Þjóðviljinn - 12.10.1969, Síða 10

Þjóðviljinn - 12.10.1969, Síða 10
I 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Suimudagur 12. október 1969 n SKÁIDSAGA EFTIR MARY DUTTON Við mjökuðum okkur út um dyrnar og niður stigann- Þegar við vorum aftur komn- ar að girðingunni hans Elmers frænda, stanzaði mamma. — Við skulum beygja héri sagði hún. — Og skreppa til Neevy að fá okkur þennan kaffisopa. Og við segjum ekki auikatekið orð um Dýrðarvagninn hennar systur Mearl. Bkki eitt einasta orð, mundu það. Við segjum bara að við höfurn farið út að tína hnet- ur og litið inn í leiðinni- — En hvar eru hnetumar okk- ar? Ég elti mömmu meðfram girð- ingunni. — Við fundum engar, sagði hún. Kvöldin urðu styttri með hverj- um degi sem leið. Við tókumsér- staklega eftir því á miðvikudög- um, vegna þess að þegar við kom- um tfrá ungfrú Mildred og geng- um heim meðfram brautartein- uinum, þá var sólin setzt áður en við gengum gegnum timbur- stíuna á leið heim. Einn mjðvikudaginn þegar ég fór til ungfrú Mildred, sat Callie úti á pallinum og þá vissi ég að ungfrú Una var þar í heimsókn. Mér þótti gaman þá daga sem ungfrú Una kom í heimsókn, vegna þess að ég fékk alltaf kaflfi með þeim og stundum fengum við tertu eða smákökur. Það var miklu skemmtilegra en þegar bróðir Mearl kom í heimsókn, þ.ví að þá fengum við aldrei neitt nema bænir. — Hæ, Callie, sagði ég um leið og ég kom upp á pallinn. Callie leit á mig og svaraði e'kki, en ég hafði ekki >.tt von á því. Ég var fegin að hún gerði það ekki, vegna þess að ég var hVæd'd við Callie. Eitthvað í Tarí hennar hafði ónotaleg áhrif á mig. Kannski voru það augun og hvernig hún horfði á mann án þess að láta í ljós neinar tilfinn- ingar. Eða. kannski voru það stóru, brúnu hendurnar á henni og hvemig hún lagði þær á herðarnar á ungfrú Unu og sneri henni við. Ég fór úr skónum og HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31 Simi 42240. Hárgreiðsla. Snyrtingar. Snyrtivöiur. Fegrunarsérfræðingur á staðnum. Hárgreiðsiu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18. III. hæð (lyfta) Simi 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-9-68 skildi þá óftir fyrir utan dyrnar og fór inn í húsið- Þegar ég kom inn í stofuna tók ungfrú Una viðbragð og sull- aði kaffinu niður á stölbríkina. Ungfrú Una var óvenju lík fugli þennan dag- Það var ótrúlegt að hún skyldi vera yngri systir henn- ar ungfrú Mildred. Hún sýndist miklu eldri. — Þetta er allt í lagi, elskan, sagði ungfrú Mildred þar semhún sat í sófanum. — Það er hún Thorpe að koma í spilatíma- Hún gekk að stólnum til umgfrú Unu og þurrkaði upplitað, grænt flau- elið með pentudúknum sínum’áð- ur en hún hringdi litlu bjöll- unni til að ftalla á Trudy. Trúdy hafði séð mig úr eld- húsglugganum og hún kom inn 34 í stofuna með kaffibolla handa mér- Það var eiginlega heit mjólk með dálitlu kaffi og miklum sykri, en þetta var heitur og sætur drykkur og manni leið vel að fá að sitja og drekka þetta með þeim. Við sátum kringum litla kringlótta borðið sem á vardökki silfurbakkinn sem Trudy bar allt- af inn, og það var ekki mikið talað. Fyrir utan marraði í pallhlið- inu þar sem Callie sat og í