Þjóðviljinn - 28.04.1970, Síða 3

Þjóðviljinn - 28.04.1970, Síða 3
Tsíen Hsúesen, yfirsmiður kín- versku eldflauganna — mynd- in er tekin 1950, liegar hann var handtekinn í Bandaríkjun- um fyrir „kommúnisma“. Kínverjar hafa með gervi- tungli sínu, sem sent var á braut á laugardaginn enn einu sinni komið umiheiminum á óvart Það er ekki svo að skilja að mönnum hafi verið ó- kunnugt um að beir ættu eld- flaugar sem þeir myndu með tímanum fullkomna svo að þeir gætu komið gervitungii á loft. Þegar í október 1966 var frá því sikýrt í Pekinig að fjórða kínverska kjamasprengjan hefði verið sprengd og hefði henni verið skotið með eldflaug. f ágúst árið eftir sagði Kjam- orkumálanefnd Bandarkj'alþings í slkýrslu um kjamasprengjur og eldflaugar Kínverja að „fram- farir þeirra á þessu sviði hafa orðið örari og svP mdklu meiri en við var búizt að furðu vek- ur“ og var þess getið til að á fyrstu árunuim eftdr 1970 myndu Kínverjar hafa komið sér upp svo öflugum ellctflaugum að þeir gætu sent kjamasprengjur með þeim til skotmarka í Bandaríikjunum. Ýmsar aðrar heimfldir hafa verið fyrir þvi ®að Kínverjar hefðu Jcomið sér „Austríð er rautt" T/" ínverska gervitunglið sem kallað hefur verið „Austríð er rautt“ eftir menningarbylt- 1''ingarsöngnum sem það sendir frá sér með .jöfnu millibili vegur 173 kíló og fer umhverfis jörðu á 114 mínútum. Jarðnánd þess er 430 km og jarðfirð 2.384 km og er braut þess því mjög svipuð braut fyrsta bandaríska gervitunglsins „Explorer 1“ (352 og 2.542). Því mun hafa verið skotið á loft annaðhvort frá tilraunastöðinni í nánd við Lop Nor í Sinki- ang eða þá Innri Mongólíu, um 600 km fyrir norðvestan Eansjá, þar sem er ein helzta kjarnorkurannsóknastöð Kínverja. Tunglið sendir frá sér radíóboð á milli þess sem bylt- ingarlagið er leikið, en ekki er vitað frá hverju þau skýra. í Bandaríkjunum — og vafa- laust einnig í Sovétríkjunum — er fylgzt nákvæmlega með ferðum tunglsins, en það fer yfir Bandarikin fimm sinnum á sólarhring. Talið er víst að það sé undanfari njósnatungla. Eldflaugasmiðja í Lop Nor í Sinkiang (í smíðum). upp eldflaugum og ynnu kapp- samlega að því að full'komna þær. Þrátt fyrir þessa vitneskju kom geimskot Kínverja mönn- um að óvörum, og það af tveim ástæðum. Fyrri ástæðan er sú að til þess að koma gervitungli á braut er ekki nægilegt að ráða yfir öflugri burða re) dlfl aug, heldur þarf til þess flóikið og nákvæmt stjórnkerfi og mun fullkomnara en þarf t.d. tíl að stýra flugskeytum til skotmarks á jörðu niðri. Til þess að geim- skot heppnist þarf bæði háþró- aða ratfeinda- og tölvutækni og mjög fullkomnar stjómstöðvar á jörðu niðri. Það hefur elkki verið gert réð fyrir því að Kín- verjar væru komnir jafn langt og í ljós er komið á þessu sviði sem er vaxtarbroddur allrar tækni nútímanis. fÞýzka viku- ritið „Der Spiegel" sagði þann- ig um mitt sumar 1967: „Sér- fræðingar á vesturiöndum telja að bið verði á þvi að kínversk- ir eldflaugasmiðir- geti smíðað nothæft rafeindastjómkerfi“). I öðru lagi hefur þyned kínverska gervitunglsins vakið athygli. Þegar Bandarkjamenn sikutu á loft fyrsta gervitunigli sínu sem lcomst á braut, Explorer I. (eft- ir mislheppnaðar tilraunir með Vanguard-tunglin), vó nota- hleðsla þess aðeins 5 káló, en kínverska tunglið vegur 173 kíló. Það er meira en tvöfalt þyngra en fyrsti spútnikinn, 8-9 sinnum þyngra en frönsku gervitunglin og það fyrsta jap- anska sem komist á braut í febrúar eftir npkkrar mis- heppnaðar tilraunir og bilaði þegar eftir sex umferðir. Surmum kann að finnast lítið til um þetta aifirek kin- verskra vísinda, enda rúm tólf ár liðin síðan geimöldin hófst, og á undan tungli þeirra hafði farið samtals 4281 hlutur (gervi- tungl og eldflauigapartar) á braut um jörðu. En það á við hér sem