Þjóðviljinn - 10.01.1970, Síða 10

Þjóðviljinn - 10.01.1970, Síða 10
Thieu forseti Suður-Vietnams: „Getum ekki barizt einir“ SAIGQN 9/1 — Thieu, forseti Suður-Vietnams lýsti því yfir í dag, að það væri bæði óhentugt og ómögulegt, að Bandaríkja- menn flyttu allan hefafla sinn frá landinu þetta ár. Bar hann því við, að Suður-Víetnamher skorti nægan mannafla til að balda stríðinu áfram, og hann væri mjög háður aðstoð Banda- ríkjamanna að flestu leyti. eink- um hvað snerti hergögn. Kvaðst hann ekki vita, hvenær her hans væri fær um að berjast án beinnar hernaðaraðstoðar Banda- ríkjam,anna og sagði, að það faeri mjög eftir því, hverja fjár- hagsaðstoð . Bandaríkjamenn hyggðust veita á komandi ár- um. Liðhlauni fékk dém eftir 20 ár MOSKVU 9/1 — M-aður nokkur hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi í Mosikvu. Hann er fæddur í Sovétríkjunum, en hef- ur verið búsettur í London hin síðari ár. Er honum gefið að sök að hafa gerzt liðhlaupi úr her Sovétríkjanna, fyrir rúmlega tveim áratugum. Eiginkona hans hefur skýrt frá því að leyni- legur herdómstóll hafi kveðið upp dóminn og muni maður hennar, sem heitir Scharegin á- frýja honum. Scharegin fór til Sovétríkjanna fyrir rúmiu ári í viðskiptaerindum. Kviknaði i Þjóðviljahúsinu Starfsmönnum Þjóðviljans brá illilega í brún í gær þegar þeir urðu varir við eld í ruslatunn- um í portinu bak við Skóla- vörðustíg 19, þar sem Þjóðvilj- inn er til húsa. Enda munaði ef til vill litlu að illa færi því að eldurinn laesiti sig brátt í timb- urþil, og innan skamms fylltust vit starfsmianna af reykjar- stybbu. Var slökkviliðið kvatt á vettvang og gekk það vasklega fram í því að slökkva eldinn. Lögreglan í Reykjavík flutti tvær konur á Slysavarðsto-funa í gær. Höfðu þær dottiðá hállku; önn-ur á Laugavegi, hin í vestur- bænum. Þær meiddust báðar Stúlkurnar tvær veita upplýsingar í sýningardeikl IOGT. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). ¥ið unga fólkið — sýning fyrir æskufólk í Tónabæ □ Kynning á æskulýðsstarfi í Reykjavík fer nú fram í Tónabæ. Var sýningin „Við unga fólkið“ opnuð síðdegis í gær og flutti ungt fóik stutta dagskrá. □ Æskulýðsfélög og sambönd, alls 18 aðilar, kynna starf- semi sína í sýningarbásum og með því að flytja þætti i skemmtidagskrá sem verður daglega kl. 8,30-9,30 meðan á sýningunni stendur, þ.e. fram á næsta fimmtudag. ^tálpuðum börnum og ung- lingum gefst góður kostur á að kynna sér starfshættti æsbulýðs- félaganna með því að skoða bæklinga, , ljóismyndir, skugga- myndir óg sýningairbásana. Nokkur æskulýðssambönd sem þarna eru kynnt eru í Æsku- lýðssambandi Islands en pólitísk æskulýðsfélöig í Reykjavíw kynna ekki stari sitt á sýning- unni. Bongarstjóri, Geir Hállgríms- son, opnaði sýninguna í gær og síðan kom ungt fólk fram og skemmti. Voru það Krist'ín Öl- afsdóttir, Sigurður Rúnar Jóns- son og bítlahljómsýeitin