Þjóðviljinn - 27.02.1968, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.02.1968, Blaðsíða 9
« Þriðjuáiagur 27. fébrúar 1968 —» t>JÖÐVTXJINN — SÍÐA 0 tágmynd af faraó rist í veggílöt — og steinstytta af drottningu. Austan ár og vestan Fraœíhald af 7. síðu. jafnaði, því að þar rná fá glögga hugnaynd um verklag og verk- taekni Forn-Egypta í steinsmíð- innL Þarna má m. a. sjá hálf- unna steinsúlu, meira en 40 metra langa, sem steinsmiðirnir hafa hætt við að fullvinna ' vegna sprungugalla í berginu. ■— Um gjörvallt Egyptaland, í byggingum og styttum, getur að líta granít frá steinnámunni við Assúan, grátt, svart eða rauð- bleikt að lit). Þegar gengið er um Kamak- hof má víða sjá litaskil, ó- reglulegar þverrendur, ofarlega á veggjum og súlum, merki þess að samdurinn huldi um aldir mikinn hluta musterisrústanna, en það var ekki fyrr en á síð- ustu öld sem fornleifafræðingar tóku af alvöru að hyggja að þessum miklu minjum og grafa þær upp úr jarðveginum. Er stöðugt unnið að fornleifaupp- grefti þarna, eins og víða ann- arsstaðar í Egyptalandi. Seinni tíma áritanir, ártöl og nöfn sem ■ rist hafa verið á efri hluta margra steinsúlmanna eða krot- uð með tjörulit, gefa líka ótví- rætt til kynna hvar efstu mörk sandihauganna hafa verið; þama hafa ferðamenn verið að verki og párað nöfn sín í stein- inn í brjóst- og seilingarhæð, — flest nöfnin að sjá ensk eða frönsk og ártölin yfirleitt frá miðri siðustu öld eða seinni hluta hennar. Svo allt x einu stendur ferða- maðurinn við eina súluna, sem sigið hefur 10 cm eða meira á éinu ári, og þegar svarað hefur verið spurningum sem þessi sýn vekur veit hann að það leikur vofa lausum hala þarna í must- íérinu, vofa eyðileggingarinnar. Stífluframkvæmdirnar miklu við Assúan og þær breytingar sem orðið hafa og eiga eftir að verða á vatnsborði Nílar valda ekki aðeins hættu á eyðingu eða stórskemmdum á sögulegum minjum í Núbíu eða nágrenni, heldur bókstaflega í öllu Egyptalandi. Einu minjarnar ut- an hættusvæða eru þær sem reistar hafa verið á hólum og hæðadrögum, eins og t.d. pýra- mídamir miklu við Giza. Eyði- leggingin vofir ekki hvað sízt yfir Karnak-hofi, m.a. .vegna þess að grunnur þessa muster- isbákns er í 72 metra hæð yfir sjó, yfirborð Nílar er hinsvegar til jafnaðar í 76 metra hæð og vatnsborðið í skurðunum sem umlykja hofrústasvæðið í 74 irætra hæð. Þessi breyting, hækkun meðalvatnsyfirborðs ‘árinnar. segja fróðir menn í eðl- is- og efnafræði, veldur því að rakinn í jarðveginum eykst og væta sogast sapikvæmt lögmáli svonefnds hárpípukrafts upp í þá hluta mannvirkjanna, sem upp úr jörðu standa. Af þessum sökum getur molnað úr stein- hellunum og samloðunarkraftur krystallanna skerðist, segja sér- fræðingamir ennfremur. Og það er ekki nema von menn' spyrji: Er þetta upphafið að endalokunum, byrjunin á tor- tímingu sögufrægustu minja hinnar fomegypzku menningar- þjóðar? Breiðist bergtæringin, sem er að mola grunninn undir steinstrýtu Hatshepusar drottn- ingar, út til hins einstæða salar við hliðina, súlnasalarins mikla sem í fyrndinni var — og ekki að ástæðulausu ■— talinn eitt af furðuverkum veraldar? Vonandi kemur aldrei til þeirrar eyðileggingar sem hér var lýst að framan. Unnið er líka markvisst að því að koma í veg fyrir hana, ekki einungis af egypzkum sérfræðingum, heldur fornleifafræðingum ann. arra landa, einkum frakkneskra. Björgunarstarfið í Núbíu, við Abu Simbel, var ýmsum erfið- leikum bundið og afar kostnað- arsamt, eins og drepið var á í Síðustu grein, en björgun must- eranna í Lúxor verður þó miklu örðugra verkefni og umfangs- fneira og dýrara, á því er ekki nokkur vafi. Ýmsar tillögur um framkvæmd verksins hafa verið uppi. Einhverjir leggja til að hleypt