef vígstaða þeirra í Vietnam versnaði enn og hefðu bandarískir hers-' höfðingjar í Saigon látið þá skoðun uppi að svo j kynni að fara að Bandaríkin töpuðu stríðinu á víg-, völlunum í Vietnam. í dag tilkynnti svo talsmað- i ur bandarísku herstjórnarinnar í Saigon að hún hefði ákveðið að setja ritskoðun á skeyti frétta- manna um gang stríðsins. í’réttamaður NBC í Viétnam, Howard Tuchner, sagði á laugar- daginn að þess væru greinileg merki að herskipin úr sjöunda flota Bandaríkjanna sem eru við strönd Vietnams hefðu kjamavopn um borð. Banda- ríkjastjóm hefur neitað því að nokkur kjarnavopn séu í Viet- nam og einnig hinu að nokkrar ráðagerðir hafi verið uppi um Ú Þant framkvæmdastjóri notkun þeirra þar. Earle Wheel- er hershöfðingi, formaður banda- ríska herforingjaráðsins, vildi þó á fundi með bandarískri þing- nefnd fyrir skömmu ekki þver- taka fyrir að kjarnavopnum yrði beitt í Vietnam. Tuchner' sagðist hafa eftir á- réiðanlegum heimildum að hægt yfði að hefja kjamahernað í Vi- etham fyrirvaralaust um leið og ákvörðun hefði verið| tekin um það. Hann korhst m.a. svo að orði: —r í samtali við bandarískan hershöfðingj a sem ég tók upp á segulband fyrir skömmu spurði ég hann hve langan tíma það myndi taka að hefja kjamaárás gegn Norður-Vietnam. Hann hik- aði andartak, en sagði síðan: „Eftir að ég hefði fengið fyrir- skipunina myndi það taka þrjár mínútur eða svo“. Tuchner staðfesti frásagnir annarra bandarískra fréttamanna af því að alveg á næstunni myndu líklega þúsundir nýrra bandarískra hermanna verða sendar til Vietnams. Tuchner sem er nýkominn heim til Banda- rikjanna eftir langa dvöl í Viet- nam var mjög svartsýnn á horf- I urnar fyrif Baridaríkjaménn þar. i Hann taldi að vígstaða þeirra j hefði áldrei verið verri: — Bandarískir hershöfðingjar í Saigon telja nú í fyrsta sinn að Bandaríkin geti beðið hern- aðarósigur í stríðinu, sagði Tuchner og bætti við að Norður- Vietnamar og Þjóðfrelsisfylking- in hefðu aldrei verið betur vopn- um búin. I skeyti sem birtist í „Was-1 hington Post“ á laugardaginn frá fréttamanni blaðsins í Saigon,1 Peter Braestrup, var tekið und- ir dóm Tuohners. Þar var sagt að Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra ættu nú í vök að , verjast og gætu þeir aðeins beð- ið eftir því hvar næsta árás yrði gerð á þá. ítrckun Ú Þants Ú Þant sagði á laugardaginn að stríðið í Vietnam væri 'til- gangslaust og kominn tími tií að bundinn yrði endi á það. Allt mannkyn fylgdist með ógn og skelfingu með fréttunum frá Vi- etnam, hörkunni og grimmdinni, sagði framkvæmdastjórinn og bætti við: — Viðurstyggð stríðsins í Viet- nam verður aðeins jafnað við tilgangsleysi þess. Enginn sigur getur unnizt, enginn ósigur orð- ið. heldur aðeins dauði og eyði- legging. Það sem er í húfi er Bandaríska þerstjórnin hefur nú bannað fréttaflutning frá Khe S anh, en myndin er tekin í herstöð Bandaríkjamanna þar. Sprengju- flugvélar þeirra af B-52 gerð varpa sprengjum sínum svo nálægt herstöðinni sjálfri að reykinn af sprengingunum leggur yfir hana. Kommúhistafíokkar 65 landa hófu fund / Búdapest ígær í rauninni hvort vietnamska þjóðin á að fá að lifa áfram. Ú Þant kvaðst sannfærðari um það nú en nokkru sinni að ef Bandaríkjamenn hættu loftárás- um sínum á Norður-Vietnam myndu viðræður milli