Þjóðviljinn - 03.04.1969, Page 2

Þjóðviljinn - 03.04.1969, Page 2
2 SlÐA — WÖÐVILJINN — Kmmkidagur 3. apríl 1969. Kvikmyndir um páskana Austurbæjarbíó Austu rbæj arbíó sýnir kvik- myndina Hótel, um páskana. Myndin er gerð eftir sam- nefndri skáldsögu eftir Arthur Hailey, sern komdð hefur út í íslénzkri þýðingu. Með aðalhlutverkin fara Rod Taylor og Catheriné Spaak. Tónabíó Hin fræga bandaríska gam- anmynd ,,Hów to suceeed in business without really trying“, sem á íslenzku heitir Hvernig komast má áfram án þess að gera handarvik. er nú sýnd í Tónabíói. Er saigt að mynd þessi hafi náð sömu vinsælldum á Broad- way og My fair lady og South Pacific. Framleiðandi og leikstjóri er David Swift og þeir sem fara með staerstu hlutverkin í mynd- inni eru Robert Morse, Michéle Lee og Rudy Vaillee. Stjörnubíó Stigamaðurinn frá Kandaihar, „hörkuspennandi og viðburðar- rfk amerísk kvikmynd" er páskamynd Stjömubíós. Gerist myndán í Indlandi árið 1850. Ronald Lewis, Oliver Reed og Yvonne Romain leika aðallhlut- verkin. Nýja bíó Nýja bíó sýnir amerísku myndina Hetja á haettus'lóðum (Deal in danger), mynd sem gerist í Þýzkalandi á stríðsár- unum. Myndin er gerð eftir sjónvarpsleikriti, ,,BI1ue Light“. Robert Goulet leikur aðalhiut- verkið en auik hans fara með stór hflutverk Christine Carere og Donald Harron. Laugarásbíó Mayienlinig er nafnið á pásika- mynd Laugarásbíós og eru leik- arair í myndinni m.a. Ornar Sharif, Ohaterine Deneuve, Ava Gairdiner og James Mason. Efni myndarinnar er sótt í atburði er gerðust í Vínarborg 1888. Þá fundust Rúdolf, rikis- arfi keisaradæmis Habsborgara, Austurríkis-Ungverjailands, og frilla hans Maria Vetsera. ung- versk greifynja, skotin til bana í veiðiskálanum í Mayetrling, skammt frá Vínarborg. Veltu menn lengi fyrir sér hvort þau skötuihjú hefðu verið myrt eða framið sjáffsmorð. Leikstjóri er Bretinn Terr- ence Young. Athugasemd frí Einari iSindrn 1 gær barst Þjóðviljanum eft- ibfarandi atlhugasemd frá Einari Ásmundssyni í Sindra: „Vegna fréttar í Þjóðviljan- um í dag (2. apríl) um að 11 verkamönnum hafi verið vikiö úr starfi f Straumsvík, viljum við taka eftirfarandi fram: Matar- og kaffihlé starijs- manna okkar í kerskála er samkvæmt samkomulagi við fulltrúa allra starfsmannanna i kerskála og gert samkvæmt ósk þeirra þ.e. að þeir taki hálfa kl.stund í mat, en hætta hálfri kl.stund fyrr að kvöldi- Fonmað- ur Sveinafélags jámsmiða ann- aðist þetta samningsatriði. Á fundi með hluitaðeigandi verkalýðsleiðtogum þ. 6/2—69, setti form. HÍífar í Halfnarfirði fram kröfur um m.a. hækkað kaup til starfsmanna við þjöpp- un kol-massa (þ.e- stanf 11- menninganna) og að þeir fengju hlífðarföt og skó. Þessum kröf- um var mætt af okkar hállfu. Einnig hefur sá háttur verið á, að þegar 11-menningamir hafa lokið við þjöppun á eitt ker, hafa þeir mátt hætta vinnu þann dag. Ástæðan er sú að þjöppun kolmaissains í hverju einstöku keri verður að gera í samfelldri vinnu, a. m. k- hvað bbtn snertir. Frá því að gengið var frá