verði rafstraumi í gegn- um veggi Karnakhofsins í því skyni að breyta hárpípu- straumnum, sem tærir steininn. Sennilega verður þó sú leið reynd til bjargar, að einangra jarðvegsgrunninn undir must- erisbákninu frá djúpberginu neðar með plastmottum. En eitt er víst: Þetta mikla verk í Lúx. ar verður ekki fremur en björg- un menningarverðmætanna við Efri-Níl unnið nema alþjóðlegt átak komi til. '★ Eftir andlátið lá leið faraó- anna og hefðarfólksins í hinni fornu Þebu vestur yfir Níl til „bústaða eilífðarinnar". Líkið var ferjað yfir ána og lík- fylgdin þokaðist yfir ræktar. landið næst vesturbakkanum og upp í fjalllendið fjær. í dag, 25, 30 eða 35 öldum síðar, fara ferðamenn sömu leiðina að skoða grafhýsin í Konungadaln- um og musterið Deir el Bahari; vélbátar flytja menn yfir ána á fáeinum mínútum og síðan er þeim, sem hvorki hafa of mikinn tíma aflogu né treysta sér til að ríða á ösnum upp í fjallið, ekið milli sögustað- anna á bifreiðum. Fyrst er komið í Konungadal- inn, talsvert inn í fjalllendinu, þar sem allt er skrælnað og hvergi stingandi strá að sjá. Upp af dalnum miðjum rís all- hár strýtumyndaður tindur, en í hlíðunum til beggja handa og innst í dalbotninum eru kon- ungagrafirnar miklu. Þaðan að sjá hefur fjallstindurinn á sér ósvikna pýramídalögun og leið- sögumaðurinn segir okkur að þessi strýta hafi fyrst og fremst orðið þess valdandi að kóngarn- ir af 18., 19. og 20. konungsætt bjuggu út grafhýsi sín á þess- um stað: Þarna höfðu þeir af guðum gerðan pýramída sem að tröllaukinni stærð og mikilfeng- leik tók fram i öllum öðrum grafhýsum fyrri alda faróa, m. a.s. víðfrægum pýramídum þeirra Keops og Kefrens; það var ekkert annað að gera en vinna að innri gerð grafhýsis-<?> ins, ganga frá grafhvelfingu og legstað. Ekki veit ég hvort þessi skýring er í samræmi við kenningar fræðimanna, en mér fannst hún sennileg þegar ég stóð í Konungadalnum að morgni fimmtudagsins 18. f.m. ræningjar ekki látið greipar sópa í ' grafhvelfinguhni. Það var Englendingur einn, Howard Carter að nafni, sem fyrstur fann gröf þéssa og þá éinstæðu fjársjóði sem grafhýsið hafði að geyma. Nú eru flestir dýrgrip- irnir varðveittir og til sýnis hafðir í Egypzka safninu í Kaí- ró. Það er ekki tími til að dvelja lengur í Konungadal og ér þá haldið til musterisins Deir el Bahari, hofs Hatshepsutar drottningar. Þétta er mikil bygging, einstök í sinni röð í Egyptalandi, þriggja þrepa musteri sem fellur vel inn í landslagið. Loks liggur leiðin að heldri- manna gröfunum þar skammt frá; allir grafarvéggirnir þar eru þaktir myndum, sem gefa góða hugmynd um daglegt líf þessa fólkS í Egyptalandi fyrir um það bil 4000 árum. Þar eins og allstaðar annarstaðar er sag- an lesin úr hinum fornu minj- um. Í.H-J. (Fimmta greinin í þessum flokki vérður birt hér í blaðinu n. k. laugardag. Fyrri greinar birtust 14., 17. og 22. þ..m.). OSKATÆKI FjöSskyldunnar Sambyggt útvarp-sjónvarp Hafnarfj.vegur Þarna í dalnum hafa funddzt til þessa 64 grafhýsi og er þó talið víst að sitthvað sé enn ófundið, enda margt ókannað. Grafhvelfingar þessar eru grafnar eða höggnar inn í fjall- ið, misjafnlega langar, en fyrir- komulag allra eins í höfuðdrátt- um: Fremst brött stigaþrep nið- ur í fordyri, síðan taka við einn eða fleiri gangar og innst og neðst sjálft líkhúsið, þar sem kistan var geymd og allt það sem sett v&r í gröfina með hin- um framliðna. Allií veggir hvelfinganna eru myndskreytt- ar, þar er í mýndum og máli sögð saga hins framliðna kon- ungs, en það var jafnan fyrsta verk hvers konungs eftir að hann komst til valda að hefja undirbúning að útför sinni og eilífðarvist, byrja á grafhýsi sínu eða grafhvelfingu. Af þess- um ástæðum eru grafhvelfing- amar