eld- húsinu glamraði í koppum og kyrnum hjá Trudy og við rerum okkur og dreyptum á kaffinu. Gegnum gluggann heyrðist til James og strákanna hennar ung- frú Mildred sem voru að leika *ér, en það- voru eins og hljóð sem maður heýrir í draumi- Að- eins fjarlæg orð og köll sem vind- urinn devfði. í hvert skipti sem ungfrú Una setti bolílann sinn aftur á I-itla borðið, sullaðist dálítið kaffi nið- ur í undirskálina- Höfuðið á henni gekk upp og niður og andlitið titraði bg kipptist til og hend- urnar voru á eilífu iði eins og hún væri að tala án þess að gefa frá sér hljóð. Stundum þegarung- frú Una kom í heimsókn sat hún allan tímann án þess að segja orð, kinkaði bara kolli og titraði og reyndi að brosa. Ég þóttist viss um að þetta yrði einn af þeim dögum, þegar ungfrú Una tók til máls. — Synir mínir'Iéku sér aldrei, léku sér aldréi svona. Hún var að tala um James og Winfred og Wilbur sem voru að leika sér úti. Hún blakaði 'ann- arri litlu hendin.ni í áttina að glviggatjöldunum sem voru dregin fyrir. — Þeir þurftu alltaf að vinna, sagði hún. — Vegna þess að Wil‘1, Will, hann hélt að það væri það eina sem máli skipti. Afla aneiri og meiri peninga, kaupa meira og meira land bg höggva meiri víð og bíða- Bíða eftir olí- urnni... Unglfrú Mildred gekk yfir til systur sinnar og strauk henni um mjóar axlirnar. > — Nú er allt í lagi, els'kan, sagði hún. — Nú er allt í lagi- Þeir eru orðnir fullorðnir dreng- irnir þínir og þeir geta gert það sem þeir vilja. Ungfrú Una kinkaði kolli- — Það er nú það sorglega. Al'lt þetta land og timbur og olía, ólíupen- ingar sem þeir unnu fyrir eins og þrælar og voru barðir fyrir eins og hundar, eins og hundar og — og svo er Thad kyrr í hernum og John Tom, John Tom skrifar ekki einu sinni. — Ungfrú Una, sagði ég- — Ég er búin að fá nýjan kennara i skólanum. Ungfní Una svaraði ekki. Ung- frú Mildred og ég töluðum stund- arkorn um sikólamv-áður en ég reyndi aftur. Ég stóð upp og gekk að píanóinu. — Ungfrú Una, viltu að ég leiki fyrir þig „Bjargið alda“? Það var eins og ungfrú Una hefði ekki heyrt til mín. — Og Billy, Billy Bob, sagði hún- — Þeir skeyttu allir, allir skapi sínu á honum. Og ég varð að taka svari hans, var það ekki? Hann er — haryi er barnið mitt. Hann er það eina sem ég á eftir-.. — .Viltu að ég spili fyrir þig „Ó, Jesús bróðir bezti“? Ég stóð enn við píanóið- — Einhvern tíma, sagði ung- frú Una og hún leit í átt til dyra. — Einhvern tíma ætla ég að strjúka, strjúka burt. Þú veizt það, er það ekki? Hún leit á ung- frú Mildred. — Þú trúir mér, er það ekki? Ungfni IWildred. svaraði ekki- Hún stóð þarna hjá stólnum henn- ar ungfrú Unu og hélt áfram að strjúka henni um herðarnar- — Ég ætla að gera þaö- Ég fer, ég fer þangað sem Will Jack- son getur aldrei, aldrei fundið mig. Ég skal halda áfram að reyna. Hún leit í áttina þangað sem pall'hliðið marraði og kink- aði kolli. — Gamla, svarta Callie, hún snýr í mig haki og þegar hún lítur við, þá verð ég, þá verð ég farin. Og j^á getur hann haift gömlu svortu, gömlu svörtu Caffie í stofunni hja sér- Það er eina herbergið sem húo hefur ékki — Ungfrú Mildred greip hægt og varlega fyrir munninn á ungfrú Unu