Þjóðviljinn - 22.08.1968, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.08.1968, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 22. ágúst 1968 — 33. árgangur — 175. tölublað. Sjá forýstugrein blaðsins á síðu 4 Forystugrein Þjóðviljans í dag er samþykkt, sem framkvæmdanefnd Sósíalistaflokksins gerði á fundi sínum í gær um innrás herja Var- sjárbandalagsríkjanna fimm í Tékkóslóvakíu. — Sjá síðu 4. Herir fimm ríkja Varsjárbandalagsins réðust inn í Tékkóslóvakíu í fyrrinótt Allt landið í höndum hinna erlendu herja - Her Tékkóslóvakíu fékk fyrirmœli um að veita ekki viðnóm en þó mun nokkurt mannfall hafa orðið - Dubcek fangi PRAG 21/8 — Seint í gærkvöld, um kl. 22 að íslenzkum tíma, héldu sveitir úr herjum fimm aðildarríkja Varsjárba ndalagsins, Sovétríkjanna, Póllands, Austur-Þýzkalands, Ungverjalands og Búlgaríu yfir landamæri Tékkóslóv- akíu. Pragútvarpið skýrði frá því þrem ur klukkustundum síðar að innrás væri hafin í landið. Samtímis innrás inni tóku sovézkar herflugvélar að lenda á flugvellinum við Prag og fluttu þær herlið og skriðdreka. Eftir skamma stund var höf uðborgin á val di hins erlenda herliðs og þegar komið var fram undir morgun mátti heita að innrásarherimir hefðu allt landið á sínu valdi. Tékkóslóvösk stjómarvö ld mótmæltu þegar innrásinni, en jafn- framt vom her Tékkóslóvakíu gefin fy rirmæli um að veita ekki viðnám. Því er haldið fram í Moskvu að innrásin hafi verið gerð að beiðni forystumanna Tékkóslóvakíu, en enginn þeirra hefu r þó verið nafngreindur og í Prag var því þegar lýst yfir að innrásin væri gerð i fullkominni óþökk bæði þjóð- þingsins, ríkisstjómarinnar og forystu Kommúnistaflokksins. Engin meiri háttar átök munu hafa’ orðið í Tékkós lóvakíu síðasta sólarhring, en þó munu nokkrir menn hafa látið lífið í árekstr um við innrásarliðið. Sagt var síðdeg- is í dag að ríkisstjóm og forsæti miðstj ómar Kommúnistaflokks Tékkóslóv- akíu hefðu verið á fundum til að ræða ástandið, en ráða má af fréttum að flestir, ef ekki allir helztu forystumenn Tékkóslóvaka hafi verið handtekn- ir eða séu a.m.k. ekki frjálsir ferða sinna. Útvarpið í Prag hólt áfram frósögmum sínum af inmrásinmi fram á morgun, en þá þagnaði það og samtíimis rofnaði allt símasamlband bæði innanlandsog við útlönd. Sovézkár herimenn lögðu undir sig útvarpsstöðina í Prag og sovézkiur hervörður var eiirunig við allar helztu opinlberar byggingar í bongmni. Fram eftir degi bárust helzt fréttir frá út- varpsstöðinni í Pilsen, en hún þagnaði eimnig þegar á daginn ieið. Prébtir of því sem siðan hefur gerzt í Tékkóslóvakíu eru þvi af stenium skammti, enda þátjt einstaka skeyti þærdst frá tékkóslóvösku fréttastofunni lengst af deginum, en hún til- kynnti að líWega myndi brátt tekið fyrir , þaiu. Mótmælaaðgerðir í Reutersfrétt segir að uim gervalla Téktoóslóvaikiu hafi al- menniinigur risið upp gegn her- némsiliðttnu. Nokkrir árekstrar urðu milli hams og sovézka her- liðsáins og er talið að fjtórir menn hafi látið lífið í Prag en aill- margir fleiiri siærzt. ■ , Unghngar réðust gegn sovézku skriðdrekunum með benzín- spneinigjur að vopoi, ednkumþeim sem raðað hafði verið umhverf- is útvairpssitöðina í Prag. Þaðan mátti heyra samféllt í tvær klst. stöðuga sprenigjudynki og skot- hveilli, líkilega úr sprengjuvörp- uom, segir í Reutersfróttinini. Átök urðu eánnig i Bratisiava, höfuðborg Slóvakíu. Þar fellu tveir menn fytrir sovézkum byssukúlium, en þrír særðust. Annars er tekið fram að innrás- arliðið hafi fengið fyrirmæli um að beita aðeins skotvopnum sín- um til vamiar eða ógnunar. Sagt var í Prag í kvöld að vélbyssuihvellir heyrðust úr ýms- um hlutum bomgarinnar, en þeir munu aðallega hafa stafað af þvi að sovézíkiu henmennirnir skutu af byssum sínium yfir höfuð manna í ógnunarskyni. 