Þjóðviljinn - 11.10.1969, Blaðsíða 6
I
l
Q SÍÐA — í>JÓÐVILJ*NN — Latigardoigur II. okjbóber 1909
Ó, ÞETTA VAR
INDÆL T STRÍÐ
Brezld sagnfræðingurinn A.
P. Taylor er einn greinarbezti
og hiressilegasti þeirra manna
sem fjialla um nútimasögu; hann
kann þá list vel að ydda huigs-
un sína og sést hvengi fyrir.
Lesendum til fróðleifcs birtum
við hér ritdóm hans um tvær
nýjar baekur sem fjalla eink-
um um vandamál hins fræga
balda stríðs — áður en það
opinberlega hófst. Þær heita
The Politics of War (undiriyr-
irsögn: Milliríkjasamskipti
Bandamanna og heimstoreppan
1943—’45) eftir Gabriel Kolko
og The Poeple’s War (Bretland
1943—’45) eftir Angus Calder.
Heimsstyrjöldin fyrri hlaut
slaemt umtal frá upphafi
vega. Hún batt ekki endi á
styxjaldir. Hún tryggði heim-
inum ekki lýðraeði. Eigingjam-
ir sfjómmálamenn ónýttu þaer
háleitu hugsanir sem menn
höfðu með sór í stríðið. Þjóð-
imar voru blekktar og sviknar.
Heimsstyrjöldin síðari hefur
hlotið betri orðstír. Hún tor-
tímdi fasismanum og gaf öll-
um þjóðum möguleika á frelsi.
Samkvæmt þessum orðstír var
það aðeins illmennska sovézkra
ráðamanna sem spillti farsæl-
um málalyktum. Þeir hirundu
af stað kalda stríðinu af ásettu
ráði til þess að koma á heims-
kommúnisma, og hin hrein-
hjörtuðu lýðraeðisríki hafa aíl-
ar götur siðan haldið uppi
vasklegri vöm.
Á síðustu tuttugu árum hef-
ur móðursýki og umhurðarleysi
kalda stríðsins tekið fram á-
stríðum heimsstyrj'aldanna
beggja. En núna er sem skyn-
semin jiafi fengið nokkum byr
í seglin. Næstum því á hverj-
um degi verður einihver lær-
dómsmaður, sem lifði góðu lífi
á kalda stríðinu, til þess að
lýsa þvi yfir, að einmdtt kalda
stríðið ha-fi verið á fölskum
rökum reist. Bók prófessors
Kolko er mikið framlaig til
hinnar nýju enduirskoðunar-
stefnu. Því að þetta er ekki
verk afsökumiarmeistara fyrir
Sovétríkin, jafnvel ekki verk
sérviturs Englendinigs. Hér fer
óhlutdrægur bandarískur fræði-
maður, sem styður hverja ein-
ustu staðhæfingu sína með ó-
töldum ummælum bandiarískra
stjómmálamanna. Bók hans er
alltof löng, klaufalega skrifuð
og erfið til lestrar. En þetta
er bók sem er einstaklega þýð-
ingarmikil og sallar niður þær
þjóðsögur sem hinir opinberu
sagnfræðingar bandairíska ut-
anríkiisráðuneytisins bafa
dreift.
Að dómd hr. Kolko voru
Bandaríkin, og aðeins
Bandaríkin árásaraðilinn. Árás-
Björgunarstarf í London á loftárásatímanum.
arstefna þeirra var byggð á
hinum göfugustu hvötum. Þeir
sem réðu bandarískri stjómar-
stefnu trúðu því, að þeir einir
réðu yfir leyndardómum sið-
gæðisins, og að réttlæti í ver-
öldimni mætti aðeins byggja á
þeirra mælikvarða einum sam-
an. Það yrði að vera frjáls
verzlun um heim allan — auð-
vitað að bandarískum tollskrám
undanskildum, og alþjóðleg röð
og regla, sem Bandaríkjamenn
réðu yfir. Það yrði að hafa
frjálsar kosningar allsstaðar,
en aðeins um þá flokka sem
féllust á sjónarmið Bandaríkj-
amna. Þótt Bandaríkjamenn
væru stríðsaðilar frá 1941 gáfu
hin gífurlegu auðæfi þeirra
þeim yfrið nóg-an tím'a til að
hugsa einnig um framtíðina. Allt
fram að sjálfum étríðslokum
var það eina augnamið Rússa
að sigra Þýzkaland. Því sögðu
þeir kommúnístum allsstaðar
að fylgja stefnu þjóðvamar.
Hr. Kolko leggur réttilega á-
herziu á það, að það var Stal-
i-n, ekki Roosevelt eða Churchill,
sem kom í veg fyrir sigur
vinstri aflanna í Evrópu.
