Þjóðviljinn - 28.07.1968, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.07.1968, Blaðsíða 4
) éj. SlÐA —r ÞJÓÐVIIjJINN — Sumnudagur 28. JúM IÖ68. Otgeíandi: SameiningarfloKkm alþýðu — Sðsíalistaflokkurlnn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. (áb.). Magnus Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson Frámkvstj.: Eiður Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsmgar prentsmiðja: Skólavðrðustig 19 Simi 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 120.00 á mánuði — Lausasöluverð krónur 7,00. Fráleitt sjónarmiB Jjegar borin eru saman þau bréf sem farið hafa á milli kommúnistaflokkanna í Tékkóslóvakíu og Sovétríkjunum kemur fljótt í ljós að reginmunur er á málflutningi þeirra. í bréfi sovézka flokksins og hinna f jögurra sem stóðu einnig að því er leitun á staðreyndum, jafnvel ímynduðum. í staðinn koma fuUyrðingar, sem ekki er reynt að færa rök fyrir, staðhæfingar um gang mála í Tékkóslóvakíu sem eiga sér enga stoð í veruleikanum og vangaveltur um óorðna hluti, um „ógnanira og „hættur“ sem yfir Tékkóslóvökum vofi, en þeir séu svo glámskyggnir að sjá ekki. Allt ei^orðalag bréfsins svo loðið og al- mennt'að við liggur að setla megi að það hafi verið samið án nokkurrar hliðsjónar af því sem er að ger- ast í Tékkóslóvakíu, heldur eftir einhverri allsherj- ar formúlu sem höfð hafi verið tiltæk. En þá virðist hafa verið kastað til höndunum þegar sú fopnúla var sett upp, því að allt bréfið er í algerðri mótsögn við þá hátíðlegu yfirlýsingu í upphafi þess að „ætl- unin sé ekki að hlutast til um þau mál sem séu al- ger_einkamál“ Tékkóslóvaka. Svarbréf þeirra er af ajlt öðrum toga. Þar er leitazt við að ræða málin á hlutlægum grundvelli, segja söguna eins og hún hefur gerzt, lýsa orðnum hlutum, boða fyrirhugað- ar ráðstafanir. Engin dul er dregin, á þær hættur sem geti leynzt á ófarinni leið, en því þá lýst skil- merkilega hvernig ætlunin er að bregðast við þeim. Og enn er það óskemmtilegt dæmi um þann mál- flutning sem Kommúnistaflokkur Sové'tríkjanna telur sér sæma að ástunda, að hann lætur ekki birta ‘bréf Tékkóslóvaka, heldur svarar málgagn hans völdum glefsum úr því með skætingi. gn þótt málflutningurinn og allur málatilbúnaðux flokkanna fimm sé vítaverður, er hitt þó öllu hrapallegra, að þrátt fyrir loðið orðalag Varsjár- bréfsins er auðsætt að það sem höfundar þess telja langvarhugaverðast við þróunina í Tékkóslóvakíu að undanfömu er að ritskoðun og önnur höft á frjálsri skoðanamyndun hafa verið afnumin, að mönnum hefur verið leyft að bindast samtökum, sem telja sig ekki eiga að öllu leyti samleið með kommúnistaflokknum, þótt þau heiti fullum stuðn- ingi við meginstefnu hans og láti sér ekki til hugar koma, frekar en yfirgnæfandi meirihluti lands- manna, að segja skilið við sósíalismann. Höfundar Varsjárbréfsins telja bersýnilega áð skoðanafrelsi, undirstaða lýðræðis í okkar skilningi á því orði, eigi ekki rétt á sér í sósíalistísku þjóðfélagi, jafnvel ekki eftir að auðstéttin hefur verið brotin á bak aftur. Takmörkun þess sé ekki staðbundið