ofangreindum samningsatriðum hefur ekkert annað komið fram, sem bent gæti til óánægju frá hendi starfsmarmanna þar . til Framhald á 13. síðu Ferðir strætisvagnanna SKÍRDAGUR: Ekið frá klukkan 10—24:00. Á leiðum, sem ekið er á sunnu- dágsmorgnum og eftir miðnaétti á virkum dögum: kl. 7:00-10:00 og ki. 24:00-01:00. FÖSTÚDÁGURINN LANGI. Ekið frá kl. 14—24:00. Á þeim leiðum, sem ekið er á sunnudagsmorgnum og eftir miðnætti á virkum dögum: kl. 11:00-14:00 og kl. 24:00-01:00. LAUGARDAGUR: Ekið frá kl. 07:-17:30. Á þeim leiðum, sem ekið er á súnnudagsmorgnum og eftir miðnætti á virkum dögum: verííur ekið frá: 01:00. klukkan 17:30- PÁSKADAGUR: Ekið frá klukkan 14:00-24:00. Á þeim leiðum, sem ekið er á sunnudagsmorgnum og eftir miðnætti á virkum dögum: kl. 11:00-14:00 og klukkan 24:00- 01:00. ANNAN I PÁSKUM: Ekið frá klukkan 10:00-24:00. Á þeim leiðum, sem ekið er á sunnudagsmorgnum og eftir miðnætti á virkum dögum: kl. 07:00-10:00 og klukkan 24::00- 01:00. UPPLÝSINGAR í síma 12700. Þögn Styrmis ; Um ndkfcurra ára ‘skéið hef- ur aðalmálgagn þéirra Hanni- bals ValdimarsSónar og Bjöms Jónssonar verið Morgunblaðið. Þeir hafa haift sérstakan full- trúa á ritstjórnarskrifstofum blaðsins, Styrmi Gunnarsson, og stundum hefur hann ekki haft neitt annað að sýsla vik- um saman en skrifa «m mál- efni þeirra; yrði öll sú fram- leiðsla tínd til myndi hún fylla nokkrar vænar bækur. Enginn leiðtogi Sjálfstæðis- flokksins hefur notið þvílikrar þjónustu; síðustu tvö árin hef- ur Hannibal Valdimarsson vérið nefndur mun oftar í Morgunblaðinu og af meiri virðingu en sjálfur Bjarni formaður. Svo náin voru sam- skipti Hannibals og Bjönns við Styrmi, að hann gat dag- lega skýrt frá hugrenningum beirra og athöfnum. Meðan þeir félagar sóttu enn fundi í framtevæmdastjórn og þing- flökki Alþýðubandalagsins kom það aft fyrir að ákvarð- anir slíkra fuinda voru næsta dag raktar í Morgunblaðinu, líkt og Styrmir hetfði setið fundina sjálfur- Á þetta er minnt sökum þess að síðustu vikurnar hefur Styrmir þagað gersamlega um athafnir húsbænda sinna. Er sú þögn þeim mun kynlegri sem Hannibal og Bjöm hafa að undanfömu átt um það mjög nánar viðræður við æðstu leiðtoga Framsóknar- flokksins hvort þessir aðilar ættu ekiki að taka upp ástir samlyndra hjóna. Það hefur verið fjörleg pólitísk frétta- mennska að birta daglega í Morgunblaðinu frásagnir aif því sem gerzt hefði daginn áður á ástafundum þessum, en samt hafa viðbrögð Styrmis verið alger þögn. Allir vita að hann heldur enn óskertum samböndum sínum við þá Valdimarssyni, svo að þögn- in hlýfur að stafa af þvi að hann er svo vél vaninn kjöltu- rakki að hann rekur ekki upp bofs nema með leytfi hús- bændanna. Að prútta um prísa En það er víðar kynleg þögn um þessar viðræður; Tíminn hefur ekki enn sagt frá þvi að þær fari fram. Aðalmálgagn Framsóknarflokksins virðist lita svo á að það koimx óbreytt- um Framsóknarmönnum ekki við, þótt Ölafur Jóhannesson og Hannibal Valdimarsson séu að semja um það hvernig eigi að bjóða fram í