Þjóðviljinn - 27.02.1968, Page 10
10 SIÐA — JyJÖ&vmJWK — Þin^tsdagör 2SK &&s&am S9G8.
il
SAKAMÁLASAGA
20
Maggia vissi strax að hann hafði
lagt auðmýktina á hilluna. —
Herra Aricson, hvar er Noreen
Wilks?
En hafi hann álitið að hann
gæti kcanið Aricson á óvart óg
fengið hann til að tala af sér,
þá fóf hann villur vegar. —
Mér þykir það leitt, Salt lækn-
ir, en ég hef ekki minnstu hug-
mynd um það.
— Þér vitið hver hún er?
—\ Já.
— Eruð þér viss?
— Já, já. Ég sá hana stundum
með Derek Donnington. Er hún
sjúklingur yðár?
— Hún var það. Salt læknir
skýrði frá heilsufari Noreenar
og hvers vegna hann hefði á-
hyggjur af henni. — Og sjáið þér
til, herra Aricson, það hefur
ekkert frétzt af henni síðan hún
var í þessu samkvæmi yðar
hinn 12. september.
__ Það var ekki mitt sam-
kvæmi, Salt læknir. Þér eigið
við eitt af verksmiðjusam-
kvæmunum í klúbbnum, er
ekki svo? Sjáið þér til, ég er
ekki ábyrgur fyrir þeim. Ég
ætti reyndar að vera það —
sem félagsmálafulltrúi — en
Tommi Linsdale, sem hefur
lengri starfsaldur en ég, vildi
hafa þau á sinni könnu. Ef hann
er fjarverandi — eins og hann
var hinn 12. september — þá
eru þau á vegum Jill Frinton,
sem er honum til aðstoðar. En
mér skilst að Noreen Wilks hafi
ekki verið í þessu tiltekna sam-
kvæmi. Hafið þér athugað það
í klúbbnum?
— Ég gerði það fyrr í kvöld.
Hann sagði ekki fleira, þótt
Aricson byggist sýnilega við
því.
Aricson neyddist til að segja
eitthvað og mælti: — Jæja, þér
hafið væntanlega komizt að því
að hún var þar ekki það kvöld?
— Nei, ég komst að því að
hún hafði verið þar. <
•Maggie sá hversu snjall mót-
leikur þetta var. Hverju svo
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav 18, III. hæð (lyfta)
Símí 24-6-16.
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SÍMI 33-968.
Eftir
i. B. PRIESTLEY
sem Aricson svaraði, yrði hann
að segja skilið við kæruleysið.
gerði sér upp þokkalega undr-
un. — Ég spyr vegna þess að
ég hringdi í Dews og hann sagð-
ist skyldu athuga bókina ■— og
svo sagði hann mér, að hún
hefði ekki verið í samkvæm-
inu —
— Af hverju hringduð þér til
hans? sagði Salt læknir blíð-
lega.
— Hví skyldi ég ekki hringja
til hans?
— Jú, sjáið þér til, herra
Aricson. Þér eruð ekki ábyrgur
fyrir þessum samkvæmum. Og
þér berið væntanlega ekki á-
byrgð á Noreen Wilks, eða
hvað?
— Auðvitað ekki.
— Hvers vegna hringið þér
þá allt í einu í Dews til að
spyrja hvort hún hafi verið þar
í samkvæmi/fyrir þrem vikum?
Hafi Aricson fundið að hann
stóð hallari fæti, þá sýndi hann
þess. engin merki. En Maggie
skildi að mennirnir tveir sótt-
ust fast.
— Það er ekkert óeðlilegt við
það, Salt læknir, svaraði hann
hljóðlega. — Þetta var sam-
kvæmi hjá verksmiðjuklúbbn-
um — og ég er reyndar félags-
málafulltrúi Sameinuðu verk-
smiðjanna. Auk þess er ég sam-
vizkusamur. Gerið þér yður á-
nægðan með þetta?
—Ég er. hræddur um ekki —
nei. Hinn 12. september fer
stúlka — eða fer ekki — í sam-
kvæmi. Hvar kemur félags-
fulltrúinn þar við sögu?
Aricson brosti kuldalega. —
Nú eruð þér að reyna að þjarma
að mér, Salt læknir, er ekki
svo? Hann leit á Maggie, ef til
vill til að fá dálítinn frest. —
Er yður rflálið viðkomandi, ung-
frú — hérna —?
