Þjóðviljinn - 10.01.1969, Blaðsíða 5
Fösfcujdagur 10. jamúar 1069 — ÞJÓÐVI'LJIÍNIN — SÍÐA g
Rússar urðu
fyrstir íþotu-
kapphlaupi
Sovézkti ílugvélasmiðimir sigruðu í
fyrstu lotu kapphlaupsins um hljóðfráu
þotumar; TU-144 varð fyrst þessara risa-
stóru farþegaflugvéla sem fljúga hraðar
en hljóðið til að komast á loft og ljúka
fyrsta tilraunafluginu. Concorde-vélin
frsega. sem brezkir og franskir fluigvéla-
smiðir hafa í sameiningu unnið að, verð-
ur ekki ferðbúin fyrr en eftir nokkra
mánuði eða misseri; smíði hennar hefur
seinkað verulega og framkvæmdaáætlam-
ir á ýmsan hátt farið úr skorðum. Banda-
ríkjamenn, sem einnig vinna að smíði
hraðfleygra farþegaflugvéla, eru talsvert
á eftir Rússum, Bretum og Frökkum í
kapphlaupinu, en þess ber að gæta. að
þær þotur s»em unnið er að í Bandaríkj-
unum eru talsvert stærri en TU-144 hin
sovézka og Concorde-vélin.
TU-144 farþegaþotan, sem kennd er við
hinn fyrsta sovézka flugvélasmið A. N.
Túpóléf, fór í fyrstu ferðina, reynsluferð-
ina, á gamlársdag. Farþegarými hennar er
ekki ýkja stórt, hún getur flutt um 120
farþega í ferð, en meðalhraði á langleið-
um er 2500 km á klukkustund.
Meðal þeirra sem fylgdust með fyrstu
flugferð TU-144 var A. N. Túpóléf, sem
varð áttræður 10. nóvember sl. Hann hef-
ur lagt á ráðin um smíði fjölmargra far-
þegaflugvéla um dagana; nefna má sem
dæmi TU-104, hina elztu í hópi farþega-
flugvéla sem við Túpóléf eru kenndar, en
sú flugvél var fyrsta þotan í heimi sem
notuð var til farþegaflutninga á áætlun-
'árflúgleiðum.
A. N. Túpóléf að lokinni velheppnaðri reynslu-
ferð TU-144 í hópi flugmanna og fleiri sér-
fræðinga er viðstaddir voru á gamlársdag. Hinn
fraegi flugvélasmiður er með gleraugu til vinstri?
á myndinni, flugstjórjnn Edvard Élian er lengst
til vinstri á myndinni. — Til hliðar er mynd af
TU-144 á flugi.
TU-144 á brautarenda fyrir flugtak. Takið eftir „nefi“ þotunnar; það er sveigt niður á við í flugtaki og lendingu, en visar beint fram þegar þot-
an er komin á loft og hefur náð fullum hraða.
Þama er TU-144 komin á ferð og „nefið“ vísar beint fram á við.
/