stundaýj fyrirbæri sem verður ef til vijl ekki umflúið við vissar aðstæður, meðan verið er að treysta undir- stöður hins nýja þjóðfélags, heldur stafi rótgrónum sósíalistískum samfélögum enn hætta af frjálsri skoðanamyndun. Það er fráleitt sjónarmið að áliti íslenzkra sósíalista. — ás. J0NATHAN SCHELL: "“'B W Þ0RPIÐ SEM VAR JAFNAD VID JÖRDU „Þetta er An liðsforingi", sagði White ofursti, rétti út hönd og brosti hlýlega við mannimum, eins og væri hann að kynna einhvem sem væri að ktnma fram í sjónvarpi. Allir við- staddir litu á An liðsforiéhtgja, og White ofursti hélt áfram af miklum móði: „Þetta er mað- urinn, sem við eigum allt að þalkka. Hann á mikinn heiður skilinn“. An' liðsforingi kinkaðd kolli, en hann skildi ek'ki neitt af þvi som hinn sagði, hvemig sem hann lagði sig í líma tii að reyna að skilja. „Hann hef- ur staðið sig með afbrigðum vel. Hann á allan heiðurinn skilinn". Þá tók White ofureli eftir því hve ringlaður veslings maðurinn var, og endurtált þá lofsyrði sín einu sinni, og reyndi um leið að glæða hjá sér það bros, sem hann hafði þegar reynt of lengi að halda í, svt) að það var rétt byrjað að stirðna: „Hann hefur stað- ið sig með afbrigðum vel. Flokkurinn hans var að þangað til klukkan ellefu í gærkvöldi. Við gerðum ekki neitt. Hann á allan heiöuiúnn aif verkinu". An liðsforingi varð þess var að allra augu beindust að honrim cn, hann brosti og gek'k feti fraimar. >á sló þögn á hópinn. Whi-te ofursti sneri sér aftur að mannskapnum og sagði: „Og vatnsbílarair......“ Þá hörtfaði An ofureti, og er hann úr sög- unni. Þegar forustumenn hjálp- arsveitanna voru farnir, leit hann út yfir gaddavírsgirðing- una Og veggjalausu húsaþyrp- inguna með björtum föigrum þaktjöldum yfir, soeri sér að Fhilip Carolin og sagði með einskærri ánægju: „Já, Philip, skilurðu, stundum lánast manni að hitta naglann á höfuðið“. Þegar Ba ofursti kom, reynd- ist hann mjög talandi, og ekki siður en White. Hann kom sér fyrir í þessu kringdótta, gula tjaildi, sem ætlað var yfirmönn- um, og flutt hafði verið í ná- munda við hliðið að gaddavírs- búðunum. Menn hans komu þangað með marga stóla, borð, kæliskáp, fullan af flösikum með öli og sætum drykkjarföngum kældum. í frystihölfinu. Ba of- ursti, sem var lítill maður þreklega vaxinn, sípatandi höndum út í lOPtið, og hafði stór sólgtenaugu til að horfa gegn tim á heiminn, og var sýnilega mjög æstur. Hann skipaði fyrir af miklum móði, og talaði og talaði við banda- ríska fréttaritana á vondri ensku, hló oft að fyndni sinni, þó að öðrum virtist hún þunn. Ráðgjaflar hans bandarískir stundu upp af mikilli hógværð ýmsum tillögum, rétt • eins o" vildu þeir láta hann s-kilja að hann væri allt í öllu. Banda- rískir fréttarítarar voru sífellt að spyrja White ofursta, en hann bað þá kurteisilega að snúa sér til Ba ofursta. Óðar en búið var að koma fyrir há- tölurum til viðbótar við bílinfi, sem áður er nefndur, vair Ba ofursta fenginn hljóönemi í tjald sitt. Með þvi móti komst hann í beint samband við landa sína, en enginn þeirra hafði síðustu tvö árin heyrt