Þjóðviljinn - 28.04.1970, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 28.04.1970, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur 28. aprfl 1970. — málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: EiSur Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.)a Magnús Kjartansson. SigurSur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: SigurSur V. FriSþjófsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiSsia, auglýsingar, prentsmiSja: SkólavðrSust. t9. Siml 17500 (5 linur). — AskriftarverS kr. 165.00 á mánuSi. — LausasöluverS kr. 10.00. Vaid launamannsins yerkamannafélagið Dagsbrún hélt almennan fé- lagsfund á sunnudaginn var, þar sem gengið var frá kröfugerð félagsins í meginatriðum. Aðalkrafa félagsins er um 25% hækkun útborgaðra launa. Með þvi yrði mnánaðarkaup Dagsbrúnarmanna í neðsta flokki 15.777 kr. og þykir víst engum mikið. Verkalýðsfélögin um allt land munu nú vera að ganga frá kröfum sínum og 1. maí á hátíðis- og bar- áttudegi verkalýðsins má gera ráð fyrir að öll fé- lögin hafi gengið frá kröfum sínum. Þá hefst kjara- baráttan sem að þessu sinni er óvenjuleg að því leyti að hún tengist beint kosningabaráttunni. Með kjarabaráttunni berst launafólk fyrir betri kjörum — með kjörseðlinum getur launafólk tryggt að kjarabæturnar haldist. Jafnvel þó að kosningarnar í vor snúist um skipan sveitarstjórna ber að líta á þær sem baráttu fyrir betri stjórn í landinu. Afl verkalýðshreyfingarinnar og skelegg kjarabarátta getur náð árangri í kjarabótum, en kosningabar- áttan er baráttan um að ýarðveita þaér' kjarabæt- ur. í vor hefur því launaimaðurinn bæði faglegt og pólitískt vald í hendi sér. — sv. Kröfur stúdenta inn á þing gnda þótt blöð stjórnarflokkanna láti öllum ill- um látum, svívirði stúdenta og reyni að æsa almenningsálitið gegn þeim, hafa kröfur stúdent- anna samt komízt inn á Alþingi í tillögúformi. Ríkisstjórnin flutti fyrir nokkrum dögum smá- frumvarp um smábreytingu á námslánalögunum, að framhaldsnemendur á Hvanneyri skuli geta fengið lán úr lánasjóðnum. Magnús Kjartansson og Þórarinn Þórarinsson fluttu þá eina aðalkröfu stúdentanna sem breytingartill. við það frumvarp og eiga þingmenn því kost á því nú á síðustu dög- um þingsins að gera annað og meira en óvirða stúdenta og gera lítið úr kjarabaráttu þeirra. J^eggja Magnús og Þórarinn til að 2. gr. námslána- laganna verði á þessa leið: „Stefna skal að því að opinber aðstoð við námsmenn samkvæmt lög- um þessum nægi hverjum námsmanni til að standa straum af árlegum námskostnaði, þegar eðlilegt tillit hefur verið tekið til aðstöðu hans til fjáröflunar. Skal ríkisstjómin hlutast til um það, að gerð verði áætlun fyrir haustið 1970, sem feli í sér verulega aukningu á lánum og styrkjum til námsfólks, og verði við það miðuð að frá og með námsárinu 1974-1975 verði unnt að fullnægja allri fjárþörf námsmanna umfram tekjur þeirra“. ^fgreiðsla þessa máls er stórmál. Eiga einungis böm efnamanna að geta stundað langskólanám? Um það er spurt. Og við það verður ekki unað. — s. Reykjavíkurmótið í knattspyrnu: Fram vann Víking 1:0 Vafasöm vítaspyrna í einum bezta leik ársins JL<€ikur Fram og Víkings, sem®. leikinn var strax á eftir leik Vals og Þróttar, var alger and- staða hans vegna þess, að þar fékk maður að sjá vorknatt- spymu eins og hún gerist bezt hjá okkur. Það var því heldur ieiðinlegt að Fram skyldi vinna þennan jafna og skemmtilega leik á vafasamri vítaspyrnu, því að sannarlega áttu bæði liðin skilið að skora mörk úr