Þjóðviljinn - 22.11.1969, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.11.1969, Blaðsíða 4
4 SÍDA ~ OÞUÖÐiVlIiJKNN — lÆiugiaiPdia®ur 22. nóvemlber 1069. — málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóSfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag ÞjóSviljans. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstj.fulitrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Úlafur Jónsson. Framkv.stjórl: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Síml 17500 (5 iinur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. íslendingar horga brúsann jpastur liður í áróðri ríkisstjómarinnar og stjórn- arblaða um ágæti álsamninganna hefur verið sú fullyrðing, að vegna þeirra samninga fengju ís- lendingar miklu ódýrara rafmagn en ef þeir samn- ingar hefðu ekki verið gerðir. í umræðum á Al- þingi nú 1 vikunni var fullyrt að stjórnendur Landsvirkjunar hefðu þungar áhyggjur um af- komu Búrfellsvirkjunarinnar, og komi þar fyrst og fremst til hin óhagstæða orkusala til álversins í Straumsvík. Var ráðherra spurður að því hvort rétt væri, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hækka rafmagn í heildsölu frá Landsvirkjun um hvorki meira né minna en 30% nú um áramótin til að jafna metin um afkomu Búrfellsvirkjunarinnar, en með því móti hefði ríkisstjómin hlutazt til um hækk- un á raforkuverðinu um 50% á einu ári. Ráðherra fór imdan í flæmingi, játaði að hækkun á raf- magnsverði til fslendinga væri fyrirhuguð en ekki hefði endanlega verið ákveðið hve mikil hún ætti að vera. agnús Kjartansson mirtnti á í þejssum sömu Uim.T ræðum með mörgum tilvitnunum í skýrslu sem Jóhann Hafstein iðnaðarmálaráðherra flutti Al- þingi áður en upphaflegu álsamningamir voru gerðir, að ráðherrann afsakaði þá hið lága raf- magnsverð sem um var samið með því að þessi fyrsta álverksmiðja með 30 þúsund tonna ársaf- köstum væri eins konar tilraunastarfseimi, en hins vegar væri full ástæða til að krefjast hærra raf- magnsverðs ef til þess kæmi að um værí samið stækkun verksmiðjunnar, og ættum við íslending- ar þá að geta krafizt sama verðs og Norðmenn fá, sem er miklu hærra. Nú. kemur sami iðnaðarmálaráðherra enn frana 1 fyrir Alþingi með samning í formi úrslitakosta, þar sem alþingismenn geta ekki breytt einum staf- krók nema það sé jafnframt vantraust á ríkis- stjórnina, og í þessum nýja samningi er ákveðið að selja hinu svissneska auðfélagi íslenzka raforku á sama lága verðinu, undir framleiðsluverði, sem í hinum fyrra samningi. Þingmenn lögðu áherzlu á, að sá samningur yrði ekki afgreiddur fyrr en lok- ið er rannsókn þeirri á orkusölunni til Straums- víkur sem tillaga liggur nú fyrir Alþingi um, og lofaði ráðherra að hraða málinu ekki óeðlilega svo frekari upplýsingar um orkusöluna gætu verið þingmönnum tiltækar, áður en þeir taka ákvörð- un um nýja álsamninginn. Og óneitanlega hlýtur það að hafa áhrif á mat manna á stefnu ríkisstjórn- arinnar að ofurselja raforku íslands erlendum auð- félögum, að svo langt er gengið að selja orkuna undir framleiðslukostnaði. en íslendingar látnir borga brúsann í gífurlegum hækkunum á raf- magnsverði. — s. Um 30 útgáfubækur Leifturs Mest ber á endurminningum og þjóðlegum fróðleik í ár ■ Leiftur gefur út um þrjátíu bækur í ár og er um helmingur bama- og unglingabsekur — er það svipað magn og 1 fyrra. Mest fer fyrir bökum sem flokkast undir æviminningar og þjóðleg fræði, en þýddar bækur eru fá- ar. Forlagið hefur byrjað