stjórn- anna í Hanoi' og Washington geta hafizt innan mjög skamms tíma, kannski aðeins nokkurra daga, og hann bætti því við að Bandaríkjamenn hefðu engu að tapa við að hætta loftárásunum. Áréttun „N. Ý. Times“ Bandaríska stórblaðið „New York Times“ áréttaði enn í gær í forystugrein sinni gagnrýni sína á stefnu Bandaríkjastjórn- ar í Vietnam og tók algerlega undir ummæli Ú Þants. „Það er kominn tími til þess fyrir Bandaríkjamenn og jeiðtoga þeirra að gera sér ljóst að sjálf stefnan (í Vietnam) er óskyn- samleg. Bandaríkin heyja stríð án nokkurs sýnilegs takmarks, hvað svo sem líður þeirri bjart- sýni sem stjórnarvöld þeirra lýsa. Eina skynsamlega stefnan BUDAPEST 26/2 — I dag hófst í Búdapest ráðstefna kommún- ista- og verklýðsflokka og munu fulltrúar fldkka í 65 löndum vera á þinginu. Þessari róð- stefnu er ætlað að vera til und- irbúnings þingi allra slíkra flokka þar sem reynt verði að marka sameiginlega afstöðu og stefnu þeirra í helztu málum. Tveir flokkar neituðu að taka við boði um að senda fulltrúa á ráðstefnuna, flokkarnir í Kína og Albaníu, aðrir flokkar höfn- uðu boðinu og boðum var af ýmsum ástæðum ekki hægt að koma til enn annarra, svo sem Kommúnistaflokks Indónesíu. Flokkarnir í Júgóslavíu, Kúbu, Norður-Kóreu og Norður-Viet- nam eru meðal þeirra sem ekki sendu fulltrúa. Hins vegar sendi rúmenski flokkurinn fulltrúa á ráðstefnuna, en mun hafa sett það algera skilyrði fyrir þátttöku í henni, að engar samþykktir sem væru niðrandi í garð ein- stakra flokka eða gagnrýndu stefnu þeirra, yrðu gerðar á ráð- stefnunni. Rauði krossinn í Genf: Stríðsfangar myrtir í S- Vietnam GENF 26/2 — Alþjóða rauði krossinn hefur sent Bandaríkja- stjórn orðsendingu vegna þess að stríðsfangar í Víetnam séu tekn- ir af lífi án dóms og laga. Tals- maður Rauða krossins i Genf skýrði frá þessu í dag og kvað hann Bandaríkjastjórn hafa bor- ið á’móti því að hún hafi fallizt á slík morð á stríðsföngum. Morð og pyndingar á íöngum í Suður-Víetnam hafa verið lengi á allra vitorði, en tilofni orð- sendingar Rauða krossins mun vera morð sem lögreglustjóri Saigonstjórnarinnar framdi sjálf- ur á stríðsfanga þegar barizt var í Saigon á dögunum og alræmt varð af myndum þeim sem af þvi voru birtsir á forsiðum blaða um allan heim. \ er að hverfa burt af vígvöllun- um og setjast að samningaborði eins fljótt og auðið er. Leiðin til samninga hlýtur að byrja með stöðvun loftárásann*. Áhættan sem fylgir slikri stöðvun virð- ist miklu minni en sú óeridan- lega mögnun stríðsins sem Was- hington hefur lagt inn á“, sagði blaðið. Einkum væri þetta orðið aug- ljóst eftir að Ú Þant hefði enn einu sinni lýst þeirri sannfær- ingu ‘ sinni að árangursríkar samningaviðræður gæfu hafizt ,,ef til vill fáum dögum eftir að bandarískar flugvélar hætta árásum sínum á Norður-Viet- nam“. Engin Iausn i bráð Wheeler hershöfðingi sagði í gær að hann gæti ekki komið auga á að stríðið í Vietnam myndi taka enda innan skamms. Wheeler hefur verið á ferð í Saigon og rætt þar við banda- ríska hershöfðingja. Wheeler sagði að ljóst væri að óvinirnir hefðu enn mikið lið sem þeir hefðu ekki teflt fram og búast mætti við nýjum horðum bardög- um. Þegar Wheeler ræddi við blaðamenn í Bangkok í Thai- landi í dag kvað við nokkuð annan tón. Hann kvað Banda- ríkjamenn