ein- hverjum af hinum ágætu mark- tækifærum þeirra. Vítaspyman, sem Heilgi Númason slkoraði eina mark leiksins úr, var dæmd á 7. mín- útu síðard hálfleiks og skiptust menn mjög í tvo hópa uim rétt- mæti hennar. Ég fékk ekki séð, að neitt hefði gerzt er réttlætti hana, en diómarinn, Bjami Pállmason, sagðd eftir leikinn. að einn af ledkmönnum Víkings hefði varið boltann með hendi á marMínunni, en leikmaður- inn vfldi haMa þvi fram að hainn hefði varið boltann með lærinu. Svona atvik gerast mjög hratt og erfitt fyrir áhorfendjur að sjá, hvort brot á sér stað eða ekki, en dómarinn, sem vár í ágætri aðstöðu til að sjá at- vikið, var viss í sinni sök. Svo jatfn var þessi leikur, að sigurinn gat lent hvorum meig- in sam var. Fram átti heidur meira í fyrri hálfleiik, en Vdk- ingur aftur á móti í þeim síð- ari og aflilan leiikinn léku liðin ágæta knattspymu. Mér segir svo hugur, að hvorugt þessara liða verði í botnbaráttunni í 1. ÍA-Breiðablik 4:1 Enn sigra Skagamenn Sigurganga Skagamanna held- ur áfram í Litlu bikarkeppninni og hafa þeir nú unnið alla sina leiki í fyrri umferðinni og tek- ið forustu með 6 stig. Siðast- liðinn laugardag léku þeir gegn Breiðabliki úr Kópavogi og unnu stórt, eða 4:1 og fór ieik- urinn fram uppi á Akranesi. Að sögn var leikurinn ekki eins ójafn og markataian gef- ur til kynna, en miikið rok var á Akranesi, þegar leikurinn fór fram, og sótti það liðið meira, er hafði hann með sér. í fyrri hálfleik sikoiruðu Skagamenn 2 mark og Breiðablik skoraði sitt mark í þeim hálfleik. Skagamenn skoruðu svo önnur tvö mörk í síðari hálfleiknum. Fyrir ÍA skoruðu Matthías 2 mörk ep Teitur og Eyleifur siitt hvort. Fyrir Breiðablik skoraði Guðmundur Þórðarson. Leik ÍBK og ÍRH, siem fara átti fram í Hafnarfirði var frestað vegna þess, að völlur Hafnfirðinga er ekki enn kom- inn í leikhæft ástand og er það raunar eftir öðrum aðbúnaði, er Hafnairfjarðarfélögumim er búinn. Það er fyrir löngu orð- ið til skammar fyrir bæjarfé- lagið í Hafnarfirði hvemig bú- ið er að íþróttastarfseminni þar í bæ og er sarna á bvaða stigi er. dedldairikeppninni, þótt rnenn spái Reykjaivíkurfélögunum eikki flraima í því móti. í liði Fram bar mest á Jó- hammesd Atflasyni og er hann ótvírætt okkar bezti bakvörður sem stendur. Þá áttu þeir Er- lendur Magnússon og Ásgeir Efliíasson prýðilegan leiik. Hjá Víking er miikið um efnilega leikmenn, en þeárra beztur er Guðgeir Leifeson og þar er sannariega miikið knattspymu- mannsefni á ferðinni. Gurmar Gunnarssom og Eirífcur Þor- steinsson áttu ednnig ágætan leik, en ®á síðamefndi mætti þó ásamt Kára Kaaiber, vera hreyfanlegri í framMnunni og stunda njiedra skiptingar út á kamtana. Dómari var Bjami Pálmason og er hann kominn úr hópi oikikar beztu knattsipymudóm- ara, en hann miætti þó gjamam, og það ættu. ffleiri ísflenzfldr dómarar að gera, sleppa smá- brotum, sem engu máli skipta og leggja þess í stað áherziiu á að láta bofltanm ganga. — S.dór. Lokastaðan í fslandsmótínu Lokastaðan í l.deildar- keppni íslandsmótsins í handknattleik varð þessi: Fram 10 8 1 1 180:162 17 Hauk. 10 6 1 3 184:157 13 FH 10 6 1 3 185:176 13 Valur 10 4 1 5 165:158 9 Vik. 10 2 0 8 161:180 4 'KR 10 2 0 8 152:194 4 Eins og af þessu sést. eru KR og Víkingur jöfn að stigum og verða því að leika úrslitaleik um hvori félagið fellur í 2. deild. Fer sá leikur fram annað kvöld, miðvikudag klukk- an 20.30. Á undan fer fram síðasti leikur 2. deildar en það er leikur Breiðabliks og Gróttu sem frestað var á sínum tíma. Hér sést