Þjóðviljinn - 30.03.1968, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.03.1968, Blaðsíða 10
• Sl. miðvikudag fóru íslenzku unglingalandsliðin f hand- knatt í keppnisför til Norð- urlanda. Lið piltanna fór til keppni í Noregi en. stúlkum- ar héldu til Danmerkur. Með- fylgjandi mynd af keppend- um og fararstjórum var tekin nok'kru áður en hópurinn steig um borð í Flugfélags- þotuinia G'ullfaxa á Keflavík- urvelli. 1 fyrsta leik piltanna unnu Is- lendingar Norðmenn með 13 mörkum gegn tíu. í hállfleik 23 spengjur voru sprengdar í Landssveitinni í gærdag □ Klukkan seytján í gærdag voru 23 sprengjur úr bandarísku herþotunni sprengdar í loft upp í Landssveit og fór sú framkvæmd fram í fimm lotum og tók nær klukkutíma. □ Öll mannaferð var bönnuð innan kílómetra fjar- lægðar frá sprengjustað og fólki í nágrenninu skipað að halda sig í húsum inni á meðan á sprengingum stóð. — Ennþá er ein eldflaugin ófundin. □ Flugvélarflakið verður flutt á trukkum til Keflavík- urflugvallar. Tónleikar í Háteigs- kirkju á sunnudag — stjórnandi Jón Stefánsson, kantor □ Kirkjutónleikar verða haldnir í Háteigskirkju á morgun, sunnudag, og hefj- ast þeir kl. 5. Þar verður fluttur kvartett fyrir óbó og strengi eftir Karl Stamitz, en aðalverkið á tónleikunum er Kantata nr. 140 eftir Jo- hann Sebastian Bach, sem frumflutt var hér á landi 1 Langholtskirkju fyrií hálf- um mánuði. Róbert A. Ottósson, söngmála- stjóri kallaði blaðamenn á sinin fund til þess að skýra frá tón- leikumim. Á fundinum voru einnig staddir séra Sigurður Haukur Guðj ónsson og Jón Stef- ánsson, sem stjómar tónleikun- um. Jón er aðeins 21 árs að aldri, harrn lauk kantorprófi frá Tónlistarskólanum í hitteðfyrra, stundaði síðan nám í eitt ár við Tónlistarháskólann í Munchen og er nú starfandi kantor í Lang- holtsprestakalli. Á tónleikunum verða flutt tvö verk eins og fyrr segir. Fyrst verður fluttur kvartett fyrir óbó og sitren’gi eftir Karl Stamitz, sem lézt rétt eftir aldamótin 1800. Þeir sem leika þetta verk eru Rögnvaldur Árelíusson (óbó), Ásdís Þorsteinsdóttir (fiðla), Jakob Hallgrímsson (lágfiðla) og Gunnar Bjömsson (selló). Síðain verður flutt 140. kant- ata Bachs um sálmalagið Vakna Síons verðir kalla. Flytur dr. Róbert A. Ottósson formálsorð á undan fluitningi verksdns. Kant- atan er samin fyrir kór, ein- söngvara og hljómsveit. Ein- söngvarar eru Ingvelduir Hjalte- sted, sópran, Friðbjöm Jónsson, tenór og Kristinn Hallsson, bassi. Einleikarar eru Ásdís Þorsteims- dóttir, (fiðla) og Rögnvaldur Árelíusson, (óbó). Kirkjukór Langholtssafnaðar og telpnakór úr Vogaskóla syngja og hljóð- færaleikarar úr Sinfóníuhljóm- sveitinni og Tónlistarskólanum í Reykjavík leika. Kantatan var frumflutt hér á landi 17. marz í Langholtskirkj u, sem liður í messu en verður nú flutt sem sjálfstætt tónverk í Háteigskirkju, þar sem hljóm- burður er mun betri en í fyrr- nefndu kirkjunmi og aðstæður allar betri til tónleikahalds. Sálmurinn verður sun’ginn á ís- lenzku, í þýðingu Stefáns Thor- arensens en aðrir þættir verks- ins verða sungnir á þýzku. Hef- ur Sigurður Hau’mr Guðjónsson þýtt þann texta á íslenzku í söngskránmi. Þjóðvi’ljinn náðd tali í gær af Guðna Kristinssyni, hreppstjóra að Skarði í Landssveit. Var það um 4 leytið. Hann sagði: Hér er mikið um að vera enda er ætlun- in. að sprengja hinar 23 sprengj- ur k'lukkan fimm í dag, sagði Guðni. Mikið hefur verið hér um mannaferðir í dag og rnyndi ég telja, að 15 til 20 mamns séu hér aðkomandi. Bandaríska rann- sóknarnefndin náði hingað kl. 10 i morgun ásam.t fylgdarliði og fyrir er hér herflokkur. Af íslendinga