Þjóðviljinn - 14.06.1969, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.06.1969, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVELJINN — Lauigardagur 14. Jdní 1969. — málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson fáb.), Magnus Kjartansson, Slgurður Guðmundsson. Fréttaritstjórl: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Ólafur Jónsson. Framkv.stjóri- Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 150,00 á mánuðl. — Lausasöiuverð kr. 10,00. Brýnasta viðfangsefnið 0« hefur verið á það bent að á ýmsum sviðum sé I búið verr í haginn fyrir sjávarútveg á íslandi en í ýmsum grannlöndum okkar, fiskverð sé hér laegra og kjör sjómanna lakari. Slíkum samanburði er stundum svarað með þeim röksemdum, að sjáv- arútvegur njóti aðstoðar og styrkja frá öðrum og öflugri atvinnugreinum í löndum eins og Noregi og Bretlandi, en við getum ekki styrkt sjávarútveginn á þann hátt, því um aðrar öflugri atvinnugreinar sé ekki að ræða hér á landi. Slíkur samanburður á stöðu sjávarútvegs hér og í nágrannalöndum okk- ar fær hins vegar ekki staðizt- nema að takmörk- uðu leyti. Á móti kemur sú staðreynd að fram- leiðni í fiskveiðum er meiri hérlendis en í nokkru öðru landi heims. íslenzkir sjómenn draga miklu meiri afla á land én fiskimenn nokkurrar annarr- ar þjóðar og lega landsins auðveldar útgerð mjög. Raunar er útflutningsframleiðsla supra Útgcrð- arstaða á íslandi svo mikil að vafasamt er hvort dæmi verða fundin í víðri veröld um nokkurn ann- an atvinnurekstur sem skili jafri mikiúm arði, og er þá með talin hvers kyns stóriðja. Af þessum á- stæðum þarf íslenzkur sjávarútvegur ekki á því að halda að njóta stuðnings annarra atvinnugreina; hann leggur sjálfur slíkan stuðning í té. Opinber aðstoð sem veitt er fiskveiðum í Noregi og Bret- landi sýnir ekki yfirburði þessarar atvinnugrein- ar þar í löndum, heldur er hún tilraun til að jafna met sem eru okkur mjög í hag. íslenzkur sjávarút- vegur þarf ekki að styðjast við annan rekstur, held- ur getur hann verið öðrum atvinnugreinum til halds og 'trausts; lágt fiskverð og skert kjör sjó- manna stafa ekki af getuleysi sjávarútvegsins heldur af röngu stjórnarfari. J^nda þótt nú beri að leggja kapp á að iðnvæða ísland má ekki gleyma því að sjávarútvegur er og verður um langa framtíð meginundirstaða efna- hagskerfisins. I>ví er það mikil skammsýni hjá stjómarvöldum að hafa látið mikilvæga þætti fisk- veiða úreldast á undangengnum velmegunarárum. Fyrir tveimur áratugum áttuim .við fullkomnari og tiltölulega stærri togaraflota en nokkur önnur þjóð; nú höfum við dregizt aftur úr keppinautum okkar á þessu sviði vegna þess að flotinn hefur ekki ver- ið endumýjaður. Einnig hefur orðið samdráttur hjá þeim hluta bátaflotans sem stundar bolfisk- veiðar og hefur það leitt til minnkandi freðfisk- framleiðslu. Það er einfalt reikningsdæmi að ef ís- lendingar hefðu haldið fyrri forustu á þessum svið- um hefðu gjaldeyristekjur þjóðarinnar á síðasta ári orðið meira en þúsund miljónum króna hærri en raun varð á, og þá hefðu hin margfrægu efna- hagsvandamál orðið auðveldari viðfangs. Nýsköp- un sjávarútvegsins og er enn sem fyrr brýnasta við- fangsefni þjóðarinnar. — m. Einar Ragnar Sverrisson f. 21/11 1940 — d. 24/5 Þær stundir korna í lífi manns, er hann leitar á. náðir þagnarinnar. Þá finnur hann, að engin orð, hversu voldug og viðamikil sietm þau kunfia að vera, eiga svör við-þeirri spurh- jngu, seim leitar á hugann í sí- fellu — hvers vegna deyja þeir, sem við elskum og okk- ur eru kærir? Raunar er ekki ofviða mann- legri skynsemi að svara þess- ari spumingu, en öll hennar svör og rök virðast svo mátt- vana og einskis verð þeim, sem finna sig skyndilega stamda andspænis óumflýjanlegri