Þjóðviljinn - 14.06.1969, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.06.1969, Blaðsíða 11
Laugsardagur 14. júní 1969 — ÞJÓÐVIXjJINN — SfÐA 11 í dag er kvaddur einn af beztu sósíalistum norðanlands, Þáll Kristjánsson á Húsavík. Páll héfur allt sitt líf, síðan hann hóf afskipti af þjóðmálum staðið í fylkinigarbrjósti í bar- áttu alþýðunnar á Húsavík og í Þingeyj arsýslu, gegnt fyrir hana - trúnaðkrstörfum j afnt í bæjarstjóm sem á Alþingi og í hreyfingunni almennt, þar til hann lézt 65 ara að aldri. Ég kynntist Páli fyrst, er harnn var némandi minn fyrir rúmum fjörutíu árum, þegar verið var að ryðja brautina fyrir Mennta- skóla Norðurlands, en siðar bundumst við þeim tryggða- böndum í baráttu fyrir sameig- inlegri hugsjón, sem aldrei brustu. Hjá honum og hans á- gætu konu, Huld Sigurðardótt- ur, átti ég sífellt athvarf á tið- um ferðum til Húsavíkur á und- anfömum árátugum. Þeim fækkar nú óðum félög- unum, sem brutu ísinn og mddu brautina, er gert hefur sósíal- istiska verklýðshreyfimgu að stórveldi í íslenzku þjóðlífi. Páll var einn þeirra, er með gáfum sínum og starfi lagði þar gjörva hönd að verki. Það þakk- ar alþýða Húsiavíkur og Þing- eyingar honum og sú sósíalist- íska alþýðuhreyfing, sem hann starfaði fyrir állt sitt líf. Það er skarð fyrir skildd, þá hann er horfinn. Við félagar hans og vtindr sölknum hans sárt og munum ævilanigt geyma minningtina um tryggan vin og góðan starfsfélaga. Sérstaklega hvarflar þó hu-gur vor í dag til liinns trygga lífsfömnautair, frú Huldar Sigurðardóttur, og bama þeirra. — hugur fullur samúð- ar og þakkar. Einar Olgeirsson. Fregnin um fráfall Páls Kristjánssonar á Húsavík kom á óvart mörgum vinum hans og samlherjum, sem ekki höfðu fylgzt því nánar með heilsu hans á síðari ánitíi. Flestir sem af honum höfðu kynni vissu að vísu að heilsia hans var tæp um margra ára skeið, en þó munu fæstir hafa búizt við svo snöggum umskiptum, er urðu við andlát hians þann 6. þ.m. Páll Kristjánsson náði ekki háum aldri, var aðeins 65 ára er andlát hans bar að. Hann var fæddur 18- janúar 1904 á Húsavík, sonur hjónanna Kristjáns Sigurgeirssonar bónda og verkamanns og Þuríðar Bjömsdóttur. Hann ólst upp við þau kjör sem alþýða manna og böm hennar áttu almennt við að búa á uppvaxtarárum hans. Én þá voru kjör öll krappari og þrengra í búi flesitra en nú tíðkasit. Þær stórstígu framfar- ir sem orðið hafa síðan og um léið umskipti til hins betra i í lífskjörum og réttindamálum alþýðu era fyrst og fremst verk kynslóðar Páls Kristjáossonar og þeirra samtaka sem hún éfldi til baráttu og sjólfsbjarg- ar. Eins og kunnugt er vora Þingeyingar þar sízt eftirbátar annarra,. hvort sem litið er til verkalýðshreyfinigairinnair eða samvinnuhreyfingarinnar. Páll- bþiuzt í aésku til náms Við Gagnfræðaskólann á Afcur- eyri og lauk þaðan prófi árið 1924 og stundaði að auki einn vetur nám í framhaldsdeild skólárts- Hann gerðisit kennari í .Skútustaðaskólahverfi í Suður- Þingeyjarsýslu 1927 og gegndi því starfi til 1936. Eftir það var aðalatvinna hans við skrif- stofustörf á Húsavík. Árið 1946 varð hann aðalbókari Húsavík- urhrepps og hélt