Þjóðviljinn - 16.04.1970, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.04.1970, Blaðsíða 6
g SIÐA — ÞJÖÐVTLJINN — FiimmKtudagur 16. aprtffl 1970. Aðild íslands að Atlanzhafsbandalaginu var samþykkt eftir tveggja daga afbrigðaumræður á alþingi. — Myndin er frá Austurvelli 30. marz 1949, þegar hvít- liðum og lögreglu var skipað að gera árás á mannfjölda sem safnact hafði saman til að krefjast þjóðaratkvæðis. Hernaðarbandalögin tvö eru ekki æski- leg lausn sambúðarvandamála Evrópu • Á alþingi fara nú fram árlega almennar umræður um utanrík- ismál, og er nýlokið síðari hluta þeirra. • Hér er birtur kafli úr ræðu Gils Guðmundssonar, fulltrúa Al- þýðubandalagsins í utanríkismálanefnd, en hann talaði fyrstur Alþýðubandalagsmanna í þessum umræðum. Fjallar ræðukafl- inn að mestu um aðild íslands að Atlanzhafsbandalaginu og þróun alþjóðamála undanfarna áratugi. Eins og kurmnet «r voru á sl. áiri liðnir tvedr áratugir frá því að Atlanzhafsbandalagið var stofnað. 1 sáttmála þess giltu þau ákvæði, að aðildar- ríki skyldu bundin um 20 ára skeið frá gildistöku samnings- ins. en að þeim tíma liðnum gæti hvert aðildairríki, er þess óskaði sa@t sig úr bandalaiginu með eins árs fyrirvaira. Frá 24. ágúst j fyrra er þessi samn- ingur uppsegjanlegur með ein- hliða ákvörðun hvers aðildar- ríkis um sig. Svo sem kunnugt er, uirðu á sínum tíma mjög hiarðar deilur um það, hvort íslland skyldi gerast aðili að Norður- A tlan zhafsaiaím n 1 ngnujn. Alla stund síðan hafia skoðan- ít hér á landi sem víðar í að- ildarlöndunum verið skiptar um NATO, um eðli þess, gildi og áhrif á sambúð þjóða. Um rökin sem til þess lágu, að bandalagið var stofnað, skal ég ekki fjölyrða að þessu sinni. Að vísu hefur margt fróðlegt og forvitnilegt verið um það ritað á síðari árum, og ýmsir, þar á meðal mikilhæfir vest- rænir stjórnmálafræðingtar og sagnfræðdngar, hafa hiklaust látið í Ijós þá skoðun, að kenningamar um yfirvofandi rússneska árás á Vestuir- og Norður-Evrópu hafi verið úr lausu lofti gripnar. En um þetta atriði. sem að vísu er mikilvægt sögulega séð, ætla ég ekki að fjölyrða. Það sem nú skiptir höfuðmóli er ekki það, hversu traustar voru for- sendurnar fyrir stofnun At- lanzhafsbandalagsins árið 1949 eða haldgóð rökin á þeim tíma fyrir inngöngu fslands í slíkit bandalag. Að vísu er ég þeirr- ar skoðunar, að hvorugt stand- ist, ef málið er skoðað niður í kjölinn á algerlega hlutlægan hátt. En héðan af er vissulega miklu meira um hitt vert. að menn gefi sér tóm til að fjalla um herstöðva- og hemaðar- bandalagamál eins og þau blasa við í dag við lok sjöunda ára- tugs þessarar aldar og upp- haf þess áttunda. Og það ber mönnum, ekki sízt stjórnmála- mönnum, að gera af raunsæi og hleypidómaleysá, og þeir ættu ekki að láta gömul löngu úrelt slagorð, gatnla fordóma og innihaldslitta frasa, vera framlag i rökræðum um þetta mikilvæga mál. Tregða á rökræðum um Nató Þegar nálgast tók að 20 áre gildistímabil Atíanzhafssamn- ingsins rynni út, hefði mátt þykja eðlilegt að víðtækar um- ræður færu fram hér á landi eins og víðar í aðildarríkjun- um um bandalag þetta, um gildi þess og erindi íslands í slíku bandalagi framvegis. En það reyndist ótrúlega torvelt að fá slíkar uroræðui teknar upp, og hér á Alþingi virtist þetta vera nærri því