Þjóðviljinn - 11.06.1968, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.06.1968, Blaðsíða 6
g SlÐA — ÞJÓÐVTLJINN — í>riðjudagur 11. jiirtí 1965. ▼ • Tveir slösuðust • Harður árekstur varð skömmu eftir hádegið í gær á mótum Njarðargötu og Freyjugötu milli lögreglubifreiðar og Volkswagen, með þeim aflcidingum að ökumaður og farþegi í fólksbílnum köstuðust út úr honum og í götuna. Slösuðust báðir, þó ckki hættulega, og voru fluttir í Slysavarðstofuna. — Fólksbifreiðin ók norður Njarðargiituna þegar áreksturinn varð, en lögreglu- bifreiðin vestur Freyjugötu á leið í slysakall og var með sírenur og rautt ljós í sambandi. Að sögn sjónarvotta óg ökumanna var hvorug bifreiðin á mikilli ferð. Þó skemmdist Volkswagcn- bfllinn talsvert, eins og sést hér á myndinni scm tekin var skömmu eftir slysið. (Ljm. Þjv. Á.Á.). • Kirkjudagur Bústaðasóknar • Á sainnudaginn viar, hinn 9. júní efndi Bústaðasókn til skyndihappdrættis í sambandi við kirkjudag sirrn. Vinningur var Mallorca- og Lundúnaferð með Ferðaskrifetofunnii Sunnu. Dregið hefur verið í happ- draetti þessu og kom upp núm- erið 2970. Handhafi happdrætt- isismerklisins er vinsamiega beðinn um að snúa sér til ‘ííSífá' Eysteinssonar, gjaldkera sacfinaðarins, í Verzl. Geysi. • Norrænt æskulýðsmót í Álaborg • Norræna æskulýðsárinu, sem hófst með æskulýðsmóti á Is- landi siðastlið ð sumar, lýkur með æskulýðsmóti sem haldið verður í Álaborg daigana 25. til 29. júní n.k. Mót þetta> er haldið fyrir ungt fólk á aldr- inum 17 til 30 ára með þátt- töku allra Norðurlandaþjóð- anna. Enn er ekki vitað um fjölda þátttakenda, en undrbúningur mótsins er á lokastigi og virð- ist vera mikill áhugi fyrir mótinu. Auglýsingahertferð hefur stað- ið yfir á Norðurlöndum vegna möts þessa og meðal annars hefur verið dreift bæklingum í 300.000 eintökum viðsvegar um Norðurlönd Pg 20.000 auglýs- irsi?aspjöldum. Merki mótsins ér hið sama ög notað var hér á síðasfliðnu sumri, en það var teiknað á auðlýsingateiknistofu Gísla B. Bjömsisonar. Mótið er undirþúið af æsku- lýðsnéfndum Norrænu félag- anna, og dagskrá þess miðuð við óskir og álhugamál ungs fólks. I dagskránoi er gert ráð fyr- ir ráðstefnum og fundalhölduim víðkunnum fyrirlesurum, fjöl- .þættri skemmtidagskrá, list- sýningum, íþróttaisýningum og keppni. Samvinna hefur tekizt miilli Norræna félagsins Dg Æsku- lýðssambands Islands um þátt- töku í mótinu. Ákveðið hefur verið að efna til tíu daga ferðar hinn 24. júní n.k. til Danmerkur í sam- bandi við mótið og er kostnað- ur mjög hóflegur. Allar nánari upplýsingar um mótið og ferðina eru veittar á skrilfstofum Norræna félagsins og Æsku 1 ýðssambands Mands. sjónvarpið • Þríðjudagur 11. júní 1968. 20,00 Fréttir. 20,30 Erlend mólefni Umsjón: Markús öm Antonsson. 20,50 Denni dæmalausi. — Is- lenzkur texti: Eillert Sigur- bjömsson. 21,15 Um steinsteypu. — Hús- byggingarþáttur í umsjá Gúst- s(fs E. PálsSDoar, borgarverk- fræðings. 