hálfu hafa kom- ið ihimgað í dag Pálmi Eyjólfsson, riitari sýslumanns á Hvolsvelli, Sveinm Isleifsson, yfirlögreglu- þjónn í Rangárvallasýslu, Bene- dikt Þórarinsson, yfirlögreglu- þjónn frá Keflavíkurflugvelli og Kjartan Finnbogason, lögreglu- þjónn af Vellinum. Framhald á 3. síðu. var staðan 6-5 Islendingum í vil. I frétt NTB segir að þessi leikur hafi ekki verið góður. Norðmenn tóku forystu þegar í upphafi leiks og skoruðu þrjú mörk áður en Island komst á hlað. Norðmenn héldu síðan forystunni fram í lok fyrriháMleiks, er Islend- ingar breyttu stöðunni úr 4- 5 í 6-5. Síðan héldu ísllenzku piltarnir forystu til leikslóka. • I NTB-frétt segir að Islend- ingamir hafi verið lágir vexti en mjög leiknir. Það hafi tekið þá nokkra stund að átta sig á leikmáta Norðmann- anna, sem voru stærrí vexti, en þegar þeir hafi verið búnir að því hafi þeir átt allt frumkvæði í le'iknum. Beztur Islendinga og reynd- ar vallarins var Ásgeir Eli- asson, en eimmig eru nefndir í fréttinni þeir Jón H. Karls- son, Jósteinn Kristjánsson, Björgvin Björgvinsson og Vil- hjálmur Sigurgestsson. Mark- vörðurinn, Emil Karlsson, sýndi ágætan leik. Mörkin skoruðu fyrir Islendinga Jón 5, Viil'hjálmur 4, Ásgeir 2, Björgvin 1 og Árnd Indriða- son 1. • Síðari leikurinn í piltafflokki í gærkvöld var leikur Dana og Finna. Danir sigruðu með 14 mörkum gegn sjö (5-3 í háif- leik). Þótti þessi ledkur tii muna betri en sá fyrri, eink- um vegna þess að hnaðd var meiri. Valur Benediktsson dæmdi leikinn. Leilrfélag Reykjavikur fruim- sýnir n.k. miðvikudag leikrit Ibsens HEDDA GABLER. Þetta er í annað skipti sem LR sýnir Heddu Gabler, hin fyrri sýning var 1942 og Iék Gerd Grieg þá hlutverk Heddu, á nort...u. Að þessu sinni leikur Helga Bachmann Heddu Gabler og með önnur hlutverk fara Guðmund- ur Páisson, Guðrún Ásmunds- dóttir, Jón Sigurbjömsson, Helgi Skúlason, Áróra Halldórsdóttir og Þóra Borg. Leikstjóri er Sveinn Einarsson. Leikmyndir eru gerðar af Norð- mamminum Snorre Tiindberg, serni er af íslenzku bergi brotinn. Er hann fastráðinn v. Norske teatret og hefur starfað þar síðam 1949. Lýsti Sveinn Einarssom. sérstaikri émaegju yfir þvi aö fá þerrnan á- gasta Norömann til starfa við uppsetningu leibrits Ibsens. Þetta er í fyrsta skipti sem Stmorre Tindberg heimsæikir Isiand, enda þótt það hafi lengi staðið til. Að þessu sinni er leikrítið sýnt í íslenzkri þýðingu Áma Guðna- sonar, magisters. Allmörg leikrit Ibsens hafa verið sjmd hér á landi og má þar neflna Pétur Gaut, Afturgönigiur, Brúðuheimil- ið, ednni’g hafa verk hams verið flutt í útvarp, nú síðast Sóines bygginganmeistari. Að umdanfömu hefur verið sýnt mikið af nútímaverkuin hjá LR og sagði Sveinin að þeim htefði þótt tálmi til komimn að faira að gh'ma við verk gömlu meistaramna afltur. Etnir til kirkjutón- leika i Kópavogsk. Varði doktorsritgerð við Leipzigháskóla 28. marz í fyrradag varði Ingi- mar Jónsson doktorsritgerð við íþröttabáskólann í Leip- zig. In.gimar er faeddur á Ak- ureyri 19. des. 1937, sonur Jóns Ingimiarsscmar og Gefnar Geirdal. Ingimar lauk námi við íþróttakennaraskóla íslands árið 1958, hóf siðan nám við íþróttaháskólann í Leipzig 1960 og tók þár diplom- íþróttakennarapróf 1964. — Sama ár hóf hann sérnám i iþróttafræðum í því skyni að taka doktorsgráðu í uppeld- isfræðum. Doktorsritgerðin fjallar um sögu íþrótta á íslandi á fyrra hekningi 20. aldar og heitir á þýzku „Grundzuge der Ge- schichte des Sports in Island in der Ersten Halfte des 20. Jahrhunderts". — Dómendur voru próf. habil, Wolfigang Eichel, forstöðumaður sögu- dedldar íþróttaháskólans, og