illkleift. Forsvarsmenn aðildar okkar að NATO sögðu blátt áfram og umibúðalaust: NATO hefur reynzt vel, NATO hefur stöðv- að framnás kommúnismans, við verðum áfram í NATO. Ég get ekki látið hjá líða að fara hér fáeinum orðum um þá tregðu sem ríkt hefur hjá íslenzkum stuðningsmönnum Atlanzbafs- bandalagsins og þá alveg sér- sta'klega rikisstjóminni og henn- ar mönnum að því er tekur til allrar raunhæfrar aithuguniar á þessu máli og eiginlegria rök- ræðna. Árið 1965, þegar liðin voru 16 ár af gildistíma Atlanzhafs- samninigsins, fluttum við Al- þýðubandalagsmenn þingsálykt- unartillögu um könnun og end- urskoðun á aðild íslands að Norður-Atlanzhafssamningi og Atlanzhafsbandalagi- TiHagian var á þessa leið: „Alþingi ályktar að kjósa 7 manna nefnd til að kanna sivo sem við verður komið. hvaða hugmyndir eru uppi meðal að- ildairríkja Atlan zbafsbandalags- ins um skipulag þess og fram- tíð. Jafnframit skal nefndin fjalla um afstöðu íslands til N.-Atlanzha£ssamnlngsins frá 1949, jafnt í ljósi fenginnar reynslu sem breyttra aðstæðna og þeiira upplýsinga, sem fyr- ir liggja og fnam kunna að koma um viðhorf aðildarríkja til samningsins. Skal nefndin með sérstöku tilliti til áfevæð- is samningsins í uppsagnar- heimild 1969 semja röksituddia greinargerð um málið og leggja hana fyrir næsta reglulegt al- þingi“. Ofstækisafstaða til utanríkismála Ég var fyrsti flutningsmaður þessarar þingsályktunartillöigu og átti nokkuirn þátt í að forma hana á þann veg sem varð. Með því að leggj-a áherzlu á rannsókna- og könnunarleið í þessu stórmáli, vaikti það fyr- ir mér og okkur flutningsmönn- um að reyna að þokia umræð- um um aðild að Atlanzhafs- bandalagi og umræðum um ut- anrikisstefnu ísilands í heild á nýtt og dálítið annað stig en verið hafði þá um skeið. Þess er ekki að dyljast, að löngum höfðu umræður um þessi mál, jafnt innan þings sem utan, einkennzt um of a£ lítt rök- studdum fullyrðingum, en til- raunir til að leggja hlutlæigt miat á málin án tilfinningasemi heldur illa séðar i báðum her- húðum. Annars vagar var kost- að kapps um að staðhæfa, að allir fylgismenn aðiidar að At- lanzhafsbandalaginu væru lít- ilmótilegir og ósj álfstæðir Bandaríkjaleppar. Hirfs vegar var af ekfci minni óbilgimi fullyrt, að allir andstæðingar NATO væru Rússadindlar, sem réru að því öllum árum, að Rússar gætu komið og gleypt okkur. Eins og ég hef áður vikið að, var búið að gera ut- anríkismálanefnd óstarfhæfa með öllu, og raunverulegar rök- ræður um utanríkismál hér á alþingi áttu sér afar sj'aldan stað, Ófcrúlega lengi eimdi eft- ir af þeim ræðuhöldum og blaðaskrifum, sem einkennd- ust af glórulausu ofstæki, svo sem þegar miálgaign stærri stjómarflokksins, Morgunþlað- ið, kallaði á sínutn tírng nú- verandi bisfeup landsins hinn smurða Mosfevuaigent og stað- hæfði, að honum og sfeoðana- bræðrum bans vaeri það mest í mun, að ísland yrði Rússum sem allra auðveldust bráð. Málefnalegri meðferð Sem betur fer er ofstæki af þessu tagí nú að verulegu leyti úr sögunni, a.m.k. hér á al- þingi, og ég tel, að núverandi utanriki sráðherra eigi sinn góðia hlut að því, að rætt er um þessi mál með nokkuð öðru orðbragði nú en áður var. Ég kippi mór efcki upp við það, þó að einstök blöð, eins og um- rætt Morgunblað, eigi dálítið bágt með sig situndum, og