21,35 Glímukeppni sjónvarps- ins (3. og 4. hluti). KR og Víkverji keppa og sigurveg- ÚTB0Ð Baejarsjóður Kópavogs óskar eftir tilboðum í jarð- vinnu við lögn vatnsveitu í Álfhólsveg og Þver- brekku. Útboðsgögn verða afhent milli kl. 9 og 12 frá og með 12. þ.m. á skrifstofu bæjarverkfræðings gegn kr. 1000,00 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð kl. 11 þriðjudaginn 18. júni á skrifstofu bæjarverkfræðings. Bæjarverkfræðingur Kópavogrs. Auglýsið / Þjóðviljunum er 17-500 aramir úr 1. og 2. hluta. Umsjón: Sigurður Sigurðsson. 22,35 Iþrótftir. 23,30 Dagekrárlok. 13.00 Vi'ð vinnúna. Tónleikar. 14.40 Við, sem heima si’tjum. Sigurlaug Bjarnadóttár les söguna Gula kjólinn, eftlr Guðnýju Sigurðardóttur (2). 15.00 Miðdegisútvarp. Sonja Schöner, Heinz Hoppe, Gunther Arndt kórinn o. fl. filytja lög úr^Syni keisarains öftir Lehár. Michaól Danz- inger o. fl. flytja lagaisyrpu. Sandie Shaw kórinn syngur lög eftir Stephens r>g Porter. Hljómsveit Edmundos Ros leikur lög úr Porgy og Bess, eftir Gerahwin. 16.15 Veðurfregnir. Óperu- tónlist. Leontyne Price, Giu- seppi di Stefano o. 'fl. flytja ásaimit listafólki í Vínar- borg atriði úr Toscu eftir Puccini; Herbert von Kara- jan stjórnar. 17.00 Fréttir. Klassísk tónlist. Alfred Brendel lei'kur á píanó Impromptu op. 142 e. Schubert. Holen Watts syng- ur lagariokkinn Mariu Slú- art op. 135 eftir Sehumann. 17.45 Lostmratund fyrir litlu börnin. 18.00 Lög úr kvilkmyndum. 19.30 Dagllegt mál. Tryggvi Gíslason fflytur þáttinn. 19.35 Þáttur um atvinnumál. Eggert Jónsson hafffr. fl. 19.55 Gestur í útvairpssal: Staniley Weiner frá Banda- ríkjunum leikur sónötu nr. 1 í g-moll fynir einleiksfiðílu Baoh. 20.15 Ungt fólk í Svíþjóð. Hjörtur Pálsson segir frá. 20.40 Lög unga fólksins. Her- mann Gunnairsson kynnir. 21.30 Útvarpssagan: Sonur minn Sinfjötli eftir Guðm. Daníelsson. Höf. fflytur (18). 22.15 Þjóðlög frá AuBturriki, fluitt af Margot Lemike, Werner Hohmann, RodPlf Trott, Drengjakór Vínar- borgar o. fl. 22.45 Á hljóðbergi. Að hátta upp á frönsku, þrír banda- rískir gamanþættir, samdir og ílluittir af Elaine May og Mike Nidhols. 23.15 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. Á 500. nemendur í Gagn- fræðaskólanum í Keflavík Skólinn í húsnæðiðisvandræðum frá fyrstu tíð Gaffnfræðaskótanum í Keffla- vik var slitið hinn 31. maí sl. Athöfnin hófst með ræðu skóla- stjónan-s, Rögnvaldar J. Sæ- mundssonar. í ræðunni rakti hann nokkuð starfsemi skólans í vetur. M.a. minntist hann á það ófremdarástand, sem ríkt hefur í bygffinffarmálum skól- aes og þá erfiðleifca í starfsemi skólans, sem af þvi stöfuðu. I þessu sambandi sagði hamn m.a.: „Húsnæðis- vandræðin hafa frá fyrstu tíð verið þrándur i götu í öllu starfi skólians. Þau hafa kom- ið í veg fyrir, að skólinn gæti gegnt hlutverki sínu sem full- kominn gagnfræðaskóli, sem gæfi nemendum kost á ýmsum möguleikum til náms, svo að ]>eir væru htefari til að mæta vandamálum