Þjóðviljinn - 05.02.1970, Síða 3
'** VjG'
*V:«^!2
á£í
S. írfáöaí 198» —- *OÖ®mi*ÍI®0ff — SffiBA 3
Furstar Indlands
missa forréttíndi
Indverskir íurstar vid brúðkaup í Mysore: íarið hefur fé betra.
Ríkasti maður In-diands var
jafnframt sá sem nízkast-
ur var — furstinn af Hayd-
erbad. Hann átti sem svarar
27 miljörðum króna. Þessi
,.trúi bandamaðuir brezku
stjórnarinnar“ eins og það
hét, taldi á hverjum degi eð-
alsteina sína, sem hann
geymdi í kókiakólaiflöskum og
niðursuðudósum. En hann
skipti um nærföt á þriggja
vikna fresti og stagaði í göt
á fötum sínum sjálfur — í
spairniaðaæskyni.
Má vera að erfingi hans.
Mukkaram Jah. taki upp
strangan sparnað — en af
öðrum ástæðum. Því nú eiiga
indverskir fuirstar að taika
nokkurn þátt í þeirri baráttu
gegn fátækt sem Indira
Gandhi forsaetisráðherra boð-
aði í desember. Hún hefur
í hu'ga að svipta þá þann 20.
febrúar næstkomandi ýmsum
þeim Éríðindum sem faðir
hennar .Jawaharlal Nehru,
hafði veitt þeim.
Nehru innlimaði hin ýmsu
furstadæmi í indverska sam-
bandið með tiltölulega frið-
S'amlegum aðferðum, þegar
landið öðiaðist sjálfstæði fyr-
ir rúmum tuttugu árum. Hver
fursti fékk eftir stærð þess
lands, sem hann hafði yfir
ráðið og skatttekjum, vissa
árlega upphæð sér til fram-
færslu. Þannig hefur mahar-
adsjiniji af Mysore t.d. feng-
ið sem svarar rúmum 30
miljónum króna á ári hverju.
Auk þess veitti indverska
stjórnin furstunum ýmisleg
friðindj eins og t.d. skatt-
frelsi. veiðiréttindi o.fl. Þeir
sem áttu rétt á 21 f-allbyssu-
skoti sér til heiðuirs við há-
tíðleg tækifæri höfðu rétt á
ótakmörkuðum innflutningi
erlends varnings í hinu gjald-
eyrisþurfandi landi; þei.r sem
áttu rétt á 18 skotum fengu
að sleppa við hverskyns toll-
skoðun. _
Það má segja að þessir
samningar við furstana hafi
að mörgp leyti borgað sig.
Furstadæmin fyrrverandi eru
tæpur helmingur indversks
liands og þar búa 89 miljónir
þegna rikisins. Þar með
fylgdu járnbirautir i eigu
fu-rstanna, h-allir ýmsar og
miikið af lúxusbílum og
einkaflugvélum Hinsvegar %
verður því heldur ekki hald-
ið fram. að lénsherarnir fyrr-
verandi hafi liðið sárar raun-
ir.
★
Eftir að Indland -Varð sjálf-
stætt ríki sneru furstarn-
ir sér einkum að einkalífi
sínu. Þeir gátu sinnt stjórn-
málum innan st.ió-marflokks-
ins, Kongressflokksins, og
tveir þeirra urðu ráðherrar
— Dinesh Singh varð t.d. ut-
anríkisráðherra og Karan
Singh frá Kasmír ferðamála-
róðherra. Alfgangurinm af
þessum lénsherrum skipu-
lagði tígrisdýraveiðar, sótti
fegurðarkeppnimót eða breytti
höllum sinum í lúxushótel
fyrir ferðamenn. Á þessu var
allur gangur: gekvarinn af
Baroda sta-1 nokkrum fágæt-
um gimsteinum, sem ind-
verska ríkið átti að f-á sam-
kvæmt erfðaskrá, og seldi þá
í London upp í skul(Jir.
En fyrir þrem árum töldu
279 eðalbornir eftirlauna-
menn indverska ríkisins
(smærri kiarla-r voru úr sög-
unni- með samningum sem
gerðir voru í eitt skipti fyrir
öll) sig neydda til að stofna
til baróttusamb'ands — eins-
kona-r stéttarfélagis fursta.
Eftir lát Nehrus töldu þeir
sig ei-g-a möguleika á að kom-
ast aftur til pólitískr-a áhrif-a
á hæ-gri armi stjórnarandstöð-
unnar. Indira Gandhi forsæt-
isráðherra svaraði með hótun
u,m að svipta þá „eftirlaun-
um“.
Fyrst var látið við þá hót-
un sitja. En eftir að klofning-
ur varð í Kongressflokknum
sl. nóvember er sá armu-r
flokksins, sem stjórn Indiru
Gandhi byggir á, háður
stuðningi smáborgaraflokka
og kommúnista.