öðru hveirju birtist þar skrif sem minna óþyrmilega á þá sfcað- reynd, hve erfitt getur verið að venja sig a£ gömlum ósið- um. En þó að hér bafi orðið á veruleg braigarbót á síðusitu árum, og alveg sérstaklega að því er tekur til umræðna ungra manna um þessi efni, bæði inn,an stjórnmiálaflokkanna og utan, þá er slíkt engan veginn einblítt, þótt gott sé. Raunar tel óg það mjög mikilvægt og fagna því sérstaklega, að unga kynslóðin virðist kosta kapps um málefnalegar og raunsœjar umræður um utanríkismál, og ég vona, að margt gott megi af því leiða. Við hér á alþingi er- um kannski helzt til íhalds- samir í þessu efni, eins og sumum fleiri, og eigum dálítið erfitt með að losa okkur við eitt og annað af gömlu frös- unum, og Skal ég ekkj undan- skilja mig að öllu í því efni. Ég tel, að utanríkisráðherra hafi gert gott verk, þegar hann lagði sitt fram til þess að bæta að nokkru vinnubrögðin í sam- bandi við meðferð utanríkis- mála hér á alþlngi. Það er kunnugt, að utanríkismála- nefnd hefur verið vakin af dvala og starfar með noktourn veginn eðlilegum hætti. Hún leitast nú við að gegna því mikilvæga hlutverki að fjalla u,m utanríkiismál, og í nefnd- inni hefur verið gefið fyrirheit um, að hún stanfi ednnig þá mánuði, sem alþingi situr ekki ár hvert, en það tel óg verulegu máli skipfca. Væntan- lega verður þefcfca fyrirheit efnt, og aðstaða nefndarinnar þar með bætt til að vinna verk sitt á þann veg, að gagn geti af orðið. Vikizt undan endurskoðun En hvað sem þessu líður, þá hefur allt fram að þessu gætit furðu mikillar tregðu ráða- roanna hér á alþingi til að ræða af alvöru afstöðun,a til herstöðvam álsins og NATO. Með ýmsum hætti hefur ver- ið undan því vikizt að tafea NATO-aðild íslands til ræki- legrar athuigunar og endurskoð- unar. Þingsályktunairtillaiga sú, sem ég gerði nokfcra grein fyr- ir hér áðan, var flutt á tveim eða þrem þingum, én þess að alþingi fengist til að tak,a af- stöðu til efnisatriða hennar. Enn var málið flutt i álykt- unarformi snemma á þingi í fyrra. Efni þeirrar ályktunar, sem við Alþýðubattdalagsmenn lögðum þá fram, var í stuttu máli á þá leið. að fela utanrík- ismálanefnd að semja rækilega greinargerð um þau vandamál, sem tengd eru aðild fslands að NATO, um breytingar á vett- vangj alþjóðamála þau 20 ár, sem bandalagið hefur starfað og viðhorfin nú með sérstöku tilliti til íslands. Þessiari tillögu var seint og um síðir vísað til utan.rikismálanefndar, en þar lá hún óafgreidd fram und- ir þinglok. Síðar á þinginu i fyrra fluttum við Alþýðubanda- lagsmenn aðr,a tillögu, sem fól í sér hvort tveggja í senn, úr- sögn úr NATO og uppsögn her- stöðvasamningsins við Banda- ríkin. Sú tillaga var á dagsfcrá Sameinaðs þings alltaf öðru hvoru allan síðari hluta þing- tím,a í fyrra, en var aldrei tek- in til umræðu. Nú var sams konar tillaga fluitt um miðjan nóvembermánuð s.l. og hún hefur ekki enn verið rædd né komizt til nefndar. Ég geri ekki ráð fyrir að hér sé fyrst og fremst um að kenna' sér- stakrj tregðu ráðamanna til að ræða þessi herstöðvia- og her- bandalaigaimáiL Naumur tími ætlaður utanríkismálum Hér feemur kiannski fyrst og fremst til sú allsendis óhæfa ráðstöfun að ætla Sameinuðu alþingi nær aldrei annan fund- artíma en miðvikudagana, þó að reynslan sýni ár eftir