Þjóðviljinn - 11.10.1969, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 11.10.1969, Qupperneq 10
SlÐA — EdÖÐWmBNM— £«u®anda@U!rffl- ofetóber IS89 ETT3 u * r SKÁLDSAGA EFTfR MARY DUTTON Jarnes sýndist ekkert sérlega sæll yfir því, en hann mótmælti ekki. Ekki pabba. E.ftir ma/tinn burstaði mamma á sér hárið og við lögðum af stað til systur Mearls. Við gengum gegnum skóginn, styttum okkur leið yf- ir bómullarakúrinn hans Elm- ers frænda að bakdyrahliðinu hjá sysfcur Mearl. Miig langaði til að fara inn um bakhliðið, svo að við gætum séð flöskurnar hennar og sandpok- ana aftur, en mamma sagði að maður ætti að ganga um aðal- hiiðið þegar maður kæmi í heimsókn. Bíilinn hans bróður Mearls var ekkj heima við og enginn var úti í garði, en inni í hús- inu var einhver að syngja. Við heyrðum systur Mearl syngj a áður. en við opnuðum hliðið. Við gengum upp gangstíginn og börðum að dyrurn. Gakktu niður að altarinu og kauptu mér miða og seztu upp í Dýrðarvagninn. Gakktu niður að altarinu og kauptu þér miða — Mamma barði aftur. — Kom inn! kailaði systir Mearl út til okkar. — Það er ekki læst. Hún hélt áfram að syngja. Flýttu þér systir, fleygðu af þér farðanum og seztu upp í Dýrð-ar-vagninn! Mamma stóð stundarkorn á pallinum og leit í kringum sig. Hún opnaði dyrnar og ég elti hana inn í stofuna hjá systur Mearl. Systir Mearl sat í ruggustól við gluggann. Hún ruggaði sér fram og aftur meðan hún söng, og þegar hún ruggaðj sér afturá- bak lyftust fæturnir á henni upp frá gólfinu. Gula hárið var sleg- ið um axlirnar og hún var í ein- um af þessum bláu karlmanna- gallabuxum sem Neevy frænka hafði sagt mömmu frá í vikunni sem leið. Á borðinu hjá henni var meðalaflaska og dálítið af bleikum vökva neðst í henni. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31 Síml 42240. Hárgreiðsia. Snyrtingar. Snyrtivörur. Pegrunarsérfræðingux 6 etaðnum. Hárgreiðslu. og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18. III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMl 33-9-68 Þegar systir Mearl sá okkur, stóð hún upp og veifaðj tóma glasinu sem hún hélt’ á. Svo þreifaði hún aftur fyrir sig eft- ir stólnum og settist aftur, í miklum flýti. — 'Systir Torrance! Hún setti glasið á borðið hjá flöskunni. — Komið inn. Nei — Hún strauk hendinni yfir andlitið. — Fá- ið ykkur sæti, ætlaði ég að segja. Fáið ykkur sæti. Það er fullt af sætum hér inni. Fáið ykkur sæti. Mamma seig hálfpartinn niður í stóran vínrauðan stól. Hún horfði í sífellu á systur Mearl 33 og mælti ekki orð. Ég gekk yfir að stólnum hennar systur Mearl. Eftir. stundarþögn rétbi ég hönd- ina yfir að flöskunni og tók hana upp til að lesa orðin á henni. — Láttu þetta vera, Thorpe. Mamma var fastmælt. — Þú veizt að þú átt ekki að fikta. — Hæ, Thorpe. Systir Mearl renndi fingrunum gegnum úfið hárið, lyfti því upp og reyndi að vefja það í hnút. Það féll niður aftur. — Afsakið mig, systir Torranee, ég er ekki gestaklædd. Af því ég fæ aldrei gesti, það er þess vegna. Nema hana Thorpe litlu. Og hún hættir sjálfsagt að koma fyrst hún er byrjuð