og kinkaði kolli til mín. Ég setist við píanóið og ég lék „Bjarg- ið alda“ og „Ö, Jesús bróðir bezti“ i tvo klukkutíma. Þetta voru einu sálmamir sem ég gat leikið en>n. En það gerði ekkert til þennan dag, vegna þess að þetta voru eftirlætissálmar ungfrú Unu og þess vegna hafði ég lært þá. Ungfrú Una hallaði sér aftur á bak í ruggustólnum og lokaði augunum. Hendurnar á henini ílögruðu lítið eitt til en að öðru leyti var hún alveg hreyfingar- laus- Hún hlustaði þangað til ég var búin að spila bæði lögin tvisvar sinnum en.n- Þá tók hún upp veskið sitt af gólfinu, opn- aði það og rótaði í því. Hún brbsti og kinkaði kolli og tók upp rauða klútinn sem bundinn var i knippi. — Hérna, sagði hún. — Þetta, þetta er handa þér. Hún rétti mér fjórðungsdal- — Nei, þakk, sagði ég- — Þú þarft ekki að borga mér. — Taktu við. Hún teygði sig að píanóbekknum og lagði pen- inginn á hann. — Ég er ekki að borga þér. Ég er að, ég er að gefa þér þetta- Og þetta eru góð- ir peningar. Enginn hefur verið, verið barinn eða svikinn til að alfla þeirra. Það eru, það eru eggjapeningarnir mínir og ég get, ég get gert við þá það sem mér sýnist. — Þú ættir að leggja þá í bankann, sagði ungfrú Mildred og hristi höfuðið. — Þetta hljóta að vera einir fjöruitíu, fimmtíu dollarar- — Sjötíu og fimm, hundrað. Ungfrú Una leit niður í veskið sitt. — Og það er meira þarna, fleiri fulilir vasaklútar. Og það á þá enginn banki. Það er ég, ég sem á þá. Hún leit hræðslu- lega á okkur- — Þið, þið segið engum 'frá því, er það? Við höfum áður' talað um þessa peninga- Stundum sagði hún að hún ætti tvö hundruð dollara í klútnum sínum, stundum eitt hundrað. Og stundum v'oru það aðeins sjötíu og fimrn. — Callie! Ungfrú Mildred var gengin til dyranna. — UngfrúUna er, tilbíyn að ,fara heim; Callie' kom inn og sótti sjalið hennar ungfrú Unu í fataskápinn og unigfrú Una fór aftur að skjálfa en enginn spurði hvers vegna eða minntist á það einu orði- Callie lagði prjónasjaþð um herðarnar á ungfrú Unu og sneri henni tíl dyra- — Nýja sjalið þitt er reglu- lega fallegt, sagði ungfrú Mild- red. Hún vafði það betuir að'háls- HÚSMÆÐUR! Hvað er betra í dýrtíðinni en lágt vöru- verð? Matvörumarkaðurinn opinn til kl. 10 á kvöldin.x— Gjörið svo vel að líta inn. Munið hið lága vöruverð. Vöruskemman Gre'ttisgötu 2. FóiS þér íslenzk gólfteppl frát TCPPÍ'f ZUtima !|Wí Wm B TEPPAHUSIfl Ennfretnur ódýr EVLAN ieppl. Sparið tíma og fyrirfiöfn, og verzfið á einum sfað. SUÐURLANDSBRAUT10. REYKJAVÍK PB0X1311 UG-BAVSKAL - UNDRA fiOTT Buxur - Skyrtur - Peysur - * Ulpur - o.mJI. Ó.L. Laugavegi 71 — Sími 20141 SÓLQ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stœrðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveitabæi, sumarbústaði og báta. Varahlutaþjónusta. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smœrri báta og litla sumarbústaði. ELDAVELAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJANSSONAR h.f. Kleppsvégi 62 — Sími 33069. Cabinet Frímerki -- Frímerki Hjá okkur er úrval íslenzkra frímerkja. Hvergi lægra verð. — Reynið viðskiptin. Frímerkjaverzlun GUÐNÝJAR Grettisgötu 45. «

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.