Þjóðviljinn - 10.02.1970, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.02.1970, Blaðsíða 5
\ Þriðjudagur 10- fiebrúar 1970 — !ÞJÓÐVIUTNN — SÍÐA C| íslandsmótið í handknattleik 1. deild Úthaldsleysi varð KR að falli Misstu leikinn niður á síðustu 15 mínútunum og töpuðu 21:15 Eftir ágætan leik í 45 mín- útur, þar sem KR hélt til fulls við FH, brást þeim úthaldið og eftirieikurinn varð FH auðveld- ur þær 15 mínútur, sem eftir voru leiksins. Á þessum 15 mín- útum skoraði FH 6 mörk gegn aðeins 1 marki KR. Það er að sjálfsögðu alvarlegur hlutur, þegar lið skortir úthald og kom- ið er fram yfir mitt lslandsmót,<$- en því miður er það ekkert eins- dæmi að íslenzka íþróttamenn skorti úthald þótt komið sé framyfir mitt keppnist'nabil. Sem betur fer er þetta cinna fá- tíðast í handknattleik, enda er hann sú íþróttagrein sem við' stöndum bezt að vígi í. Eins og áður segir stóðu KR- ingamir sig vel framani af leikn- um og þótt FH kæmist í 7:3 um miðbik fyrri hálfleiks, var eng- an bilbug á KR-in@um að finna og þeir náðu að jafna 8:8 í fyristu sókn sinni í síðari hálf- leik. 1 ledkhléi var staðan 8:7 FH í vil. Það er dálítið skrítið, að sjá menn, sem ef til vill haifa leikið lengi og lítið borið á, rísa allt i einu upp og leika stjömu- leik, en það gerði Steinar Frið-i geirsson í liði KR að þessu sinni. Steinar hefur ekki verið mjög áberandi leikmaður þar til nú, að hann skoraði 6 mörk fyrir KR og var bezti maður liðsins, og það var fyrst og firemst hans verk, að KR-ing- amir héldu til jafns við Fram lengst af leiknum. Um miðibik síðari hólfileiks var- aðeins eins marks rnunur, 15:14 fyrir FH, en þá var eins og allt hlypi í baklás hjá KR og á þeim mínútum, sem eftir voru, breyttist staðan úr 15:14 í lokastöðuna 21:15. ^Sorglegur endir á ágætan leik hjá KR. Þeir bræður öm og Geir Barngóð áreiðanleg kona, eða stúRoa, óskast (Víðimei) til gæzlu 2ja áira baims frá kl, 13-17. Upplýsingar í síma.: 21733. Góður bitt Trabant Station De luxe ’67 til sölu. Billinn er í góðu lagi og lítur vel út. UPPLÝSLNGAR I SIMA: 1 7 5 7 0. Sængnrfatnaður HVÍTUR og MISLITUR LÖK KODDAVER GÆSADÚNSSÆNGUR ÆÐARDÚNSSÆN GUR l'fi&ÍH' SKÓLAVÖRDÚSTfG 21 steinssynir skoruðu 16 af mörk- uiji FH og báru liðið uppi að vanda ásamt Hjalta í markinu Er. hvernig landsliðsnefnd ætlar að ganga framhjá Emi Hall- steinssyni í 16 manna HM-hópi, er mér og mörgum öðrum ó- skiljanlegt. Það er ekki nóg með að Öm sé einn reyndasti hand- knattleiksmaður okkar, heldur er hann aftur orðinn einn sá allra bezti. í KR-liðinu bar Steinar af, eins og áður er sagt frá, og hefði hann betur fyrr sýnt á sér þessa skemmtilegu hlið. Þá átti Haukur Ottesen ágætan leik, en hann er einn af hinum urngu og efnilegu leikmönnum KR. Bjöm Ottes'en var meidd- ur á hendi og gat lítið sem ekk- er verið inná og Hilmar Bjórns- son lék ekki með liðinu, ein- hyerra hluta vegna. Dómarar voru Sveinn Krist- jánss. og Gestur Sigurgestss. og dæmdu prýðisvel, en þessir tveir dómarar hafa staðið sig mjög vel í þeim fáu léikjum sem þeir hafa fehgið að dæma í vetur. Mörk FH: Geir 10, öm 6, Þor- aldur1 2, Auðunn 2 og Kristj- r 1. Mörk KR: Steinar 6, Geir 3, Haukur 4, Karl og Bjöm 1 mark hvör. — S.dór. Kvennalið Kúbu í körfuknattleik Við birtum hér til gamans mynd af kvennalandsli ði Kúbu Todorov frá Búlgaríu og Jacinto Díaz frá Kúbu. körfuknattleik og þjálfurum þess, Ivan Skjaldarglíma Ármanns: Sigtryggur Sigurisson vunn skjöidinn annuð árið í rö ð Jafnari keppni en oftast áður Skjaldarglíma Ármánns var háð að Hálogalandi sl. sunnu- dag og var keppnin mjög jöfn og hörð áður en yfir Iauk. Svo fóru leikar, að Sigtryggur Sig- urðsson KR vann skjöldinn eft- ir að þrír kcppendur höfðu orð- ið jafnir, þegar glímunni var lokið, og urðu þeir að glíma til úrslita. Þetta voru Sigtrygg- ur, Gunnar Ingvarsson úr UMF Víkverja og Jón Unndórsson úr KR. Höfðu þeir allir hlotið 5iú vinning. . Þátttakendur í Skjaldarglím- unni að þessu sinni voru 11, en einn keppenda var veikur og tveir meiddust í keppninni, svo að það urðu ekki nema 9, sem luku keppni. Þegar allOar glím- ur höfðu