Þjóðviljinn - 11.10.1969, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.10.1969, Blaðsíða 12
Lánastarfsemi á okurkjörum □ Allmikil brögð munu vera að því að kaupsýslumenn láni viðskiptavinum sínum hluta af andvirði dýrra tækja rheð okurkjör- um. Þannig hefur Þjóðviljinn heimildir fyrir því að Heildverzlunin Hekla láni mönnum hluta af andvirði bíla með kjörum sem eru um 50% óhagstæðari en í opinberum lána- stofnunum. Heimildarmaður Þjóðviljans um þessi viðskipti greindi fra því að hann hefði pantað bfl hjá heildverzluninni Heklu i sumar og fengið jafnframit að vita að hann gæti fengið 60.000 af kaupverðinu að láni i stutt- an tíma- Þegar bíllinn kom var gengið frá kaupunum. Káup- andinn hafði spurzt fyrir um það hjá fyrirtaekinu hvaða vextir væru reiknaðir af skuld- inni og fengið þau svör að þeii' væru 9,5%. og samkvæmt þvi var gengið frá áttá víxlum sem áttu að greiða.st mámaðarlega. En þegar vaxtanótan kom fannst kaupandanum skakka allmiklu- Þá kom i ljós að Hekla reiknaði sér í viðbót 2% af skuldinni fyrir að „útvega“ lánið og tók einhver aukagjöld önnur. Kaupamdinn hafnaði þá láninu frá Heklu og seldi í staðinn víxlana í banka með venjulegum viðskiptakjörum, án þess að þurfa að greiða fyr- ir „útvegunina". Enn nánar segir kaupandinn svo frá: „Hekla hafði reiknað mér í vexti og kostnað kr- 3-940, en hjá bankanum sem veitti mér lánið greiddi ég í sama skyni kr. 2 424. Hér skakkar því kr. 1-516 — og er þar í innifalin „þóknun‘‘ fyrir að útvega mér lánið að upphæð kr- 1.200. Mér þótti sem þetta gæti orð- ið mér til nokkurs skilnings- auka á því, fyrir hvað verzl- unarhallirnar eru reistar við Suðurlandsbraut- Þá gæti hér og verið nokkur leiðbeining um það hvers eðlis sú rí'kisstjóm sé, sem heimilar slíkan við- skiptamáta á sama tíma og vinmandi fólk fær ekki greidd- an nema hluta af sinni kaup- gjaldsvísitölu. Kostnaðurinn af viðskiptum mínum við bank- ann varð þessi: Bankinn tekur fyrir áhættuna ........... kr. 2.152 og í þóknun ............ — 120 Ríkið tekur í stimpil- gjald ............... — 152 kr. 2.424 Hekla ætlaði þannig að taka sem næst 50% meira en:banki og ríki taka í sameiningu, fyr- ir að koma mér í samband við lánastafnun, fyrir utan það að mér var gefinn kostur á að greiða kr. 316 fyrir einhverja aðra fyrirgreiðslu." Gestir ná sér í mjólkursýnin. (Ljósm. Þjóðv. yh). Gisli íiimnarsson ritstjóri Neyt- cndablaðsins smakkar Mjólkursamsalan reynir endurbyggða neyzlumjólk Fæstir fundu muninn á blönd■ uðu mjólkinni og venjuiegrí □ Mjólkursamsal'a Reykja- víkur bauð í gær allstórum hópi frá Neyteudasamtökun- um og Húsmæðrafél. Revkja- wkur að smakka sýnishorn af mjólk blandaðri gervi- mjólk eða svokallaðri end- urbyggðri mjólk í mismun- andi hlutföllum og bera sam- an við venjulega neyzlu- mjólk. Voru sýnin tölusett og ekki fyrirfram skýrt frá hverrar tegundar hvert núm- er væri og fóru svo leikar, að langfæstir gátu greint venjulegu mjólkina frá þeirri blönduðu og við eink- unnagjöf fyrir bragðið gáfu margir blönduðu m'jólkur- sýnunum betri einkunnir en nýmjólkinni Stefán Björnsison forstjóri Mjólkursamsölunnar skýrði gest- um sínum svo frá, að vegna fyr- Tvöfaldur formaður Á fundi í þingiflloikki Framsóikn- arflok'ksins í gær þaðst Eysteinn Jónsson undan því að gogna á- fram formennsku í þingfllokkn- uim, en það hefur hann geirt frá árinu 1943. í stað hans var Ót- afur Jlóihaninesson prófessor kjör- inn förmaður þinglflloklksins, en hann er sem kunnuglt er einnag flormaður Framsóknai'iflökiksins. irsjáanlegs mjólkurskorts á Suð- ur- og Vesturlandi í vetur og oft óhagstæðrar veðráttu til mjólk- urflutningia að norðan á vet- uma