Þjóðviljinn - 11.12.1969, Síða 4

Þjóðviljinn - 11.12.1969, Síða 4
4 SfÐA — ÞJÓÐVHáJllNN — PtaimtadaigUir 11. desember 1969. — málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag ÞjóSviljans. Ritstjórar: ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Ólafur Jónsson. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Þung ábyrgð hlutarþjófa jyjorgunblaðið og Vísir, blöð Sjálfstæðisflokksins, eru tekin að hóta sjómönnum illu vegna upp- sagna sjómannasamninganna, það verði þeirra sök ef atvinnuvegimir haldi ekki áfram á þeysi- reið framfara, sem gengislækkanir ríkisstjórnar- innar hafi búið þeim. Þetta eru að vísu skilorðs- bundin viðbrögð íhaldsins og blaða þess í hver't sinn sem verkalýðsfélög ympra á kjarabótum. Þó eru hótanir og áróður Morgunblaðsins og Vísis í garð sjómanna þeim mun ósvífnari þessu sinni en venjulega að nú liggur alveg ljóst fyrir, svo eng- inn getur um villzt, hverjir bera á því fulla ábyrgð ef til sjómannaverkfalls kemur um áramótin. ^byrgðina bera tveir stjómarflokkar, ábyrgðina bera þingmenn Sjálfstæðisflokksins og-Alþýðu- flokksins. Á þinginu í fyrra gerðu þingmenn og ráðherrar þessara tveggja flokka hina óþokkaleg- ustu árás á sjómannshlutinn sem nokkru sinni hef- ur verið gerð, ómerktu með löggjöf ákvæði úr samningum allra sjómannafélaga 1 landinu; seild- ust’ í vasa hvers sjómanns til að stela ríflegum hluta af kaupi hans og afhentu ránsfenginn út- gerðarmönnum. Með þessum ósvífna hætti höfðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins af sjómönnum stórar fjárfúlgur, sem þingmenn- imir eru áreiðanlega ekki borgunarmenn fyrir; þó mun árásin á sjómannshlutinn verða flokkum þeirra dýr áður lýkur. ^jómannasaimtökin samþykktu einróma á ráð- stefnu sinni í október að krefiast bess af Al- þingi að þvingunarlögunum um sjómannshlutinn yrði brey’tt, og tóku beinlínis fram í samþykkt sinni og orðsendingu til Alþingis að eftir undir- tektum þess gæti farið hvað gert yrði í samninga- málum um áramótin. Seku flokkamir, en þeir ráða meirihluta á Alþingi, hafa ekkert a-ðhafzt. Þing- menn Alþýðubandalagsins lögðu hins vegar fram í byrjun desember þingsályktunartillögu um skip- un nefndar samningsaðila, sjómannafélaganna, úf- gerðarmanna og ríkisstjómarinnar til að endur- skoða þvingunarlögin, og fæli Alþingi nefndinni að gera fyrir áramót itillögur um breytingar á þann veg að ákvæði þeirra torveldi ekki samninga. jþessu hefur ekki verið sinnf, stjómarflokkamir hafa ráðið því að málið hefur enn ekki verið tekið á dagskrá, orðsending sjómanna að engu höfð. Andspænis þeim vinnubrögðum stjómar- flokkanna hafa sjómenn nú á nýrri ráðsfefnu sl. laugardag ákveðið að hefja beint samninga við útgerðarmenn um stærri hlut og fleiri breytingar á kjarasamningum. Það eru því þingmenn og ráð- herrar Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem nú neyða sjómenn til að berjast á nýjan leik fyrir sjómannshlut sem áður hafði unnizt í harðri baráttu, og er þung ábyrgð