Þjóðviljinn - 28.07.1968, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.07.1968, Blaðsíða 6
Fjörmikill söngur berst út til okkar þegar við rennum í hlað að Laugum í Sælingsdal, þar sem um fimmtíu húsmaeður úr Reykjavík eru í orlofi. Kvöldvakan stendur sem hæst, — síðasta kvöld- vakan áður en konurnar halda hver til síns heima, hresstar og endumærðar eftir tíu daga frí frá daglegu striti, tíu daga upplyftingu 1 skemimtileg- um félagsskap, þar sem tími hefur gefizt til að sinna ýmsu því sem ekki er kostur á hvers- dagslega. Það er wiflséð. að þær skemmta sér kommglega, orlofs- konurnar, söngurinn er kröft- ugur og í samræðum er grunnt á gamninu. En grinið er ekki allsráðandi og þessi síðasta kvöldvaka að Lauigum er með talsvert menningarlegum blæ. Fanarst.ióri hópsins, Steinunn Finnbogadóttir ljósmóðir, sem er gjaldkeri orlofsnefndar Reykjavíkur, hiefur kvöidvök- una með lestri ljóðsins Móðir mín eftir Matthías Jochumsson, en síðan er sýndur leikþáttur upp úr Helfró eftir Jakob Thor- arensen. Flytjendur eru þær Elínborg Ágústsdóttir og Pálíma Eggertsdóttir, en sögumaður Sigrún Eimarsdóttir. Þá er gam- all samkveðninigaþáttur, Vinnu- konan og írúin, sem Sigríður Hannesdóttir og Pálína Eggerts- dóttir kveða. Milli atriða er fjöldasöngur við undirleik Bryn- dísiar Þórarinsdóttur. Gestir orlofskvennanna á þessari kvöldvöku og einu karl- mennirnir í hópnum, Einar Kristjánsson skólastjóri að Laugum og Ásgeir Bjamason alþingismaður úr Ásgarði flytja ávörp og kemur m.a. fram í ræðu skólastjóra að skólanefnd er ákaflega ánægð með sumar- leigjendur sína, orlofsnefndina og hrósar hann orlofskowum fyrir prúðmannlega framkomu, fyrirmyndar umgengni og síð- ast én ekki sízt þann menning- arlega svip er sé á kvöldvökum þeirra og gleðistundum á kvöld- in, þakkar þeim komuna og forstöðukon.unni samstarfið og óskar fararheilla. Allar ungar Ásgeir Bjamason minmst þes® er lögin um orlof hús- masðra hafi verið samþykkt á þingi, hanp hafði þá «kki órað fyrir þvi að hópamir aettu eftir að koma og dvel.iast í hans sveit. flefði hann álitið að orlofskon- ur yrðu eintómar gamlar og mjög þreyttar konur, en hafi nú kymnzt því að þær væru hvorki gamlar ' né ofþreyttar, sumar kannski slitnar. en all- ar ungar, a.m.k. í anda. Að lokum flytur Steinunn Finnbogadóttir kveðjuorð og minnist einkunnarorða hópsins: „Einn fyrir aila — allir fyrir einn“ sem fylgt hafj verið all- an tímann. Sigríður Bjömsdótt- ir skáldkona frá Miklabæ þakk- ar og kveður fyrir hönd orlofs- kvennanna. Síðan er gengið að kaffiborð- inu og haldin bæði kveðjuveizla og reyndar líka afmælisveizla, því þrjár konur hafa átt afmæli á tímabilinu þar af ein meira að seg.i-a fimmtugsafmæli, Sigrún Einarsdóttir, og rignir yfir þær hamingjuóskunum. Betra en á Mallorca Yfir kaffiborðinu er margt spjaMað og kemur greinilega fram í viðtali margra kvenna við blaðamann Þjóðviljans, að þær eru ákaflega ánægðar með dvölina, hafa ferðazt um og kynnzt nærsveitunum undir leiðsögn Einars skólastjóra og Kristínar konu hans, stundað sund af kappi, farið í göngu- ferðir um nágrennið og átt skemmtistundir á hverju kvöldi við upplestur, söng og leiki. Sú nýfimmtuga lýsir þvi yfir að heldur vildi hún eyða sumar- fríinu í orlofsdvöl húsmæðra en á Mallorca, ætti hún að velja. „Þetta , er svo ólíkt því sem maður gerir daglega, það er stænsti kosturinn“, segir ein. ,,Og svo er maður alveg á- hyggjulaus“, bætir önnur við, „engin mafseld, engin inn- kauþ, engin húsverk, engin börn að hugsa um . . .". — „Og e<ng- ir karlmem!" — „Verst að við borðum yfir okkur þrisvar á diag, því maturinn er svo góð- ur“. „Það er lfka rnikils vert að við erum hér alveg einar útaf fyrir okkur, en ekki imi'an um aðra gesti á hóteli og kynnumst því fljótar og betur1', segir ein yngri kvennanna, en þæ-r eru hér á öllum -aldri, unig- ar, miðaldra, aldraðar en þó eiginlega allar ungar, eins og þingrhaðurinn saigði, a.m.k. finnst blaðamanni andinn í hópnum ekki ólíkur því sem oft er í hópi skólasfúlkna. „Já, það er satt, við verð- um alveg eins og stelpur hér, það er meira að segja rúllu- stand síðdegis, hárgreiðsla og allt í háalofti fyrir kvöldvök- urnar. Nú hefur maður einu sinni verulegan tínja tii að um útlitið". Dömufrf allt kvöldið En nú er staðið upp frá kaffiborðinu og dansleikur kvöldsins hefst. „Það er frítt inn fyrir döinur, en þar sem karlmennirnir eru aðeins tveir bjóðum við þeim með“, ' segir Steinunn glettnislega. Þrátt fyr- ir gott boð fimnst þeim tvedm þeir líklega eitfhvað einmana innan um allan kvennafansinn, a.m.k. sjást þeir ekki í dansin- um. En dansinn er stiginn aif miklu fjöri af kvenfólkinu, mest gömlu dansamir, farið í kokk- inn, marserað o.s.frv. Jón Bene- diktsson.frá Miðgarði spilar á nikkuna og verður að leika mörg óskalög. Mjög er til efs að karlmenn gætu sikemmt sér jafn vel í sín- um hopi án víns og öruggt að ekki myndu þeir einir stíga dansinn jafn glatt. Það er dömufrí allt kvöldið. Dansgicðin fer ekki eftir aldrL FJöldasöngur. 0 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — SynnMdagur 28. júlí 1968. Elzta bonan í hópnum: Jónána Loftsdótlir, sem er að verða áttræð. Hún las framhaldssögu fyrir konumar á kvöldin. ék á nlkkuna: Jón Bencdikts- in frá Miðgarði. Kristjánsson skólastjóri. Samkveðningaþátturinn. Vinnukonan og frúin: Pílína Eggertsdóttir og Sigriöur Hannesdóttir. Afmælisbömin með fararstjóranum. Frá vinstri: Þórunn Elfa Sigrún Einarsdóttir fimmtug og Steinunn Finnbog idóttir. Magnúsdóttir, Björg Helgadóttir, I A i A i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.