verið glímdar voru þeir Sigtryggur Sigúrðsson KR, Gunnar Ingvarsson UMF Vík- verja og Jón Unndórsson KR jafnir með 5Vi vinning og urðu því að glíma um 1., 2. og 3. verðlaun. Svo fór í þessari úrslita- keppni, að Sigtryggur lagði bæói Jón og Gunnar, en Jón bláut önnur verðlaun með þvi Sigtryggur Sigurðsson úr KR, sigurvegarinn úr Skjaldarglímu Ármanns Fram — Víkingur 22:18 Framarar halda öruggri forustu Eftir yfirburðasigur yfir Víkingum Ekki urðu Víkingar neinn Þrándur í Götu Fram, er liðin mættust s.I. sunnudagskvöld. Eftir heldur erfiða byrjun, náðu Framarar algjörum yfirtökum á leiknum er liða tók á síðari hálfleik og sigur þeirra var aldrei í hættu. Víkingur hefur í allflestum leikjum sínum í mótinu náð góðri byrjun, en aildrei tekizt að halda góðum leik allt til enda. Það var einn- ig svo í þessnm leik, að þeir komust í 3:0 og 4:1, en úr því fór að siga á ógæfuhliðina. Smátt t»g smátt söxuðu Fram- arar á forskotið, unz þeir jöfn- Úðu 4:4, náðu forustunni stuttu siíðar og héldu henni út allan leikinn. í leifchléi var staðan 9:5. I síðari hólffleik hélst. lengst af 4-5 marka munu-r og var sem hrfein uppgjöf væri korpin í leik Víkiinga, a-Ura nema Páls B-jörg- vinssonair, seim sýndi snilldar- leik í síðari hálfleiknum. Loka- tölumar urðu svo eins og áð- ur segir 23:18, fyllilega sann- gjam si-gur Fram. Ætið hefur það Vérið svo, að lamdsliðsmennimir hafa skorið sig eitthvað úr i liðum sínum, en sjaldan hafa þeir gert það eins rækilega og í síðari leikj- um fslendsmótsins, og er það að sjálfsögðu að þakka hinum miklu æfingum, sem þeir stunda með landsliðinu til undirbún- ings HM. Þannig s'kóru þeir In-gólfur, Sigurbergur, Björgvin, Sigurður Einarsson og Þor- steinn, einkum í síðari hálffleik, sig úr í Fram-liðinu. Þá vakti Ingvar Bjamason athygli fyrir ágætan leik, en þennan unga og efinilega leikmann hiafa Framarar allt of lítið notað í veifcur. Hjá Víkin-gi var Einar Magn- ússon í sérflokki i fyrri hálfleik, en aftur á móti Páll Björgvins- son í þeim síðari. Guðjón-Magn- ússon og Einar Hákonarson stóðu sig báðir ágætlega. Aðrir leikmenn Víkings léku undir getu. Dómanar í leiknuim voru Magnús V. Pétursson og -Ey- steinn Guðmundsson og dæmdu ágætlega. Var Magnús allt ann- ar og betri í þessum leik en þeim sáðasta sem hann dæmdi og frægt er orðið. Það vissu það raunar allir að Magnús getur dæmt vel, - aðeins ef hamm vill það og það virtist vera svo að þessu sinni. Mörk Fram: Ingólfur 4, Björg- vin 4, Guðjón 4 (öll úr viti) Am- ar 3, Gylfi 2, Sigurður 2, Sigur- bergur, Ingvar og Jón 1 mark hver. Mörk Víkin-gs: Einar 6, Páll 6, Guðjón 2, Rósmumdur 2, Bjöm 1 mark. — S. dór. að leggja Gumnar. Þetta er i ! annað sinn siem Sigtryggur Sig- urðsson vinnur þénnan skjöld, en um hann hefur verið keppt j þrisvar sin-um. Áður hafði Sig- tryggur unnið skjöld Ármanns til eignar. Að sögn Kjartans Bergmanns Guðjónssonar formanns Glímu- sambands íslands, hefur áhugi á glímuíþróttinni aukizt til mikilla muna, eftir að Glímu- samband Islands var stofnað og sagði Kjartan, að medri breidd væri nú meðal toppmanna I glímunni en oftast áður Þá sagði ha-nn, að fjórðungsglím- urnar sem Glímusambandið hefði gengizt fyrir, hefðu auk- ið áhugann úti á landi mjög mikið. Að sögn Kjartans verð- ut Íslandsglíman háð á liþrótta- hátíð ÍSf í sumar og einndg er fyrrihugað, að halda sveita- glímu næsta sumar og ef mikil þátttaka verður í henni verður hún með útsláttar fyrirkomu- lagi, þannig að sveitimar verða úr keppni eftir eitt tap. Alla- vega er öruggt, að áhúgi fyrir þessari þjóðariþrótt otkkar er vaxandi og er það vel. — S.dór. A. C. Normami , Grænlandsmálaráðh«nra Danmerkur flytur fyrirlestur er hann nefnir: VANDAMÁL GRÆNLANDS Á LÍDANDI STUNDU í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. NORRÆNA HÚSID Radíónámskeið fyrir unglinga Námskeið fyrir unglinga hefst miðviku- daginn 11. febrúar n.k. kl. 17 e.h. Innritun og nánari upplýsingar á skrifstof- unni Fríkirkjuvegi 11 virka daga kl. 2-8 e.h. — Sími 15937. Æskulýðsráð Reykjavíkur. í k 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.