— Culworth — Maggie Cul-
worth. Hún hikaði, en sá út und-
an sér að Salt læknir kinkaði
kolli. — Sjáið þér til, herra
Aricson, við vitum ekki hvar
faðir minn er niðurkominn —
og það er ólíkt honum að hverfa
að heiman án þess að gefa neina
skýringu. Ég veit nú að hann
kom til Birkden á mánudag til
að spyrjast fyrir um Noreen
Wilks. Og Salt læknir álítur að
hann kunni að hafa spurzt fyrir
í verksmiðjuklúbbnum á mánu-
daginn, rét eins og við gerðum
í kvöld — ég á við, spurzt fyrir
um Noreen Wilks.
—‘ Því miður, ungfrú Cul-
worth, þá er mér þetta allt sam-
an nýtt og framandi. Ég veit
ekkert um föður yðar — eða
neinn með nafninu Culworth —
það get ég fullvissað yður um.
Og Maggie hugsaði sem svo, að
ef hann var ekki óþ tala af heil-
um hug, þá var hann sannar-
lega stórkostlegur leikari.
— Ég trúi yður, sagði Salt
læknir og tók aftur við stjóm.
— En hvemig var ég að þjarma
að yður? Hvaða samband er á
rnilli Noreenar Wilks og sam-
kvæmisins og félagsmálastarfs
yðar?
— Að mínu áliti — í sann-
leika sagt — hreint ekkert.
■tA&'fríL
aS þér fasrið allt í eirwi eftir
allan þennan tíma að spyrjai
Dews hvort hún hafi verið
þama?
— Vegna þess að ég vinn hjá
Sir Arnold Donnington, sagði
Axieson varfæmislega. — Hann
er ímynd Sameinuðu verk-
smiðjanna héma megin sunds-
ins. Og ég verð að segja, að ég
dái hann mjög. Hann er að
mörgu leyti óvenjulegur stór-
iðjuhöldur. Hann hugsar líka
um almenna velferð, hefur á-
huga á framgangi þessarar
borgar og leggur sig fram. Hvað
gerist, Salt læknir, þegar þér
farið frá Birkden?
— Ekki neitt.
— Þér eruð of hógvær. En ef
þér flyttuð Sir Arnold frá
Birkden, þá myndi allt hrynja
í rúst.
— Mér hefur stundum dottið
í hug að það væri ékki svo af-
leit hugmynd. En þér eruð sem
sé reiðubúinn til að gera hvað
sem er fyrir Donnington, vegna
þess að þér dáizt að hbnum —
ha?
— Vissulega dáist ég að hon-
um, en ég vil líka halda atvinnu
minnL Og hann getur verið
kröfuharður. En nú er ég kom-
inn í svo vel launað starf hjá
S.V. að ég verð að halda í það
og má ekki sleppa því. Þetta er
ný tegund af harðstjórn, sem
þér hafið ef til vill ekki kynnzt,
Salt læknir. Harðstjórn hálaun.
anna. Þú færg hærri laun en
tíðkast á vinnumarkaðnum. Þú
miðar neyzlu þín^ við launin.
Þú verður að veita konu þinni
og börnum allt það sem aug-
lýsendur segja að þeim beri að
veita. Og þú ert allt í einu
bundinn á klafa. Og rólegur og
skikkanlegur maður verður
þannig smám saman harður og
samvizkulaus.
Salt læknir var að kveikja sér
í pípu. — Ég skil. Mjög athygl-
isvert, sagði hann og tottaði. —
En hví eruð þér að segja mér
þetta?
— Ég hélt að þér vilduð vita
hvar ég stend —
— Eins konar aðvörun —
humm?
— Nei, nei, alls ekki. Ungfrú
Gulworth, þér verðið að afsaka
allt þetta —
— O — mér finnst þetta
skemmtilegt —
— Það efa ég, en ég vona að
þér trúið þvi, að ég viti alls
ekki neitt ujn föður yðar. Jæja,
hvert .vorum við komnir, Salt
læknir?
— Þér voruð að enda við að
gefa mér aðvörun, sem þér
sögðuð að væri ekki aðvörun.
En hvers vegna eruð þér að
hafa fyrir því að segja mér hver
aðstaða yðar er?
— Vegna þess að nú er mér
ljóst að þér eruð skynsamur
maður — ekki neinn ómerkileg.
ur, hnýsinn auli — heldur
skynsamur maður, sem hagar
sér óskynsamlega.
— Getur verið. En hvers
vegna?
— Þetta samkvæmi hinn 12.
september var ekki nein venju-
leg klúbbveizla — og til þess
eru gildar ástæður. Það var þá
nótt sem Derek Donnington
varð fyrir voðaskoti þegar hann
var áð hreinsa byssu. Gott og
sýálfsmorg — en ef þér segið
það á almanoafæri, þá er ekki
von á góðu. Sir Arnold stendur
auðvitað á bak við það. Eins
og þér sjáið, þá er ég fullkom-
lega hreinskilinn við yður.