dr. phil. Helmut Arndt. — Aðalheiður Guðmundsdóttir, söngkona, mun halda kirkjutón- Ieika í Kópavogskirkju þriðju- dagskvöldið 2. april n.k. kl. 21. Fyrirhugað er að endurtaka tónleika þessa í Hafnarfirði og á fleiri stöðum út um Iand á næstunni. Á söngskránni eru verk eftir innlenda og erlenda höfunda, þar ó meðal sex andleg Ijóð eftiir Beethoven við texta eftir Gellert, en þessi fagri ljóða- flokkur hefur sjaldan verið flutt- ur hér á landi. Páll Kr. Pálsson organleikari leikur með á orgel. Aðalheiður hefur á undamförn- um árum stundiað söngnóm í Auslurríki og Þýzkalandi, síðast hjá hinum fræga þýzka sömgvaira og söngkenm ara Josef Mettemich. Hún hefur sungið íyrir þýzka útvarpið í Múnchen og í kirkjum þar í borg, og haldið tónleika á vegum Bayr. Volksbildungs Ver- band (Georg Kerschensteiner- Verband zur Pflege der schönen Kunste) við lofsamlega dóma (Oberbayrische Volksblatt, 16. des. 1966). Hér á lamdi hefur Aðalheiður haldið kirkjutónleika á ísafirði, sumgið fyrir Ríkisútvarpið og á Pressuballi Blaðamamnafélags íslands og komið fram sem eim- söngvari á hljómleikum Söng- sveitarinn-ar Filharmóníu og Sin- fóníuhljómsveitar íslamds í Rvík. Aðalheiður hefur sérstaklega lagt stumd á kirkjulega tónlist og ljóðasöng. Tómleikamir í Kópavogskirkj'U eru fyrstu sjálf- stæðu tónleikamir er hún held- ur á höfuðborgarsvasðinu. Vegleg gjöf Þjóðviljanum hefur borizt eft- irfiarandi fréttatilkyinning frá dvalarheimilisnefnd aldraðs fólks í Borgairfjarðarhéraði: Sumarliði Jakobsson verka- maður í Borgamesi hefur ný- lega afhent peningagjöf að upp- hæð 100 þúsund krónur til dval- arheimilis fyrir aldrað fólk í Borgarfjarðarhéraði. Gjöfina gaf Sum’arliði til minningar um bróður sinn, Þorstein Jakobsson, er lézt á sl. ári. Þetta er stærsta gjöfin frá einstaklinigi, er dvalarheimilis- nefnd hefur borizt og þakkar hún þessa rausniarlegu gjöf. Einnig þakkar hún allar aðrar góðar gjafir er borizt hafa. Dr. Ingimar Jónsson Ingimar er kvæntur Agmesi Löve píamóleikara. Ingimar starfaði sem blaða- maður við Þjóðviljanm eitt sumar og hefur ennfremur rit- að fjölmargar greinar fyrir blaðið. Þrír piltar hætt komnir er bát þeirra hvolfdi Skömmu fyrir kl. 7 í fyrra- kvöld vildi það slys til, að bát hvolfdi undir þrem piltuim, er voru á skem’mtisigl ingu á Iftilli skektu rétt utan við VeS’tmanna- eyjahöfn. Piltarnir komust á kjöl og gátu haldið sér þar u-nz bát sem var að koma úr róðri, Amd- vara, bar þar að og björguðu skipverjar á Andvara piltunum. Mátti etoki tæpara standa að hjálpin bærist því mjög kalt var í sjónum og piltarniir orðnirþrek- aðir. Skipstjóri á Andvara er Trausti Maignússon. Prófkosningar til forseta- kjörs hafnar Svo sem kunnugt er hgfa tveir menn þegar lýst Vfir, að þeir muni gefa kost á sér til forsetakjörs í vor: dr. Kristján Eldjám þjóð- minjavörður og dr. Gunnar Thoroddsen ambassador. Síðan kunnugt varð um framboð þessara manna hefur vaknað mikill áhugi meðal manna fyrir forseta- kosningunum og hafa menn m.a. gert sér það til gam- ans víða á vinnustöðum að efna til prófkosninga milli doktoranna. Þjóðviljinn frétti i gær af einu slíku prófkjöri er fram fór meðai stúdenta á Nýja stúdentagarðinum nú í vikunni. Á kjörskrá voru 50 stúdentar. Þar af greiddu 43 atkvæði. 3 seðlar voru auðir. Kristján Eldjárn hlaut 36 atkvæði og Gunn- ar Thoroddsen 4. Gaman væri að fá fregn- ir af fleiri slíkum próf- kosningum. Unglingalandsliðin á Noröurlandamóti Laiuigiairdaigiur 30. mairz 1968 — 33. ángainguir — 64. tölublað. LR frumsýnir Heddu Gabler eftir Ibsen

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.