stað- reynd dauðans. Hvort það ber vott um styrk- leika eða veikleika manna, að þeir skuli aldrei geta sætt sig við þessi sameiginlegu örlög sín, veit ég ekki, en hitt er skiljanlegra, að við erum mis- jafnlega reiðubúin til þess að taka fregnum um dauðann, einkum þó, þegar hann hefur ekki gert nein boð á undan sér. Hugur okkar dvelur ekki við dauðann, þegar við mætum ungu og hraustu fólki í blóma lífsins, og sízt af öilu, þegar í hlut eiga góðir vinir, sem eiga jafn mikið tilkall til framtíðar- innar og við sjálf, sem höfum átt samleið með þeim og kynnzt vonum þeirra, vilja og þrám. Þegar ég frétti að vinur minn, Einar Sverrisson, hefði látizt af slysförum utanlands, fannst mér veröldin taka á sig annarlegan svip. Ég hafði leitt hugann að ýmsu öðru um dag- ana en því, að ég ætti eftir að, standa yfir moldum þessa unga og fallega manns. En kannske er það miskunnsemi forsjónarinnar að þakka, að enginn veit hver annan grefur. Einar Sverrisson fæddist í Reykjavík, 21. nóvember 1940. Hann var sonur Sverris Kristj- ánssonar sagnfræðings og fyrri konu hans, Ernu Einansdóttur. Einari kynntist ég ifyrst í 10 ára bekk í Melaskólanum. Við vorum bekkjarsystkin fram til 12 ára aldurs, en þá skildust númsleiðir okkar um tíma, on síðar mættust þær aítur í Menntaskólanum í Reykjavík. Vinátta tókst mjög fljótt með okkur Einari í bamaskóla. Ég held ég megi segja að hún hafi upphafizt eftir bræðrabyltu á heimili hans, Blómvallagötu 13, eftir einn skóladag, en við vor- um nábýlingar og áttum oft samleið úr skóla. Þar sem ljósit var að hvoruigt vann á hiniu, kusum við heldur að vera vinir, og sú vinátta entist okkur til dauða hans. Það leið varla sá dagur að við hittumst elcki eftjr sikóla, til þess að fást við einhver mikilvægari og raunhæfari verkefni en námsbókalesítur. Einar var allra manna fróðast- ur um klifurtækni utanhúss og uppfræddi sinn fylgihnött mjög nákvæmlega um allt, sem að henni laut- Einar var líka slyngur dúfna- veiðari og átti stóran poka full- an af dúfum í portinu heima hjá sór. Mér varð hins vegar lítið til fanga í veiðiferðum okkar, og hafði næstum missit allt álit á sjálfri mér, þegar mér hugkvæmdist það snjall- ræði eina niðdimma nótt, að ræna frá honum nokkrum dúf- um. Mér er enn í minni svip- ur Einars þegar við hittumst næsta dag. Hann grunaði stiax hver farið hafði ránsihendi um kofann, bað mig brosandi um dúfurnar sinar aftur og sagði að ég mætti eiga þær með sér, úr þvi ég gæti ekki veitt neina sjálf. Þetta vár dæmigerður Einar. Hann vildi gjama deila því með öðrum sem hann átti, Minning og þannig hélt Einar áfram að vera sem vinur. Þegar ég kom úr sveitinni á haustin, var Einar alltaf fyrst- ur til að fagna mér, og alltaf var Einar sá fyrsti sem ég leit- aði uppi við heimkomu mína. Slík var vinátta okkar þegar í bemsku — vinátta, sem hélt á- fram að þróast gegnum okkar þroskaár. Um árabil átti ég enga vin- konu svo góða að ég hefði get- að trúað henini fyrir því, sem ég gat trúað Einari fyrir. Hann var ekki hnýsinn í annarra til- finningiar né flíkaði sínum eig- in, en alltaf var hann reiðu- búinn til þess að taka þótt í sönnum eða ímynduðum raun- um manns og gleði. Hann var einlægur og opinn þeim, sem hann vildi kynnast vel, en var þó að jafnaði innhverfur- Það var gaman að vera vin- ur Einars. Hann var óvenju gáfaður drengur og gáfnafar hans var fjölþætt og skemmti- legt. Hann var agætur náms- maður, og hafði hanm þó lít- inn stuðning af samvizkusem- inni á námsferli sinum, því hugur hans hneigðisit að ýmsu öðru en því sem skyldan bauð. Bókihneigðari mann en Einar hof ég ek'ki þekkt. Hann var síles«indi og samkaði að sér bók- um úr öllum áttum um ólík- ustu ofni, sem hvergi átti skylt við hið fyrirskipaða