Þjóðviljinn - 16.04.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.04.1970, Blaðsíða 10
10 SfBA — í>JÓÐVIL«nNiN — Fimmtudagur 16. apííl 1970. arair anddyriwu og andartaiki síð- ar sá hann frú Vik ganga niðusr gangistíginn. Þegar hann kom aft- ht iim í stofiuna, sait konan hans við sauimavélina. — t>ú verður sjálfur að finma þér edtthvað að borða, sagði hún formálaiaust. — Það eru ein- hverjir aifgangar í ísskápnum. — Hvað á þetta að þýða? — Það þýðir aðeins að ég er öiMium kafin. Ég verð að vinna eftirvinnu. — Hvað var þessi kvenmaður að gera í svefnherberginiu míniu? — Það var frú Vik. — Ég sá það, sagði hann eins rólega og honum var unnt. Hann var ekki vanur að missa stjóm á sér og hann gerði það ekfci held- ur núna. — En ég hlýt að mega spyrja að þvi, hvað frú Vik var að gera inn í svefnlherfberginu mínu? — Átt þú það? — Svefnberberginu okkar þá, feagði hann gremjulega vegna þess að hann hafði orðað þetta ranglega. — Það er ei-ni staðurinn á heimilinu þar sem er almennileg- ar spegiH. Við vorum að máta... Húm sýndi kjólinn. Hann var rauður, dumbrauður. — Og mér fannst líka að bú gaetir talað kurteislegar um vdð- skiptavini mína. — Viðskiptavini? Áttu við að þú sért orðin saumakona? — Góði maður, ég er sauma- kona. Ég vann við sauma alveg þangað til ég kynntis-t þér. Ertu búinn að gleyma því? — Nei, ég er ekki búinn að gleyma því og þú ættir ekki að gleyma því heldur, sagði hann og leit í kri-ngum sig í stolfurmi. — Áttu við að ég ætt að vera þakklát? — Ég á við það að ég hef rækt skyldur mínar, sagði hann særð- ur. — Ég istrita daginn út og daginn inn, yfirvinna aukastörf.... — Ég veit það, en þegar ég vinn mér inn peninga, verður þetta auðveldara fyrir þig. Orð hennar höfðu sörnu áhrif og djúpsprengja. . —r Áttu við að þú takir peninga fyrir þetta? spurði harm loks. — Auðvitað! Pyrir þennan eina kjól fæ ég hundrað króriur. Það dugar ’ næstum til að greiða éina af stöðumælasektunum þínum. — Ég frábið mér öll afskipti af fjármálum minum. — Allt í lagi. Þá get ég notað peninigana sjálf. — Þú færð peninga hjá mér, það er ekki nauðsynlegt að þú standir í því að sauma fyrir aðra, saigði hann og brýndi raustina. — Er það í raiuninni nauðsyn- HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31. Sími 42240. Hárgreiðsla. — Snyrtingar. Snyrtivörnr. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18. 111. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðsiu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI 13-9-68 21 SKÁLDSAGA EFTIR SIGBJÖRN HÖLMEBAKK: ANDERSEN- FJÖLSKYLDAN legt að þú sitjir þarna í bankan- um? spurði hún sakleysislega . — Hvað áttu við? — Ég á við að bankamir eru alltof margir. Það er banki á næstum hverju einasta götuhomi, en maður verður að leita um all- an bæ til að finna sæmilega saumakonu. — Þú talar eins og ósvífinn vinstri sinnaður framibjóðandi, sagði hamn háðslega. Hver hefur sagt, að bankarnir séu of margir? — Tja, til að mynda Andersen. Enn einu sinni tófc hún sér nafn Andersens í munn ám þess að roðna. Það gerði hann fokreiðan. — Hvað varstu að gera hjá Andersen? — Ég fór til að þakka fyrir boðið í brúðkaupsveizluna. Hamn stikaði fram og adftur