myndu „fylgja eftir ósigri Vietcongs“ og sagði að þeir væru staðráðnir í að halda áfram stríðinu i Vietnam. Johnson forseti myndi senda allt það bð til Vietnams sem West- moreland, yfirhersh. Bandarikja- manna í Suður-Vietnam, færi fram á að fá. Fullyrt er í Saigon að þeir Wheeler og Westmore- land hafi rætt um ósk banda- risku herstjórnarinnar þar að fjölgað verði í bandaríska hern- um í Suður-Vietnam um 50.000 manns. Sett ritskoðun Það er enn eitt merki um að bandaríska herstjórnin í Suður- Vie/nam viðurkennir að hún hef- ur farið halloka í viðureignunum við þjóðfrelsisherinn að undan- förnu og býst við hinu versta á komandi vikum og mánuðum. að hún hefur nú ákveðið að taka upp ritskoðun á skeytum fréttamanna fcá Suður-Vietnam og verður þeim m.a. bannað að skýra frá árásum þjóðfrélsis- hersins á mikilvægar herstöðvar Bandarikjanna, svo sem í Khe Sanh og Tun Son Nhut flugvöll- i Barizt í miðri ! | Guatemalaborg { ■ | TAPACHULA 24/2 — Að j ■ minnsta kosti sjö menn ■ : biðu bana og á annan tug j : særðust í viðureign milli ■ j skæruliða og' vopnaðrar j j lögreglu í miðbiki Guate- : : malaborgar á föstudaginn. j j Eldar komu upp víða í j j borgin \ og einnig er sagt j j að eldár hafi logað á stór- : j jörðum í grennd við hana. j j Frétt þessi barst frá Tapa- j j chula sem er bær í Guate- j j mala, rétt við landamæri : I Mexikó. : inn við Saigon, en þar eru aðal- stöðvar bandarísku herstjómar- innar í Suður-Vietnam. Þjóð- frelsisherinn hefur haft sig mjög í frammi í næsta námunda við flugvöllinn síðustu daga. M.a. vegna þessarar ritsjjpð- unar hafa fréttir af bardögum í Suður-Vietnam verið af mjög skornum skammti síðustu daga, en svo virðist ,sem þjóðfrelsis- herinn léti nú einna mest til sín taka í nágrenni við Saigon, sprengdi m.a. upp tvær brýr skammt frá borginni i gær. „Mesti harmleikurinn“ Á fundi sem haldinn var í New York á laugardaginn til að mótmæla þeim ráðagerðum sem spurzt hefur að uppi hafi ver- ið á æðstu stöðum i Washington um að beita kjamavopnum í Vietnam sagði einn kunnasti kjameðlisfræðingur Bandaríkj- anna, dr. Phillip Morrison. að beiting kjamavopna í Vietnam myndi leiða til eins „mesta harmleiks í sögu mannkynsins". Makarios hlaut yfirgnæfandi meiríhluta i forsetakiörínu NIKOSÍU 26/2 — Makarios bisk- | up og forseti Kýpur hlaut yfir- : gnæfandi meirihluta atkvæða í forsetakosningunum sem fram fóru á eynni í gær, eða 95,45 j prósent af greiddum atkvæðum. , Einungis grískættaðir Kýpurbú-! ar tóku þátt í kosningunum, en i samkvæmt stjómarskrá eyjar- innar kjósa Tyrkir varaforseta. Makarios efndj til forsetakjörs- ins nú vegna þess að hann vildi fá það staðfest að megnið af Grikkjum á Kýpur styður stefnu hans og treystir honum bezt að íara með mál þeirra. Aðeins einn maður var í framboði gegn Makariosi, fulltrúi hægrisinn- aðra öfgamanna, Evdokas að nafni. Hann hlaut einpngis 8.577 atkvæði, en Makarios 220.911. Evdokas var fulltrúi þeirra grískættaðra Kýpurbúa sem vilja sameinast Grikklandi nú þegar, en stefna Makariosar er að Kýp- ur skuli vera áfram sjálfstætt Makarios forseti ríki, þótt sameining við Grikk- land kunni að vera lokatakmark- ið. Kommúnistar og aðtir vinstri- menn hafa stutt þessa stefnu. eindregið. I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.