hefði landbúnaðarráðherra óskað eftir því við Mjólkursiam- söluna að athugað yrði, með hve góðum árangri hægt væri að endurbyggja (rekonstruera) neyzlumjólk úr undanrennu- dufti og simjöri. Vitneskja var fyrir hendi um, að Norðmenn hafa nokkfa reynslu í þessum efnum. í Finn- mörk er mjólkurskortur á hverju hausti og síðustu árin hafa þeir bætt úr honum með því að endurbyggja þann hluta mjólk- urinnar, sem vantar, úr undan- rennudufti og góðu, ósöltiuðu smjöri. Þeir haía rannsakað þetta mál og hefur landbúnaðar- i báskólinn í Ási haft þar forust- ] una. Við snerum okkiur því til landbúnaðarháskólans í Ási og fengum þaðan öll gögn þeinra um málið, saigði Stefán. Aðferð Norðmanna er í stuttu máli þessi: Mjólkin er endur- byggð úr undanrennudufti og góðu, ósöltuðu smjöri. auðvelt er að bafa hlutfallið milli efna- flokka mijólkurinnar, þ.e. mjólk- uregigj-ahvítu, mjólkurfitu ■ og vatns það sama og er j. venju- legri nýmjólk. Notað er venju- legt drykkjarvatn og blaridan að lokum gerilsneydd. Þessari end- urbyggðu mjólk er svo blandað í vissu hlutfalli saman við venjulega nýmjólk. í Finnmörk er leyft að blanda aiit að einum þriðja af endurbyggðri mjólk í nýmjólkina. Hafa nú verið gerðar nokkrar tilTaunir hjá I^jólkursamsölunni með aðferðum Norðmanna og haignýtt reynsla þeirrta og rann- sóknir og benti Samsölustjórinn sérstaklega á, að í endurby.ggðu mjólkina væru ekki látin nein íramandi efni og ekki væri um Yngsti smakkarinn hefur vart verið meira en tveggja þriggja mánaða og varð a.m.k. ekki meint af drykkjunni vathsblöridun að ræða, þar eð ekki væri látið í hana meira vatn en eðli-legt væri í venju- legri nýmjólk. Hann gat þess, að í Noregi væri við mjólkur- blönduniríá reynt, að aiuka eggja- hvítuefni og draiga ,úr fitunni, en óvist væri, hvernig- blandan yrði hér ef af notkun endurbyggðrar mjólkur yrði. Yrði þá að setja reglugerð um framleiðslu henn- ar efnainnihald og notkun og víst er, sagði Stefán Björnsson að lokum, að ætlunin er aðeins að grípa til þessara úrræða þeg- a.r um verulegan mjólkurskort er að ræða. Er forstjórinn hafði lokið máli sínu smökkuðu gestirnir og dæmdu mjóLkursýnin fjögur, sem voru venjuleg neyzlumjólk óblönduð og neyzlumjólk blönd- uð 10%. 2(1% og 30% endur- hyggðri mjólk. Reyndist erfitt að greina á milli tegundanha og voru dómar smakkaranna um bragðið mjög ósarphljóða, svo ekiki virðist ástæða til að kvíða neyzlu blandaðrar mjólkur ef þörf krefur í vetur, a.m.k. ekki hvað bragðið snertir og verðið kvað forstjórinn ekiki eiga að hækka frá verði núverandi neyzlumjóikur, sem enda er 'rneiira en nógiu hátt fyrir. ! ---------------------------- Sýning í Unuhúsi Einar Baldvinsson opnar mál- verkasýningu í Unuhúsá við Veg- húsastig klukkan 4 í dag. Sýn- ir hann þar 34 olíumálverk. Þetitia er fjórða einkasýning Einars í Reykjavík, sú fyrsta var hialdin 1958. Hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýning- um m.a. samnorrænnj sýningu í Reykijavík og í Stokkhólmi 1967. Einar var í Handíðaskólanum í þrjxi ár og á árunum 1946 - ’50 nam hann listmálun við aka- demíuria í Kaupmannéhöfn. Sýningin í Unuhúsi verður opin frá ki. 2-10 til 19. október. Laugardagur 11. októiber 1969 — 34. árgangur — 222. töluiblað Á sýningu gullsmiða í Þjóðminjasafninu er, auk smíðisgripa frá núverandi félagsmönnum, gamallt verkstæði og ýmsir gamlir smíð- isgripir. — Á myndinni sést Björn Halldórsson við gaifilá vinnu- borðið. — (Ljósm. Þjóðv. RH). Félag íslenzkra gullsmiða: Sýning í tilefni 25 ára félagsafmælis □ í dag kl. 4 verður opnuð fyrir almenning í Boga- sal Þjóðminjasafnsins afmælissýning Félags íslenzkra gull- smiða. Verður sýningin