Þjóðviljinn - 12.04.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.04.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVTLJINN — Suimudaigur 12. aprtfl 1970. — málgagn sósíalisma, verkalýSshreyfingar og þjóSfrelsis — Cltgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.titjóri: Eiður Bergmann. Ritstjóral: Ivar H. fónsson (áb.), Magnús Kjartansson, , Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur lónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust 19. Simi 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Fólkið eða fíokkurinn j upphafi kalda stríðsins voru stofnuð í Noregi umfangsmikil samtök sem höfðu að markmiði baráttu gegn kommúnisma. Var þar safnað saman ýmsum helztu máttarstólpum þjóðfélagsins, fræg- um mönnum og fínum titlum, og að lokum var Hákon Noregskonungur beðinn að gerast vemd- ari samtakanna. Þá svaraði Hákon umsvifalaust að hann gæti ekki gerzt aðili að neinum samtök- um sem hefðu að markmiði baráttu gegn komm- únisma — „for jeg er ogsá kommunisternes konge“. það viðhorf Noregskonungs kemur upp í hugann þegar Geir Hallgrímsson lýsir yfir því að hann myndi ekki vilja vera borgarstjóri í Reykjavík nama Sjálfstæðisfokkurinn héldi meirihluta sín- um í borgarstjórninni. Geir lítur auðsjáanlega ekki á sig sem borgarstjóra Reykvíkinga allra; hann vill ekkert samneyti hafa við þá Reykvíkinga sem aðhyllast Alþýðubandalag, Alþýðuflokk og Fram- sóknarflokk eða eru utan flokka; hann telur sig ekki vera starfsmann fólksins í borginni heldur erindreka stjórnmálaflokks. Hér er á ferðinni það hrokafulla flokksræðissjónarmið sem lengi hefur riðið húsum á íslandi og mótar ekki sízt ýmsa leið- toga Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn og valda- klíkur hans eru ævinlega í fyrirrúmi, en almenn- ir félagslegir hagsmunir eru látnir víkja. yíða í löndum umhverfis okkur er li’tið allt öðr- um augucm á hlutverk borgarstjóra. Þar er það gert að skilyrði að borgarstjórar hlutist ekki til um flokkastjórnmál meðan þeir gegna embætti, heldur beri þeim að líta á sig sem starfsmenn íbú- anna allra, hvað sem stjórnmálaágreiningi líður. Sú skipan kemur vafalaust til álita í Reykjavík eftir næstu borgarstjómarkosningar, og sem bet- ur fer á höfuðborgin ýmsum hæfum mönnum á að skipa sem .myndu líta á borgarstjórastarf sem þjónustu við almenning en ekki erindrekstur fyrir einhverja flokksklíku. Blygðunarieysi jprumvarp ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál er vægast sagt furðulegt. Þar er naumast um að ræða nokkra nýja tekjuöflun aðra en þá að taka ófrjálsri hendi fjórðunginn af árlegum tekjum líf- eyrissjóða í landinu, og er þeirri ráðstöfun ekki sízt beint gegn hinum nýju sjóðum verklýðsfélag- anna. Ætlunin er að fella niður þau sérstöku lán sem verkafólk hefur notið og gefa sveitarstjómum einræðisvald um byggingu verkamannabústaða. í þokkabót eiga lán til íbúða að lækka h'lutfallslega frá því sem nú tíðkast og hin fráleitu vísitölu- ákvæði eiga að haldast. Það þarf mikið blygðunar- leysi til að bera fram slíkar hugimyndir eins og ástandið er nú í húsnæðismálum. — m. Um Árna Waag og svartbakinn Hér fer á ef tir lang't bréf, sem B.Sk. bað um birtingu á. Bæjarpósturinn vill taka það fram, að hann frábiður sér löng bréf á boirð við