öllum kjör- dæmum landsins, hvaða Fram- sóknarmönnum eigi að kasta fyrir borð og hvaða Hannibal- istum eigi að geía lífsvon í staðinn. Verketfni Framsókn- armanna á auðsjáanlega að vera það eitt að hlýðnast því sem klikur í Reykjavík ákveða. Að undanförnu hefur al- menningur að vonum gagnrýnt það harð'lega að stjórnmála- ákvarðanir fara að mjög óverulegu leyti fram fyrir opn- um tjöldum, að áhrif óbreyttra flokksmanna fá ekki að kom- ast að. Leiðtogar Framisóknar- flokksins, svo sem Eysteinn Jónsson, hafa í orði tekið und- ir þessa gagnrýni. En i raun hefur ekkert breytzt; hinir ætfðu stjórnmálamenn hatfa ekkert lært og engu gleymt; þeir halda enn sem fyrr að þjóðmálabarátta sé í þvl fólg- in að prútta um prísa á mark- aðstorgi hinna pólitísiku gleði- fcvenna. Hár- rétt mat Hitt vekiur hins vegar enga furðu þótt ekki sé á þessar viðraeður minnzt ‘ í litla viku- blaðinu með stóra nafninu, Nýju landi — frjálsri þjóð. Blaðið telur auðsjáanlega að þeir Bjöm og Hannibal séu ekki lengur flulltrúar neinna aðila í þjóðfélaginu; þeir þurfi ekki að stahda nokkrum manni reikningsskap athafna sinna frekar en Jón Jónsson þegar hann kaupir sér í nefið. Og auðvitað er þetta hárrétt mat hjá syni Hannibals. — AustrL ililiag . t)r myndinni í Tónabíói, Nú eru síðustu forvöð að sjú Koppalogn Hér á myndinni eru Steindór Hjörleifsson sem Lási fjosamadur og Bor&ar Gardarsspn s,em :bítill- inn Mikki. • I daig, skírdag, hefur Leik- félag Reykjavíkur allra síöustu sýningu á einþáttungum Jónas- ar Árnasonar, í Koppalognd. Koppalogindð var f rumsýnt um jólin í fyrra og reyndiist vinsælasita viöfangsefni síðasta leikárs og var sýnt þá 53 sinn- um, síðan í leikför úti á landi. Sýningarniar á Koppalogni eru nú saimtals orðnar 77. Ásamt HaHdóri Laxness og Jökli Jakobssyni heíúr Jónasi Arnasyni tekizt að vekja at- hygli umheimsins á því, að á- stæða sé til að fyflgjast með því sem skrifað er fyrir leiksvið á fsllandi. Nú í vor á að flytja í sænska útvarpið Táp og fjör, annan einiþáttunginn í Koppa- logni, og kornið heifiur til tals að sýna þá báða í Dyflinni í haust. Sýningar Leikfélagsins um pásikana verða annars sem hér segdr: Á skírdag, eins og áður seg- ir, síðustu forvöð að sjá Koppa- lognið og Maður og kona á annan í póskum. f gærkvöld var skemmtunin Þegar iwfmi ■ var ung endurtekin í Austur- barnaópera etftir Þorkel Sigur- bæjarbíói til ágóða fyrir Bi- bjömsson., Barnamúsíkskólinn afrasöfnuhina, óg á annan í og Leikfélagið standa =að þeirri páskum verður frumsýnd ný sýmámgu í samedningu-. - -: SOLÖ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eidavélar af mörgum stærðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveitabæi. sumarbústaði og báta. a Varahlutaþjónusta. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa elda- véla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði ELDAVÉLAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJANSSONAJR h.f. Kleppsvegi 62 — Sími\33069.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.