neina rödd frá stjóminni í Saigon. Auk þess að gefa út opinberar tilkynningar, tók Ba að sér ýmsar smærri skýnslur, og lét stöðva áróðursplöturnar til þess að koma tilkynningum sín- um sjálfskipuðum að. Sérstak- lega var honum annt um að lýsa eftir foreldrum bama, sem villzt höfðu frá þeim. Tveimur dögum eftir að búð- irnar vora reistar sást innlend- ur maður á gangi milli vegigja- lausu húsanná og vera að biása skordýraeitri í báðar áttir. Svo blés hann einnig á fölkið' og pjönkur þess. Áhaldið, eða vél- in, sem hanm hafði til þess líktist afarstórri siáttuvél. Fóiikið varð óttastegið, því ÞFF hafði sagt því að Bandaríkja- menn blésu eitri úr sprautum. Ba ofursti tilkyn.nti þá í hljóð- nema sínum aö öllu væri óhæbt: „Verið ekki hrædd! Eitrið er ykikur alls ekki skaðlegt. Það er ekfci eátrað öðru en skordýr- um. Víet Cong og stjönn þeirra segir að Bandaríkjamenn ætli sér að eitra f.yrir ykkur, en það ,er öðru nær, við látum okkur annt nm velferð ykkar“. Að svo mæltu sneri hann sér að þeim tveimur fréttaimönnum, sem sátu í tjaldinu hjá honum, og sagði: „Sjáið þið til! Víet Comg segir áð við ætlum að eitra fyrir fólkið, en við eitr- um ekki fyrir annað en flug- ur“. Ba ofursti þreyttist aildrei á að endui’taka, hve mikiu betra ástandið í búðunum væri en látið hafði verið af í áróð- urstækjum óvinanna: svo sann- a-rlega var ekfci eitrað fyrir fólkið, engar vanfærar konur ristar á kvið, brátt mundu all- ir fá nóg að borða, það skyldi hann sjá um. Fréttamaður spurði hann hvaða munur væri á þessarri nýju aðferð, að flyt.ia. fólkið Og setja það miöur á nýjan stað, og hinu, sem áður hafði tiðk- azt, að herja á byggðir, en sú aðferð hefði öllum sýnzt gefast illa. „Þegar við settumst í þorpi'n náðum við ekki tii fólksins,“ svaraði hann. „Við urðum að fiara þaðan aftur og þá voru V. C. óðara komnir. Nú höfum við falið mönnum úr Bylting- arsinnaöa viðreisnarfélaginu að vinna hug og hjarta almenn- ings og upplýsa fólkið um hiö sanna eðli stjónnarinnar. Nú getum við blandað geði við fólkið. Við upplýsum það og kennum því góða siði“. 1 búðunum var það bíllinn méð hátölurujium, sem var tækið til að stjórna upplýsingu og kennslu í góðum siðum. Auk ættjarðarsönigva og ræðuhalda um sama efni var í sífellu verið að gefa út tilkynningar. Svohljóðandi tilkynning var send út einn dag síðdegis í klukkutíma samfleytt: „Þrítug- asta og annað herfylki, og Binh Duong hérað býður yk’kur vel- komin og lofor að hiálpa ykkur á allan hátt: Við vitum að þið sem 'eruð á valdi Binh Duong. lútið ógnanstjórn og eruð neydd ti/1 að gjalda ofur þunga skatta. Þeir lofa öllu fögra or svíkja svo allt. Þess vegna hefur stjórnin iátið flyt.ia vkkur hing- að. Hún vill forða ylckur frá Víet Cong. Við reynum að gera alít fyirdr ykkur, sem í okkar vaildi stendur, en nú sem stend- ur eru víst varla nægar birgð- ir til af mat og of lítið um húsrými. „En þetta lagast bráð- um, ekki verða nema nokkrir dagar þangað til það er komið í lag. Stjórnán mun bnátt hafa naaga atvinnu handa ykkur öllum. Herinn vill vara ykkur við áhangeniduim V.C. og þeirna lævísa áróðri. Þeir eru meðal ykkar og iátast vera flóttamenn. Ef þið verðið varir við þá, skul- uð þið undireáns segja til þeirra. Við skorum á V.C.