Þjóðviljinn - 09.10.1969, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.10.1969, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Fiimmtudagur 9. október 1969. — málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Utgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson. Slgurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. AuglýslngastJ.: Olafur Jónsson. Framkv.stjórl: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavoróust 19. Siml 17500 (5 linur). — Askrlftarverð kr. 150,00 á mánuðl. — Lausasöluverð kr. 10,00. Háskaleg þróun ^ugljóst er að atvinnuástandið er um þessar mundir valtast á Reykjavíkursvæðinu. Ás'tæð- an er þær breytingar sem þróazt hafa á þessu svæði um alllangt skeið. Þær ern í því fólgnar að undirstöðuatvinnugreinar hafa dregiz't saman, suimar mjög verulega. Þannig hefur togurum fækkað mjög og má raunar segja að togaraútgerð frá Reykjavík sé að syngja sitt síðasta vers. Báta- floti sá sem gerður er ut frá Reykjavík hefur einn- ig minnkað, og af þessu hvorutveggja hefur það leit't' að dregið hefur úr afköstum fiskiðnaðarins. Málmsmíðin, sem var ein mikilvægasta iðngrein Reykjavíkursvæðisins, hefur sem kunnugt er átt mjög í vök að verjast á undanfömum árum og af- köstin aðeins verið brot af getunni. Á sama há’tt varð neyzluvöruiðnaðurinn á Reykjavíkursvæð- inu einna verst fyrir barðinu á hömlulausum inn- flutningi. Á sama tíma og þessi öfugþróun varð í undirstöðugreinum fjölgaði fólki á Reykjavíkur- svæðinu. Þau verkefni sem buðust voru hverskyns þjónus'tustörf, en þau jukust til mikilla muna á sama tíma og undirstöðugreinarnar skertust. En þjónustustarfsemi fær því aðeins staðizt til fram- búðar að undirstaðan sé nægilega traust; ef hana skortir hrynur yfirbyggingin eins og spilaborg. Því hafa erfiðleikar útflutningsatvinnuveganna síð- ustu tvö árin haft hin stórfelldustu áhrif á Reykja- víkursvæðinu, og því miður sér ekki fyrir endann á þeim vandkvæðum. lafnhliða ríkisstjóminni bera borgarstjórn Reykja- víkur og borgarstjóri meginábyrgð á þessum háskalegu breytingum á atvinnukerfi höfuðborg- arsvæðisins. Hvarvetna um heim er það talið meg- ínverkefni sveitarstjórna að tryggja fullt öryggi í atvinnumálum og efnahagsmálum, fylgjast með þróun atvinnuvega og hafa áhrif á hana, gera áætl- anir um atvinnuþróun fram í ’tímann og tryggja að við hana sé staðið. Þetta verkefni hefur verið van- rækt gersamlega af ráðamönnum Reykjavíkur- borgar, vegna þess að þeir eru haldnir þeirri kreddu að atvinnumálin séu ekki félagslegt verk- efni, heldur einkamál gróðamanna. Þar er um að ræða úrelt 19du aldar sjónarmið sem fáir taka mark á lengur nema leiðtogar Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins á íslandi. En það er mjög örlagaríkt fyrir afkomu og kjör þúsunda manna á Reykjavíkursvæðinu að samkvæmt þeirri kreddu hefur Reykjavík verið stjómað. ^standið í atvinnumálunum er þyngsíi áfellis- dómurinn sem unnt er að kveða upp yfir meiri- hlutanum í borgarstjóm Reykjavíkur. Það er eitt- hvert brýnasta verkefnið í sjalfri kjarabarattu launamanna að tryggja höfuðborginni nýja for- ustu í kosningunum næsta sumar. Það er mikið og erfitt verkefni, vegna þess að stjórnarflokk- arnir hafa sameiginlega tíu menn af fimmtán 1 borgarstjóm Reykjavíkur og milli þeirra hefur ekki verið neinn ágreiningur. Samt er unnt að vinna þetta verk ef launamenn átta sig á þeirri einföldu staðreynd að fraimtíð höfuðborgarsvæð- isin§ er undir því komin að félagsleg sjónarmið leysi gróðaviðhorfin af hólmi. — m. I □ Sú óhugnanlega staðreynd kom í ljós þeg- ar reikningar Handknattleikssambands íslands voru birtir á þingi þess s.l. sunnudag, að fyrir þá 6 landsleiki sem leiknir voru hér á landi á árinu, greiðir HSÍ 400 þúsund krónur í leigu fyr- ir afnot af íþróttahúsinu í Laugardal, en rekstr- arhalli varð á reikningum sambandsins sem nemur 360 þúsund krónum fyrir sama starfsár. HSÍ greiðir 400 þús. kr. í leigu af „Höllinni". Stendur uppi með 360 þús. kr. rekstrarhalla ins til Austurríkis og Noregs og ef till viU á heimsitpeistara- keppnina í Frakklandi- Væri nú ekki ráð fyrir HSl að gera gang- skör að t>ví að fá húsaleigu íþróttahússins í Laugardal lækk- aða, þá er von tii að endarnir nái saman hjá sambandinu á þessu starfsári. — S.dór. Á þessu sést, að það ér ekki að ófyrirsynju að farið er fram á lækkun á íþróttamannvirkj- um borgarinnar og verði borgar- yifirvöldin ekki við því þá