Pops. Þá var ætlunin að sýna bvik- mynd sem Sverrir Pálsson hef- ur tekið í Tónabæ og Siglinga- Tveir af ritstjórum norðan- blaðanna láta nú aí störfum Um þessi áramót hverfa tveir af ritstjórum Akureyraiblaðanna frá störfum og hafa enn ekki verið ráðnir menn í þeirra stað svo Þjóðviljanum sé kunnugt. Blöð þau sem hér um ræðir eru annars vegar Verkamaður- inn og hins vegar Islendingur- ísafold. Þorsteinn Jónatansson hefur verið ri-tstjóri Verka- mannsins um langt skeið, en í síðasta tölublaði síðasta árgangs ritar hann kveðjuorð til lesenda og tilkynnir, að hann muni láta' af ritstjórn blaðsins um áramót- in án þess að geta um hver við taki. Herbert Guðmundsson sem verið hefur ritstjóri íslendings- ísafoldar frá því blöð þessi voru sameinuð í eitt og gerð að mál- gagni Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, Norður- og Austur- Akranes Félagsfundur Alþýðu- bandalagsins verður í Rein á morgun, sunnudag, kl. 2 e.h. Áríðandi mál á dag- skrá. Stjórnin landi, kveður lesendur sína einn- ig í síðasta blaði árgangsins 1969 og tná ráða af orðum hans, að ekki hafi náðst viðunandi samstaða - um útgáfu- blaðsins meðal aðila í einstökum kjör- dæmum, að hans dómi. Og ekki skýrir hann frá því fremur en Þorsteinn, hver verða munj eft- irmaður hans við blaðið. Virðist sem nokkur óvissa ríki um út- gáfu þessara blaða á næstunni, enda við ýmsa örðugleika að stríða. Laugardagur 10. janúar 1970 — 35. árgangur — 7. töluíblað. Reglugerí um bunn við veiði smásíidur Samkvæmt tillögum Hafrann- sóknarstofnunarinnar og Fiski- fclags íslands setti sjávarút vegsmálaráðuneytið í gær reglugerð um ráðstafanir til verndar íslenzku síldarstofn- unum. Reglugerðin hefur að geyma eftirgreindar ráðstaf- 1- Lágmarksstærð síldar, sem leyfilegt er að veiða, verðursem fyrr segir 25 cm 2. Hámarksafli sunnansíldar, sem leyfilegt verður að veiða á árinu 1970, verður 50 þúsund Iestir. 3. Síldveiðar sunnanilands og vestan verða bannaðar frá 15. febrúar til 15. september n. k. Regiugerðin er svohljóðandi: „REGLUGERÐ um breytinguá re.gílugerö um biainn við veiði sntásifldar nr. 7, 22. febrúar 1966- 1. GR. 1 sitað orðainna: ,,23 cm“ í 1., 2., 3. og 5. gr. reglugerðarinnar korni orðin: 25 om. Ákvæði til bráðabirgða Á árinu 1970 er óheimilt að veiða meii-a en 50 þúsund smá- lestir sfldar á svæðinu fyrirSuð- ur og Vesturlandi frá Mnu, seim hugsast dregin í réttvísandi suð- austur frá Eystra-Homi suðifr um og vestur fyrir línu, sem hugsast dregin réttvísandi norð- vestur frá Rit- Á tímiabilinu frá 15. febrúar til 15. seiptember 1970 eru síldvedðar þó bannaðar á þessu svæði. Þrátt fyrir veiðibann samkv. 