þetta, ella áskilur hann sér rétt til að stytta þau. Það var ekki gert að þessu sinni, en bréf- ritarar eru beðnir að vera stuttorðir og gagnorðir fram- vegis. ★ Árni Waag er eflaust í hópi fróðustu manna um fugla og dýralíf hér á landi um þess- ar mundir. Erindi hans í út- varpi og ritgerðir | blöðum gefa það til kynna. f Lesbók Morgunblaðsins, 15. marz s.l., skrifar hann um svartbakinn firóðtfega girein og drepur á þann skaða sem hann vinn- ur öðrum dýra- og fuglateg- undum. Hann segix þar, sem raunar alllir vita, sem með þessum málum fylgjast, að svartbaknum fjölgar hér á landi með hvarjum straum síðustu áratugina. Tjónið sem hann gerir vex þá að sama skapi. Fjölguninni mun eink- um valda góð lífsskiiyrði í þeim landshlutum sem menn hafa yfirgefið. en svartbak- urinn numið og byggt í þeirra stað. Stofnað bar ríki \ og athafnað sig að vild. Af- kvæmin siðan dreifzt óboðin til annarra landshluta og valdið þar friðsömum mönn- um ýmiss konar skrávejfum og óskunda Hlvnandi veður- far kann líka að vera honum hagstætt. —•. Um það heyrði ég samt aldrei talað meðan ég var strákur heima í Breiða- firði, og fjörðinn lagði vetur hvem út fyrir allar eyjar, að mávum væri kalt á fótunum eða þeir dræpust úr hor. Þeir komu feitir og i fullu fjöri að varpstöðvunum þegar ís- ana leysti. hvar srvo sem þeir hafa alið aldur sinn yfir vet- urinn. Og þess vænti ég, að ekki kólni svo hastarlega hér á næstu misserum, að svart- bakurinn krókni úr kuldia eða drepist úr sulti. a.mk. ef fiskveiðar og fiskvinnsía verða stundaðar með sama hætti og nú. Fleiri kynnu þá að verða svangir og kaldir. Raunar er það svo. að um tjón af völdum svartbaksins ber mönnum ekki saman. Ámi bendir réttilega á. að það sé órannsakað. Sumir lofa svartbakinn í hveria kió og telja hann til nytjafugla. Aðr- ir lasta hann af öllum mætti og segja hann argasta ránfugl sem öllu spilli Sannleikskorn felst í bvom tveggja. Sönnu næst mun vera, að óbarflega mikið af honum sé við strend- ur landsins þessi árin, og í hnignandi æðarvörpum valdi hann nokkru tióni. — Gætir þó skaðsemi hans lítið ef hún er borin saman við það tjón sem einkavinur Alþingis og ríkisstjómar. minkurinn. vinnur á því sviði. — Mætti þvi að ó'Sekju fækka honum verulega Fáir munu þó vilja útskúfa sva.rtbaknum alger- lega og óska þess að hann verði aldauða hér við land. Að svo fríðum op föngulegum fugli, væri mikill sjónar- sviptir. Og enginn mundi rík- ari að honum steindauðum. Auðvitað þarf ekki að gera ráð fyrir að það verðj nokk- um tma. En það er alveg óþarfi, að hleypa svartbaknum svo upp sem gert hefur verið. Viðkom- una er auðvelt að takmarka verulega, án teljandi fyrir- hafnax eða kostnaðar. Ráðið til þess er hvorki nýtt né frumlegt, en öruggt sé því beitt af tirúverðugum mönn- um. Ekki þairf annað en að ganga svartbaksvarpið vand- lega einu sinni, eftir að svart- bakurinn er fullorpin á vor- in Taka eggin upp úr hreiðr- inu, hrista þau svo duglega að innihald þeirra. rauðan og hvítan. ruglist verulega sam- an. og leggja þau síðan í hreiðrið aiftur. Vairast skal að skemma hreiðrið á nokk- um hátt. Á eiggjunum sér ekkert þótt þau hafi verið „rugluð“ en eftir þá hantér- ingu ungast þau ekki út. Svartbakurinn sezt á hreiðr- ið eins og ekkert haifi í t.kor- izt. þegar