mun illa fara- Nú stafar þessi rekstr- arhalli ekki eingöngu af þessurrt 6 landsileikjum, því rekstur HSÍ er mjög viðamikill, en sú okur- leiga sem HSI er gert að greiða í húsaleigu fyrir 6 landsleiki, er 40 þúsumd kr- meiri en sem nemur rekstrarhallanum. Formaður HSl Axel Einarsson sagði m.a. í ræðu við setningu þingsins: „Að sjálfsöfðu hafa komið upp ýms vandamál, en stjómin hefur mætt þeim með festu og áræðni og eigi látið þau koma í veg fyrir eðlilega þróun handknattleiks á Islandi- Hér á ég einkum við fjármálin, en tel ekki ástæðu til að rekja þau nánar að þessu sinni“. Ég verð að segja, að fér finnst það nokkuð mikil „áræðni'* * að telja ekki ástæðu' til að ræða fjármál HSl nánar eins og Axel kemst að orði, þegar rekstrar- halli verður á sambandinu sem nemur 360 þús. kr. og skuld sambandsins er 600 þúsund kr. í allt- Hvenær er þá ástæða til að ræða þau mál? Með þessu er ekki verið að álasa stjóm HSl, þvl hún er ein bezta stjóon sem nokkurt íslenzkt íþróttasamband hefur og hefur unnið mjög vel að eflingu handknattleiks á Is- landi og það er ekki hennar sök, að þessi mikli rekstrarhalli varð á sambandinu- Hinsvegar er ekki nokkur leið að taka und- ir það, að ekki sé ástæða til að ræða hin miklu fjárhagsvanda- miál samibandsins meðan greidd- ar eru rúmh 400 þúsund kr. i húsaleigu og hallinn verður 360 þúsund kr. Stjórn KSÍ hóf á síðasta sumri mikinn áróður fyrir því, að fá vallarleigu Laugardalsvall- arins lækkaða og mér finnst að HSl hafi átt að taka ötullega undir það, fyrst fjármál sam- bandsins voru svona bágborin og bjarga 'hefði mátt miklu með lækkun á húsaleigu. En því miður gerði hún það ekki og vil ég álasa henni fyrir það- Framundan eru að minnsta kosti 4—6 landsleikir í hand- knattleik hér heima á þessu hausti og einnig ferð landsliðs- Þegar íþróttahúsið í Laugardal var byggt, bundu í- þróttamenn vonir við þetta hús. Því miður hafa þess- ar vonir ekki rætzt, hæði vegna þess að húsið er að sumu Ieyti óhent- Ugt til íþróttaiðk- ana og eins vegna þess að sú okur- lciga scm Rvíkur- borg tekur fyrir afnot af húsinu er að kaffæra í- þróttasamtökin í skuldafeni. Sum samböndin hafa orðið að leita ann- að með sína starf- semi vegna hcnn- ar, má þar til- nefna Körfuknatt- leikssambandið sem varð að fara með íslandsmðtið í íþróttahús Seltirn- inga á s-1. vetri. Keilir í Hafnarfirði gengst fyrir opinni keppni í golfi Golfklúbburinn Keilir í Hafn- arfirði gengst fyrir opinni keppni í golfi dagana 11. — 12. októ- ber n.k. Til glæsilegra verðlauna er að vinna í keppni þessari, sem rommfirmað Ronrico Corporati- on og tóbaksfirmað Skandinav- isk Tobakskcmpagni í Dan- mörku hafa gefið- Keppni þessi verður bæði með og án forgjafar íg er það Ron- rico fyrirtækið sem gefur far- andbikar og 1., 2. og 3 verð- launabikara í kcppni án forgjaf- ar. Skandinavisk Tobakskomp- ,agni gefur aftur á móti far- andbikar, ásamt 1., 2- og 3. verðlaunablkurum í keppni með íorgjöf. Tilkoma þessara golf- keppnis verðiaunagjafa er su, að á þessu ári komu hingað full- trúar frá þessum fyrirtækjum og skoð-uðu þá m-a. golfvöll Keilis og heimsóttu golfskála klúbbs- ins. Leizt þeim vel á þetta golf- svæði og óskuðu eftir því að fá að gefa verðlaunagripi til opinn- ar keppni hjá Keili. Fyrirhugað er að keppni þessi verði haldin árlega og eftir nán- ari ákvörðun Keilis og eins og áður segir verður fyrsta keppn- in haldin dagana 11. og 12. þ m. Ekki er að ef a' að marga fýsir til þátttöku í þessari keppni, þar sem til svo glæsilegra verðlauna er að vinna eins og raunar títt er í golfkeppni. Sovétmenn Evrópumeistarar Sovétanemi urdu Evrópumneist- arar í körfuknattleik er þeir sigruðu Júgóslava í úrsiitaleik. sem fram fór s.l-sunnudag, með 81:72 stigum. 1 leilkihléi höfðu Scvétmenn einnig yfir 44:33. • Eins og þessar tölur gefa til kynna hafla yfirburðir Sovét- manna verið meiri en almennt var búizt við, þar sem JúSÓ- slavar eru orðnir mjög góðir i körffuknattleik og unnu.sér það m.a. til frægðar, að sigra Sovét- menn á síðustu Olympíuleik’j- um, en töpuðu syo aftur á móti fyrir Bandaríkjamönnum í úr- slitaleiknum. Sovéfanenn hafa um árabil verið í sérflokki í körfuknatt- leik í Evrópu og greinilega héf- ur tapið gegn Júgóslövum a Olympíuleikuniuim oröið þeim góð lexía. Sigur þeirra í Evr- ópumeistarakeppninni' bendir að minnsta kosti til þess að þeir séu á uppleið aftur. <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.