um stofuna. Bftir tvegg j a mínútna þögn tók hann til máls. — Við förum ekfci! Þetta vom mikilvæg orð, skipun, hæstarétt- ardómur. Þau stoðuðu bara ekki vitumd. — Ég fer, sagði hún og dró út þraxjingu. — Þú ferð ekki! Þú gerir okkur að athlægi í öllu hverfinu. — Ég fer ekki ein, hélt hún áfram hin rólegasta. Hann gerði enn eina skyssu; það á ekki að ræða um dómsúrskurð. En hann varð að fá að vita hve útbreidd þessi uppreisn var. — Hverjir fara fleiri? — Til dæmis firú Vik. Þess vegna er hún að fá sér nýjan kjól. Hermansen gekk að borðinu og fjariægði taubút með tveim fingr- um. Hann tók fram reikningsvél- ina, en hún gerði sig ekfci lí'klega til að flytja sig úr stað. — Ég held að þú sért full- bjartsýn. Við vorum einmitt að ræða þetta mál í bankanum og komum okkur saman um að láta þetta svonefnda brúðkaup sem vind um eyrun þjóta. — Þá getið þið setið heimá og nagað á ykkur neglurnar. Við förum einar! — Hvaða við? — Við, konumar! Þetta lét dálítið háðslega í eyr- um og hann sagði hæðnislega: — Það er alveg dæmalaust hve þessi Andersen hefur mikið aðdráttar- afl fyrir konur. — Já, t>g hvað með það? — Ég spyr ekki að, sagði haim tartryiggnislega. — Honum er svo sem trúandi til hvers sem vera skal. Hún setti saumavélina af stað. Hiljóðið kom honum í emn meira uppnám. — Nú er hann meira að segja hættur að vinna. Og hann getur hangið heima í friði og ró og gert ykfcur hálfvitlausar, meðan við slitum otokur út fyrir fjöl- skyldur ok'kar. — Ef til vill fulnægir hann þörf? — Er þetta sneið til mín? — Til þín og allra hinna. — Hvaða þörf er það sem þú átt við? spurði hann tortrygginn. — Hefurðu ekki fengið allt sem kona getur k-rafizt með nokkurri sanngirni? Hann benti út í stof- una. — Ég krefst einskis, sagði hún og gerði sdg líklega til að slíta samtalinu. Það vildi hann sízt af öllu. Hann hóf gagnárás. — En ég geri kröfur, hrópaði hann. — Ég krefst þess að mér sé sýnd einhver virðing! — Fyrir hvað? — Virðing! endurtók hann og nú þarði hann í borðið í alvöru. Hér slítur maður sér út . . . — Og hvað hefst u-ppúr Öllu þessu striti? Hún var liklega farin að hækka róminn. Hún lagði frá sér kjólefnið og leit beint á hann. -*w 'Þú erö-líka orðinn þrey-ttur!- Útslitinn! Leiðinlegur! Þú hefur meiri áhuga á nágrönnum þínum en þinni eigin fjölskyldu. — Það er ekki satt! — Þú þekfcir varla lengur þinn eigin son. — Haltu bara áfram, sagði hann bitrum rómi. — Þú ert orðinn lélegur elsk- hugi! Hann baðaði út öðrum haiid- leggnum í uppgjöf og í þögninni sem á eftir kom, mundi 'hann allt í einu nokfcrar óljósar setningar úr biblíusögunum. Það var lýsing- in á guðsmamninum Eílí, þegar hann fékk fregnina um að her Israels hefðd verið sigraður, sjm- imir fallnir og sáttmáisörkin í óvinghöndum. Hann lét fallast niður í stól og honum fannst sem hryggur hans hefði brotnað í tvennt. En samt reis hane á fæt- ur og gekk teinréttur til dyra. — Þú talar um hluti sem þú hefíur ekkert vit á, tautaði hann. Þegar hann kom fram í anddyrið var hann orðirrin enn teinréttairi. Hann heyrði saumavólina niða enn á niý. Svo varð afflt hljótt og hann heyrði hvernig skærin klipptu sdlkið. Bitu-r í bragði opnaði hann ljósakassann og storúfaði