17 ára piltur er sagður hafa verið skotinn til bana í Kosice, austast í Slóvakíu, en þrír aðrir særðust i viðureign við sovézkt herlið sem var á leið gegnum bongina. Ekkert bendir til þess að innrásaxliðdnu hafi verið veitt Framhald á 2. siðu ! I Stjórn Tékkóslóvakíu krefst j brottflutnings innrásarherja PRAG 21/8 — Ríkisstjórn Tékkó- slóvakíu leggur á það áherzlu í samhljóða mótmælaorðsending- um sem hún sendi stjórnum Sov- étríkjanna, Austur-Þýzkalands, Póllands, Ungverjalands og Búlg- aríu í kvöld að hún muni gera all- ar nauðsynlegar ráðstafanir ef hemámssveitirnar verða ekki fluttar úr landinu tafarlaust. Sam- kvæmt Ceteka er sagt í orðsend- ingunum að þjóðir Tékkóslóvakíu hafi verið hvattar til þess að sýna stillingu og veita ekki innrásar- herjunum viðnám svo að afstýrt yrði geigvænlegri ógnun við samband Iandsins við Sovétríkin, frið og öryggi í heiminum. Sama ástæfi hafi legið til þess að her Tékkóslóvakíu voru ekki gefin fyrirmæli um að snúast til vam- ar. í orðsendingunum er þess kraf- izt að allt erlent herlið verði flutt - frá Tékkóslóvakíu þegar í stað, að öllum hemaðaraðgerðum þeirra skuli hætt, að málum verði aftur komið í það horf að löglega kjöm- ar samkundur geti starfað með eðlilegum hætti og að látnir verði lausir allir þeir ráðherrar og flokksleiðtogar sem handteknir hafa verið. Þá er þess krafizt að tryggt verði að þjóðþingið geti komið saman undir eins. Kommúnistaflokkar V-Evrópu fordæma innrás sovéthersins 1 !• PARÍS 21/8 — Kommúnista- og sósíalistaflo'kkar Vestur- Evrópu hafa fordæmt harðlega innrásina í Tékkóslóvakív og lýsti yfir stuðningi við hina frjálslyndu leiðtoga l-andsins. Einar Olgeirsson i viSfali viS Þ]6SvU]ann i gœrkvöld: A sér enga stoð í hugsjónum sósíalismans // I ■ Þjóðviljinn hafði í gserkvöld samband við Einar Ol- geirsson formann Sósíalistaflokksins þar sem hann er staddur í Búkarest og innti hann eftir áliti hans á innrás herja Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu. Einar Ol- ♦ geirsson sagði: ■ Ég er algjörlega andvígur hernámi Tékkóslóvakíu, sem á sér enga stoð í hugsjónum sósíalismans né sam- skiptareglum sósíalistískra flokka. Það er skylda hvers sósíalistísks flokks að standa með Tékkóslóvökum og Kommúnistaflokki Tékkóslóvakíu, um leið og þess verð- ur að gæta að taka ekki undir áróður heimsvaldasinna, sem eigia í svívirðilegum hemaði víða um heim, og munu nota sér þessi ægilegu mistök Sovétríkjanna til þess að magna áróður sinn. ■ Einar sagði, að um 100 þúsund manns hefðu komið saman fyrir framan flokksstjómarbygginguna í Búk- arest í gærdag og hefði Ceauseseu haldið m’jög ákveðna ræðu þar sem hann krafðist þess að sovézki herinn yrði á brott úr Tékkóslóvakíu og tóku flokksstjómin, ríkis- stjómin oig. miðstjóm verkalýðssambandsins undir þá kröfu á fundi og lýstu stuðningi .við Tékkóslóvaka. Italski kommúnistaflokikurinn. sem er stærsti kommú n istaflokk- ur Vestur-Evrópu, lýsti i dag yfir andúð sanni á innrásinni í Tékkóslóvakíu. 1 yfirlýsingu, sem gefin var út eftir tveggja tíma fund forsætis flokksins, segir, að ítalski kommúnistaflokkurinn skilji ekki hvers vegna ákvðrð- un vair tekin um að gera inn- Framhald á 3. siðu. Dubcek og félögum rænt? PRAG 31/8 — Tékkóslóvaska fréttastofan Ceteka hafði það í kvöld eftir sjónarvottum að Dubcek flokksritara, Spaeek, full- trúa í forsæti miðstjómar og Kri- egel miðstjómarmanni hefði ver- ið ekið burt í herbíl til óþekkts ákvörðunarstaðar. Síðar skýrði fréttastofan frá því að um kl. 16 í dag að ísl. tima hefði Cern- ik forsætisráðhcrra verið ekið burt í sovézkum brynvagni. Ekki væri heldur kunnugt um ákvörð- unarstað hans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.