Þjóðviljinn - 07.04.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 7. april 1970.
■F
— málgagn
Qtgefandl:
Framkv.stióri:
Ritstjórar:
sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis —
Otgáfufélag PjóSviljans.
Eiður Bergmann.
Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson.
Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson.
Auglýsingastj.: Oiafur lónsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmlðja: Skólavörðust 19. Simi 17500
(5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuðí. — Lausasöluverð kr. 10.00.
Verkin þeirra og yfirklóriB
J>að tíðkast mjög þegar kosningar nálgast að
valdamenn þjóðfélagsins efna til íburðarmikils
veizlufagnaðar og er þá oft einhver ráðherra eða
efnahagssérvitringur ríkisstjórnarinnar látinn
halda ræðu um blessun stjómarfarsins og sífelldar
framfarir í atvinnuvegum. Enn mun í minni
hversu vel allt horfði í veizluræðum, vandlega
birtum í fjölmiðlum þjóðarinnar, fyrir alþingis-
kosningar 1967. Og allir muna sennilega enn
hvemig fór rétt eftir þær kosningar. Nú er enn
tekið að halda svipaðar ræður, og menn mega
eiga von á því að allt verði á uppleið og ýmsar
heldur vinsælar ráðstafanir gerðar af stjómar-
völdum fram á sumar 1971, vegna nálægðar kosn-
inga. Þ-að er rétt minnzt á það í framhjáhlaupi að
raunar hafi ríkisstjórnin og flokkar hennar gert
ýmsar „harðneskjulegar“ ráðstafanir á undanförn-
uim ámm, en farið fljótt yfir sögu og vonazt til að
öllu slíku sé gleymt.
yarla má þó ætlast til að alþýðufólk á íslandi
gleymi öllum þeim „harðneskjulegu“ vélgjorð-
um samstjórnar Alþýðuflokksins og Sjálfstæð-
irflokksins, né þakki sérstaklega. fyrir núverandi
ástand með atvinnuleysi landlægt, þúsundir
ananna flúnir úr landi, sumir alfamir til Ástralíu,
aðrir til lengri eða skemmri vinnuleitar í nálæg-
ari löndum; dýrtíðina æðandi og rænandi launum
alþýðumanna og tryggingabótum aldraðs fólks og
öryrkja, mæðra og bama. Samtímis því að Alþýðu-
flokksmaður kemur í ræðustól á Alþingi og ját-
ar að kaupmáttur tryggingabóta hafi minnkað frá
1967 um rúm 16%, samþykkir bæði hann og aðrir
þingmenn og ráðherrar Alþýðuflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins að skamimta skuli öldmðum og
öryrkjum 5,2% hækkun á tryggingabætur þeirra.
^nægjuhljóðið í ráðhermm og e'fnahagssérvitr-
ingum þeirra er ekki sízt vegna þess að tekizt
hefur að nota ríkisvaldið í sívaxandi mæli til þess
að rýra raunvemleg kjör launþega og alþýðufólks
á íslandi, lækka kaupmát’t þess kaups sem verka-
lýðsfélögin hafa náð í kjarabaráttunni; að níðast
á bótaþegum trygginganna. Það er verið að hæl-
ast um afrek í stjórnarstörfum eins og það, að
þingmenn og ráðherrar Alþýðuflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins sameinuðust um að misnota vald
Alþingis til að stela 400 miljónum króna af sjó-
mönnum á einu ári 1969, með því að samþykkja að
skerða aflahlut sjómanna og afhenda útgerðar-
mönnum þessar fjögurhundruð miljónir. Þannig
launar Alþýðuflokkurinn sjómönnum sem hann
þykist bera svo mjög fyrir brjósti þegar kosning-
ar em rétt framundan. Og þannig notar Sjálfstæð-
isflokkurinn vald sitt á Alþingi og 1 'ríkisstjórn,
meirihlutavald auðvalds og braskara, af náð Al-
þýðuflokksins. — s.
þeas faer hver byrjandi t
kennslutíma á golfvelli í sumar
og annast Þorvaldur þá kennslu
einnig. Jafnframt mun hann
kynna golfreglur og golfsiði, sem
telst mjög býðingarmikið að
kunna
Golfkennslan innanihúss fer
fram í Suðurveri við Stigahlíð
og geta beir sem óhúga hafa,
haft samband beint við kennar-
ann í síma 8-14-62 eftir hádegi.
eða „Golfklúbb Reykjavíkur í
síma 8-47-35.
Eins ög kunngert hefur verið.
verður haldin í sumar sérstök
íþróttavika, sem Iþróttasamband
Islands gengst fyrir. Dagana 5
til 11. júlí verður tekið á mótí
þeim er vilja kynnast golfi.
bæði á Laugardalsvellinum oP.
eins á golfVellinum við Graif-
arholt. Félagar úr „Golfiklúbb
Reykiavíkur" munu verða þar
til leiðbeiningar. Hugsanlegt er.
að nokkrir erlendir afreksmenn
í golfi komi til landsins í til-
efni íþrót.tavikunnar og munu
þeir, ef af þessu verður. keppa
við beztu kylfinga landisins.
Meistaramót íslands f golfi. I
verður að þessu sinni háð á
Hvaleyrarvelli við Haflnarfjörð
og Hólmsvelli í Leiru, en það
eru hvorttveggja ágætir vellir,
Akureyringar eru um þessar
mundir með nýjan gólfvell í
lagningu, en talið var að hann
yrði ekki að fullu tilbúinn fyr-
ir íslandsmótið í sumar.