vartapp- ana úr. — Þetta er bara bráðabirgða- lausm! Hermansen sat í sófamum hjá frú Salvesen og horfði miður sín á vartappana tvo sem stóðu á sófaborðinu. í smæð sinni minntu þeir hanm á fallim karimennsku- tákm og hanm hugsaði með hryll- ingi til nýafstaðinmar senmu við eiginkonuma. Frú Salvesen sat í hinu sófahominu. Hún talaði með festu: — Við meguim ekki gefast upp! Nú hvílir ábyrgðin á okkur. — Já, svaraði hann hljómlausri röddu og það var enginm kraftur í orðum hans. Hann hafði verið særður öf djúpu sári. — Hún sagði að ég væri slæmur faðir. — Það er hræðilegt að eigin- kona skuli segja annað eins og þetta við manninn sinn. Hvað sagði hún fleira? — Ég get ekki haft það eftir. Það er of særandi, of auðmýkj- andi. Frú Salvesen starði á hendur hans, sem hann greip fyrir and- litið. — Ég held ég viti hvað hún hesfur sagt, sagði hún lágri röddu. — Ég held að henni skjátlist hrapaliega! Salvesen kom í sörnu svifum inn um svaladyrnar og hún sneri sér að honum með gremjusvip. — Farðu úr sfcónum! — Ég ætlaði bara . . . — Ég var að enda við að bóna, sagði hún áður en hann gæti lokið setningunni. Hann tók af sér skóna og sótti pípuna fram í eldhús. — Gazbu ekki sagt þetta strax, sagði hún þegar hann fór aftur að reima á sig sóna. — Ertu að lagfæra beðið? — Ég er búinn með það. — Þá geturðu klippt limgerðið. — Ég skal gera það, Hjördís. !liiliHiiKHlilllliiiliilllllliiHlllimHlllilííllilHlliiiHlíílliillllllliiilijlíiil!iiiiiílHiitllUiíiíii‘!lii!íítSjlHHillii{iSiílll Litliskógur homi HVERFISGÖTU og SNORRABRAUTAR ☆ ☆ ☆ TEKRYLINE-BUXUR HERRA 1090,— ☆ ☆ ☆ HVÍTAR BÓMULLAR- SKYRTUR 530,— ☆ ☆☆ FLÚNELS DRENGJA- SKYRTUR 170,— ☆ ☆ ☆ ur Hverfisg-ata — Snorrabraut Sími 25644. - ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÖDÝRT - ÓDÝRT - ÓDYRT O O o o H ct Skófatnabur Karknannaskár, 490 kr. parið. Kvenskór frá 70 kr. parið. Bama- skór, fjölbreytt úrval. Irmiskór kvenna og bama í fjölbreyttu úrvali. Komið og kyrfnizt himi ótrúlega lága verði, sem við höfum upp á að bjóða. Sparið peningana í dýrtíðinni og verzlið ódýrt. RÝMINGARSALAN, Laugavegi 48. H '>- Q O H cc O o H CC - ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT t-r ^ÍTl nnr n®- sr 1111 ja. TEFPIIIISH) HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURIANDS BRAUT 10 * SÍMI 83570 & ÍÍ!Í!Í;IÍ!lÍ!í!!!jíÍ!ÍÍHÍmÍ‘nÍ!H!ÍHÍmlÍMmlMimimíumHÍÍÍ!!ÍHÍÍ!Ín!n!Hm!!ÍÍffi!Íll{iÍlnlÍ!ÍKÍ!íUiÍiÍ!!!Ííil!?ÍÍÍI!lI Tvöfalt „SECURE“-einangrunargler. A-gæðaflokkur. Beztu fáanlegu greiðsluskilmálar. Glerverksmiðjan SAMV.ERK h.f. Hellu. Sími 99-5888. SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stærðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita- bæi, sumarbústaði og báta. V AR AHLUTAÞ J ÓNU STA. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavélar fyrir smærri báta og litla sumarbústaði. •» ELDAVÉLAVERKSTÆÐl TÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 - Sími 33069. Húsbyggjendur. Húsameistarar. Athugið! ATERM0 ■■ // — tvöfalt einangrunargler úr Hinu Heims- þekkta vestur-þýzka gleri. — Framleiðslu- ábyrgð. — Leitið tilboða. A T E R M A Sími 16619 kl. 10 -12 daglega. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.