Nú vill forsætisráðherrann
treýsta band-alag sitt við
þessi öfl með því að fórna
fu-rstastéttinni og sýn-a þar
með einh-vem vilja_ til sósí-al-
iskrar þróunar. Fursta-rnir
æ-tla hins vega-r að bera fram
ákæ-ru fyrir Haagdómstólinn
u-m brot á „heilö'gum samn-
ingum“. Þeir eru þegar byrj-
aðir á því að reyna að hræða
smáborgarian.a með vígorðum:
„Sá sem vill mixsa eigu-r sín-
ar, hann fari til Indi-ru“.
Fundur norrænu embættismannanefndarinnar
Samkomulag um Nordek, fyrir
varar Finna voru samþykktir
ákvæði gilda undanþágur frá
þeim til 10—15 ára; eiga þær
fyrst og fremst við um ý-msar
vönir efnaiðnaðarins. Járn og
stál, transistorar og rafeindatæki
verða álfram tolllvörur. Hið sam-
ræmda tollakerfi skal unnið á
þann veg, að það svari til þver-
sku-rðar af núgildandi tolla-
á-kvæðu-m landanna fjögu-rra og
lík-ist i höfuðatriðum tollakerfi
Efnahagsbandalags-ins.
STOKKHÓLMI 4/2 — Norræna embættismannanefndin
hefur komizt að samkomulagi um sameiginlega skýrslu
um norrænt tollabandalag, Nordek, sem lögð verður fyrir
fund Norðurlandaráðs í Reykjaví-k, sem hefst 7. febrúar.!
Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar. s-agði á blaða-
’mannafundi í dag, að ha-nn byggist við að Nordek gæti |
orðið að veruleika í tveim áföngum. Finnar hafa sam-
kvæmt þessu samkomul'aigi fen-gið viðurkennda fyrirvara
sína um að þeir séu lausi-r allra mála, ef eitthvert aðildar-
ríkja Nordek fær inngöngu í Efnahagsbandalagið.
Olof Palme taldi. að nú væ-ri
svo kornið, að eftir sextán ára
viðræður um norrænt loli a-
bandal-ag, gæti Nordek orðið að
verulei-kia í tveim áfön-gum 1.
janúar 1972 og 1. j'anúar 1974,
ef tillögur embættismannanefnd-
arinnar verða samþykktar á
f-undi Norðurland-aráðs í Reykjia-
vik og síðan á þjóðþingum við-
komandi landa. Islending’ar hafa
ekki á'tt aðild að þessurn við-
ræðum.
Embættism-ánnanefnd-in hefur
á fundi sínum í Stokkhólmi kom-
izt að samkomul-agi um að skera
mjö'g niður undanþágur frá sam-
eiginlegum ákvæðum u-m toll-a.
Verulega dró sa-man á sviði
samstarfs í landbúnaði eftir að
samþykkta-r voru ákveðnar und-
apþágur fyrir norskan og
finns-kan landbún-að. Pal-me
sagði. að samningamenn hel’ðu
staðið í stöðugu sambandi við
forsætisráðherra viðkom-andi
Skákin
Frarhhald af 1. síð-u
vann Jón Torfason og eru þeir
Friðrik t>g Heoht í 5.—6. sæti
með 914 vinning. Jón Kristims-
son vann Freystein o-g Matulovic
varni Braga og skipa Jón, Matu-
lovic og Björn Þ. 7.—9. sæti með
8 !4 vinningi. Freystein-n er 10.
með 714 vimnmg.
r-íkja og m-und-u forsætisráð-
herra-r Danmerkur, Noregs og
Svíþjóðar styðja niðurstöður
þeirra á f-undinum ' í Reykj-avík.
Af-staða finnsk-u stjó-rn-arinn-ar
liggur ekki iafn Ijóst fyrir, én
Palme kvaðst vona, að þrátt
fyrir væntanlega-r kosnin.gar í
marz m-undu Finnar get-a fallizt
á niðurstöður nefndarinnair,
enda hefði hún fajíizt á fyrir-
vara Finna um að aðild að
Tónleikar
í Unuhúsi
*Þessa dagana stendur yf-ir sýn-
ing á grafík í Unuhúsi við Veg-
húsastíg. Var sýhingin opn-uð sl.
laugardag; Aðsókn hefur verið
góð og margar myndir selzt.
Verðu-r sý-ningin opin til mánu-
dagskvölds 9. þm.
A morgun, föstudaginn 6. febr-
úar, ki- 20,30 gengst félagið Is-
lenzk grafík fyrir tónleiku-m í
sýningarsalnum og er slíkt nýj-
ung i sambandi við lis-tsýniþgar
hér á landi. Þarna leikur blásara-
kvintétt Tónlistarskólans í Rvík
en kvintettinn skipa þeir Jón
Heimir Sigurbjörmsson, flauta,
Kristján Stephensen, óbó, Gunn-
ar Egilsson, klarinet, Stefán Þ.
Stephensen, horn„ og Sigurður
Ma-rkúsoon, fagott.
Nordeksamnin-gnum g-æ-tu þeir
sa-gt upp, ef eitthvert hinna
Norðurlandanna gerðist aðili að
Efna-ha-g&bandal-a-gi Evrópu.