í skól- anum. Þú ert í fyrsta bekk, er það ekki, elskan? — Nei frú, sagði ég. — Ég er í þriðja bekk. Ég gat ekki lesið nafnið á meðalinu í flöskunni, en undir nafninu stóð: Til hress- ingar og- upplyftingiar. Systir Mearl leit á mig. Hún tók upp glasið sitt og horfði á mig gegnum það. — Ef þú seg- ist vera i þriðja bekk, þá ertu það. En ég vissi ekki að ég hefði verið gift honum svona lengi! Hún andyarpaði. — En hvað tíminn líður, er það ekki syslir Torrance. Veiztu hvað okkur vantar? Heitt og gott kaffi. — Nei, nei. Mamma tók hvíta vasaklútinn uppúr vasa sínum, en hún notaði bann ekki. Hún vafði honum saman og leit nið- UT á hann. — Hafðu engar á- hyggjur. Við ætlum ekkert að stanza. Við litum bara inn. — Engin fyrirhöfn. Systir Mearl reis á fætur og lagði af stað fram í eldhúsið og gekk beint á dyrastafinn. Hún gekk til baka og starði á hann. — Hver hefur sett þetta í miðj- ar dyrnar? Sittu nú bara kyrr, systir Torrance og við fáum okk- ur kaffi í einum grænum. Mamma kinkaði kolli og var áhyggjufull á svipinn. Ég gekk yfir stofuna og horfði á riffil- inn hennar systur Mearl sem hékk yíir arninum. í eldhúsinu heyrðum við skúffum og dyrum skellt og glamira í diskum og pottum. Mér féll vel við systur Mearl. Kannski var það rétt sem Jam- es sagði, að stundum í kirkjunni leit hún út eins og bróðir Mearl hefði troðið hattinum niður á höfuðið á henni og dregið hana út í bílinn, og það gat vel ver- ið að hún dottaði stundum þeg- ar bænirnar hans Wills gamla urðu of langar, en mér féll vel við hana. Þegar ég yrði fullorð- in gæti ég kannski orðið skytta á markaði í stað þess að verða starfandi stúlka eins og Elóise. Ég rifjaði upp þegar Eloise hafði farið með okkur á markaðinn í Wellco og ég settist á vínrauðu sessung og hugsaði um systur Mearl. Ég sá fyrir mér skæru Ijósin og Parísarhjólið og heyrði mennina kalla til okkar úr tjöld- unum. Ég gat næstum því séð systur Mearl í skærgrænni skyrtu og þröngum síðbuxum með riffilinn í hendinni og bjóðast til að koma í skotikeppni við hvern sem var. — Ég finn ekki kaffikönnuna. Systir Mearl stóð í dyrunum. Hún strauk hendinnj yfir and- litið. — Ég veit sko hún er barna einhvers staðar, en þeg- ar ég er búin að taka mixtúruna mína, þá man ég aldrei hvar ég hef látið neitt. Mamma fór að eldhúsdyrunum og lagði höndina á handlegginn á systur Mearl. ' — Hættu að hugsa um néitt kaffi og komdu hérna til okkar og seztu. Við er- um bara í heimsókn. Við þurf- um ekkert kaffi. Þær settust á sófann og horfðu hvor á aðra. Systir Mearl tók fyrst til máls. — Þú ert góð kona. systir Torr- ance. Það er þetta meðal. Þú veizt það, er það ekki? Hún 'strauk hendinni aftur yfir and- ; litið. — Ég hef aldrei fengið j höfuðverk á ævinni íyrr en ég j frelsiaðist. — Jæja, sagði mamma. — Það I taka víst ótal margir inn vín- | mixtúru. Mamma tók hana I stundum. Þú hefur bara fengið I fullmikið. 