sama starfi eftir að hreppurinn fékk kaup- staðarréttindi 1950. Páll kvænt- ist árið 1935 Huld Sigurðar- dóttur, bónda og skálds á Am- arvatni i Mývatnssveit Jónsson- ar. I hreppsnefnd Húsavíkur- hrepps sat Páll kjörtímabilið 1946 -1950 og í fyrstu bæjar- stjóm kaupstaðarins 1950 - 1954, sém fulltrúi Sósiialistaflokksins. Hann skipaði annað sætið á Iista Alþýðiiþandalagsins í Norðurlandskjördæmi eysti-a 1959 og sat um skeið á Alþingi sem varaþingmaður- Hann. gegndi mörgum öðram Páll Kristjánsson, Húsavík Minningarorð trúnaðarstörfum í þágu vérka- fólks, samhérja og svéitunga sém hér verða ekki talin. Um langt skeið munu samhérjar hans á Húsavík fáum málum hafa ráðið til lykta án þess að leita álits hans og hollráða, enda þekktu þeir bezt vitsmuni hans, heillyndi og hyggindi. Mun ekki ofsagt að lausn mála hafi reynzt því farsælli sem nær ráðum hans var farið. Fjórir synir Kristjárus Sigur- geirssonar og Þuríðar Björns- dóttur vora um langt árabil miklir atkvæðamenn í hinni róttæku verkalýðshreyfingu á Húsavík, skiluðu mikilvægu dagsverki og skildu eftir spor sem ekki mást í langri framtíð. Amór stýrði verkalýðsifélaginu áram saman af óþreytandi eld- móði og fórnfýsi. Ásgeir og Björn vora frumkvöðlar og for- ustumenn í baráttu sjómanna og smáutvegsmanna og áttu manna mestan þátt í að efla sam- stöðu þeirra um hag sinn og réttindi- Hefur það starf allt skilað giftudrjúgum árangri sem húsvískir sjómenn og út- vegsimenn munu vel kunna að virða. Páll varð forastumaður hinniar róttæku sveitar í mál- efnum hreppsfélagsins og síðar kaupstaðarins. Samstaða þeirra bræðra allra um málefni verka- lýðshreyfingar og sósíalisma var í flestum greinum lengst af til fyrirmyndar og vakti athygíli og aðdáun ekki aðeins heima fyr- ir, heldur og meðál samherja er áttu kost á að kynnast störf- um þeirra og baráttu með styttri eða lengri viðdvöl á staðnum eða höfðu af því spumir úr fjarlægð. Á skömmum tíma era tveir bræðranna fallnir í valinn; Bjöm lézt á s.l. vetri t>g Páll 6. þ.m., eins og áður er getið. Eftir standa Amór og Ásgeir, bóðir komnir á efri ór, en með óbugaðan hug og áhuga á fé- laigsmálum. Kynni af Póli Kristjánssyni vora hverjum manni ánægjuleg og þroskandi. Hann var ágæt- lega gefirin og skemmtilegur í viðræðu. Hann bjó yfir rriik- illi reynslu og þekkingu og var fjölfróður og víðlesinn, þrátt fyrir tiltölulega skaimma skóla- göngu í æsku. Hann hafði aflað sér mikils fróðleiks og víðrar útsýnar með lestri góðra bóka og fetaði þar í fótspor margra ágætra fyrirronnara sinna og samsýslunga scm . gert hafa garðinn frægan. Það vora ekki einungis fagrar bókmenntir sem heilluðu huig bans. Hann naut ekki síður bóka ' rifca um fræðileg efni, og kynnti sér því vel m.a. grandvallaratriði þjóð- félaigismála. Páll hneigðist snemma að þeirri sfcoðun að skynsamlegt, árangursrikt og réttlátt þjóðfélag yrði að byggja á sósíalisma og samvinnu. Lífs- reynsla hans og aukin þekking varð til þess að treysta þessa sannfærinigu og þar kom einn- ig til liðs næm réttlætisfcennd hans og djúpstæð mannúð. Páll öðlaðist bjargfasta sannfæringu um að þjóðareign mikilvægustu fr