opin röska viku eða fram á siunnu- dagsikvöld 19. þ.m. en þann dag verður félagið 45 ára. Þetta er fyrsta sjállfstæða sýn- ingin sem gullsmiðir hplda en þeir tóku þátt í Iðnsýningunni 1952 svo og sýndu þeir gripi á Reykja- vílrursýninguinni. Sýning þessi er tvíþætt. Annans vegar er leitazt við að sýna tfiram- leiðsilu stéttarinnar eins og hún er í dag á sem fjölbreyttastan hátt- Ber þar mest á ýmsum sérsmíð- uðum munum og eru það margt fc-rkunnar vandaðir og fagrir gripir. Einnig er sýnt talsvert af almennri smíði gulllsmiða, þ.e. þeim gripum sem framleiddir eru til sölu í búðum. Er þar og margt góðra gt-ipa. í annan stað er á sýningunni gamalt gullsmíðaverkstæði og ýmsir gamlir smíðisgripir. Er verkstæðið úr eigu Jóns Sig- mundssonar en er nú eign iðn- minjasafns. I tilófríi af sýningunni hefur félagið látið gera sérstaka sýning- arskrá. Þar ritar Bjöm Th- Björnsson stutta grein um íslenzka gullsmíði og Gunnar M- Magn- úss ágrip af sögu félagsins. 1 opnu er skrá yfir sýnendur og félagatal. Eru núverandi félags- menn 49 að tölu en 32 eru látnir af þeim sem f félaginu halfa ver- ið- Stofnendur vom hins vegar 15 að tölu en félagsmönin-um fjölg- aði brátt er félagið varð lands- félag. Fyi-stu stjórn félagsins skipuðu Jónatan Jónsson formaður, Árni B- Björnsson ritari og Guðmund- ur H. Guðnason gjaldkeri. Var Jónatan formaður fyrstu 14 árin en þá tók við Óskar Gíslason er var formaður í 5 ár og aftur síðar í 4 ár- Núverandi stjórn skipa Símon Ragnansson formaður, Dóra Jónsdóttir ritari og Sigmar Ó. Maríusson gjaldkeri. Kjartan Guðjónsson heifur séð um uppsetningu sýningarin-nar en í sýningamefnd hafa starfað Ásdís Thoroddsen, Björn Halldórsson, Sigurður Steinþórsson og Steindór Marteinsson. Gullsmiðir verða til leiðbeiningar sýningargestum meðan á sýningu stendur. Sýn- ingin er opin kl. 2—10 daglega. Að lokum skal þess getið, að í sýningarskránni em á eftir nöfn- um félagsmanna birtir nafnstimpl- ar þeirra og er fólki bent á það í skránni, að þegar það kaupir gull- eða silfurmuni ætti það að athu-ga, að þeir séu stimplaðir með nafn- stimpli/ sem er tryggiqg þess að gripurinn sé unninn af fagmanni viðurkenndum af félaginoi- ---1-------------u (jij v. —. Hreppsnefndin boðar greinargerS um benzínstöðvar- málið íbúar i Silfurtúni höfðu ekki enn fengið svar frá hreppsnefnd- inni í gær, va-rðandi þá krö-fu að hætt verði við að reisa benz- ínstöð inni í íbúðahverfinu. Hefur blaðið fregnað að fund- ur verði hialdinn í dag, tii að ræða frekari aðgerðir, hafi þá ekki borizt svar hreppsnefndar. Hafa íbúarnir haft á orði að þeir muni snúa sér til annarra láti hreppsnefndin ekki undan. Blaðið h-afðl tal af Ólafi Ein- arssyni, sveitarstjóra í gær og spurði hann frétta af gangi máls- ins. Sagði hann að um staðsetn- ingu benzínstöðvarinnar yrði fjallað á h reppsn ef nd ar f u n d i, sem halda átti í gærkvöld. Er váentanleg greinargerð frá hreppsnefndinni á morgun. Bæjarstjórnin og Breiðablik keppa Á knattspyrnuivellinum við Kópavogsbraut fer fram all sér- siæður leikur á rriorgun- Klukkan fjögur hefjast leikir hjá yngri flokkunum en Mukikan 5 hefst leikur milli bæjarstjórna-r Kópa- vogs og Breiðabliks- Verða þeir siðamefndu í sjóstökkum. Ekki er kunnugt hvernig bæjarstjóm- armenn munu klæðast, en mark- vörður þeirra verður sjálfur bæj- arstjórinn. Dómgæzla verður í höndum Leikfélaigs Kópavoigs. Þetta er í fjórða sirín sem bæj- arstjómin í Kópavogi keppir í knsttspymu. Er þetta fjáröfflunar- leikur og rennur andvirði að- gönglimiða _ í utanfararsjóð Breiðabliks. í hálfleik verð’a af- hent ve-rðlaun í yngri flokkum. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.