og lítilmótlegur mál- staður þeirra alþingismanna og ráðherra sem þann- ig beita valdi sínu og launa svo traust fólksins sem sendi þá á þing. — s. HVAÐ VERÐUR UM ÍSLÁND Í EFTA? LAUNAHÆKKUN: GENGISFELUNG Það er augljóst að stjómarvöldin ætla að beita gengisfellingum í enn ríkara tnæli en áður eftir að gengið verður í EFTA. Er ætlun þeirra að beita gengisskráningunni í stað þeinra tolla. sem felld- ir verða niður. Greinargerð Guðmundar Magnús- sonar prófessors er skýrt dæmi um þetta; þar er hvað eftir annað. minnzt á gengisbreytingar sem mikilvæga hagstjómaraðferð: „Það vill oft gleym- ast, að mismunandi háir tollar þýða í rauninni mismunandi gengi fyrir viðkomandi vömr. Séu tollar feltdir niður, kemur eitt raunvemlegt gengi til með að ráða, og það er eftir sem áður hægt að veita atvinnuvegunum gengisvemd — eða rétt- ara sagt, gengið verður að vera rétt skráð, svo að atvinnuvegimir verði samikeppnisfærir. bæði heima og erlendis. Það hlýtur einnig að vera svo að þeim mun meiri þáttur atvinnulífsins, sem iðn- aðurinn verður, því meir verður gengi íslenzku krónunnar að miðast við afkomu hans. Það er því útilokað að allur sá iðnaður. sem nú er tollvemd- aður leggist í rúst“. (S. 74-75). Og á öðmm stað segir prófessorinn: „Breytist heimsmarkaðsverð á neyzlu- og fjárfestingarvör- um, er einfaldast að þurrka út áhrifin á markmið- in með því að breyta genginu. Sé gengið óhaggan- legt (t.d. vegna alþjóðlegs samkomulags) má ná sövnu niðurstöðu með því að þreyta tollum og út- flutningsuppbótum. Með tilliti til EFTA-aðildar hverfur síðari möguleikinn úr sögunni. Þess vegna verður að breyta genginu, ef vinna á á móti áhrif_ um breytinga á heimsmarkaðsverði á hagþróun- ina innanlands“. (S. 125) — Og á sömu síðu segir Guðmundur Magmisson eftirfarandi sem er sér- staklega athyglisvert fyrir launafólk — að nú ekki sé minnzt á forseta og varaforseta Alþýðusam- bandsins sem hafa gerzt sérstakir boðendur EFTA úti u’m landsins byggð: „Genigið hefur stærst á- hrifasvæði af hagstjómartækjum. Það reynir því á það í líkaninu. Má beita því t.d. við launabreyt- ingar eigi síður en breytingu á heimsmarkaðs- verði, en í flestum tilfellum þarf þá að grípa jafn_ fra’mt til hliðarráðstafána til að tryggja að öll markmiðin náist“. Þessar tilvitnanir skýra sig sjálfiar en niðurstaða þeirra er í stuttu máli sú: Enn oftar gengisfelling- ar en verið hefur, hvort sem er til þess að vinna á móti breytingum á heimsmarkaðsverði eða launa- hækkunum innanlands. Er þetta ekki lærdóms- ríkt fyrir íslenzkt launafólk og stöðu þess innan Fríverzlunarbandalagsins? Nýr höfundur: Skáldsagan: Og naiar skapast Komin er á bókamarkaðinn skáldsaga eftir nýjan böfund, Martein frá Vogatungu, og nefn- ist hún „Og maöur skapast " Út- gefandi er Ægisútgáfan í Rvík- Um bókina segir betta í kynningu á kápu: „Ekki er - ólíklegt að betur verði tefcið eftir þessari bók nú en verið hefði fyrir nokkrum árum. Eftir langt árabil hefur bölvun atvinnuleysisins