Þjóðviljinn - 17.01.1970, Side 5

Þjóðviljinn - 17.01.1970, Side 5
Laugardagur 17. Jaaiúar 1970 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA C « S. Krasauskas: Myndskreyting- við Ijóðabálk Marcinkeviciusar, „Veggurinn“ Á V. Zilius: Myndskreyting. við bók M. Sluckisar „Himnastiginn“, sem fjallar um endalog Gyðingahverfisins í Vilnius ■V V. Gruseckaite: Fjáxhirðar A. Steponavicius: Jónas spámaður A. Pakeliunas: Úr myndaflokknum „Gamli bærinn í Kaunas" L. Glinskis: Bergmál í Vilnius UETÚVÍSK GRÁFlK 7THli það hafi e'k'ki verið í Litiháen eða Lietúvu sem Egill herjaði fyrir margt löngu? Svo mik- ið er víst að enn í dag eiga Lietúvar í miklum og ríkulegum þjóðlagaforða vísur sem benda til vík- inga: minn er hugur þungur, syhgur systir mín, hingað komu skeggjiaðir menn af hafi, þeir rifu garð minn og tróðu niður blómin ... V Hér er reyndar ekki kostujr að rekja sögu Liet- úva. Fraendur áttu þeir að tungumáli fyrir austan og norðan, Prússa og Letta, en nú ekkert eftir af Prússutn nema nokikur sýnishorn af máli þeirra og orð yfir margt það sem leiðinlegast er 1 fari Þjóð- - verja. Stórar þjóðir voru þama allt f kring: Rússar fyrir austan, Pólverjar fyrir sunnan, Þjóðverjat fyrir vestan og Lietbúvar á krossgötum: urðu þeir að heyja margar orustur, ekki sízt við þýzka kross- riddara, svo að ekki færi fyrir þeim eins og frænd- um þeirra. í dag eru Liethúvar „hkiti af stærri heild“ eins og það heitir, eitt af sambandsilýðveldum Sovétríkj- anna. í landinu búa röskar þrjár miTjónir manna, þar af um 80% Liethúvar, hitt eru einkum Rússar og Pólverjar. Þeir hafa á síðustu árum byggt upp allmikinn iðnað af myndarsfcap, en landbúnaður er sem fyn- rmkiil atvinnuigrein. Liethúvar vill'ja ógjarna að þeir gleymist í sfcugga stærri nágranna, enda er það tnesti óþarfi. Þeir eiiga mannvirfci gömul og fögur í höfuðborginni, Vilnius, eða t.d. í Trafcai, þar sem Vytautas Wyt- autas hertogi hinn mikli sat í eina tíð með glæsi- brag. Mál þeirra er eitt hið merkasta og fomlegasta sem indóevrópistar geta náð í. Bókmenntir eiga þeir, sem eru minna þefcktar en skyldi, og mynd- list þeirra virðist mjög þroskuð og fórvitnilegri en flest það sem gert er á svipuðum slóðum — ekki sízt svartlist. f myndlist byggja þeir miikið á þjóð- legri list, tréskurði og svo nýrri lærdómu’m. En fá- ir hafa orðið til að feta j fótspor eins merkasta og sérkennilégasta listamanns sem þessi gáfaða þjóð hefur alið, Ciurlionis, sem uppi var um og eftir alda- mót, enda er ekki víst að hið einkennilega, ljóð- ræna mál drauma og tákna sem birtist í myndum hans hæfi okbar tíma. Myndir þær sem hér fylgja eru úr bókinhi Liet- uviu grafifca 1966 - ’67, en það skal fram tekið, að þær eru valdar m.a. með það fyrir auigum að þær prentist sæmilega í dagblaði. — Á.B. I i I i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.