lífsins í starfi eða áfratnhaldandi námi. Vegna ó- fullnægjandi húsnæðis hefur hann orðið að binda sig við það allra nauðsynlegasta og varla það. Það er margt hægt að gera til hagræðis fyrir nom- endur og kennara, ef nægilegt húsrými er fyrir hendi. Það er ekki hægt að tafca upp val- frelsi námsgreina, scm ]ki væri mjög æskilegt, og því síður verkinámsdeild, sem er nauð- synlegt að hafa, þegar varla er unnt að kenn® svo vel sé handavinnu í bóknámsdeilíium eins og nú er. Mér virðast líkuirnar til þess að þetta lag- ist til munia æði litlar, ef bygg- ingarframkvæmdir við skólann verða látnar sitja á hakanum, eins og gert hefur verið hing- að. ,til“. í ávarpi sínu til hinna nýut- skrifuðu gagnfræðinga hvatti skólastjóri ]>á til að íhuga ]>að vel, að þrátt fyrir tölvur og tunglskot og stórstígar fram- farir á sviði vísinda og tækni, væru hin gömlu lífssannindi um mnnnigildið enn í fullu gildi. Siðgæðishugsjónir krist- inna manna væru ekki úreltar, ]>ótt gamlar væru. Þekking án siðgæðis gæti leitt til tortím- ingar, on siðgæði samfnra auk- inni ]>ekikingu leiddi ávallt til farsældar. Mnrkmið mannsins væri að sækja fram til aukinn- ar þekkingar og betra lífs. Hvatti hann þá til að hlusta á rödd samvizkunnar og láta hana skena úr um broytni sína. í skólanum voru skráðir alls Barna- og ung- lingaskólauum í Njarðvík slitið Bama- og ungHngaskólanum í Njarðvík var slitið fimmtu- daginn 30. maí í félagsheimil- inu Stapa. Um þrjúhundruð og fimmtíu nemendur stunduðu ]>ar nóm í vetur. Rúmlega 30 luku unglingaprófi og 45 barna- prófi. Hæstu einkunn á ung- lingaprófi hlaut Hulda Karen Daníelsdóttir 9,15 en hiæstu einkunn á bamaprófi Ásrún Inigólfsdóttir 9,18. Mörg verðlaun voru veitt: Rotaryklúbbur Keflavíkur veitti verðlaun fyrir hæstu einkunnir í öllum bekkjum bamia- og ungl ingaskólans. Bi>kabúð Keflavíkur veitti þeim Huldu Karen og Ásrúnu Ing- ólfsdóttur vorðlaun fyrir bezt- an árangur í íslonzku og séra Björn Jónsson veitti vcrðiaun þeim Guðrúnu Einarsdóttur fyrir góðan árangur í kristn- um fræðum og Jónínu Snnders fyrir beztu ritgerð á bama- próíí. — ÖIl verðlaunin voru bók'averðlaun. Skólastj. Barna- og unfflinffaskóla Njarðvíkur er Sigurbjöm Ketilsson. Ú Þ. 448 nemendur. Undir próf gerngu 429 nem. 118 nem. i 1. bekk, 123 nem. í 2. bekk (ung- lingapróf), 84 nem. í 3. bekk alm. deildiar, 22 nem. tundir landspróf og 82 nem. undir ffaffnfræðapróf. Hæstu einkunnir í bekkjun- um urðu þessar: 1. bekkur: Gísli Torfason, 9,00 Guðfinna Eyjólfsdóttir, 8,91 Margrét JónsdóttÍT, 8,68 2. bekkur: Bergþóra Ketilsdóttir, 9,16 Jórunn Tómasdóttir, 8,58 Elisabet Hreinsdóttir, 8,38 3. bekkur, alm. deild: Haraldur L. Haraldsson 7.29 Kristj'ana Bonediktsd., 7,29 Margrét Hallsdóttir, 7,29 Mari.amnia Einarsdóttir 7,29 3. l>ekkur, landsprófsdeild: Ellen Mooney 8,58 Ambj. H. Ambjömss., 8.30 Guðrún HáiHdórsdóttir 7,25 4. bekkur, gagnfræðapróf: Marsba Kay Adkins 8,33 Einair S. Bjarmason 8,14 