Þjóðviljinn - 04.03.1970, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — WÓÐVILJ'INN — Midvikudaigur 4. marz 1&70.
hrópaði htarm. — Ems og þáð
vi-tið er Litla Miau löng og kem-
rar langt ofanúr fjöllunum. Hafi
Kinverjamir fundið eitthvað, þá
getið þið líka reitt ykkur á að
þeir hafa leynt slóð sinni vet.
— Kannski leynir þú edn-
bverju líka, var hrópað.
— Það er snjór í vændum,
hélt Shannadore áfram, — og
þetta er giljótt og hættulegt
liandslag. Bíðið til morguns, pilt-
ar, og fáið ykkur almennilegan
útbúnað áður en þið leggið af
stað.
— Þú stendur með Kínverjun-
um! Steinn ftauig gegnum loftið
og Shannadore féll eins og hann
befði orðið fyrir skoti.
Billy Figg æddi inn í mann-
f5öldann eins og óður tarfur. Ég
sá að vagninn færðist allt í einu
úr stað, þvi að ökumaðurinn
varð skelfingu lostinn og fór að
slá ; hrossin. Ég hélt að Shanna-
dore hefði verið drepinn. Ég get
ekki lýst því hvemig mér var
innanbrjósts, þegar ég skreiddist
yfir til hans og lyfti höfði hans
En hann var ekki dáinn. Blóð-
ið streymdi niðuæ andlit hans.
en hann var á lífi. Ég sá Alick
frænd.a bregða fyrir, þegar hann
togaði Kín,a Gracie á eftir sér
og ég sá litlu bræður mína leiða
afa upp brekfcuna og burt frá
mannfjöldanum sem var nú að
leysast upp.
— Stanz, hrópaði ég til ek-
ilsins. — í»að er engin hætta á
ferðum lengur. Hann stöðvaði
vagninn með snöggum rykk.
Shannadore reis upp og hiristi
höfuðið.
— Þessi þrjótiur hefur veitt
yður áverka á fcinnina. hrópaði
ég fokreið eins og hann hefði
verið bróðir minn, og um leið
fór ég að vola þegar ég sá sár-
ið og blóðið. Ég þerraði blóðið
burt frá sárinu, sem þessi rag-
geit hafði veitt honum að til-
efnislausu.
Hann hló við yfir óhernju-
skapnum í mér og ég sagði af-
sakandi: — Þetita er víst Swan-
skapið í mér.
— Hamingjan góða, hafið þið
séð gullgrafarana? hvíslaði ek-
illinn sem stóð bakvið vatgninn,
^fcelkaður yfir blóðinu sem sletzt
hafði á okkur bæði. Meðan eg
kraup hjá Shannadore sem 9at
Og starði út yfi-r mannþrörngina,
varð ég vitni að ósviknu gull-
æði. Allir voru á hlaupum.
Hvert sem litið var sáust hlaup-
andi menn. Niður til bæjarins
að sækja verkfæri, mat, yfir-
bafnir, teppi. Fljótt, fljótt, vefja
saman farangrinum, krækja te-
ketilinn fastan, skóflu og haifca
um öxl. Engan tím,a má missa,
piltar, annars verður ailt á bak
ruth park:
gull
I
td
57
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslustofa
Kópavogs
Hraunfcungu 31. Sími 42240.
Hárgreiðsla. — Snyrtingar.
Snyrtivönir.
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav. 18, III. hæð (lyfifca)
Sími 24-6-16.
Perma
Hárgreiðsiu- og snyrtistofa
Garðsendta 21. SÍMI 33-9-68
og buirt þegar í áfangastað
kemiur.
Það var eins og umhverfið
hefði breytzt í lýsandi stjömu-
svið. Það var ekki til það tjald
eða kofi að ekki sæist þar ljós-
ker eða lýsislampi, ekkert hús
án upplýstra glugga og opinna
dyra. En svo slokknuðu Ijósin
hvert af öðru! Fjölmargar karl-
miannsraddir voru eins og dimm-
ur kliður, fótatak, marrandi leð-
ur, ískrandi hjól og hófaspark.
Síðan sást straumuir liðast edns
og skuggi upp snjóinn í hMðdnni.