Bretar höfðu nokkurn áhuga
fyrir sínum eigin hagsmunum,
en höfðu engan áhuga á hei-ms-
yfirráðum. Þeir reyndu að
semja um áhrifasvæði við Sov-
ét-Rússliand, það var tilraun
sem Bandiaríkjamenn spilltu. Á
fyrri áfanga styrjaldarinnar
ofmátu Bandarikjamenn styrk
Breta og unnu aðallega að því'
að brjóta niðu-r brezka heims-
veldið. Siðar skildu þeir, að
þeir höfðu gengið of 1-angt og
reyndu að bjarga Stóra-Bret-
Iandi sem skaðlausum próv-
entukarli. Brezkt vald var eyði-
lagt í Austurlöndum nær. Sov-
ét-Rússlandi var bægt af harðn-
eskju frá ítálíu. f Grikklandí
var frelsishreyfi n g alþýðu brot-
in á bak aftur með valdi.
Kína var ágætast dæmi um
bandiaríska heimsku. Allir
skástu sjónarvottar Bandaríkja-
miainna skýrðu frá því, að
kommúnistar væru þeir einu
sem héldu uppi virkri stjóm
og að allur stuðningur við
Sjang-Kæsék efldi spillingu
stjórnar hans. Allt kom fyrir
ebki. Bandaríska stjórnin var
áínam sannfærð um það, að
ef að eytt væri nógu miklu
af dollurum mundi siðgæðið
hrósa sigri. Menn verða að lesa
sér til um smáatriði í þessu
máli og öðru bandarísku grini
í bók hr. Kolkos. Það er þetta
sem gerist, þegar stórveldi í-
myndar sér að það hafi einka-
rétt á réttlæti í stað þess að
fást við eigin vandamál.
Hr. Calder fæst við þá svik-
semd sera minniháttar er.
Hano skrifar: „Styrjöldin var
háð með fúsu hjarta og heila
götfuigustu aðila samfélagsins:
hinna menntuðu, hæfu, djöriu,
ungu, sem unnu í æ ríkari mæli
að því að skapa breyttan heim
eftir striðið.
Það var þeirna atorku að
þakka, að völd auðs. skrif-
finnsku og forréttinda lifðu af
án meiriháttar óþæginda, náðu
sér eftir það áfall sem þau
höfðu orðið fyrir og tóku til
við gamalkunn vinnubrögð
undanbragða, tilslökunar og út-
smoginnar sviksemi".
í stuttu máli: Stóra-Bretl-and
varð í raun réttri sósíaldemó-
kratískt ríki á stríðsárunum
og hætti að vera það síðar.
Þeim skrefum sem stigin höfðu
verið til lausnar úr ánauð,
var ekki fylgt eftir. Hr. Cald-
er telur að nú sé „yngri kyn-
slóð í meðvitaðri leit að lýð-
ræðislegu samfélagi, því sam-
félagi sem styrjaldarárin seinni
spilltu“. Hr Calder er ekki
beinlínis gagntekinn af sínu
viðfangsefni. Mestur hluti bók-
ar hans segir frá því mjög
vel, að vísu langdnegið nokk-
uð, hvað kom fyrir brezku þjóð-
ina meðan á styrjöldinni stóð.
Hann lýsir harmsögulegum
tíðindum ársins 1940 og hinni
beizku reynslu loftárásanna.
Hann sýnir hvaða breytingum
opinber þjónusta tók á þessum
tímurn, en mynd bans er
kannski of dapurleg stundum.
Hann leggur ekki nóga áherzlu
á það hvað orustan um Bret-
land var auðugur . timi. Hver
sem hugsar til sumarsins 1940
hlýtur að játa að það var ekki
aðeins æsilegasti heldur og
'gjörlegasti tími ævi bans. Og
hr. Calder misskilur afstöðu
Churchillg er hann segir:
„Churchill baðst eindregið
undan því að ráðherrar hans
töluðu um markmið styrj-ald-
arinnar. Þetta þýddi ekki að
samsteypustjómin hefði engin
mairkmið í styrjöldinni, heldur
að hvort sem mönnum likaði
betur eða verr voru þau hin
sömu og Churchills. Og hans
takmark var einfeldlega að
vernda brezkt vald . . . Heims-
valdastefnan var snar þáttur
sjálfs persónuleika hiains“.
Hér eru áherzlur ekki held-
ur rétt lagðar. CburchiP lýsti
helzta markmiði sínu í fýrstu
ræðunni sem bann hélt eftir að
hann varð forsætisráðherra:
„Sigur, sigur, hvað sem hann
kostar". Þetta var einnig tak-
mark brezku þjóðarinnar og
hún studdi Churchdll hikiaust.