nóð að þokast um allt land og margur ungur maður spyr með hrolli í hug og krepptan hnefa: Hvem- ig voru atvinnuleysisárin eftir 1930? Hvemig barðust atvinnu- leysinigjar? Hvemig höfðu þeir í sig og á? Hvað gerðist svo þeg- ar fjölmennur innrásarher streymdi inn í lamdið 1940 og næstu árin? Nýr höfundur, Marteinn frá Vogatungu svarar mörgum þeim spumingum í athygJis- verðri og rösklega skrifaðri Framihald á 9- síðu. Marteinn frá Vogatungu Happdrætti Þjóðviljans 1969 Umboðsmenn útí á lundi REYKJANESKJÖRDÆMl — Kópavogur: Hallvaröur Guð- laugsson. Auðbrekku 21. Garðalireppur: Hallgrímur Sæ- mundsson Goðatúni 10. Hafnarfjörður: Geir Gunnars- son, Þúfubarði 2 og Erlendur Indriðason, Skúlaskeiði 18. Mosfellssveit: Runólfur Jónsison, Reýkjalundi. Keflavík: Gestur Auðunsson. Birkiteig 18. Njarð- víkur: Oddbergur Eiríksson, Gmndarvegi 17 A. Sand- gerði: Hjörtur B. Helgason. Uppsalavegi 6. Gerða- hreppur: Sigurður Hallmannsson. Hrauni. VESTURLANDSKJÖRDÆMI — Akranes: PáU Jóhannsson, Skagabraut 26. Borgarnes: Halldór Brynjúlfsson, Borg- arbraut 31. Stykkishólmur: Erlingur Viggósson. Grund- arfjörður: Jóhann Ásmundsson, Kverná. Hellissandur: Skúli Alexandersson. Ólafsvík: Elías Valgeirsson, raf- veitustjóri. Dalasýsla: Sigurður Lárusson, Tjaldanesi. Saurbæ. VESTFJARÐAKJÖRDÆMI — ísafjörður: Halldór Ólafsson, bókavörður. Sýgandafjörður: Þórarinn Brynjólfsson, vélstjóri. Dýrafjörður: Guðmundur Friðgeir Magnúss. NORÐURLANDSKJÖRDÆMI VESTRA — Siglufjörður: Kolbeinn Friðbjarnairson. Bifreiðastöðinni. Sauðár- krókur: Hulda Sigurbjömsdóttir, bæjarfuUtrúi. Skaga- strönd: Friðjón Guðmundsson. Blönduós: Guðmundur Theódórsson. N ORÐURL AND SK J ÖRDÆMI EYSTRA — Ólafsfjörður: Sæmundur Ólafsson, Ólafsvegi 2. Dalvík: Friðjón Krist- insson. Akureyri: Jón Hafsteinn Jónsson, Þórunnar- stræti 128. Húsavík: Snær Karlsson, Uppsalavegi 29. Raufarhöfn: Angantýr Einarsson, skólastjóri. AUSTURLANDSKJÖRDÆMI — Fijótsdalshérað: Sveinn Ámason. Egilsstöðum. Seyðisfjörður: Jóhann Svein- björnsson, Brekkuvegi 4. Eskifjörður: Alfreð Guðna- son. Neskaupstaður: Bjami Þórðarson, bæjarstjóri. Reyðarfjörður: Bjöm Jónsson, baupfélaginu. Homa- fjörður: Benedikt Þorsteinsson, Höfn. SUÐURLANDSKJÖRDÆMI — Selfoss: Þórmiundur Guð- mundsson, Miðtuni 17. Hveragerði: Sigmundur Guð- mundsson, Heiðmörk 58. Stokkseyri: Frímann Sigurðs- son, Jaðri. Vestur-Skaftafellssýsla: Magnús Þórðarson. Vík í Mýrdal. Vestmannaeyjar: Tryiggvi Gunnarsson, Strembugöta 2. , jimiBairabi. Heimilistækjuviðgerður Gerum við allar tegundir heimilisitækja: KITCHEN AID — HOBART — WESTINGHOUSE — NEFF. Mótorvindirngar og raflagnir. — Sækjum sendum. Fljót og góð þjónus-ta. Rafvélaverkstæði Eyjólfs og Halldórs Hrinigbraut 99. — Sími 25070. RAZN0IMP0RT, M0SKVA RUSSNESKI HJOLBARDINN ENDIST Hala enzf 70.000 km akslur samkvamt voHorðl atvlnnubllstfðra Fæst h|á flesfum Hfðlbapðasölum A landinu Hvepgi lægpa vepð Isfmi 1-7373 TRADINC co.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.