Þjóðviljinn - 12.10.1969, Page 4
q SÍDA — ÞJÓÐVILJINN — SunnudagUr 12. ofctðber 1969
— málgagn sósíalisma, verkalýSshreyflngar og þjóðfrelsis —
Otgefandi: Otgáfufélag Þ|ó5vll|ans.
Ritst|órar: Ivar H. Jónsson fáb.fc Magnús KJartansson.
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritst|órl: Sigurður V. Friðþ|ófsson.
Auglýsingast|.: Ólafur Jónsson.
Framkv.stlórl: Eiður Bergmann.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmlð)a: Skólavðrðust 19. Slml 17500
(5 linur). — Askriftarverð kr. 150,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00.
Atvinnuleysi er giæpur
'JVö öflug verkalýðsfélög í Reykjavík, Verka-
mannafélagið Dagsbrún og Trésmiðafélag
Reykjavíkur hafa á fundum undanfarna daga
minnt á atvinnuleysið og hættuna á erfiðum at-
vinnuleysisvetri. Þetta er þörf áminning ekki sízt
vegna þess að ráðherrarnir og íhaldsblöðin virðast
ekki telja atvinnuleysið verulegt vandaimál lengur,
hér sé allt á uppleið! Verkamannafélagið Dags-
brún lýsti eindregnum stuðningi við þær kröfur
til úrbóta í atvinnumálum sem ráðstefna verka-
lýðsfélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði sam-
þykk'ti á fundum sínum í ágúst og september og
afhentar voru ríkisstjórn og stjórnum sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu. Minnir Dagsbrún á þá
staðreynd, að í allt sumar hefur verið hér viðvar-
andi atvinnuleysi, og þótt lítillega hafi nú úr því
dregið, eru horfur á að það margfaldist á næstu
imánuðum, nema til komi sérstakar ráðstafanir því
til hindrunar. Verkamannafélagið Dagsbrún ger-
ir því þá kröfu 'til stjórnarvalda, að þegar í stað
verði gerðar fullnægjandi fáðstafanir í atvinnu-
og efnahagsmálum er dugi til að útrýma atvinnu-
leysinu. Jafnframt heitir félagið á verkalýðsfé-
lögin að fylgja eftir kröfum sínum með einhuga,
vakandi baráttu gegn atvinnuleysi.
- - I..: ■{.. ...
'J'résmiðafélag Reykjavíkur krefst aðgerða gegn
atvinnuleysinu í ýtarlegri og rökstuddri fund-
arályktun, og sýnir fram á að um meira er að tefla
en atvinnuleysi í vetur; yfir byggingariðnaðinum
vofir stórhætta vegna skipulagsleysis og óstjóm-
ar í þjóðmálunum. Afleiðingar þess að íbúðabygg-
ingar hafa hrunið niður síðustu árin eru stór-
minnkaðar atvinnutekjur byggingarmanna, ár-
visst atvinnuleysi og landflótti í stórum stíl. Tré-
smiðafélagið lýsir einnig fyllsta stuðningi við
kröfur verkalýðsfélaganna á höfuðborgarsvæðinu,
og krefst þess að stjórnarvöld framkvæmi undan-
bragðalaust og þegar í stað þær kröfur sem verka-
lýðsfélögin gerðu til að afstýra atvinnuleysi á
næstu vikum og mánuðum. í samþykkt Trésmiða-
félagsins er lögð á það áherzla, að stórversnandi
afkoma alls verkafólks og atvinnuleysi eigi rót
sína í skipulagsleysi efnahagsmála og atvinnu-
mála, sem geri framleiðsluatvinnuvegunum ó-
kleift að starfa á heilbrigðum grundvelli. í álykt-
un félagsins segir: „Það er því krafa fundarins að
komið verði á heildarstjóm í atvinnu- og efnahags-
málurn þjóðarinnar, byggðri á markvísri áætlana-
gerð, sem miði að því að tryggja blómlegt efna-
Kagslíf og fulla atvinnu öllum vinnufúsum hönd-
um“. í byggingamálum krefst Trésmiðaféiagið
þess, að í stað glundroða verði tekin upp fyrirfram
skipulögð uppbygging íbúðarhúsnæðis og annarra
byggingaframkvæmda, sem miðist við þörfina á
hverjum tíma og hagkvæma nýtingu fjármagns
sem tryggi byggingamönnum fulla atvinnu.