Hún lét sig ekki dreyrna um
betri heim heldur vildi tortima
Hitler og öllu hans sköpunar-
vertd.
Af þessum ástæðum hef ég
mínar efasemdir um þema
þessara bóka. Vissulega voru
vinstri öflin blekkt næstum
því allsstaðar. En ég er ekki
eins viss um að fólkinu bafi
þótt það miður. Það vildi Hiti-
er dauðan í neðanjarðarbyrg-
inu. Þetta fékk það og þá var
fólkið reiðubúið til að láóa ailt
í hendur „afla auðs, skriffinnsku
og forréttinda". Þrátt fyrir allt,
sem á eftir fylgdi, var þetta
dásamlfi'gt stríð.
Eru vegir bókanna rannsakanlegir?
[e)Æi@©
[FQOTQILIL
Rithöfundar boða til þings
um sín hagsmunamál —
huigmyndir sínar um bætt
kjör hefur stjórn þeirra sett
fram í plaggi, sem meðlim-
um samtatoa rithöfunda hefur
verið sent til umhugsiim'ar;
blaðalesendur hafa að nokkru
kynnzt þessu í fréttum og við-
tölum. Það sem mest ber á í
þessum tillögum er 'eindreg-
in stéttarfélagssitefna í klass-
ískum stíl, undirstrikun þess
sem sameiginlegt er samtök-
um rithöfunda og öðrum hags-
munahópum, og það þá látið
liggja á milli hluta í bili sem
greini þennan hóp roanna
frá t.d. múrurum eða pípu-
lagningarmönnum. Auðvelt er
að benda á annmarka þess
að rithöfundar, sem einatt
eiga fátt sameiginlegt inn-
byrðis, halda verklýðsfélags-
sjónarmiðum mjög til streitu,
en því verður þá heldur ekki
neitað, að þeir eiga fárra
kosta völ annarra en reyha
þessa leið, ef losa á bók-
menntir úr stöðu illra laun-
aðrar .tómstundaiðju eins og
lengst af hfifUT verið hér á
landi síðan Snorri dó. Það
er ekki nema rétt sem minnt
er á í upphafi tillagna rit-
höfunda: þegar bók er seld
fá aliir aðilar sem að henni
standia skikkanleg laun í sinn
hlut, nema þá sá sem bókina
skrifaði (með örfáum undan-
tekningum); er þetta hrapal-
legra hlutskipti upphafsmanna
í framleiðslukerfi en dæmi
eru til.
Tillögur stefna að því að
efldur verði mikill sjóður
(kenndur við Ara fróða og
Snorra) sem sé í vörzlu Rit-
höfundasambandsins og sé
„hlu'tverk hans að bæta að-
stöðu íslenzkria riitihöfuindia til
að skapa nýjar bókmenntir".
Ýmsar leiðir eru nefndair til
að afla fjár í þennan sjóð:
líta höfundiar hýru auiga til
toUteHna af bókapappír (10
milj. kr. árið 1968) óg sölu-
skaitts af bókum (6 milj. á
ári); þá er rætt um að fym-t-
ur ritréttur renni til Ráthöf-
undasambandsins svo og 20%
gj ald af erlendu léttmeti
(Hjemmet, Andrés önd og
annað þessbáittar). Auðvitað
eru aliar þessar leiðir athug-
andi, þó getur sú spuirning
vaknað í sambandi við gjald
af léttvægum erlendum tíma-
ritum, hvort með því væru
ekki rofnar alþjóðlegar skuld-
bimdingar um tollfrelsi prent-
aðs máls, hvers eðlis sem það
annars er.
Peir.a er í þessum tillögum
um hagsmunamái rithöf-
unda sem ekki kemur vold-
ugum bókmenntasjóði bein-
línis við. Hér sfcal aðeins
vikið að því, sem lýtur að því
að koma íslenzkum bókmennt-
um á framfæri við lesendur.
Þarfleg hugmynd er að koma
á fót böfundamiðstöð, sem
félög og stofnanir geta snúið
sér til ef þau vilja fá rithöf-
'unda til að lesa upp á fund-
um eða samkomum, hefj a
máls á bókmenntalegri toapp-
ræðu o.S.frv. — slítot fyrir-
bæri hefur a.m.k. gengið
mætaivel hjá frændum í Sví-
þjóð. í þessu samhengi er
líka mælt með því, að ríkið
kaupi 500 eintök handa al-
menningsbótoasöfnum af
hverju sikáldverki eftir félags-
bundna höfunda og af bók-
menntatímiaritum. Sjálfsagt
verður deilt fram og aftur
um eintakafjöldann, 500 —
enda er það mjög stór hluti af
venjulegu upplagi íslenzkra
bóka og meira en svarar upp-
lagi miargra ljóðabóka. Einn-
ig vegna þess, að byrjandi
höfundiux, sem ekki hefur
gefið út „tvær bækur sem
hafi bókmenntalegt gildi“ og
er þar með ekki kominn inn
í rithöfundasamtök, mundi
með þessu mótd standa marg-
falt veirr að vígi gagnvart út-
ge&ndium en „réttindiamað-
uir“ — síðarnefndur gæti
komið tíl forlaga með ' all-
sæmilega fjárhagslega trygg-
ingu, hinn etoki.