Þetta voru ekki menn á göngu,
heldur menn á hlaupum. Þeir
hlupu út í snjóinn, út í gadd-
freðna auðnina eins og fyrir
fjióðbylgju, afli sem þeir gátu
ekki staðizt. Án allrar skynsemí,
út í bláinn, alteknir tryMtri
löngun til að koma-st fyrstir' að
rauðu gullinu. Þetfca var bæði
óhugnanleg og heillandi srjón.
— Þeir eru eins og fjárhóp-
ur sem æðir fram af hyldýpis-
brún, sagði ekillinn, sem var
bóndi úr nágrenninu. Hann
lyfti Ijóskerinu og horfði á blóð-
ugt andlitið á Shannadore.
— Það veitti ekki af að taka
fáein spor í þetta, sagði hann.
— Nei, ég þarf að finna Billy
og komast affcur til Shotover,
þar getur allt farið á annan
endann.
— Það verður að minnsta
kosti að hreinsa sárið fyrst,
sagði ég einbeitt.
— Æ, þér eruð skelfilegur
barðstjóri, sagði hann og edn-
hvenra hluta vegna þótti mór
vænt um að hann skyldd segja
þetta. Ég hefði vel getað hugs-
að mér að kyssa hann á vang-
ann meðan ég var að hreinsa
sárið, ekki af rómantík eða tii-
finningasemi, heldur vegna ei,n-
hvers stolts, einhvers andiegs
skyldleika sem mér fiannst veira
á milli okkar. En ég gerði það
atiðvifcað ekki. Þess í stað vatt
ég vasakiútinn mánn upp úr ís-
köidu vatninu og sagði fesfculega:
— Haldið þessu að sárinu og
reynið að þrýsta brúnunum
saman, ann:-s fáið þér ör.
Hann hló en gerði eins og ég
sagði.
Á meðan æddu Kinverjamir
um forustulausir. Sumir flýttu
sér aftur til Shotover, aðrir
þorðu ekki að fara frá Calico,
þar sem þeir töldu sig óhult-
ari en á vegunum. Billy Fiigg
hafði náð í nokkra þeirra og
útskýrt með benddngum og edn-
földum röksemdum, að þeir væru
befcur komnir í Shotover, þar
sem þeir væru margir saman,
en hér þar sem reiði gullgrafar-
anna kynni að bitna á þeim,
ef þeir kæmu til baka tómhent-
ir úr þessari hætfculegu ráðleys-
isför.
Það kom á daginn að Billy
Figg hafði ekki fengið svo mik-
ið sem skrámu. Ringulreiðin
hafði verið svo mikdl að eng-
um hafði dottið í hug að áredta
h-ann.
— Jæja, þeir eru þá komnir
af stað, sagði hann og benti upp
í brekkuna. — Bara þeir fari
nú ekki fýluferð.
Af þessum tveim þrem þús-
undum sem fóiru frá Calico þefcta
óheiMakvöld voru flestir ný-
k-omnir og ókunnugir og þekktu
ekkert til hins skelfilega lands-
lags vestan við Shotover. Þeir
voru óðir í giuö, en þá skorti
næstum allan útbúnað í illviðri.
Vefcurinn var harður við glópa
af þessu tagi og gerði sér ekki
miannamun. Það snjóaði mikið
alveg til morguns. Þá voru
flestir gullleitarmennimir komn-
ir langt upp í eyðilegt fjall-
lendið. Að bakj máði snjórinn
burt öll kennileiti. Bylurinn
næddi gegnum fjallasikörðin.
Gilin fylltust af ísfroðu, ýmist
stökkri eins og sápufroðu elieg-
ar harðri sem stáli. Skaflar lögð-
ust yfir dialinn og tepptu vegi,
þar sem þeir voru til. Mjólkur-
hvítir fossarnir sem ruddust
fram af hengiflu,gunum eins og
fingur á risaihendi, voru stöðv-
aðir í fallinu og breyttust í
furðulegustu höggmyndir. Fljót-
in breytbust i eins konar skrið-
jökla og þeir sem komust til
Litlia Mau sögðu að vatnið heyrð-
ist drynja undir íshellum og róta
gullinu í kaf.
Margar sögur voru sagðar af
þessari gulUeit glópannia. Sex
hinna nýkomnu fundu kletta-
sillu, þar sem tveir gátu fengið
skjól. Meðan hríðin stóð yfir
hnipruðu þeir sig saman í röð
og skiptust á að sitja i miðj-
unni. Þegar hríðdnni slotaði voiru
þeir tveir sem þá voru í miðið,
enn á lífi, hinir voru firosnir
í hel. Það er enn hægt að sjá
þessa klefctasillu. Aðrir gengu
fram og aftur og leiddust til
að halda á sér bita og halda
þar með lífi.