amleiðslut ækj a, samvinnu- reksbur og skipulagður þjóðar- búskapur hefði óumdeilanlega yfirhurði yfir einkabrask, sér- drægni og skipulagsleysi auð- valdsþjóðfélagsins. Huigsjón hans var frjáls þjóð í frjálsu landi, þjóð sem stiefndi að sósíalískum þjóðfélagsháttum, byggðum á sérkennum, sögu og aðstæðum íslenzks þjóðfélags. Og þessi sannfæring hans hagg- aðist ekki, þótt á ýmsu gengi og margvísleg áföll yrðu ekki umflúin. Þeir sem kynntust Páli Kristjánssyni nofckuð náið hlutu að heillast af traustum mann- kostum hans- Þótt hann bæri í brjósti ríkar tilfinningar og héita réttlaétiskenrid og væri virkur þátttakandi í stéttar- baráttu verkalýösins og stjóm- málastarfi flakks síns og lengi i fremstu röð, bjó hann jafn- firamt yfir siíkiri gerhygli og stillingu að eftirtekt hlaut að vekja. Hann var jafnan fast- ur fyrir, en framganga hans var ávallt prúðmannleg og drengileg. Hann ávann sér því traust og virðingu samferða- manna. Félagar hans dáðu vits- muni hans og nutu heilræða hans í baráttu og starfi að sam- eiginlegum áhugamálum, en andstæðinigar bára einnig virð- ingu fyrir mannkostum hans og hæfileikum. Mér hafa oft komið í hug þeir goðar og höfðingjar ís- lendingasagna, sem vitrastir vora og mestir manniasættar, og oft afstýrðu vandræðum og jafnvel stórfelldum manmvíg- um, er í óefni hafði stefnt, þeg- ar ég hugsa til Páls Kristjáns- sonar og þeirra eðli&kósta, sefn rikastir vora í fari hams og skapgerð. Líf og aðstæður sam- tíðarinnar kölluðu hann til starfs og baráttu fyrir réttlátara þjóðfélagi og fagurri mannfé- lagshugsjón- Hann var í. innsta eðli maður sátta, eindræ'gni og friðar. Hann bar í brjósti heita þrá eftir frelsi, friði og ör- yggi öllum mönnum til handa. Draumur hans var um þjóð- félag þar sem „sannleiki ríkir og jöfnuður býr“, eins og sfcáld- ið og sósíalistinm Þorsteinn Er- lingsson orðaði það forðum í kvæði sínu „Brautinmi“. Það er mikið skarð fyrir skildi í Húsavífcurkaupstað Og raunar allri Suður-Þingeyjar- sýslu við andlát svo ágæts manns sem Páls Kristjánssonar. Fjölskylda hans, fjölmennt frændlið, samherjar og héraðs- búar almennt hafa mikið misst við fi'áfall hans. En mikill auð- ur er þó eftir skilinn í minn- ingunni um slíkan mann og þvi lífsverki sem eftir hann liggur- Slíkt hlýtur að verma og græða á erfiðri kveðjustund. Páls Kristjánssonar er einnig sárt saknað af vinum og sam- starfsmönnum hér syðra og annarsstaðar, sem höfðu af hon- um lengri eða skemmri kynni og áttu við hann meira og minná samstarf að sameiginleg- um áhugamálum og bundu við hann vináttu. Þeir eiga um hann kærar minmingar sem lengi munu vara. Ég kveð Pál Kristjánsson með virðingu og þöfck fyrir langa og góða viðkynningu. EPtirlif- andi konu hans, fjölskyldu og frændliði öllu votta ég einlæga hl-uttekningu. Guðmundur Vigfússon- Lófíns kennara minnzt Frægur brezkur sagnfræðing- u.r hefur komizt svo að orði uim kennara sinn í barnaskóla: „Hann er bezti kennari, sem ég hef haft. Hann kenndS mór að vinna, og ég hef verið að upp- skera ávexti kennslu hans æ síðan“. Og enm segir sagnfræð- ingurinn um þenma kennara sinn, að harnn hafi kennt sér „að skyggnast vel um, svo að ég sæi skóginn, cn villtist ékki fyrir trjánum“. Því betur munu þeir ékfci allfáir einnig hér á lamdi, sem eiga sér áþekfcar miinmingar uim kennara sína í biemsfcu ogæsku. Ég hygg, að ég mæli efcfcd að- eins fýrir munn sjálfrar miin, er ég færi kennara mnnum frá bemskuárunum nókfcur miinn- imgarorð að skilnaði. 