1. m-gr. þessa ákvæðis veitir s j áva rútvegsmái aráðuneyti ð, að fenignu áiliti Hafrannsóknarstofn- unarinnar og Fiskiféla.gs íslands, leyfi til veiði sfldar á þessu svæði tiil niðursuðu eða annarrar vinnslu til manneldis eða bedtu. Ijeyfi má binda skilyrðum, sem nauðsynleg þytoja. Reglugerð þessi er siett sam- kvæmt 1. gr. laigai nr- 44, 5. apr- fl 1948 um vísindalega vemdun fiskimiða landgrunnsins til að öðlast gfldi þegar í sitað og bdrt- ist til eftirbreytni öllum þeilm, sem hlut eiga a-ð miáli. Jafnframt er úr gildi flelld regiugerð nr. 44, 31. fniarz 1969 um breyting á reglu-gerð- um bann við veiði smiásíldar nr. 7, 22. flebrúar 1965, svo og rcgHugerö nr. 172, 29. ág- úst 1969 um breytingu á reglu- gerð nr- 44, 31. mairz 1969 um breytinigu á reglugerð um bann við veiði simiásíldar, nr. 7, 22. febrúar 1966.“ Báturinnun 150 tn. 20 ára aðmeðaiaidri ■ Stjóm F.F.S.Í. boðaði bl'aðamenn á funid sinn í gær tíl þess að kynna ýmis þurftarmál síjómannasitéttairiinnar áður en alþinigi kemiur saman. ■ Meðal annars vöktu þeir athygli á eftirfarandi sam- þykktum nýlegs þings sem haldið var á vegum sa’mtak- anna um endumýjun báta- og togaraflotans. \ Myndin er tekin í sýningarbás Þjóðdansafélagsins í Tónabæ. Sunnutindi hlekkist á Sunnuitindur SU-59 komstóflot án utanaðkomandi aðstoðar, eft- ir að hafa strandað í fyrrakvöld. Var skipið að sigla út úr Djúpa- vogi í norðanvindi er því hlekkt- ist á. Þóttó ekkd ástæöa til að senda hjólparhedðni til Slysa- varnafélaigsins vegna þessa ó- happs, Komst skipið út í fyrrinótt, en ekíki höfðu sikemmdir veriðrann- sakað'ar ttil hlítar í gærdag. — Eigandi Sunnutinds er Búlands- tindur hf.'á Djúpavogi. klúbbnum Siglunesi. Skemmti- dagskrá verður á hverju kvöldi meðan á sýningunni stendur og verða þá fluttir leikþættir, kynn- ing á skák, sýndar kvikmyndir og stutt kvöldvaka á vegum ung- tem-plara. Æskulýðsfélög' og klúbbar sem kynna starfsemi- sína á sýning- unni eru Fariugladeild Reykja- víkur, Félag áhugaljósmyndara, Félag frímerkjasafnara, yngri deild, I.O.G.T. unglingareglan, KAUS samtök skiptinema, Kristileg skólasamtök, Kirkjuleg æskulýðsstarfsemi í Reykjavik, Mjófilmuklúbburinn Smóri, KF- UM og KFUK, Myntsafnarafé- lag íslands, Samband bindindis- félaga í skólum, Skátasamband: Reykjiavíkur, Svifflugfélag Is- lands, Taflfélag Reykjavíkur, Ungtemplarafélagið Hrönn, I- þróttabandalag Reykjavíkur og' Æskulýðsráð Reykjavíkur. Á sýningunni eru kynntir ýms- ir þættir í starfsemi lÆskulýðs- ráðs svo sem búvinnunámskeið, sj óvinnun á-mskeið, Vélhj óla- klúbburinn Elding. Stangaveiði- klúbbur unglinga, Siglinga- klúbburinn Siglunes. Saltvík á Kjalarnesi. Tónabær og Frí- kirkjvvegur 11, I í. einum básn- um eru sýnishorn af tómstunda- starfi í gagnfræðaskólum sem vaxið hefur ár frá ári og voru j þátttakendur á sl. skólaári 2252. Sýningin er opin í dag og á morgun kl. 2-10 og síðan til fimmtudags kl. 4-10 daglega og er aðgangur ókeypis. ’Wsfnd er undirbúi stofnun mennta- skóla á ísafirði í gær barst Þjóðviljanum eft- irfarandi fréttatilkynning frá meqntamálaróðuneytinu: Skipuð hefur verið nefnd til þess að undirbúa stofnun menntaskóla á ísafirði. Eiga sæti í henni Björn Bjarnason. dósent, Brynjólfur Sigurðsson, viðskiptafræðingur, Guðni Guð- mundsson, yfirkennari, Gunn- laugur Jónasson. bóksali, Hösk- uldur Jónsson, deildarstjóri, Jón Páll Halldórsson, framkvæmda- stjóri, og Birgir Thorlacius, ráðuneyt'isstjóri, sem er íormað- ur nefndarinnar. 