skaðvaldurinn hef- ur yfirgefið varplandið. og situr á egigjunum svo langt fram á sumar, að hann verp- ur alls ekki aftur á því ári. Árni minnist á þessa aðferð í grein sinni. en segir, að hennj verði ekki beitt með viðunandi árangri nem.a á af- mörkuðum svæðum. Að vísu er það rétt að vissu marki. Auðveldiast er að beita, henni með fuillum árangri í eyjum og hólmum, þar sem varp- landið verður gengið svo vel að ekki þarf að sjást yfir nokkurt hreiður. En vitanlega tapast þá að mestu þær nytj- ar sem af svartba.knum er hægt að hafa. Þó mætti að ó- sekju taka eitt egg úr hreiðri upp í ferðakostnaðinn, og hafa heim með sér í pottinn. Svairtbakurinn mundi una vel við hreiðrið í von um tvo unga. Óvíst að hann léti sér nægja eitt egg. Að sjálfsögðu verður aðferðinni ekki bedtt með samia árangri, þar sem vairplönd svartbaksins eru fram til heiða og upp um fjöll. Þó ætti að vera fram- kvæmanlegt að gera út einn leiðangur í stærstu varp- stöðvamar til fjalla, þvi ekki munu þær vera ýkja margar. Önnur aðferð er varla væn- legri til góðs árangurs þar. Með skotvopnum og eiturút- burði verður svartbaknum aldrei fækkað svo um muni. Það er margreynt. Byssa getur þó kornið að góðum not- um í höndum úrvals skyttu. en vel færar skyttur eru ekki á hverju strái. — Kynni mönnum að þykja þessi að- ferð. sem nefnd hefur verið „rugl“ eða „ruglandi“ sein- virk, þá beiti þeir annarri fljétvirkairi hættuminni. Ekki veit ég bvað svartbak- urinn verður gamall. En ég hygg, ef góð samstaða feng- ist um „ruglið“. að svart- baiknum fækkaði svo hér við land á næstu 6-10 árum. að engum landsnytjum stiafaði hætta af honum. Mættu þá allir vel við una. B. Sk. 2. M. sparaingakeppai skóla- barna um umferðarmál í dag I dag fer fraan annar hluti I spurningakeppni skólabama um umferðarmál, á vegum Um- ferðarmálaráðs og Fræðslu- málastjórnar. Fyrsti hlutinnfór fram fyrir nokkru, og tókuþátt í honum 3611 12 ára börn í 107 skólum um allt land. 56 böm, 30 stúlkur og 26 drengir, taika þátt í öðrum hluta keppninnar og eru þau 7 úr hverjum hinna 8 kjördæma landsins. Voru þau valin eftir frammisitööu í fyrsta hluta, sem var skrifleigur og áttu bömin að sviara 22 spumingum. Hver spuming var þannig, að sýnd voru í miyndum fimsm atriði úr uimferðinni og merktu bömin við eitt atriði. Keppnin í dag fer þainnig fram, að liðið úr hverju kjör- dæmi kemur saman á ednn stað og þar verða trúnaðanmað- ur og leiðbednandi í spuminga- keppninni. Fyrst verða lagðar skriflegar spumingar fyrir böm- in og lesa þau svörin í soima til dómnefndarinnar í Reykja- vfk, en öin símitolin verða tek- in upp á segulband hjá útvarp- inu. Upptaikan verður síðan nioituð. er undanúrslitunum verð- ur útvarpað. Síðari hluti kieppn- innar í dag verður munnlegur og leggur þá d’ómnefndin í Reykjavík spumingamar fiyrir bömin í gegnum síma, Tvö stigaihæstu liðdn munu keppa til úrslita og fer sú keppni fram í sjónvarpssai, en síðan verður úrslitakeppnin sýnd í sjónvarpinu. Liðinu sem sigrar verður tooðið í ævintýra- ferð til Færeyja með Flugfé- lágj ísdands. * 1 dómnefnd spumingakeppn- innar eru: Ásmiundur Matthí- asson, lögregluvarðstjóri, Guð- mundur Þorsteinsson, kennari og Guðbjartur Gunwarsson fiull- trúi. v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.