Palme sa-gði. að viðræðurnar
hefðu borið vitni hraðri þ-róun
til efnaha-gslegrar s-amhæfingar
og norrænnar einingar, en
reynslan ein fengi úr því skor-
ið, hvaða þýðingu norrænt tolla-
b-andalag gæti haft fyrir efna-
hagslíf og þegna landanna.
Að þv-í er varðar sérstöik tolla-;•
Að því er varðar lándbúnaðar-
vörur verður komið á sameigin-
legum landbúnaðar-sjóði — Finn-
ar munú fá 70 miljónir sænskra
króná og Norð-menn 30 miljónir
árlega til að koma á hagræði-ngu
í þessari grein framleiðslu.
Vmsir norrænir stjórnmála-
menn hafa látið í ljósi ánægju
sína rneð þess-ar niðurstöður. M.
a. hefur Karjalainen, utanríkiis-
ráðherra Fimna, sagt, að niður-
stöður þessar séu í höfuðatriðum
’i samræmi við þarfir Finna.
Á/navörumarkaður
V0GUE
Hverfisgötu 44.
Seljum í dag é gjafverði:
Sokkabuxur á aðeins 85,00 kr.
Sokka á aðeins 25,00 og 45,00 kr.
Peysur á aðeins 390,00 kr.
Notið þe-tta einstæða tækifæri.
Álnavörumarkaður
Hverfisgötu 44.
Auglysing
Ráðuneytið hefur í dag sett REGLUGERÐ
um sérstök veiðisvæði fyrir línu og net
fyrir Suðvesturlandi, svohljóðandi:
1. gr.
Skipum. sem stunda veiðar með botnvörpu. eru
bannaðar veiðar frá 1. marz til 1. !maí 1970 á
svæðum, sem Takmarkast af línum, sem hugsast
dregnar þannig:
1. Að austan hugsast dregin lína í réttvísandi
suður frá Þjórsárós í punkt 63° 34' N og
20°48' V og þaðan í punkt 63°34' N og
21° 26' V síðan í vesturátt gegnum eftirgreinda
punkta:
1. 63°41'2N 21'45'öV
2. ÖS'MITN 22°21'0V
3. 63°34'5 N23°03'5 V
og þaðan í réttvísandi 033° í Reykjanesvita. Þó
skal skipum allt að 105 brl. heimilt að veiða
innan þessara marka á svæði, er takmarkast a-f
lengdarbaugnum 21 °57' V og 22° 32' V og þrjár
sjómílur út frá ströndinni.
2. Að norðan huesast dregin lína í réttvísandi
vestur frá Garðskaga og að s-unnan í réttvísandi
vestur frá Stafnesi. Að utan takmarkast svæði
þetta af fiskveiðilandhelgislínunni.
2. gr. (
Með mál þau, sem rísa út af brotum gegn reglu-
gerð þessari. skal farið að hætti opinberra mála,
og varða brot viðurlögum. samkvæmt ákvæðum
laga nr. 62 18. maí 1967, um bann gegn veiðum
með botnvörpu og flotvörpu með síðari breyt-
ingum.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 62
18. maí 1967. um bann gegn veiðum með botn-
vörpu og flotvörpu, ’með síðari breytingum, sbr.
iög nr. 21 10. maí 1969, til þess að öðlast þegar
gildi, og birtist til eftirb-reytni öllum þeim, sem
hlut eiga að máli.
Sjávarútvegsráðuneytið,
* ,4.4'cbrúar 1970. .
Jónsbók
gefin út af Olafi Halldórssyni, Kaupmannahöfn
1904, bls. (4) + Ixx + (2) + 319 + (1) + eftir-
máli, 4°. Endúrprentun með eftirmála eftir Dr.
Gunnar Thoroddsen, hrd. Odense 1970.
Jónsbók, miðalda lögbók fyrir ísland, viðurkennd
af Alþingi 1281, er til í mörgum handritum og á
prenti, en það er aðeins til ein textaútgáfa. sem
Ólafur Halldórsson gaf út í Kaupmannahöfn 1904.
Jónsbók hefur verið ákafléga fáeæt bók. sérstak-
lega eftirsótt af vísindamönnum og stúdentu’n.
sem áhuga hafa á miðaldalögum og munu beir
fagna hinni nýju útgáfu.
Dr. Gunnar Thoroddsen hæstai'éttardómari ritar
eftirmála að bókinni.
Norrænir þáskólar og vísindamenn. svo og allir
bókamenn munu fagna þessari nýju útgáfu. —
Jónsbók verður, gefin út 1. marz.
Útsöhiverð kr. 2924.00. — ÁSKRIFTARVÉRÐ TIL
1. MARZ kr- 2392,00.
Bókaverzlun SNÆBJARNAR
Hafnarstræti 9 — Símar 11936 — 13133.
ÁRSHÁTÍÐ
i Stangaveiðifélags Akraness verður haldin að Hótel
Akranesi laugardaginn 7. febr. — Húsið opnað
kl. 19.
GÓÐ SKEMMTIATRIÐI.
Aðgöngumiðar verða seldir á Hótelinu (uppi)
föstudaginn 6. febrúar kl. 20 — 22.
SKEMMTINEFNDIN.