í Konungadainum mis- langar og djúpar; langlífum faraóum vannst tími til mikilla verka, hinir skammlífu urðu að láta sér nægja minni „eilífðar- bústaði“. Við landarnir skoðuðum þrjár grafhvelfingar í dalnum, grafir Setis konungs fyrsta, Amenoph- is annars og Tutankhamons. Grafhvelfing Setis er í hópi þeirra sem bezt hafa staðizt at- lögu tímans tannar, skreyting- arnar og ekki sízt litir þeirra hafa varðveitzt sérlega vel. Steinkistan sem þar fannst, úr alabastri, er nú í Lundúnasafni, en múmían í Egypzka safninu í Kaíró. Grafhvelfing Amenophis er sú stærsta þarna í dalnum og hefur óttinn við grafarræningja sett mark sitt á gerð gangnanna allra; með allskonar rangölum, fallgryfjum, útskotum, afkim- um og leynistigum hefur átt að ganga svo frá grafhýsi þessu að ræningjarnir kæmust aldrei yfir dýrgripi þá og gersemar sem fylgdu faraó í gröfina. En allar reyndust þessar miklu varúðar- ráðstafanir til lítils; grafarræn- ingjar fundu um síðir það sem þeir leituðu að. Gröf Tutankhamons er minnst allra, enda var konungurinn að- eins liðlega tvítugur að aldri þegar hann féll frá. Þó er þetta frægasta gröfin í Konungadaln- um og jafnframt sú sem gefið hefur mest af sér, ef komast má svo að orði. Tutankhamon hef- ur aldrei verið í tölu hinna mestu faróa í Egyptalandf og hann var öllum gleymdur um aldaraðir og gröf hans líka, en vegna þessarar gleymsku höfðu Framhald af 4. síðu. lagningu nýs Hafnarfjardarvegar, frá Reykjavfk gegnum Kópavog og Garðahrepp. Umrætt mál er fjárhagsléga skytnsamlegt og er það meira en hægt er að segja um ýmsar aðr- ar vegalagningar, þótt þær hafi verið taldar nauð^ynlegar af öðr- um ástæðum. Fullyrða má 1. að umferðin hafi nú þegar greitt allan kostnað við vænt- anlega vegagerð á umræddu svæði margfalt í rikissjóð, 2. að hún murri, meðan á fram- kvæmdum stendur, skila ríkis- sjóði tekjum, sem verja má til vegagerðarinnar, að bún munL að lokinni vega- gerð, skila ríkissjóði veruleg- um tekjum árlega, sem nota mætti til annanra vegafrpm- kvæmda, sem nauðsynlegar teljast, en ekki eiga að hafa forgang fyrir mestu umferðar- braut landsins. ÞU LÆRIR MÁLIÐ í MlMI HÖGNI JÓNSSON Lögrfræði- og fasteignastofa Bergstaðastræti 4, Simi 13036. / Heima 17739. Smurt brauð Snittur VAUXHALL BEDFORD GRAND FESTIVAL 23” eða 25” KRISTALTÆR MYND OG HLJÓMUR • MeS innbyggðri skúffu fyrir plötuspilara • Plötugeymsla • Ákaflega vandað verk, — byggt með langa notkun fyrir augum; • Stórt útvarpstæki með 5 bylgjum, þar á meðal FM og bótabylgju. • Allir stillár fyrir útvarp og sjónvarp f læstri veltihurö • ATHUGIÐ, með einu handtaki má kippa verkinu innan úr tækinu og senda á viðkomandi verkstæði — ekkert hnjask með kassann, lengri og betri ending. ÁRS ÁBYRGÐ Fást víða um land. AöalumboS: EINAR FARESTVEIT & CO Vesturgötu 2. UMBOÐIÐ ÁRMÚLA 3 SÍMI 38900 O SMURT BRAUÐ □ SNITTUR □ BRAUÐTERTUR Laugavegi 126 Sími 24631. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. innheimta Mávahlíð 48. — S. 23970 og 24579. úr og skartgripir MELiUS JðNSSQN skólavördustig 8 I brcjuð bœr’ VIÐ ÓÐINSTORG Sími 20-4-90. Laugavegx 38. Skólavörðustíg ,13. Nýjar sendingar af heinum heimsfrægu TRIU MPH brjóstahöldum, m.a. mjög falleg sett handa fermingarstúlkum. Póstsendum úm allt land. S Æ N G U R Endumýjuœ gömlu sasng- umar. eigum dún- og fið- urheld vex og gæsadúns- sængur og kodda af vms- um stærðum Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstlg 3. Siml 18740. (örfá skraí . frá Laugavegi) TgI3r,» scSSib ÖNNUMST ALLfl H J 0 LB ARÐflÞ J Ú N U ST&J, FLJÚTT UG VEL, MEU NÝTlZKU TÆKIM NÆG BÍLASTÆÐI OPID ALLA DAGA FRÁ ki. 7.30-24.00 HJOLBARDAVIDGERÐ K0PAV06S Kársnesbraut 1 ími 40093 í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.