Olga Gunnarsdóttir 8.13 Eftirtaldir aðilar veittu nem- endum verðlaun. Vom öll verð- launin böka rverðl au n: Kennarafélag Gagnfræða- skólans veitti Berg]>óru Ketils- dóttur fyirir hæstu einkunn á unglimgaprófi, Arnbimi Hjör- leifi Ambjömssyni fyrir írá- bæra stundvísi og tímasókm í 3 Vétur og Einari S. Bjíirnasyni fyrir vel unnin félagsstörf. Skrifstofu- og verzlunar- mannafélas Suóurncsja wilti Minrsha K. Adkins fyrir ágæt- iseinkun.n í stærðfræði, bók-^ færslu og vélritun á gagn- fræðaprófi. Bókabúð Keflavíkur veitti Gisla Torfasyni fyrir hæstu einkunn í 1. bekk og Ellen Mooney fyrir hæstu einkunn á landsprófi. Séra B.iörn Jónsson veitti }>eim Soffíu Margréti Bjöms- dótrbur og Gísla Torfasyni verð- laun fyrlr frábæran námsár- angur og ástundun í kristnum fræðum. Danska sendiráðið veitti Emu Bjömsdóttur verðLaun fyrir hæstu einkunn í dönsku á gagnfræðaprófi. Rotaryklúbbur Keflavíknr veitti verðlaun fyrir hæstu einkunnir í 1. bekk, 2. bekk, 3. bekk alm. deildar og 4. bekk. Þeir Guðnd Magnússon og Andreas Færseth afhentu verðlaunin f.h. RotaryMtibbs- ins. Sóknarnefnd og sóknarprest- ur færðu f.h. safniaðarins Mar- shia K. Adkins Passíusálmana að gjöf. Tíu ára gagnfræðinigar mættu við skólaislit. Færðu þeir skólanum að gjöf peninga að upphæð kr. 11.500,00, sem var- xð skyldi til kaupa á kennslu- tæk.jum fyrir skólann eftir miati skólastjóra og kennara. Frú Rakel Olsen hafði orð fyrir þeim og afhemti gjöfina. Skólastjórí þakkaði. Hinir nýútskrifuðu gagnfræð- imgar gáíu skólanum málverk eftir Helgia Kristimsson. Einar S. Bjamason hafði orð fyirir þeim. Skólasljóri þakkaði nemend- um og kennurum samstarfið á vetrinum og óskaði öllum alls góðs, og sleit síðan skólanum. Eftir skólaslit var 10 ára gagnfræðingum sýndur skólinn og síðan bauð skólastjóri 10 ára gaignfræðmgum, kennurum og nokkrum öðruifi gestum til kaffidrykkju í Aðaíveri. Ö. Þ. INNHEIMTA LÖ0FXÆ9lsrðttF r^iÍAFÞOR. ÓUmmiOK Mávahlíð 48. — S. 23970 og 24579. Súlfræðingur óskast til starfa hálfan daginn við Geðdeild Borgar- spítalans. Námari upplýsingar gefur Karl Strand yfii> læknir í sámia 81209. Umsókmxr sendist Sjúkiraihúsnefnd Reykj avíkur, Borgar- spítalianum, fyrir 24. þ.m. Reykjaivík, 10. 6. 1968. SJÚKRAHÚSNEFND REYKJAVÍKUR. LÆKNINGASTOFU heíur undirritaður opnað að Klapparstíg 25-27. Viðtalstími kl. 1-3 alla daga nema laugardaga. Símaviðtalstími daglega kl. 9-10 f.h. í síma 35738. Stofusími 19690. — HEIMILISLÆKNINGAR. Halldór Arinbjarnar læknir Það scgir sig sjálft að þar sem við erum utan við alfaraleið á Baldursgötu 11 verðum við að hafa eitthvað sérstætt upp á að bjóða. — Sívaxandi fjöldi þeirra, sem heimsækja okkur reglulega og kaupa frímerki. fyrstadagsumslög. frímerkjavörur ýmis- konar og ódýrt lestrarefni, sýnir að þeir sjá sér hag í að líta inn. — Við kaupum íslenzk frímerki og kórónumynt BÆKUR OG FRÍMERKI, Baldursgötu 11. i i 4 l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.