1 daig er til rnoldar borinn i Húsavíkurkirkjugarði Páll Kristjánsson frá Hofstöðum, bókari á bæjarskrifsitcfu Húsa- víkurbæjar. Hann var sextíuog firnrn ára, er hann amdaðist. hafði lengi átt við erfiðan sjúk- dóm að sitríða án þess að hvika frá stöirfum sínum eða skyldum. Þrátt fyrir þessa vanheilsu kom fráfall hans sem reiðar- slaig, ekki aðeins hinum nán- ustu, heldur öfllum., er vissu, hvað með honuim bjó, og mátt hefði dafpa við hægari önn. Páll var fæddur á Húsavík árið 1904 og vora foreldrar hans Þuríður Bjömsdóttir og Kristj- án Sigurgeirsson bæði af þing- eysfcum ættum. Páfll var fóstr- aður upp á fáguðu mynda.rihéim- ili, Hofstöðuim við Mývatn, hjá frændsystkimum sfnum fjórum, er þar bjuggu. Unigur fór hann í Gagnfræðasfcólann á Akur- eyri og lauk þaðan prólfi vor- . ið 1924, en hóf því næst nám við framhafldsdoild skólams. Þó varð ektoi af, að hanm tæki stúdentspróf — og mumu hafa legið til þess ýmsar orsiakir, meðafl annars tæp heilsa. 1 skól- anuirm á Atoureyri miunu tveir kennanar hafa haft gaignger á- hrif á skoðamir hans og lífs- viðhorf allt. Nefni ég fyrstSig- urð Guðmundsson skólameist- ara, sem Páll dáðii æ sa'ðan sem læriföður. Sigurður hafði einn- ig mætur á þessum nemanda sínum, batt við hann ævaramdi vináttu og fylgdist með starfi hans sem kennari. Hinn var umgur sögukenmari skólans ný- kominn heim erlendis frá, ucm- leikinm andblæ hins stóra heims. Það var Einar Olgeirsson, sem mótaði skoðanir Páls og við- hortf til félags- og stjómmáíla fyrir ævitíð alla. Þegar Páll hVarf hedm í sveit sína aö óloknu námi fylgdi honum enginn blær uppgiafar, heldur nýs tíma — auk nafn- giftarinmar köimm.únisti eða bolsi, sem þar var þé ný af nálinni. Frá árinu 1927-1936 var hann kennari við barna- eða farskóla sveitarinnar, en tök jafnframt mdkinn og virkan þátt í hversikionar félagslífi sveitar og héraðs sem ungmennafélagi, kariakórsmeðlimur, íþrótta- og glímumaður. í öllum þessum greinum þótti hann góður liðs- maður, jafnvel í fremstu röð. Ásamt fóstursystkinum sínum átti hann þátt í að glæða siruekk sveita.rmanna fyrir nýrri tóm- list. Einnig hafði hann um stund e.k. leshrimg ásamt sóknar- prestinum og fileiri áhuga- mönnum, þar sem böktmennta- verk voru krufin til mergjar ekki sízt ljóð Klettafjalla- skóldsins. Árið 1935 kvæntist PálIHuld Sigurðardóttur frá Amarviatni, sem mú lifir eftir hann áéamt sex mannvænlegum bömum þéirra. Hann var þar fyrst starfsmaður Pöntunarfélags verkamanna, em sdða.r bæjar- skrifstofunnar, en fjölmörgum öðram störfum og kvöðum sinnti hamn, meðan kraftar emtust. Hann hafði ungur gengið verk- lýðsihreyfingunni á hömd o@ frá hugsjón jafnaðarstéfnunnar hvikaði hann ekki, hversu sem vindar blésu. Páll hafði alla ævi verið ljóðélskur og bóka- maður og átti gott bófcasafn, um