-menn að gefa sig fram. Þeim mun þá verða vel tekið. Þetta eru hin- ar einu flóttamannabúðir í Binh Duong, ' og við ráöium ölium fjölskyldum sem eiga ættingja, sem ennþá dýljast í Ben Suc eða öðrum borguim, til þess að kalla á þá. í útvarpinu og hvetja þá til að gefa sáig fram. Stjómin mun ætíð standa með þjóð sinni!“ Áróðursspöld voru lfka hengd upp víðsvegar um búðimar. Á oinu af þes'sum spjöldum var málað með stór- um stöfum á klæði sm hengt var á gaddavírinn við hlið- ið: „VELKOMIN HEIM TIL FRELSIS OG LÝÐIÍÆÐIS". Á öðru spjaldi, sem líka hékk á gaddavímum, stóð: „VELKOM- IN TEL' MÓTTÖKUSTAÐAR FLÓTTAMANNA FRÁ KOMM- ÚNISMANUM". Stuttu síðar spurði frétta- maður N.B.C. Ba ofureta hvar fólkdnu úr þorpunum yrði feng- inn varanlegur sgmastaöur, og hvenær það yrði flutt burt úr Fhu Loi-búðunum. ' „Við vitum ekki ennþá hvert það verður látið fara. En ég gizká á að það verði flutt í annan stað eftir svo sem tvo mánuði", svaraði hann. Fréttamaðurinn spurði ■ hvaða hernaðarframkvæmdir hefðu verið gerðar í Binh Duong áð- ur en Cedar Falls-aðgerðir hóf- ust. „Áður?“ spurði Ba ofursti. „Já, i fyrra, eða í hjtteð- fyrra“. „1 fyrra?“ Ba ofurs'ti sló á kné sér og rak upp mikinn hlátur. „Ég veit ekkert hvað gerðist hór í fyrra. Ég var ekki hérna þá“. Hann benti á sjállfan sig með fingrum beggja handa, og látbragði, .sem..áttjv.að Jýsa því að hann væri okki ábyrg- ur fyrir neinu sem áður hafði gerzt á þessum stað. „Spyrjið einhvern um það hvað gerzt hafi í fyrra“, sagði hann og hló og hló. Fréttamaðurinn beindi nú sömu spumirngu að Wihite of- ursta. ,,'Gerið svo vel að segja mér, ofursti, hvort fólk þetta mund ,fá að stunda sömu at- 'vinnu og það hafði, þegar það er komið þangað sem því er ætlað að dveljast til frambúð- a?“. „Já, það verður séð um það. Þessdr bændur munu fá að stunda landbúnað. Hver fjöl- skylda mun fá þrjú hundruð pjastra (h.u.b. 2000 ísl. kr.) í skiaðabætur“. „Þessir bændur hérna rækta flestir rís. Getið þér sagt mér nokkuð um það, hvaða lag þaxf að hafa við þetta verk? Mér skilst að það sé engan .veginn vandalaust, þegar byrjað er að rækta á nýjum s*tað.“ „Já, það vitum við, og víð ætlum að reyina að koma rébfcu lagi á,“ svaraðd Wihite otfursti. Svo bætti hann við, eins og ljós hefðd runnið upp fyrir honum: „Ætli þeir getá þá ekki ræfctað grænmeiti?“ Þegar fr éttam aðurinn var farinn út úr tjaldinu, sá ég að vaindræðasvipur leiö snöggvast yfdr andlit White oifursta, en þvi var eklki vant, og hann sneri sér að mér og sagði: T,,Hann þassi náungi'rfrá N.C.B. sýndst ekkd ætla að bera ökkur of vel söguna, eða hvað finnst yður?“ Ég var honum öldungis sam- mála. í dag kl. 16.00 leika á Akureyri: ÍBA - VMUR Á Laugardalsvelli leika kl. 16.00: KR-ÍBV Á mánudag 29. júlí kl. 20.30 leika á Laugardalsvelli: FRÁM - ÍBK í dag ld. 16.00 leika á Ákranesi: ÍA - SFLFOá MÓTANEFND

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.