Tveir menn fundust síðar hel-
frosnir. Þeir höfðu setzt niður
til að hvíltr ’ Sig ■ afiöartak, og
þegar þeir fundust sátu þeir enn
uppréttir. En það varð að I
högigva þá upp áður en hægl ]
var að greftra þá. Annar gull-
leitarmaður haíði fundið dáUtla
skoru i klettinum, sem hann
tróð sér inn í. Ef til viU hefði
hann lifað þetta af eí ísinn
heíði ekki hlaðið yfir hann
brynju svo að hann kaínaði.
Sagt var að það hefði verið
skelfUegt að sjá hann. Hann
stóð uppréttur með illilegan
svip á dökku andlitinu. Augun
voru galopin og hann starði
gegnum ísinn eins og dýr sem
læst hafði verið inni j skarð-
inu og á legsteini hans stóð:
Ólánssamur ierðalangur. 1864.
En auðvitað heyrði ég ekki
um þetta fyrr en síðar. Nú
gekk ég rólega upp veginn við
hliðina á svarta hestinum. Ég
sá ljós í glugga ungfrú Callag-
han ofar í brekkunni og hugs-
aði með mér að Currency hefði
ef til viU séð ofckur.
Hann sagði hljóðleg'a við
mig: — Líður yður betur núna?
— Nei, en ég get afborið það.
Ég leit upp og hann horfði fast
á mig. Ég var með ákafan hjart-
slátt og éig sagði við sjálf-a mig:
— Æ, bara ég gæti verið eins
sterk orr þér. Bara að þér vær-
uð ekki svona lokaður. Bara að
þér vilduð fcala við mig og gefa
mér eitthvað af kjarki yðar og
hugrekki.
En ég virti fálæti hans og
1 hann mitt. Ég srtóð eftir í kuld-
anum og horfði á sikuggana af
reiðmönminum tveimur sem
slógust í föir Kínverjanna. Síð-
an gekk ég upp brekkun,a að
húsi ungfrú Callagban til að
vita hvernig Currency liði.
Hún átti von á sér. Það var
ótrúlegt að hún skyldi geta
breytzt svon,a í útliti. Sumiar ó-
frískar konur verða blómlegar
og frísMegar í útliti og maður
tekur na-umiast eftir því hvem-
ig ástatt er um þær. En yfir
andliti Currencys hvíldi skuggi
sem gaf til kynna hverniig hún
myndi liíta út sem gömul kona
1 Nefið, sem var lítið og foamslegt,
sýndist nú hvasst og mjótt, aug-
| un starandi og kvíðafull, var-
irnar þurrar og litfausar. Jafn-
vel litlu hendurnar voru orðn-
ar gulleltar og sjá mátti gljá-
andi örin eftir frostihnúta sem
SÓLÓ-eldavélor
Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgtim staerðum og
gerðum. — Einkum haffkvæmar fvrir sveitabæi,
sumarbústaði og báta.
Varahlutaþjónusta.
Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa
eldavélar fvnV cnnqerTÍ báta og litla sumarbústaði.
ELDAVÉLAVERKSTÆÐI
JÓHANNS FR.
KRISTJÁNSSONAR h.í.
Kleppsvegi 62 - Skni 33069.
BOKABÚÐIN
HVERFISGÖTU 64 — tilkynnir:
Mikið úrval af eldri forlagsbókum. Sum-
ar af þessuim bókum hafa ekki sézt í
verzlunum í mörg ár.
Danskar og enskar bækur í fjölbreytfu
úrvali. — Komið og sjáið og kynnizt bók-
unum og hinu lága verði.
BÓKABÚÐIN
HVERFISGÖTU 64.
r?
SLÍiLÍl
TIL ALIRA FERflA
Dag- viku- og
mánaöargjald
IA—
j
Lækkuð leigugjöld
22-0-22
Wjl BÍLALEIGAN
Æ'AIAII"
, •
RAUÐARÁRSTÍG 31
Vetrarútsalan
stendur yfir.
GÓÐAR VÖRUR Á GJAFVERÐI.
Ó. L.
Laugavegi 71 — Sími 20141.