Þorvaldur Ásgeirsson fylgist með og gefur góð ráð.
Fyrsti íslenzki atvinnugolf
leikarinn kennir hjá G. R.
Á Reykjavíkursvæðinu eru nú
þrír golfklúbbar og jafnmargir
golfvöllur „Golfklúbbs Reykja-
víkur“ í Grafarholti, 18 holu
völlur, sem raunar er enn í
byggingu.
Áhugi á golfi virðist fara
Judó-sambsnd
stofnað í haust
Framkvæmdastjóm ISÍ hefur
ákveöið að beita sér fyrirstofn-
uin sérsambands um judo á
hausti komandi. Þessi ákvörðun
er tekin með hiliðsjón aif vax-
andi áhuga fyrir þessari íþrótt
í landinu. Hefur framkvæmda-
stjóm skrifað héraðssamþönd-
um ISÍ og tilkynnt þeim þessa
ákvöröun sína, svo og að þau
er viidu verða stofnaðilar að
fyrirhuguðu sérsambandi um
judo tilkynni aðild sína eigi
síðar en 1. júní n.k.
I Lokastaða í NM I
■ ■
I :
■
Lokastaðan í Norður- ■
landameistaramóti ung- ■
linga í handknattleik varð :
sem hér segir:
•
Islands 4 4 0 0 60:48 8 ■
Svíþjóð 4 3 0 1 51:41 6 j
Finnland 4 1 0 3 47:46 2 j
Noregur 4 1 0 3 42:46 2 j
Danmörk 4 1 0 3 46:65 2 :
stórum vaxandi hjá fólki á öll-
um aldri og hafa aldrei jafn-
margir verið að byrja í golfi
og einmitt nú.
Frá áramótum hafa 53 nýir
félagar gengið í „Golfklúbb
Reykjavfkur" og annar jafn
stór hópur heifur hlotið nokkra
kennslu og mun megnið af bví
fólki ganga í „G.R“ eða aðra
klúbba á svæðinp.
Þegar aðstreymi nýliða var
orðið með þessum hætti, varð
ljós þörfin á golfkenhara. Vilji
menn ná einhverjum tökum á
golfíþróttinni, er nauðsyniegt að
læra undirstöðuatriðin rétt og
jafnvel þrautþjálfaðir kylfingar
bregða sér til kennara öðru
hvoru til að láta hann komast
fyrir rætumar á ýmis konar
skekkjum. Með tímanum getur
girip og staða breyzt án þess
að menn taki sjálfir eftir því
og þá kemur þar að, að þeir
hætta að geta skotið beint eða
missa með ðörum hætti tök-
in á leíknum. Allt slíkt á glögg-
ur kennari að geta lagfært.
Af þesspm ástæðum er nauð-
syn, að hver gólfklúbbur hafi
ráð á kennara og stundum hafa
verið fengnir hingað erlendir
atvinnumenn til leiðbeininga.
En ekki sízt vegna íjölda nýrra
félaga var þetta orðin nauðsyn
hjá „Golfklúbb Reykjavíkur" og
því var það, að ráðinn var Þor-
valdur Ásgeirsson fyrrum Is-
landsmeistari í golfi og fyrsti
atvinnumaðurihn í þessari í-
þrótt. Hann hefur nú starfaðhjá
„GR“ síðan í ágúst s.l„ og hef-
ur tími hams verið mjög ásettur.
Vegna breyttrar og bættrar
aðstöðu, að þessu leyti, tók
„Golfklúbbur Reykjavíkur“ þá
ákvörðun að gefa öllum nýjum
félögum 5 kennslustundir í
golfi. Þar af eru 3 tímar innan-
húss. Þar er nemandinn látinn
slá í niet og honum kennd
grundvallaratriði grips, stöðu,
sveiflu og kylfunotkunar. Auk
— (Frá G.R.)
Getraunaúrslit
LeiJcir 4- opríí 1970 1 X 2
Arscnal — Wcst Ham. 2 - / /
Chclsca — Tottcnham / - ö /
Covcntry — Stoko 0 - 3 2
Derby Wolvcs z - O /
Ipswicli — Southampton 2 - 0 /
Lccds — Burnlcy 2 - /- /
Livcrpool — Crystal P. 'Ot r/ L P t
Mancb, C. — Sundcrland 0 - / 2
Ncwcastlo — Man. Utd. s / /
Sheffield Wcd. —- Evcrton, o / .11
W. Bromw. — Nott’m E. 4 - O /
Blackbura — Huddcrsf. o - 2 2
Sængurfatnaður
HVÍTTTR og MISLITUR
LÖK
KODDAVER
GÆSADÚNSSÆNGUR
/EÐARDÖNSSÆNGUR
iðifi
SKOLAVÖiœUSTlG 21
<S>-
Frímerki — Frímerki
Hefi úrval af notuðum og ónotuðum ís-
lenzkum frímerkjum, útgáfudaga o.m.fl.
Einnig erlend frímerki í úrvali.
MATTHÍAS GUÐMUNDSS0N
Grettisgötu 45.
Málarafélag
Reykjavíkur
Aðalfundur félagsins verður haldinn að Fréy.iu-
götu 27 þriðjud. 14 apríl lfl. 20.30.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Uppsögn samninga
3. Önnur mál.
Stjórnin.