námsefni skólans. Oft kom það fyrir að Einar raltti fyrir mér efni bók- ar, sem vakið hafði hrifningu hans. Honum virtist nauðsyn að eiga eálufélag við aðra um það, sem snart hann sjállfan, og opna augu þeirra fyrir því, sem hann fann hlutunum til gildis, t>g þvi meiri varð gleði hans scm hann gat leitt mann til dýpri skiln- in-gs á hugðarefnum sínum- Einair vair einstaklega hiug- myndairíkuir, og kímnigáíu .hafði bann í betra lagi. Au.ga hans var nærnt fyrir hinu broslega í fari mannannn, og náði það jaifmt til hans sjálfs sem annarra. Mörgum stundum varði hann til þess að skrifa niður bráð- fyndnar skoplýsingar á sjálfum sér eða náunganuim, eftir því sem andinn blés honum í bi'jóst. Tvær æskuritsmíðar Einars vonx honum þó alia tíð kærastar. Cnnur var löng smá- saga í „burlesqúe“-stíl, sem fjallaði um ævi og örlög nokk- urra forneskjulegra sveitaper- sóna. Sögu þessa þýddi hann sjálfur á ensku og skemmti vin- um sínum gjaman með því að lesa handritin upp á vixi um leið og hann gagnrýndi þau eða dáðist að stílþrifum hvors um sig. Hin var bænaróður til vín- guðsins, ortur á latínu undir sama bragarhætti og Koratius orti sirm fræga óð „Integer vitae". Öð sinn .nefndi Einar 1969 af litillæti „Odes inspiratae". Þar trúir hann guði sínum fyr- ir þvi, að hann sé undirlagður af hverskyns almennri sunnu- dagsvanlíðan og þá einkum þorsta, sem hann biður hann að slökkva. Hann bænheyrir hróp- andann og líðanin fer batnandi með hverju versi, þannig að undir lokin er „pessima vita“ orðið að „splendida vita“. Hvort þessi óður hefði risið undir nafni meðal hinna latn- esku gullaldarskálda, skal ég ekki segja, en aiftur á móti ef- ast ég um að þau hafi getað ltveðið frá sér þorsta og höf- uðþrautir með jafn miklum flýti og Einar Sverrisson gerði )>enn.an sólfagra suonudaig skömmu fyrir dimission. Að kvöldi sama dags fór tveggja manna kór syn.gjandi um göt- ur bæjarins þennan nýorta óð, lífinu og gleðinni til dýrðar og vegsemdar. Einar elskaði lífið og hugur hans var alltaf opinn fyrir feg- urð þess og mikilleik. En eins og títt eir um óstýrilátt og æsku- glatt fólk, tók hann lífinu stundum of geyst. Segja rná að uppátæki hans og vina hans á skólaárunum hafi etkki öll ver- ið í anda laganna, en aldrei voru þau þess eðlis, að Drott- inn gæti ekki fyrirgefið þau, þótt þau ýfðu stundum illa fínni taugar góðborgaranna. Söngur, gleði og fögnuður — þannig vildi Einar að lífið væri og þannig minnist ég æsku minnar með honum. En gleðin fer aldrei einförum. Henni fylg- ir söknuður og tregi. Áður en. varir eru söngurinn og gleðin orðin að minningu um söng. og gleði, og við, sem forðum geng- um krin.gum tjömina og velt- um fyrir okkur torróðnum gát- um tilverunnar eða lágum á grasflötinni í Hljómskálagarðin- um og ljóðuðum hvort á annað, fundum síðar, að lífið og heim- urinn var elcki lengur okkar einkaeign. Að lokn.u stúdentsprófi fór Ein.ar uta.n til frambaidsnáms. Hann lagði stund á fomleifa- fræði í Leipzig í eitt ár en tók síðan sögu fyrir sern aðalgrein. Eftir tveggja ára nám í Þýzka- landi, bauðst honum styrkur til Rúmeníu. Þangað fór bann á- samt félaga sínum, Ara Jósefs- syni, sem ætlaði að leggja fyrir sig málanám. Ákvörðun örlag- a-nn.a réði því, að hvomgur þes®- ara tápmiklu og gáfuðu stráka átti afturkvæmt til starfa fyrir land sitt, ein-s og ætlun þeirra var að loknu námi. Ari fórst í bafi, þegar þeir voru á heimleið sumarið 1964, og nú er það Ein- ar, sem vihimir kveðja í dag. Frá Rúmeníu fluttist Einar til Búlgaríu með konu sinni buigarsfcri,' sem hann hafði kynnzt við nám í Austur-Þýzka- lahdi. Eiignuðust þau einu son, Ægi, sem nú er þriggja ára, en slitu samvistUTn eftir nofckur 'á.r Þótt Ein.ar fæti land úr landi og þyrfti að nema hverja