1. 100 til 150 lesta bátar:, „24. þing FFSÍ vittl vekja ait- hygli hæstvirtrar rikisstjómar og annarra viðkomiandi aðdla á þeirri staðreynd, að samkvæmt • könnun Fiskimálaráðs er mieðail- attdur físlkibáta undir 150 simá- lestum kringum 20 ár. Bendir þetta til, að mijög brýn nauð- syn sé til skjótra aðgei’ð;a hvað endurnýjun og endurbyggingu snertir. 1 dag mun kostnaður við smiiði 100-150 lesta báts vera 20-25 miljónir. Þar sem talið er að nýr bátur þurfi að fiska ár- lega fyrir andvirði sínu fyrstu árin, en slkýrsllur sýna, að afíi hæstu báta er aðeins helmingur þeirrair upphæðair, þá er það auðsýnt að rekstrargrundvöllur er Jamigt frá : því að vera fyrir hendi. Þar sem þessir bátar eru það nauðsynleg tæki til gjaldeyris- ö^lunar og atvinnusköpunar í sjávarplássunum, þó teljum við bráða nauðsyn á, að stórt átak verði gert, og það án tafar.þann- ig að grundvöllur skapist til þess að hægt sé að láta byggja slika bóta og gera í>ó út“- 2. Skuttogarar 6-700 lesta og fullkominn verksmiðjutogari — 2700 — 3000 Icsta „24. þing FFSl sfcorar á hæst- virta ríkdssitjórn að hraða fram- kvæmdum um endumýjun tog- | araflotans, svo sem með útveg- ' un hagkvæmra lóna, einnig verði j kaupverð þeirra greitt niður, að I því marki, aö rekstrargrundyöll- ur þeirra verði tryggður. Jafn- framt hafi ríkisstjómdn forgöngu um smíði sex skuttogara 900 — 1200 lesta, auk þess er feist í tillöigu togaranefndar, og gefa “msibalkilinigum kost á að eignast skip þessi. Bnnfremur veirði byggð 6-8 skip að sitærð 6-700^1., sem einstaklingum, hlutafélog- um og bæjar- og sveitarfélögum verði gefinn kostur á til kaups imeð sömu kjörum og fyrirhugað er í tiilögum togaraneifindar. Byggt verði að minnsta kosti eitt verksmiðjuskip alf sömugierð og Úthaf hf. hefur gert tillögur um, enda njóti það slkip sömu fyrirgreiðslu að tiltölu og gert er ráð fyrir í tillögum togara- nefndar um fyrirgreiðsttu á 9-1200 lesta skipum“. Umferð jókst um Keflavíkurflug- völl á $.!. ári Samkvæmt yfirliti sem Þjóð- viljanum hefur borizt um um- ferð um Keflavíkurflugvöll á sl. ári heíur hún aukizt verulega frá árinu 1968. Þannig urðu lendingar farþegaflugvéla 3329 árið 1969 á móti 2967 árið 1968. og um völlinn fóru á árinu 1969 360.983 farþegar (312.345), 3.441.548 kg. af vörum (2.110.236) og 720.216 kg af pósti (654.895). Þegar umferð allra tegunda flugvéla er talin saman, þ.e. her- flugvéla líka. jókst umferðin úr 67.676 lendingum árið 1968 í 69.414 lendingar árið 1969.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.