„Atvinnuleysi er glæpur og atvinnulaus maður er
þræll rangláts efnahagskerfis en ekki frjáls
maður og sú ríkisstjórn sem ekki er fær um að
'tryggja þegnum þjóðfélagsins fulla atvinnu á að
vfkja", segir í þessari merku samþykkt. — s.
Ritstjóri: ÓLAFUR BJÖRNSSON
Lí&ur að lokum Sovétmeistaramótsins
ic Nú má segja að aðeins Ioka-
spretturinn sé eftir á 37.
skákþingi Sovétrík.janna- —
Lokið er 20 umferðum af 23,
en þótt aðeins séu þrjár um-
ferðir eftir á enn um helm-
ingur keppenda tölfræðileg-
an möguleika á að ná í eitt
af fjórum réttindasætum.
★ Líklegt verður að telja að
einhver þeirra þriggja Smysl-
ofs, Petrosjans eða Polúga-
jefskís hljóti sovétmeistara-
tignina að þessu sinni, þótt
Geller, Savon og Holmof
hafi einnig möguleika.
Tal á aðeins tölfræðilega
möguleika.
Röð efstu manna hefur lítið
breytzt frá því er við sögð-
um frá i síðasta þætti. Tal
tók nokkurn fjörkipp og
hlaut 3 v. úr fjórum skák-
um og fáum við að sjá tvær
þeirra hér á eftir. Þrátt fyr-
ir þessa sigra hefur honum
ekki tekizt að komast í eitt
af f jórum efstu sætunum og-
má segja að möguleikar
hans til að hreppa eitt af
fjórum efstu sætunum séu
aðeins fræðilcgir-
★ Hér kemur svo staðan eins
og hún var að ' 20 umferð-
um loknum:
f þessari skák beitir and-
stæðingur Tals, Lútíkof, Aljek-
ínsvörn. Lútíkof velur sjald-
gæfa leið í 3. leik sínum (3. -
Rb6), algengasit er 3.-dó. Eftir
allmikil uppskipti leggur Lixtík-
of af stað með kóng sinn i 18.
leik, er skemmst af að segja
að þetta reynist hið mesta
feigðarflan. Vinnur Tal peð
þegar í 21. leik, Lútíkof gefur
einnig g-peð sitt í von um mót-
spil en allt kemur fyrir
ekki. Tal vtndur drottning-
unni sinni frá kóngsvæng yfir
á drottningarvæng og peðin
þar fall-a hvert aí öðru og að
lokum sér Lútíkof sitt óvænna
og gefst upp.
Hvítt: Tal.
Svart: Lútikof
Aljekíns-vörn.
1. e4 Rf6
2. e5 Rd5
3. d4 Rb6
4. a4 a5
5. Bb5 c6
6. Bd3 d5
7. Bg5 g6
8. h4 h6
9. Be3 Bg7
10. Rd2 Ra6
11. c3 Be6
12. Rh3 Rc4
13. Dc2 Rxe3
14. fxe3 S5
15. hxg5 hxg5
16. 0—0—0 Bxh3
17. Hxh3 Hxh3
18. gxh3 Kd7
19. BxaÆ Hxa6
20. Df5f e6
21. Dxf7f De7
22. Dg6 Ha8
23. Hgi Hh8
24. Hxg5 Bh6
25. Hh5 Df8
26. Kc2 Bxei3
27. Hxh8 Dxh8
28. Df7f Kd8
29. Rb3 b6
30. Db7 Dh5
31. Dxböf Ke8
32. Dxc6f Kf8
33. Kbl
Og svartur gafst upp, enda er
staða hans algerlega vonlaus.
I. -3. Smyslcxf, Petrcsjan og Poi-
úgaje&kí 12 af 19 .
4- Geller 11% af .19.
5.-6. Savon og Hölmof 11 af 18.
7. Gipslis 11 af 20.
8 -9. Balashov og Stein 10%
vinning úr 19 skákum.
10. Taiimanotf 10 af 18.
II. Averkin 10 af ' 19.
12. Platonof 9 >/2 atf 18.
13. Liberson 9'/j atf 19.
14. Tal 9% atf 20.
15. SchuChovitzkij 9 af 18-
16. Lútíkof 8% atf 19.
17. I. Saizetf 8 a£ 19-
18. -19. Gufeld og Vasjúkof 7%
vinning úr 18 skákum.