nýja tungún/a á fætu.r annarri, virtist það ekki há honum mikið við sögunámið, því hann var 'ágætur málaimaður og hneigðari fyrir tun.gumál en almennt gerist um stúdenfa úr stærðfræðidend í fyrsta bréfinu sem hann skrif- aði mér frá Rúmeuíu, lýsti hann m.a viðureign sinni við rúm- enskuna með þessum orðúm: „Áranguirinn er býsna kátlegur af miáHábangi mínu — égtala há- þróað bókmenntamál, ívafið grófasta götuslan.gi, enda kunn- áttan fengin úr þessúm tvéim- ur áttum“ . En ekki hafði Ein,ar verið lengi í Rúmeníu, þegar hann- tók til að þýða Ijóð úr rúmensku með miklum ágætum. Einar var ágætlega skáldmælt- ur, þótt fáir vissu það, og bann var Ijóðelskur með afbrigðum. Einkum hafði hann yndi af við- kvæmum ljóðum, og lýsdr það bezt skapgerð hans, enda þótt frumyrkingar hans væru oftast af léttara taginu og jafnvel stundum „absurd“. Hann átti það til að krydda bréf sin alls kyns gamanþuluin á ýmsum tungum, meira að segja á dönsku, sem var.. honum þó hvimleiðust allra liámsgreina í skóla og hann við^|kenndi treg- lega sem tungumál. Eitt þess- ara „ljóða“ kalláíjii hann „En piges klager", og lþ! það fylgja með, að tragískur.’ skáldskapur væri sín sterka hli,ð. Þótt efasit megi um sannleipgíldi þeirrar sjálfslýsingar þá Jer það vísrt, að Einar átti sinar sterku hlið- ar, en bann átti lifca sinar veiku hliðar eins og aðrir menn. Hon- um reyndist stundum auðveld- ara að falla fyrir freistingum lífsins en að takast á við alvöru þess, eins og oft vill henda hrif- næmt og lífsgla-tt fólk. Hann var félagslynd-ur og hdfði gamaTi af því að gleðjast ,með glöðum. Hann átti auðvelt1 með að nálg- asf aðra, því hann var alúðleg- ur og þægilegur í viðmóti, enda átti bann kúnningja viða um heim, en raunverulega vini sina taldi hann hinsvegar fáa. Sjaldan hitti ég Einar svo að hann minntist ekki einhverra fa.gnaðarstunda liðinna daga í hópi góðra vina og félaga. og það sama gerði bann, þegar fundum okkar bar saman í sáð- asta sin-n. Nú, þagar ég sendi þér míwa lokakveðju, kæri Einar, vil ég þakka þér þessa liðnu daga og allar okkar góðu og skemmti- legu samverustundir. Flestar ljúfusitu og beztu minningár æsku minnar eru bundnar þér og vináttu þinni, og þær minn- ingar geymast en gleymaát aldrei. Ég bið guð að styrkja foreldra þína og srystur í sorg þeirra yf- ir látnium syni ,og bróður. Þuríður Kvaran. Til Einars Horfinn ertu hjartans vinur. Bjartur, brosfagur bróðir minn. Liðna daga löngum mun ég minnast við og mynd þina. Þér ungum ég unni til æviloka. G.S Eirnar Sverrisson varð mér harnidauði. Við vorum kumnug- ir frá þeim dögum þegar Ellefu var við lýði og menn breyttu eins og hjartað leiddi þá og eins og augun gimtust; vorið 1968 vorum við svo samtíða í nokkr- ar vikur suður í Búlgaríu og þar tókst með okkur sú sér- stæða og trausta vinátta er oft tekst á stuttum tíma með ís- lendingum erlendds. Einar var góður féla.gi. h.rein- skiptinn og glaðlyndur. Hann hafði mikla og næm,a greind, var hrifnæmur og viðkvæmur í lund, en gerði sér þó aldrei rellu út af smámunum; æðru- leysi hans í ýmsum þeim raun- um, sem félítillístúdent getur , ratað í, var raunar einstakt. Og Einari hélzt flla a því sem mölur og ryð fæi^Érandað. Hann var aftur á móti ijjjög vel mennt- aður. víðlesinn qg fróður. talaði fjölda tungumál|| og hafði lif- andi áhuga á fí^étum greinum klassi’skrar mi’núlunar. Og mér er næx að haldggað menntunin hafi verið homlm annað og meira en „beziáf, fjárfestingin" og að bam,n haÖÍ frekar viljað len.gja sér leið íiembættishæg- indi en hitt, þýí a'ð lífið og frelsii æskunnar var hónum enn eitt og hið samanOe ha.nn naut lífsins nánast af áfergju. Einair Sverrisson var einlæg- Framhald á 13. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.