það er lauk. Á fimmtugsaflmæli Páls héfldu mývetnskir nemendur hans honum samsæti í samkomuhúsi svedtarimnar. Ég var ekki svo heppin að geta tekið þátt í þeim fagnaði. — En þá og síð- ar hefur mér orðið hugsað til þess hóps karla og fcvemma, er svip sánn settu á félagslíf í Mývatnssveit á fjórða og fimmta tugi þessarar aldar — félagsiif, sem vaikið hefur at- hygli fjarkominna sakir fjöi- breytni og djarflegrar viðleitni. En allur þorri þéssa fólks og þeir, sem stefnunni réðu, vora nemendur Páls, fólk sem sietti markið stundum oifar aðstæð- um og gat lagt hart að sér til að ná þeim áramigri, sem eftir var keppt. — Og ætti ég í fám orðum að segja hvað mér virðist hafa einkennt kennslu Páls öðru fremur, þá er það þetta; Hann hikaði ekki við að gera ströngustu kröfur til nem- enda, — en hamm framfylgdi þeim mieð Ijúfimemnsku. Mér kemur í hug saga er ég heyrði frá einihverjum fyrsta kennslu- vetri Páls (raumar sögð sem dæmi um fóheyrðar kröfur hans til nemendanna) um systkin á næsta bæ, er sátu fram í hlóð- areldhúsi með fingux í eyr- um og kepptust við að verða fyrst að læra Jón hraik, enþetta torskilda kvæði var nemend- unum ætlað að læra með öðra námsefmi fyrir næsta dag. Hitt vissu þau jafnframt að eftir lexíulesturinn beið þedrra glað- ur leikur úti á ís rmeð kennar- ann í broddi fylkimgar. Og þeirri venju héit Páll öll kennsfluórin að leika sér með unglingunum, þegar því varð við komdð. Vit- undim um þetta örvaði viljann til flestrar hjá nemiemdiuinum á- saimt öðru. „Hann kenmdi mér að vinna — að skyggnast svt> vel um, að ég sæi skóginn, en villtist ekki fyrir trjánum". — Þessara orða mun ég ætíð minnast, er ég hugsa til kemnslustundanna a farskólanum heima. Ekflcert brýndi Páll oftar fyrir óktour nemendum sínum en þetta, að við gerðúm oikfeur grein fyrir meginatriðum, létum ékfeismó- munina vilia fyrirokfeur. Hvergi kom það skýrar fram en í sögufeennslu hans, sem var miklu firemiur hagsöguleg og stjiórnarfarsleg en persónubund- im. Mér var þetta nýtt, fannst í fyrstu Isflandssagan ekfci leng- ur skemmtileg. Fairskólanum var svo hagað, að ven julega var fjögurra vikna kemmslutí'mi á bæ í senn. Ég var aðeins tólf vikur alls, á bamaskóla, fyrra veturinn fjórar vifeur heima og aðrar fjórar á næsta bæ. Seinni fjórar vikumar lós- um við nememdumir auk ann- ars efnis, sem ofefeur var skylt, þrjátíu blaðsíður í byrjendabók í dönsku, og komust sumir vél á legg í dönstoulestri við þetta. En tflminn varð naumur til að Ijúka þriðja bindi ís- landssögunnar, en þá voram við bara látin gera útdrætti yfir helztíi viðburði í bindinu og ritgerðir um hin stærri við- fangsefnin. Og við reyndum af veitoum mætti að þófenast kenm- ara ókkar, halda okkur við að- alatriðin og vera gagnorð. En einhvern dag, er farið var yfir ritgerðir oitókar um baráttu Skúla Magnússonar og sum höfðu fengið viðurkenningu, urð- um við á eftir að hlýða á eigin samantekt keiinara ókfear, þar sem helztíi atriði fjödiþætts ævistarfs hnituð saman ljóst og sfeýrt á ofurfitlum biaðsnepli. Þetta var í senn sárt og lær- dómsríkt. — En við mögluðum aildrei, þótt miklu væri á óklk- ur