20- A. Saizef 7% a£ 19.
21. Purman 6V2 af 19.
22. Tukmakaf 6 af 19.
23. Kupreitschik 5% a£ 19-
Svæðamótin
Þeim Friðriki Ólatfssyni og
Guðmundi Sigurjónss-yni, hefur
gengið allvel í svæðamótunum v
það sem af er, og vomandd ræt-
ist sú ósk íslenzkra skákunn-
enda að Friðrik komist áfram. 1
oidllisvæðaimótið.
Engimn held ég sé svobjart-
sýnn að halda að Guðniundur
kom-ist áfram, enda mætti nán-
ast telja það kratftaverk, slfka
beirserki sem hann á í höggi
við.
Hins vetgar yrði það mjögá-
nægjulegt etf honum tækist að
standa sig það vel að hann
hlyti það sem uppá vantar til
að hljóta alþjóðlegan meistara-
titil.
Vonandi berast okkur S'kákir
innan tíðar frá þessum mót-
um.
★
A. Saizef, er varð í fyrsta til
öðru sæti á skákþingi Sovét-
ríkjanna í fyrra fær heldur
betur að kenna á Tál í þessari
skák. Eftir fremur rólegt af-
brigði af franskri vörn, koma
skyndilega upp miklar flækjur
auðugar atf leikflétfcurnöguleik-
um. Tal neytir þeirra færa sem
gefast aí mikilli snilli, fómar
manni og kóngur andstæðings-
ins er berskjaldaður fyrir á-
rásum á sínum upphiafsreit.
Ef að svartur reynir að
bjarga dirottningunni sinn; í 17.
eða 18. leik gera hrókamiir út
um skákina ásamt drottning-
unni eins og lesendur geta
sánnfært sig um, hér er ein
leið t.d.: 17. -DdT. 18. Hfelf
Kd8, 19. Df6t Be7, 20.
Db6t ásamt 21. d6. f lokastöð-
unni er ekki glæsilegt um að
litast hjá svörtum, kóngurinn
komiinn á vergang, biskupinn á
hraikningi. Saizef leizt heldur
ekki glæsilega á stöðuna, —
fallegur sóknarsigur hjá Tal.
Hvítt: Tal
Svairt: A. Saizef.
Frönsk vörn.
1. e4 e6
2. d4 d5
3. Rd2 c5
4. Rgf3 Rc6
5. exd5 exd5
6. Bb5 De7f
7. Be2 Dc7
8. 0—0 cxd4
9. Rh3 Bd6
10. Rbxd4 a6
11. c4 Rf6
12. Bg5 Re4
13. cxd5 Rxd4
14. Dxd4 Rxg5
15. Dxg7 Rxf3f
16. Bxf3 Hf8
17. Hacl Bxh2f
18. Khl Dd6
19. g3 Bxg3
29. fxg3 Bf5
21. Hfelt
Og Saizef gafst upp enda ófag-
urt um að litast í herbúðum
hans. Tal hefur teflt bessa skák
í gömlum og góðum stil.
Haustmót Taflfélags Reykjavíkur
Haustmót Taflfélags Reykja-
víkur hófst fyrir skömmu cg
er tveimur umferðum lokið. —
Það sem einkum vekur athygii
í samfbandi við haustmótið að
þessu sinni er þátttaka Inga R.
Jóhannssonar, en nokkur tími
er n'ú liðdnn síðan hann tök síð-
ást þátt í móti hér heiima,
Vonandi boðar þátttalka Inga
að þessu sinni að hann muni
fara að taka atftiur virkan þátt
í mótum hér heinua, en Ingi
var fyrir nokkrum árum sá af
okkar beztu skákmönnum er
iðnastur var að taka þátt í mót-
um.
Má öllum ljóst vera að eikik-
ert er eins góð ætfing fyrirhina
yngri skákmenn okkar og að fa
að tefla við sér sterkari og
reyndari menn. Haustanótið er
að þessu sinni ötfllugra en það
hefúr verið í mörg ár.
Ingi R. aftur með.
í næsta þætti miunum við
birta skákir frá Hausfcrhlótinu.
RAUÐARARSTIG 31
Dag* viku* og
mána&argiald
o
f
f
i