undirbúning á viðbótarbindi við ritið íslenzkir samtíðarmenn. Samtíðarmenn Gunnar Einarsson forstjóri gerðd blaðamönnum grein fjrrir útgúfunni á þriðjudag að viðstöddum höfundum nokk- urra bókanna. Sagði bann að á næsta ári hæfist útgáfa á miklu riti í fjórum bindum, sem dr. Björn Magnússon tek- ur saman. í>að heitir Vestur- Skaftfellingar 1703—1966 og er þar greint .frá öllu fólki sem finnst fætt í héraðinu á þess- um tíma. Tvö bindi af fslenzkum sam- tíðarmönnum komu út 1965 — ’67 og voru alls 4686 æviskrár núlifandi manna, sem taldix eru hafa gert eitthvað sér til ágæt- is í þjóðfélaiginu. Nú hefur Stefán Bjarnason verkfræð- ingur telkið að sér að annast ritstjórn aukabindis, sem í verða nýliðar og þeir sem af einhverjum ástæðum komust ekiki inn í hin fyrri. Hefur Stefán sent út 2500 bréf til ýmissa manna með beiðni um upplýsingar, og snúið sér í því sambandi til sýslumanna, bæj- arsitjóra, oddvita, félagasam- taka eftir ábendingum. Stefán se-gir, að heimtur hafi ekki orð- ið eins góðar og skyldi og bið- ur hlutaðeigandi að svara íyr- irspumunum sem fyrst, því að hamdritj verður loikað í maí ~3> Höfundur Janes fyrir börnin Töfrabifreiðin KITTY KITTY BANG BANG heitir nýútkomin bamabók eftir Ian Fleming, fyrsta ’bók af þrem, sem Bóka- útgáfan Örn og Örlygur ætla að gefa út. Þótt Ian Fleming sé reyndar frægastur fyrir has- arsögur sínar um James Bond þarf enginn að óttast ill áhrif Töfrabifreiðarinnar á hugi ungra lesenda, því hér er um að raeða ævintýri, — nútíma- ævintýrd, sem gerist á okkar tímium, en ekki í giamla daga eins og flest önnur. Gexir höf- undur tilraiun til að færa æv- intýrið í hiugarheimi bamsins yfir á öld vélvæðingarinnar. Frambaldsbækur um múmínálfana og um Dagfinn Þeir sem kynntust Dagfinni dýralækni og Múmínálfunum, þegar bækur um þessar per- sónur komu fyrst út á íslenzku í fyrra, geta nú endiurnýjað kynnin í tveim bókum, sem komnar eru út hjá Emi og Ör- lygi. „Vetrarundur í Múmdn- dal“ nefnist 2. bindi ævintýra múmínálfanna eftir finnsku skáldkonuna Tove Jansson og „Dagfinnur dýralæknir og perluræningj arnir“ heitir 2. bókin um Dagfinn eftir Hugh Lofting, en þess má geta, að báðir þessir höfundar hafa hlotið margvísleg verðlaun sem bam abókarhöfundar í sínum heimalöndum og víðar. enda segjasit útgefendur leggja á- herzlu á að gefa út barnabæk- ur. sem skarmnlausit og hættu- laust sé að gefa bömum og hafa sérstaklega vandað til pappírs og nsestkomandi. Líklegt er svo að allt verkið verði tekið til end- urskoðunar um 1975. Einar Kvaran Leiftur heldur áfram útgáfu á samanlögðum _ skáldverkum Einars Kvarans. í fyrra komu út tvö bindi sem geymdu smá- sögur þessa merka höfundar og^ skiáldsögumar Ofurefli og Gull. f ár koma út tvö bindi sem geyma afganginn af skáldsög- um Einairs, en í fimmta og sjötta bindi verða leikrit bans öll og Ijóð ásamt 'æviágripi. Endurminningar Út kemur þriðja bindi ævi- sögu Sigurbjarnar Þorkelssonar í Visi. Himneskt er að lifa, og ber þetta bindi undirtitilinn ,,Áfram liggja sporin". Ég get fátt um þetta sagt, sagði höf- undur á blaðamannafundi. þetta hef ég skrifað fyrir beiðni annarra, verið mjög ánægður með undirtektir og eitt bindi enn á ég að mestu fullskrifað. Þetta bindi fjallar um tíma- bilið 1923—1933, seigir frá fjöldanum öllum af fólki og í því eiru yfir 200 myndir. „Syndugur maður segir frá“ nefnist sjálfsævisaga Magnúsar Magnússonar, fyrrverandi rit- stjóra Storms, allmikil bók. um 350 bls. með nafnaskrá. Ég