ár, að þetta er alls kostar ófull- nægjandi fyxir Sameinað al- þingi. Þetta þrengir m.a. stór- lega að nauðsynlegum umræð- um um utanríkis- og sjálfstæð- ismál 'þjóðarinnar. Það er fyr- ir því margföld reynsla, að sá tími. sem Sameinuðu alþingi er ætlaður, fer að langmestu leyti í fyrirspumir og hrófea- ræður' ráðherra í sambandi við þær, þegar þedr eru að lesa yfir þingheimi langar skýrsl- ur, sem ríkisstofn-anir eða nefndir hafa tekið saman. Nú er ég ekki að segja, að það sé ekkii oflt ýmis firólðlieitour í þessum skýrslum, sem gott sé að fá, en éig tel það algerlega óhæf vinnubrögð að uitanrikis- málum þjóðarinnar og sjálf- stæðismálum sé sfeammitaður svo naumur tími; það séu etoki tök á að ræða ýtarlega hin ®tæ,rsifcu og mikilvæigusitu mál. Ég mun nú ræða noktouð nánar um NATO-málið og sfeal leitast við að geira það mál- efnalega og ofstækislaust, enda vona ég að sá tími sé liðinn, a.m.k. hér á alþingi, að menn séu með staðhæfingar einsog þær, að afstaða mianna til hem- aðarbandialaga og herstöðva hljóti að mótast af dýrkun á rússneskum feommúnisma ann- ars vegar og bandarískum fcap- ítalisma hins vegax. Hernaðarbandalögin ekki eðlileg lausn Það fer ekki neifct á milli mála, að í aðildarlöndum At- lanzhafsbandalaigsins, þ.á.m. ís- landi, bafa margir fyligismenn aðild-air að þessu bandalagi eitt- hivað við þjóðskipulag Banda- ríkjanna og utanríkissitefnu þeiirra að afchuga. Býsna miarg- ir sjá einniig áfcveðin vand- kvæði á NATO og teljaio að á- hrif Bandaríkjanna á stefnu þess bafi verið og séu óeðli- Ieg,a mifcil, og mjög margir tielja aðild einræðiisríkja, hreinna faisistaríkja, vera svairt- an blett á þeissum samtöikum. En allt um það eru þessir menn, sem ég hér um ræði, þeirrar skoðunar, að Afclanz- hafsbandalaigið bafi gegnt þörfu hlutverfei, það hafi verið og sé óhjákvæmilegt mótvægi gegn kommúnísferi og þá einkum rússnesferi útþenslustefnu í Evrópu. Ýmsir, sem þessu halda fram, gera sér hins vegar ljóst, að hernaðarbandalögin tvö í Evrópu, Atlanzhafsbandalagið og Varsjárbandalagið, eru eng- an veginn æskileg eða eðlileg framtíðarlausn á sambúðar- vandamálum Evrópu. Og sumir gera sér það einnig ijóst, að þau koma í rauninni í veg fyr- ir raunhæfa lausn þessara mála. Þvi miður fannst mér ali- mikið skorta á, að ufanríkis- ráðherra hefði þennan skiln- ing. En menn, sem bafa þesis- ar skoðanir, eru vísir til að vilja meta hverju sinni, hvaða aðferðir eru líklegastar til að stuðla að friði, stuðla að bættri sambúð þjóða. Þeir eru til við- ræðu um vandamálin, þeir vilja móta afstöðu sína til herbanda- laga á grundvelli sem raunhæf- astrar vitneskju, sem traust- asrfcra staðreynda. Ég vona, að það sé ekki of mikil bjartsýni að vænta þess, að meðal ís- lenzkra fylgismanna NATOs í þmgmannahópi séu slíkir menn. Það er við þá ekki sízt, sem ég vil gjaman ræða þetta mál nokkuð og frá ýmsum hliðum. Með hliðsjón aí því, sem ég hef nú þegar sagt, ætti e.t.v. að vera óþarfi að taka það fram, að ég tel alla menn, sem ein-hver ábyrgð er falin, siðferðilega skylda til að endurmeta afstöðu sína og við- horf í ljósi nýma upplýsinga og þei-rra staðreynda. sem fyllstar liggja fyrir hverju sinni. Þefcta gildiir viifcanlega einndig um oktour, sem höfum A 4 l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.