hlaðið, en notuðum frístumd- ir ókkar til útileikja og eftir- lætisleiks okfear — bófeatitla- léiksdns, sém ég man að visu ékki að .kennarinn hvetti okk- ur beinlínds til, en átti tví- mælalaust éftir að kama sum- um að haldi við leikstairf sa'ð- aj". Bkki fæ ég skilizt við þetta efmi án þess að minnast eftir- lætiskennslugréinar Páls, sern var íslenzka, en kemnsla harns í þeirri grein hygg ég, að hafi verið einstök um margt. Fyrstu fjórar vikurnar, sem ég lærði hjá Páli, vora fjórir aldursflokkar í éinni stofu, ékki alltof rúmri. Þama lærðum við börn frá ta'u til fjórtán ára i sameiginiegum kennslusitundum íslenzka málfræði eftir Bene- dikt Björnsson, svo að í lok skólatíirhams skiluðu sum okk- ar fullgreindri langri málsgrein úr Gunnlaugssögu. Við lásum dagilega ritreglur og skrifuð- um ýmdst stafsetningaræfingar, eða valda kaffla úr konunga- sögum. Suma lærði ég ósjólf- rátt, og kann emm, jafnframt því sem ég á auðveldan og skemmti- legan hátt lærðd greinarmerkja- setningu, sem hefur dugað mér að mestíi leyti síðan. En skemimtilegastir vora þó frjálsu tímamir, þegar kennarimn tók fram lestrarbók Wimmers, sýndi okkur dæmi um stí'lsnilld og manmþekkingu fornira höf- unda, eða hann ræddi við okfe- ur um rnýrri bókmemntir, skóld- skap Stefáns G. éUegar hið um- deilda skáldverk Kambans um Raignheiði Brymjólfsdióttur. Frá síðari vetrinum er mér mimnis- stæð vinnubókim, sem við fullm- aðarprófsbömin vorum látin gera hvort um sig í nóttúra- fræði, lamdafræði og stærð- fræði. Þá lásum við ágirip af setningafræði í endurbættri út- gáfu af mólfræðinni okfear, og minnist ég þess, hvað ofefcu.r frænfeu minni, sem var ári ymgri, fannst gaman að læra þetta stíitta ágrip í ljósri með- ferð kennara okfcar, svo ljósri að þessi yfirferð dugði mér til Kennaraskólans. Og lofesmdmm- ist ég þess, að fyrir kom að við nemendumir skiptum með okkur verkum og kenndum fyrir toemn- arann er hamn varð að fara frá söfeum anna við félagsstörí. Eirenig þetta reyndum við að gera eftir hans höfði. Ég sé, að ég hef orðið hér langorð um persónuléga reynslu. Því veldur sanmfær- ing, sem ég vildi fleggja áherzlu á — sú, að starf og árangur, hins sanna kennara fær ekkért hindrað, hvorki örðugar aðstæð- ur né heldur tímaskortur. Ám slflkra manna fær þjóðfélag ekiki staðdzt, þeir eru því ómetan- legir, hvað svo sem prófum og réttindum líður. Þess vegna mega þedr ékki þurfla að sóa orku sinni í störf, sem fjöl- margir aðrir gætíi af hendi leyst. Sú gáfa að móta fólk — fara eldi um ungar sálir — er náðargjöf, sem standa ber vörð um — einnig af þjóðfélaginu. Mér verður hugsað heim 1 húsið að BrávöUlum, þar sem þau Huld og Páll bjuggu um sig og lifðu ástúðlegu heimilis- lífi eftir örðug frambýlingsór — þar sem böm þeirra hafa vax- ið upp og þegið að vegamesti prúðimennsku foréldranna. Ég bið sfcáldið, sean var heimilisföð- umum þar kærara öllum að bera kveðju: Ég skil, hvað þér líður — um holt, gegnum hól sér hugur sá til þín, sem veit, hvað þér mætti. Við borðið þitt áttu nú ófylltan stól, og öll brenna ljósin mcð daprara hætti. A. S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.