1 Systir Mearl færði sig aftur í I ruggustólinn. — Allt verður of í mikið- Það er svona að frelsast, það er lóðið- Ég Skal segja þér, Torranee, ég á í mesta vandræðum með að halda sæt- inm í Dýrðarvagninutm.! Hún fór affcur að rugga sér. — Stuindum langar mig að hoppa út úr hon- nm. ©t ór Ðýrðarvagninium. Og ég fer út í bakgarðinn og ég skýt hálsama af öllum þeim flöstoum sem ég næ til. Hún leit á mix- túruiflöskiuna. — Ég þori að veðja að innyflin í maoni rotna af þessu, rétt eins og af hverju öðru eld- vatni. — Kannsiki ættirðu að taka eitt- hvað annað við höfuðverknum. Af hverju leggurðu þig ekki með- an þú ert að jafna þig alf þess- um, svo að þú getir komið heim með okkur að borða á morgun? Systir Mearl ruggaði sér góða stuind án þess að svara mömmu- — Bróðir Mearl er eini karl- maðurinn sem hefur nokkurn tíma boðizt til að giftaist mér. Veiztu það? — Jæja, sagði mamma. — Jæja- — Ótal karlmenn hafa boðið mér ótal margt- Allt frá því að ég stakk af úr þessu mýrarfeni heima, þegar ég var sextán ára. Veiztu hvernig ég komst burt úr feninu, systir Torrance? Ég stakk af með ósviknum fjárhættuspil- ara! Alveg eins og stendur í kvæð- inu. Hún fór aftur að syngja. Ó, elsku mamma, ég ann þér svo heitt. En ekkert jafnast á við spilamanninn minn. Mamma stóð á fætur. — Ég held það sé bezt við förum, svo að þú getir lagt þig. Viltu að ég finni kaffikönnuna og lagi kaffi- sopa handa þér áður en við för- um? — Ekkert kaffi. En segðu mér aðeins eitt áður en þú ferð, syistir Torrance. Þú ert góð kóna- Get ég setið hjá þér í Dýrðarvagninum, svona manneskja eins og óg? Heldurðu að ég geti haldið sæt- inu í þessum fjárans vagni? — Auðvitað geturðu það- Mamma tólc upp veskið sitt. — Og ég býst við þér í matinn á morguin. Við stóðum þarna stundarkom og reyndum að kveðja, en systir Mearl var farin að rugga sér a'ftur, hraðar og hraðar- Hún njgg- aði og fætumir á henni fóm hærra og hærra því aftar sem stóllinn hallaðist, og svo teygði hún hendurnar upp í loftið og greip með hendinni utan um eitt- hvað sem var þar ekki og togaði það niður. — Vúúúúú-íííí... Hún gaf frá sér hljóð eins og lest að kvöld- lagi. Gakktu að altarinu, kauptu mér miða og komdu upp í Dýrðarvagn- inn . HUSMÆÐUR! Hvað er betra í dýrtíðinni en lág't vöru- verð? Matvörumarkaðurinn opinn til kl. 10 á kvöldin. — Gjörið svo vel að líta inn. Munið hið lága vöruverð. Vöruskemmtm Gre.ttisgötu 2. Fé» þér fslanzk gólffappl fró« TEPP1Í fHH nitíma TEPPAHUSIfl Ennfremur ódýr EVLAN ieppl. SpariS tfma og fyrirfiöfn, og verzfið á einum staff. SUÐURLANDSBRAUT10. REYKJAViK PBOX13111 IJIi-SÍ AUBKÁL - I MHÍA GOTT Buxur - Skyrtur - Peysur - Ulpur - o.m.fl. Ó.L. Laugavegi 7T — Sími 20141 SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stæröum og gerðum. — Einkum hagkvœmar jyrir sveitabœi, sumarbústaði og báta. . s Varahlutaþjónusta. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELDAVÉLAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJANSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 — Sími 33069. 1 Cabinet Frímerki ~ Frímerki Hjá okkur er úrval íslenzkra frímerkja. Hvergi lægra verð. — Reynið viðskiptin. Frímerkjaverzlun GUÐNÝJAR Grettisgötu 45.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.