En hvað sem slíkum athuig-
unum líður þá er hér mikið
nauðsynjamál á íerð — það
eru áreiðanlega enn til fjöl-
mörg söfn, sem hafa vanrækt
að koma sér upp skikkanlegu
safni íslenzkra nútímabók-
mennta, í þeim plássum fær
forvitinn unglingur oft enga
lausn á fyrirspucmum sínum.
Ég man t.d. eftir safni í all-
stóru plássi þar sem engar
ljóðabækur voru til, ekki
heldur bækur þjóðskálda 19.
aldar nema fyrir slysni, og
stórar gloppur vom þair í
óbundið mál; himsvegair voru
öll mánaðarrit þess tíma
bundin upp aftur og aftur
samvizkusamlega á þessum
stað. Og þá einnig allstór
skólabókasöfn. sem byggðu á
stórum einkasöfnum látinna
höfðingja og lifðu síðan á
þeirri fornu frægð án þess að
blatoa auga. Nún hlýtur það
að vera í könnun (í sambandi
við Rithöfundasjóð) hvað er
í raun og veru til á íslenzk-
um bókasöfnum — krafan um
opinber skyldukaup á bók-
uim gæti sjálfcaigt orðið virkarí
og greinilegri ef þser niður-
sitöður lægju fyrír.
Ekki velta höfundair ofan-
greindra tillagna því fyrir sér,
hvort eða hvemig unnt sé
að hafa áhrif á verð íslenzkra
bóka (pappírstoll og sölustoatt
vilja þeir fá í sinn sjóð, sem
fyirr segir). En ástæða err að
minna á það, að það er að
sjálfsögðu hagsmunamál rit-
höfunda að halda niðri bóka-
verði: það verða alltaf mjög
fáar bætour sem menn kaupa
þvað sem þær kosta.
I ‘ *
Iviðtali við formann Rithöf-
undasambandsins, Einar
Braga, sem birtist í Þjóðvilj-
anum sl. laugardag, mælti
hann með því, að lagt yrði út
í mikla m-arkaðsleit erlendis
fyrir íslenzkar bókmenntir.
Hvað sem glæsilegum bug-
myndum hans um gjaldeyr-
istekjur af bókmenntasölu
líðuir, þá er það ekki nema
rétt, að tiiraunir, gerðar hér
heima, til að koma íslenzkum
bókmenntum á framfæri er-
lendis (þótt ekki væri nema
vegna bókmenntalegs orðstís
og til nokkurrar hagsbótar
fyrir viðkomandi höfunda)
hafa verið mjög í skötulíki.
Það er því mdður ekki eins-
dæmi að íslenzk bók, þýdd að
ísienzku frumkvæði, vaki
upp viðbrögð sem þessi hjá
vinveittum mönnum erlend-
um: hvers eigum við að
gjalda, íslandsvinir, að fá
þessi ósköp yfir okkur? Með
samvdirku átaki mætti vel
einbedta kröftum að út-
breiðslu nokkurra verka er-
lendis, sem standast allar
skyusamlegar kröfur: það er
betra að ger,a lítið en gera
það þeim mun betur.
En þegar talað er um að
efla íslenzkan bókaiðnað til
útflutnings, þá hlýtur það
að verða fyrst verkefna að
við höfum jafnan á boðstól-
um margvíslegar útgáfur á
fornritupi, bæði á frummáli
og vönduðum þýðingum
(margir ágætir menn mundu
þiggj a það með þökkum að
sitja hér heima og þýða ís-
- lendingasögur á sitt móður-
mál); ekki mætti heldur
gleyma kennsluútgáfum
hverskonar með skýringum,
sem hæfa helztu menningar-
svæðum. Ég man það dæmi,
að evrópsk forlög hafa um
langt skeið svo gott sem ein-
okað útgáfu á fomum og
merkum ritum indverskum,
en þótt Indverjar séu fátæk
þjóð taldir og hafi í mörgu
að snúast. hafa þeir nú engu
að síður lagt í það að keppa
við þessa aðila um sanskrít-
arútgáfur.
Ámi Bergmann.
1