hef það helzt um bók- ina að segja, sagði höfundur, að allt er satt sem í henni stendur, hvort sem menn trúa því eða ekki, katflinn um mann- íega náttúru líka, þótt sum- um finnist ef til vill langt gengið, en mér ekki. Það seg- ir frá fima mörgu fóiki þama, og eiginlega er bókin tvískipt, fyrst ævisaga og síðan mann- lýsingar — bæði á fommönn- um og okkar aldair fólki: Magn- úsi Ásgeirssyni, Thor .Tensen, Páli Eggeft og fleirum. Ég veit að blaðamenn hafa nauman tíma og ráðlegg þeim þvi að sleppa flestu í bókinni nema þrern köflum: Mannleg náttúra, Spilamennska og Ég drakk með þeim. Fróðleiknr „Ég raka dklkií í da@ glóði“ heit- ir bók eftir Þorstein Matthías- son, sem geymir þrettán þætti úr ísienzku þjóðlífi, viðtöl og frásagnir. Höfundur sagði m.a. á blaðamannafundi: f æsiku hafði ég gaman af ömmusögum, á mikið gömlu fólki að þakka. Nú er ég orðinn gamall sjálfur og hef gengið á vit fullorðinna manna og kvenna og fengið þau til að segja mér þætti úr lífi sínu. Ég heyrði um gaml- an mann sem hafði þetta að orðtaki þegaT hann var ekki reiðubúinn til starfa: ég raka ekki í dag, góði. Og flest það fólk sem kemur við sögu i bók- innj vildi ekki svara kalli nema það væri undir það bú- ið. „Breiðabólstaður í Fljótshlið” heitir bók eftir Vigfús Guð- mundsson. Gerir hún grein fyr- ir ábúendum og prestum sem setið hafa staðinn, rekux sögu kirkjunnar og eigna hennar og lýsir bæjarhúsum og hjálend- um. Vigfús skrifaði m.a. sö'gu Hallgríms Péturssonar. Eyrar- bakka og Oddastaðar. „Austan blakar Iauíið“ heitir bók eftir Þórð Tómasson safn- vörð frá Vallnatúni. Hann seg- ir m.a. í formála: „Hér er ekki sagt frá öðru en fábreyttu lífi alþýðufólks, baráttu þess. stgr- um og ósigrum, við aðstæður sem okkur hrýs oft hugur við. Frásagnir þessar eru j'afnframt dálítið framlag til sögu Rang- æinga á 19. öld. „Fremra-Háls ætt“ er síðara bind; af niðjatali Jóns bóndia Ámasonar og Guðrúnar Magn- ússonar sem bjuggu að Fremra- Hálsi í Kjós 1733—1751. Gamanmál og fleira ,,Gamiantregi“ heitir bók eft- ir Örn Snorrason, bundið mál og óbunddð. og fer allmikið fyr- i.r skopkvæðum þótt alvarlegri hlutir séu með. Örn kvaðst snemma hafa byrjað að fásit við yrkingar en ekki ætlað að gefa nedtt út fyrr en á gamals aldiri, en með því að margir samferðairmenn hans væru nú þegar allir, þá vildi hann ekki hætta á neitt len-gur. „f svipmyndum“ er annað bindi viðtala sem frú Steinunn S. Briem hefur átt við margs>- konar fólk — eru þar um fimmtíu viðtöl. „Enginn fiskur á morgun" beiti-r önnur skáldsaga Unu Þ. Ámadóttur, „lýsing á lífi ungs fólks við störf og skemmtanir". „Strá“ nefnist ljóðabók eft- ir Steingerði Guðmundsdóttur, dóttur Guðmundar heitins skólaskálds. Þá kom-a út tvær skemmti- söigur eftif, Kristínu M. J. Björnsson, „Gréta“ og ,,Vík- ingadætur“. þýdd saga sem hieitir „Eldflu-gan dansar“ (um- hverfið er Japan), ný útgáfa af íslenzk-danskri orðabók Jak- obs Jóh. Smára, sem Frey- steinn Gunnarsson hefu-r búið til prentuna-r og bætt við 1800 uppsl átt-aror ðum. Ms. Reykjafoss fer frú Reykjavík síðari hluta næstu viku til Vestur- og Norðurlands. Viðkomustaðir: ÍSAFJÖRÐUR SIGLUFJÖRÐUR AKUREYRI HÚSAVÍK Vörumóttaka á þriðjudag og miðvikudag í A-skála. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Frá Raznoexport, U.S.S.R. A.gB,»M!.kk„ sími .173 73 nmuKn HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURLANDS BRAÚT 10 *• SÍIVII 83570 &

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.