Einkasonur hans splundraði á
sér höfðinu þessa nótt, svo að
hann hefur sett lok yfir allt
saman. Ég lái honum það ekki
og þér ættuð ekki að gera það
heldur.
— Ég er ekki að lá neinum
neitt, herra Aricson. Ég er að-
eins að spyrja einnar spurning-
ar. Hvað varð um Noreen
Wilks?
— Ég veit það ekki. Og ef satt
skal segja, þá stendur mér á
sama. Hvaða ráðstafanir sem
Sir Arnold kann að hafa gert —
trúlega til að koma henni burt
í snatri — þá trúði hann mér
ekki fyrir þeim. Ég skal játa að
það er óvanalegt — það er í
mínum verkahring að sjá um
eitt og annað fyrir hann — en
ég get ekki að þessu gert, þann-
ig gekk þetta til. Og ég er reiðu-
búinn að sverja það hvenær
sem er, að ég veit ekki meira en
þér um Noreen Wilks.
Salt læknir beið andartak. —
Gott og vel, ég trúi yður. Trúir
þú honum Maggie?
— Ég vil það helzt ekki — en
ég er hrædd um að ég geri það
samt.
— Það var og. Þarna sjáið
þér, herra Aricson. Við viljum
helzt ekki trúa yður, en við
gerum það víst samt.
— Ég er feginn að hafa getað
staðizt prófið. Jæja — og hann
hreyfði sig til á þann hátt sem
oft getur ýtt gestum uppúr
stólunum.
— Fyrirgefið — ef yður væri
sama — þá langar mig til að
bera fram eina'eða tvær spurn.
ingar enn. Ég get illa hugsað
mér að Donnington hafi beðið
vin okkar Donald Dews að falsa
gestabókina —
— Nei, Salt læknir. Ég gerði
það.
— Mér datt það í hug. En
hvers vegna?
— Ég fékk fyrirmæli um að
gera yður erfitt fyrir —
— Ég veit það. En ég spyr
samt hvers vegna.
— Svona nú, maður minn. Það
var eins og þolinmæði Aricsons
væri allt í einu á þrotum. — Ég
er búinn að útskýra hvað gerð-
ist þetta kvöld. Síðan var sjálfs-
morð piltsins þaggað niður og
stungið undir stól. Og það sem
Sir Arnold vill .sízt af öllu, er
að maður eins og þér farið til
lögreglunnar — og síðan um all-
an bæ að spyrja spurninga. Og
auðvitað er ég honum sammála.
Engar spurningar — ekkert
hneyksli.
— Þér hafið misskilið mig,
sagði Salt læknir og það var
eins og hann byggi nú yfir ó-
þrjótandi þolinmæði. — Ég veit
að þér og Donpington eruð
hræddir við hneyksli — þótt ég
sé hvorki blaðamaður né lög-
regla. En hvaða hneyksli er það,
sem þér eruð svona hræddur
við?
— Spyrjið mig ekki um það.
Ég hef sagt yður allt sem ég
veit.
Látíð ekki skemmdar kartöflur koma yðnr
§ vont skap. lYotíð COLMAIVS-kartöfluduft
SKOTTA
Það versta við það að vera trúlofuð er að stundum hitti
ég annan strák sem ég vildi héldiuir veira trúlofuð ...
ÚTSALA -- ÚTSALA
Stórfelld verðlækkun á öllum vörum verzlunar-
innar. — Notið þetta einstaka taekifæri og geiið
fóð kaup.
. AÐ SEUAST!
VERZLUN GUÐNÝJAR
Grettisgötu 45.
Leikfélagshátíðin
í Kópavogi 1968
ÁRSHÁTÍÐ Leikfélags Kópavogs verður haldin í
Félagsiheimili Kópavogs lapgardaginn 2. marz kl.
19. — Félagar fjölmennið og takið með ykkur
gesti. Styrktarfélagar velkomnjr meðan húsrúm
■leyfir.
Upplýsingar í símum 40506 -r- 41934 — 40475.
BÍLLINN
ið við bíla ykkar sjálf
Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga.
BÍLAÞJÓNCSTAN
Auðbrekku 53, Kópávogi — Sími 40145.
Látið stilla bílinn
Önnumst hjóla- ljósa- og mótorstillingu
Skiptum um kerti, platínur, ljósasamlokur.
— Örugg þjónusta.
BÍLASKOÐUN OG STILLING
Skúlagötu 32. sími 13100
Hemlaviðqerðir
• Rennum bremsuskálar.
• Slípum bremsudælur.
• Límum á bremsuborða.
Hemlastilling hf.
Súðarvogi 14 — Sími 30135.
4
i