jafnan annans að skoða verður málin í samhengi Þeg- ar fyrsiti spútnikinn fór á braut í olktóber 1957 vom aðeins lið- in átta ár frá stofnun kínverska alþýðuveldisins eftir eitt lengsita og mannskæðasta stríð sögunn- ar í einu fátækasta og vanþró- aðasta landi veraldar. (Kínverj- ar sem framleiða nú tíu miljón- ir lesta af tilbúnum áburði á' ári gátu árið 1949 ekki einu sinni framleitt aspirín, svo að Htið dæmi sé neifnt). Næsitu ár- in eftir 1957 voru Kinverjum mjög erfið vegna uppskeru- brests alt völdum þurrika og flóða og þeir voru varla bún- ir að né sér eftir það hallæri þegar menningarþyltingin hófst með öllum þeim glundroða sem hlaut að leiða af henni. I langri grein í sovézka tímaritinu „Kommúnist“ í marz ’69 um „á- standið í Kína“ var þvi haldið fram að menningarbyltingin og stefna Mao Tsetungs hefði leitt til algerðrar stöðnuniar í þróun visinda og tækni á öllum svið- um — „iðnvæðingin hefur í rauninni stöðvazt“. var sagt, og þvi bætt við að svo mjög hefði dregið úr hagvextinum í Kína að „bilið mMi þess og háþró- aðra landa breikikar stöðugt“. Og sami tónn var í skrifum bandarískra „Kínafræðinga‘‘ á 20 ára afmæli allþýðuveldis- inis sl. haust. Orar framfarir Kínverja í kjamorkuvísindum sem sönnuðust m.a. af því, að það tók þá aðeins hálft þriðja ár og sex tiiraunir firá fyrstu kjamasprengingunn'i í október 1964 að smiða vetnissprengju — Bandaríkjamenn tók það sex ár og Frakka átta ár og miklu íleiri tálraunir, eins og bent var á i skýrslu bandiarísku þingnefndiarinnar sem áður var nefnd — þessar öru framfarir eimmiiit á þeim árum þegar menningarbylfingin stóð sem hæsit hefðu annairs átt að kenna „Kínáfræðiftgum“ stórveldianfta tveggja að forðast að tafca of mikið upp í sig. Geimsfcotið á laugardaginp er staðfesting á því að Kínverjar hafa náð sér eftir ham-fairir menningarbylt- ingarinnar, því að enda þótt það eigi við um eldflaugagerð eins og smíði kjarnasprengna að hún krefst fyrst og fremsf þekkingar og tæknigetu, þá er háþróaður og fjölhæfur iðnað- ur einnig alger forsenda fyrir henni. Það er ekki úr vegi að minna á hvemig hinum háþró- uðu iðnaðarþjóðum Vestur-Evr- ópu hefur gengið að komia gervitunglum á braut. Árið 1964 sagði þáverandi visind'a- ráðherra Frakka. Gaston Pal- ewski: „Sameinuð þekking. iðn- aðargeta og fjáiiráð þjóða (Vestur-) Evrópu gera þeim kleift að setja markið hátt í geimrannsóknum og ná þvi“. Nú sex ámm síðax hiafa Bretar, Frakkar, V-Þióðverjar, ítalir, Hollendingar. Belgar og Ástral- íumenn varið um 175 miljörð- um króna til að koma sameig- inlegu gervitungli á braut, en allar fjórar tilraunirnar með ..Evrópu 1“ bafa mistekizt. Frakkar hafa að vísu komið fjórum smátunglum á loft með eiigin eldflaugum, en Bretar hafa aðeins einu sinni reynt burðareldflaug sina „Blue Arr- ow‘ og su tflraun mistókst. Hver hefði trúað því fyrir svo sem einum áratug eða tveim, að Kínverjar ættu eftir að skjóta sameinuðum iðnaðar- veldum Vestur-Evrópu ref fyr- ir rass einmitt á því sviði þar sem Vestur-Evrópumen haía lagt fram einna mestan skerf til heimsmenningarinnar? Það er vitaskuld rétt að ekkert er alþjóðlegra en raunvísdndin og Kínverjar byggja á grundvelli sem lagður var í evrópskum menntasetrum. Því er þá líka stundum haldið á loft að Framhald á 9. síðu. 8 tung/með einni fiaug MOSKVU 27/4 — Á laug- ardaginn var átta gervi- tumglum skotið á btraujt frá Sovétríkjunum — með einni og sömu eLdflaug. Þetta eru Kosmos-tungl 336 til 343. Braut þeirra má heita alveg hiringliaigia, jarð- firð 1500, jarðnánd 1400 km, og eru þaiu ætluð til visindarannsókna að sögn. Sementsverksmiðjan býður bæjar- og sveitarfélögum sement til gatnagerðar d drinu 1970 með mjög hagstæðum kjörum AKRANESI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.