Reynir Jónsson skora jöfnunarmark Vals í leiknum gegn Þrótti. Reykjavíkurmótið í knattspyrnu: Heppnin var með Þrótti Þróttarar unnu Val 3:2 í tilþrifalitlum leik Hún var ekki beint tilþrifa- mikil knattspyrnan, sem Valur og Þróttur sýndu í fyrsta leik Reykjavikurmótsins í knatt- spyrnu, en það litla er sást af henni kom frá Vaisliðinu, sem var vægast sagt óheppið að tapa leiknum. Svo algerlega var síðari hálfleikurinn eign Vals, að Þróttarar áttu ekki nema .6 sóknariotur í honum og úr þeirri síðustu skoruðu þeir sigurmarkið og var það á síð- ustu mínútu leiksins. Ingvair Elísson skoraði fyrsta mark þessa Reykjavíkurmóts, er hann lék sig í gegn um vöm Þróttar og skaut óverjandi skoti snemma f fyrri hálfleik. Stuttu sáðar jöfnuðu Þróttarar og var Jens Karlsson þar að verki. Halldór Bragason skor- aði annað mark Þróttar með kollsipymu. eftir að Þrótti hafði verið dæmfl hornspyma um miðjan fyrri bálfleikinn og þanniig var staðan í leikhléi. Eins og áður segir, var síð- ari hálfleikurinn algerlega eign Vals, og var eins og einhver vemdarengill vaeri yfir Þrótt- armarkinu á stundum. Til að mynda björguðu varnarmenn Þróttar þrisvar á línu, eitt stangarskot átti Valur og tvisvar var Ingvar Elísson í ^ slíku marktækifæri, að það var eiginlega meiri vandi að skora ekki, en að korna boltanum í maricið. Þar ofan á bættist, að Þorsteinn Friðþjófsson skoraði mark þegax um það bil 20 mín- útur voru af síðarj hálfleik og hafði dómarinn ekkert við það að atbuga. en nýliði f línu- varðarstöðu dæmdi markið af vegna rangstöðu, enda þótt tveir vamairmenn Þróttar stæðu á maridínunni, en sóiknairmenn Vafls í markteignum. Það verð- ur að gera þá kröfu til þeinra sem. gef'a si'g í línuvarðairstörf- in að þeir kunni undirsitöðuiait- riðin um rangstöðu. Það leit því út fyrir að Þrótt- ur ætlaði að sigra 2:1, þegar um það bil 4 mínútur voru®* til leiksloka, en þá sikeður það, að Reynir Jónsson, sem nú lék sinn fyrsta leik með Val á þessu ári, fékk boltann þar sem hann stóð óvaldaður inn- an vítateigs og skoraði með glæsilegu skoti og jafnaði þar með 2:2 fyrir Val. En strax eftir að Þróttarar höfðu hafið leikinn á ný áttu þeir eina af sínum sex sóknarlotum í síð- ari hálfleik og endaði hún með fallegu marki frá Jens Karlssyni, sem skrifa verður á Valsr-vömina vegna þess, að hún hreinlega gleymdi Jens þar s©m hann stóð óvaldaður innan vitateigs. Þannig endaði þessi leikur með óréttlátum siigri Þróttar, mdðað við gang leiksins, en það eiru mörkin sem telja en ekki sóknariotumar. Enginn leikmanna þessara liða verðskuldar að honum sé hælt fyrir leikinn, nema Þórir Jónsson í Val, sem gerði hvað hann gat tíl að fá félaiga sína til að leika knattsp., en með sorglega litlum árangri. Dóm- ari var Sveinn Kristjánsson og dæmdi ágætíega, nema hvað bann er eins og raunar flestir okfear dómarar alltof smámuna- samur í upptíningu hrota og staðsetningu þeirra. — S.dór. Litliskógur homi HVERFISGÖTU og SNORRABRAUTAR ☆ ☆☆ TERRYLINE-BUXUR HERRA 1090,— ☆ ☆☆ ☆ ☆☆ HVÍTAR BÓMULLAR- SKYRTUR 530,— ☆ ☆☆ FLÚNELS DRENGJA- SKYRTUR 170,— Litliskógur Hverfisgata — Snorra- braut. — Sími 25644. LAUS SUMARSTÖRF Kópavogsikaupstaður vill ráða forstöðukonu og ráðskonu að suvnardvalarheimilinu Lækj arbotnum frá 16. júní til 31. ágúst n.k. Frekiari upplýsingar veitir bamavemdarfulltrúi Ól- afuir Guðmtmdsson í síma 41570. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 15. maí n.k. 27/4 — 1970. Bæjarstjórinn í KópavogL

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.